Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.2009, Page 19

Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.2009, Page 19
fréttir 30. október 2009 föstudagur 19 Óbreytt útgjöld ríkisins til þing- flokka og stjórnmálaflokka á milli ára samkvæmt fjárlagafrumvarpi vekja athygli í þeim mikla niður- skurði sem blasir við. Nökkvi Braga- son, skrifstofustjóri fjárlagaskrif- stofu fjármálaráðuneytisins, segir umrædd framlög þess eðlis að eðli- legt hafi verið talið að þingið fjallaði um mögulegan niðurskurð þeirra. „Við getum alveg eins átt von á að þetta verði skert,“ segir hann. Guðbjartur Hannesson, for- maður fjárlaganefndar og þing- maður Samfylkingarinnar, tekur í sama streng. „Það er ekkert heil- agt í þessu. Heildarniðurstaðan er það sem við megum ekki missa sjónar á,“ segir hann. Alþingi vísaði fjárlagafrum- varpinu til fjárlaganefndar. Nú stenduryfir ítarleg vinna sem iðu- lega leiðir til breytinga á ákveðn- um þáttum frumvarpsins. Full- trúar ráðuneytanna mæta á fundi fjárlaganefndar, nefndin kallar eftir umsögnum fagaðila og loks eru lagðar til breytingar sem tald- ar eru til bóta fyrir frumvarpið. Að því loknu tekur þingið frumvarpið til annarrar umræðu. erla@dv.is „ÞAÐ ÞÝÐIR EKKERT AÐ VÆLA“ Formaður fjárlaganefndar útilokar ekki breytingar á fram- lögum ríkisins til þingflokka: „Ekkert heilagt í þessu“ Halda sínu í fjárlögum Í niður- skurðarfjárlögunum vekur athygli að framlög ríkisins til þingflokka og stjórnmálaflokka eru óbreytt á milli ára. fyrr hafi margir flutt úr landi til að leita að betra lífi. „Það var flótti frá landinu. Hetjurnar urðu eftir en vesalingarnir flúðu. Við urðum eftir,“ segir hún. Matthía getur ekki neitað því að hún sé óbilandi bjartsýn. „Ég lifi á bjartsýninni,“ segir hún. Bára bendir á að margir hafi það verr en þeir sem komnir eru á þeirra aldur og því þýði lítið að kvarta. „Við erum ekki með nein íbúðalán eins og unga fólkið, og engin bílaán. Við skuldum engum,“ segir hún. Þeim finnst því meira en sjálfsagt að nið- urskurðurinn bitni einnig á öldruð- um sem öðrum samfélagsþegnum. Matthía tekur undir þetta. „Það þýðir ekkert að leggjast upp í rúm og væla. Einhver verður að borga þetta.“ Prjónar jólagjafirnar Margir eru byrjaðir að huga að jól- unum þó enn sé aðeins október. Spilahópurinn kannast ekki við að jólagjafakaup veki kvíða vegna bágs fjárhags og hækkandi verðlags. Guð- rún segir að hjá sinni fjölskyldu hafi náðst samkomulag um að ekki verði gefnar gjafir til þeirra sem komnir eru yfir fermingaraldurinn. Þannig fækk- ar mjög gjöfunum sem þarf að kaupa. Hún er líka iðin við að prjóna í pakk- ana og fyrir síðustu verslunarmanna- helgi prjónaði hún húfur á alla fjöl- skylduna. Bára heklaði lengi og prjónaði en vegna veikinda hefur hún ekki getað það síðustu tvö árin. Dætur hennar aðstoða hana því við að velja hóflegar gjafir handa barnabörnunum átta. Barnabörn Matthíu eru hins veg- ar tuttugu og fimm og prjónar hún á þau allan ársins hring. „Ég kaupi bara garn,“ segir hún um jólagjafakaup- in. „Þeir sem fengu vettlinga í fyrra fá kannski sokka núna. En ef maður á ekki fyrir garninu er alltaf hægt að kaupa nammi. Öllum börnum finnst það gott,“ segir hún. Kristinn er barnlaus en lætur það ekki stoppa sig í að gleðja aðra með gjöfum um jólin. „Ég ætla bara að gefa fátækum og styrkja þá sem eru í vandræðum,“ segir hann. Bjartsýn Matthía Jónsdóttir er sannfærð um að fjárlagafrumvarpinu verði breytt til betri vegar í meðförum þingsins. Mynd Heiða Helgadóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.