Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.2009, Qupperneq 20
Svissnesk stjórnvöld íhuga nú al-
varlega að setja hömlur á, og jafnvel
banna, skipulagða sjálfsvígsaðstoð
sem hefur tíðkast í landinu. Tilgang-
urinn er að draga úr hinum svo-
nefnda „dauðaferðaútveg“, en sífellt
fleiri útlendingar koma til landsins
með það fyrir augum að enda jarðn-
eska tilveru sína.
Fyrirætlanir svissneskra stjórn-
valda benda jafnvel til að lokun Dign-
itas-stofnunarinnar standi fyrir dyr-
um, en á þeim bæ, meðal annarra,
hefur fólki með banvæna sjúkdóma
verið veitt aðstoð til að binda enda á
líf sitt svo hundruðum skiptir.
Yfirvöld vilja tryggja að horft verði
til líknardráps sem síðasta valkosts
og einnig hefur orðið vart ótta vegna
þess möguleika að núgildandi lög
um sjálfsvígsaðstoð bjóði upp á mis-
notkun. Niðurstöður könnunar sem
var gerð á síðasta ári leiddi líkur að
því að sífellt fleiri leiti aðstoðar til að
enda líf sitt í Sviss án þess að þjást af
ólæknandi sjúkdómum.
Skiptar skoðanir
innan ríkisstjórnar
Eveline Widmar-Schlumpf, dóms-
málaráðherra landsins, hefur meðal
annars áhyggjur af ímynd landsins.
„Við, sem þjóð, höfum engan áhuga
á að njóta aðdráttarafls vegna sjálfs-
vígsferðaútvegs,“ sagði dómsmála-
ráðherrann við blaðamenn í Bern.
Hún bætti því við að sífellt fleiri út-
lendingar ferðuðust til Sviss með það
fyrir augum að enda líf sitt.
Ríkisstjórn landsins er klofin
vegna þessa máls og sendi tvær til-
lögur að nýjum lögum til endur-
skoðunar vegna þess. Önnur tillag-
an mælist til strangari reglna, en hin
mælist til fullkomins banns við að-
stoð við sjálfsvíg. Almenningur getur
til 1. mars næstkomandi sagt skoð-
anir sínar á tillögunum og síðan mun
ríkisstjórnin leggja uppkast að lög-
um undir þingið.
Talið er að í svissneska þing-
inu standi vilji til þess að fara mýkri
leiðina sem hefði í för með sér við-
mið sem samtökum sem aðstoða við
sjálfsvíg yrði gert að fylgja.
Banvænir sjúkdómar eingöngu
Samkvæmt nýjum viðmiðum yrði
þess krafist að sjúklingar legðu fram
mat tveggja lækna til sönnunar þess
að sjúkdómur sjúklingsins væri í
reynd ólæknandi og drægi hann lík-
lega til dauða innan nokkurra mán-
aða. Viðkomandi læknar yrðu aukin-
heldur að staðfesta að hin dauðvona
manneskja gengi heil til skógar and-
lega og væri fær um, með tilliti til
geðheilsu, að meta eigin beiðni um
að fá að deyja.
Nýju tillögurnar fela einnig í sér
að þau samtök sem aðstoða við
sjálfsvíg leggi fram ítarlegri skýrsl-
ur til að koma í veg fyrir að stofnanir
hagnist á sjúklingum sem binda vilja
enda á lif sitt.
„Sjálfsvíg verður að vera síðasti
valkosturinn. Ríkisstjórnin er þeirr-
ar skoðunar að verndun mannslífa
verði að vega þyngst,“ segir í yfirlýs-
ingu frá dómsmálaráðuneyti Sviss.
Sjálfsvígsaðstoð ætti, segir enn-
fremur í yfirlýsingunni, að einskorð-
ast við þá sem þjást af banvænum
sjúkdómi og ekki standa þeim til
boða sem þjást af geðsjúkdómum
eða krónískum sjúkdómum.
Ríkisstjórninni er einnig mikið í
mun að „koma í veg fyrir að skipu-
lögð aðstoð við sjálfsvíg verði að við-
skiptum sem byggist á hagnaðar-
von“.
Ásakanir um stækkun
verksviðs
Eveline Widmar-Schlumpf sagði að
þessi viðmið höfðuðu til almennrar
skynsemi og jafnvel á Dignitas-stofn-
uninni, sem er ein sú umdeildasta á
þessu sviði, hefur þessum viðmiðum
verið fylgt að mestu leyti.
En gagnrýnendur hafa sakað
Dignitas um að hafa fært út verksvið
stofnunarinnar og segja að sumir
sjúklingar þjáist ekki af banvænum
sjúkdómi og að minnsta kosti ein-
hverjir sjúklinganna þjáist af klín-
ísku þunglyndi. Stofnandi Dignitas,
Ludwig Minelli, hefur staðfest grun
gagnrýnenda að einhverju leyti.
Fyrirætlanir hins opinbera miða
að því að hægja á ferlinu og koma í
það horf að ákvörðunin um sjálfs-
vígsaðstoð byggist á meiri ígrundun.
„Í framtíðinni verður ekki mögu-
legt fyrir einhvern að koma yfir
landamærin og fremja sjálfsvíg
nokkrum dögum síðar með aðstoð
einhverrar stofnunar,“ sagði Evel-
ine Widmar-Schlumpf. Hún gaf ekki
upp hve langur biðtíminn yrði því
hvert tilfelli yrði metið sjálfstætt, en
talið er víst að þær stofnanir þar sem
lögð er stund á sjálfsvígsaðstoð séu
fjárhagslega háðar þeim mikla fjölda
sem rennur í gegnum kerfi þeirra á
tiltölulega stuttum tíma.
„Úreltar og yfirlætislegar“
tillögur
Ludwig Minelli hugnast áætlanir rík-
istjórnarinnar ekki og lýsti hann til-
lögunum sem „úreltum og yfirlæt-
islegum“. Minelli hefur ávallt haldið
því fram að takmarkanir á sjálfsvígs-
aðstoð myndu ekki hafa í för með sér
samdrátt hvað fjölda snertir heldur
myndu fleiri deyja á ofbeldisfullan
hátt.
„Með því að útiloka sjálfsvígs-
aðstoð til handa þeim sem þjást af
krónískum sjúkdómum eða geð-
sjúkdómum, en færir eru um upp-
lýst val, mun ríkisstjórnin stuðla að
einmanalegu sjálfsvígi á járnbrautar-
teinum,“ sagði Minelli.
Hvort heldur sem ríkisstjórn Sviss
kýs að herða reglurnar eða banna
starfsemi stofnana á borð við Dignit-
as með öllu, mun Minelli finna fyrir
afleiðingunum. Algert bann myndi
valda heildarendurskoðun á sjálfs-
vígslögum í Evrópu því tilvist sjálfs-
vígsstofnana í Sviss hefur gert öðr-
um Evrópulöndum kleift að forðast
að gera eigin lög, sem að þessu lúta,
frjálslyndari. Ludwig Minelli hef-
ur viðrað vilja til að koma á laggirn-
ar útibúi í Þýskalandi, en lagaleg-
ar hindranir hafa komið í veg fyrir
það. Fyrr á árinu var hann harðlega
gagnrýndur eftir að hann upplýsti
um áætlanir til að hjálpa heilbrigðri
konu við að fremja sjálfsvíg svo hún
gæti fylgt dauðvona eiginmanni sín-
um í dauðann.
Um 400 á ári
Widmer-Schlumpf dómsmálaráð-
herra er þeirrar skoðunar að bann við
sjálfsvígsaðstoð kunni að neyða fólk,
sem er í þeim hugleiðingum, til að
ná fram vilja sínum með ólöglegum
hætti. Árlega eru um fjögur hundr-
uð manns aðstoðaðir við sjálfsvíg í
Sviss og af þeim er um að ræða um
eitt hundrað og þrjátíu sem koma frá
öðrum löndum.
Sjálfsvígsaðstoð hefur verið leyfi-
leg í Sviss síðan á fimmta áratug
síðustu aldar, með þeim skilyrðum
að aðstoðin sé veitt af einstaklingi
sem ekki er læknir og hagnast ekki á
dauða viðkomandi sjúklings.
Líknardráp hins vegar er löglegt
í Hollandi, Lúxemborg, Belgíu og
Oregon-ríki í Bandaríkjunum. Eins
undarlegt og það kann að hljóma er
sjálfsvíg ekki lengur glæpsamlegt í
Wales og á Englandi, en hvatning og
aðstoð við sjálfsvíg eru refsiverð og
varða allt að fjórtán ára fangelsisvist.
Talið er að fyrirætlanir svissnesku
ríkisstjórnarinnar megi að einhverju
leyti rekja til ótta um að falli á ímynd
landsins. Sjálfsvígsferðaútgerð á litla
samleið með Heiðu litlu og kúabjöll-
um, gauksklukkum og súkkulaði.
Engu að síður er um að ræða stórt
skref fyrir svissnesk yfirvöld sem eru
hikandi við að taka fram fyrir hend-
ur kantóna landsins sem njóta sjálf-
stjórnar.
Átta hundruð meðlimir
Að minnsta kosti 119 Bretar hafa
endað ævi sína á Dignitas, þeirra á
meðal hljómsveitarstjórinn sir Ed-
ward Downes og eiginkona hans,
Joan. Edward var ekki dauðvona en
hafði glímt við síversnandi heyrn og
nánast fullkomna blindu svo árum
skipti. Eiginkona hans hafði aftur á
móti verið greind með krabbamein
og úrskurðað að hún ætti nokkrar
vikur ólifaðar.
Ruðningskappinn Daniel James,
23 ára, kaus einnig að enda lífdaga
sína hjá Dignitas eftir að hafa lamast
eftir slys inni á leikvanginum.
Allt að átta hundruð Bretar eru
meðlimir Dignitas, en félagsaðild er
fyrsta skrefið til að öðlast þau réttindi
að deyja innan vébanda stofnunar-
innar einhvern tímann í framtíðinni.
20 föstudagur 30. október 2009 fréttir
Við opnum nýja Ísbúð og veitum 30% kynningarafslátt
af öllum ísréttum, samlokum, salötum og gosi
17-26 okt.
Nýbýlavegi 32 Nýbýlavegi 32
Opið til 22:00 alla daga
Smakkaðu 200 kr ís í brauði, miðstærð
Gildir ekki í Bónus.
helgi á Korputorgi um helgina.
Skorður Settar við
SjálfSvígSaðStoð
Síðan um miðja síðustu öld hefur í Sviss verið leyfilegt að aðstoða fólk sem vill fremja sjálfsvíg. Fjöldi fólks
hefur lagt leið sína til landsins með það eitt fyrir augum að enda líf sitt. Nú er svo komið að þarlendum
stjórnvöldum hugnast ekki þau áhrif sem „sjálfsvígsferðaútgerð“ hefur á ímynd lands og þjóðar.
„Sjálfsvíg verður að vera síðasti valkosturinn.
Ríkisstjórnin er þeirrar skoðunar að verndun
mannslífa verði að vega þyngst,“ segir í yfirlýs-
ingu frá dómsmálaráðuneyti Sviss.
Ráðgjafaskrifstofa Dignitas í Hanover Fjöldi skjólstæðinga Dignitas kemur frá Þýsklandi.
Eiginmaðurinn og eiginkonan
Hljómsveitarstjórinn Edward Downes
kaus að fylgja Joan konu sinni í dauðann.
Dómsmálaráðherra Sviss Eveline
Widmar-Schlumpf Telur algert bann
við sjálfsvígsaðstoð ekki vænlegan kost.
Nál í æð, sviðsett mynd Svissneska
stjórnin er klofin í afstöðu til sjálfsvígsað-
stoðar. MyND: PHotoS.coM