Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.2009, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.2009, Blaðsíða 27
m æ li r m eð ... Uncharted 2 Leikur sem allir áhugamenn um tækni eða tölvuleiki ættu að skoða. FIFa 10 Besti fótbolta- tölvuleikur sem gerður hefur verið, að mati gagnrýnanda. ZombIeland Ein besta gaman- mynd ársins. ÁstardrykkUrInn Drykkur sem virkar. antIchrIst Þvílíkur sálrænn terror. Gainsbourg er rosaleg. fókus föstudagur 30. október 2009 27 Þjóðleikhúsið frumsýnir Sindra silfurfisk, nýtt barnaleikrit eftir Áslaugu Jónsdóttur: 30 ára gamlar brúður í sýningunni föstudagur n haffi haff á selfossi Unga kynslóðin getur svo sannarlega lyft sér upp á föstudagskvöldið með smá rúnti út fyrir bæinn. Meistari Haffi Haff verður á 800 bar á Selfossi með 16 ára ball en árið gildir. Haffi stígur á svið. Ballið stendur frá 22.30- 02.00 þannig að hægt er að gera sér glaðan dag á Selfossi. n Veistu hver ég var? Siggi Hlö kann svo sannarlega að skemmta fólki enda einn af þekktustu plötusnúðum landsins í gegnum tíðina. Hann er líka með útvarpsþáttinn Veistu hver ég var? á Bylgjunni sem nýtur gífurlegra vinsælda. Siggi Hlö mætir með græjurnar og gerir allt vitlaust á Spot á föstudagskvöldið. n VIP á Prikinu Það er V.I.P.-helgi á skemmtistaðnum Prikinu um helgina. Tilboð er á veigum milli 21.00 og 01.00 og ekki vantar plötusnúðana. DJ Elín hefur leik en svo taka við DJ addi og DJ Árni og sjá um að enginn fer með óhristan rassinn heim. n sixties á Players Hin goðsagnakennda hljómsveit Sixt- ies verður á Players á föstudagskvöld- ið og þar er bókað stuð. Gott tilboð verður á staðnum en þar verða fimm í fötu á 1900 krónur. Allir á Players. laugardagur n meira af Örnunum Eyfi og félagar ætla að endurtaka leikinn og flytja öll helstu lög hljóm- sveitarinnar Eagles í Háskólabíói á laugardaginn. Miðinn kostar 6.900 kr. en tónleikarnir hefjast klukkan 20.00. Með Eyfa koma fram Björgvin Hall- dórsson, Stefán Hilmarsson og Friðrik Ómar svo einhverjir séu nefndir. n klassískt í salnum Ungstirnin Víkingur Heiðar píanóleik- ari og sænski klarinettusnillingurinn Martin Fröst koma fram sama í fyrsta skiptið á föstudagskvöldið. Þeir munu þá leika í Salnum í Kópavogi. Ekki kostar nema 2.800 krónur að sjá þessa snillinga en tónleikarnir hefjast klukkan 17.00. n kokteilpinnarnir í kjallaranum Kokteilpinnarnir með Helga Björns sjálfan í fararbroddi eru að slá í gegn í Þjóðleikúskjallaranum. Þeir verða þar aftur á laugardagskvöldið að rifja upp gamlar drykkjuvísur með dillandi undirspili sem allir geta dansað við. Þeir stíga á svið klukkan 23.00 en 1.500 krónur kostar í Kjallarann þá. n Vinirnir á spot Hin glaðlynda hljómsveit Vinir vors og blóma kemur fram á laugardags- kvöldið en það er alltaf stuð þegar strákarnir taka sig til og spila. Vinirnir verða á skemmtistaðnum Spot í Kópavogi og verður enginn svikinn af því að sjá þessa miklu meistara. Hvað er að GERAST? Hafdís í skrautfiskabúðinni Fjörfisk- ar er löngu hætt að selja fallegu fisk- ana sína. Þeir eru vinir hennar og hún vill miklu heldur segja þeim sög- ur, eins og til dæmis söguna af Sindra silfurfiski og leyndarmálinu hans. Sindri á sér þann draum svalastan að verða gullfiskur og á leið sinni um hafdjúpin mætir hann ótal skrýtnum og skrautlegum sjávardýrum, og sum þeirra eru mjög hættuleg. Þjóðleikhúsið frumsýnir Sindra silfurfisk, nýtt barnaleikrit eftir Ás- laugu Jónsdóttur, í Kúlunni á laugar- daginn. Þetta er hugljúft og undur- fallegt ævintýri fyrir börn frá þriggja ára aldri og alla krakka, pabba, mömmur, afa, ömmur, frænkur og frændur. Sjávardýrin í sýningunni eru að uppistöðu brúður úr sýningu Þjóð- leikhússins Krukkuborg eftir Odd Björnsson, sem Þórhallur Sigurðs- son leikstýrði á stóra sviðinu árið 1978. Það er ekki oft sem hlutir úr sýningum varðveitast áratugum saman, hvað þá að unnt sé að nota þá aftur í nýjar sýningar. En fyrir nokkru komu fiskarnir aftur í ljós í geymslum leikhússins, jafnskín- andi fallegir og þeir voru fyrir þrjá- tíu árum. Þórhallur leikstjóri vildi endilega gefa þeim nýtt líf í stað þess að hafa þá í geymslu og bað Áslaugu Jónsdóttur að skrifa leikrit um þorskinn, karfann og alla hina. Áslaug hefur áður samið leikritið Gott kvöld sem sýnt var í Kúlunni en sýningin fékk Grímuverðlaunin sem besta barnasýningin vorið 2008. Leikari sýningarinnar er Elva Ósk Ólafsdóttir. Þrír brúðustjórn- endur stjórna sjávardýrunum og tólf leikarar ljá þeim raddir sínar. sindri silfurfiskur Er eftir Áslaugu Jónsdóttur sem fékk Grímuverðlaunin fyrir barnaleikritið Gott kvöld. bókInnI harmUr englanna Margar fallegar blað- síður. Þó smábakslag hjá höfundinum. rær á gjöful mið illskunnar Hyldýpi er níunda skáldsaga stefáns mána. Hún kemur í kjölfar tveggja æsilegra krimma, Skipsins og Ódáðahrauns, en nú skiptir Stefán Máni aðeins um gír og nefnir david lynch sem áhrifavald í Hyldýpi. Þótt Hyldýpi sé ekki hreinræktaður reyfari vantar ekkert upp á spennuna og við sögu koma vægast sagt vondir menn enda hefur Stefán Máni með fyrri verkum sínum sýnt fram á að honum er einkar lagið að skapa öflug illmenni. Hann þakkar líka Hinu illa fyrir innblásturinn í bókarlok og dregur ekki dul á að hann er fengsæll á miðum illskunnar. Í Skipinu sem kom út árið 2006 sigldu nokkrar fordæmdar sálir út í opinn dauðann á fraktaranum Per se með of- urkrimmann Kölska í stafni. Í fyrra fór svo handrukkarinn og undirheima- kóngurinn Óðinn R. Elsuson hamför- um þegar hann náði glæpsamlegum tökum á íslensku viðskiptalífi. Aðal- persóna Hyldýpis er hins vegar tvítug- ur strákur frá Ísafirði, Sölvi, sem lendir í lífshættulegum ógöngum í Reykjavík þegar leiftursýn frá liðum árum sækir á hann. Stefán Máni segir að vissulega megi segja að um stefnubreytingu sé að ræða hjá sér en hún sé þó ekkert sérstaklega meðvituð. „Ég geri bara allt það sem mig langar til að gera og það sem mér sýnist. Hyldýpi er mjög ólík Ódáðahrauni. Í mínum huga er Ódáðahraun gróf bók. Hörð og köld bók og mig langaði alls ekki að fara lengra í þá áttina. Mér finnst ég frek- ar vera að fara aftur að Hótel Kaliforn- íu sem mér finnst rosalega gott. Aðal- persónurnar eru svipaðar og þetta er allt lágstemmdara,“ segir Stefán Máni og bætir við að í Hyldýpi sé hann meira að fást við hversdagsleikann og venjulega lífið en í síðustu bókum. heillaður af illmennum Hversdagsleiki Sölva snýst upp í mar- tröð þegar hann rankar við sér nakinn og nær dauða en lífi í skurði í Hval- firði og veit ekkert hvernig í ósköpun- um hann komst þangað. Hann kemst síðan að því að sama daginn og hann hvarf týndist stelpa á hans aldri. Hann ákveður að leita hennar þar sem hann finnur fyrir sterkri tengingu við þessa stúlku sem hann þekkir ekki neitt og þá fyrst byrja vandræði hans fyrir al- vöru. Þrír æskufélagar Sölva þvælast fyrir honum og gera honum lífið leitt enda vægast sagt vondir menn þar á ferð og alveg fyrirtaks sikkópatar. Ill- mennin hleypa heilmiklu lífi í sög- una og Stefán Máni neitar því ekki að hann sé veikur fyrir siðblindingj- um og illmennum. „Mjög svo. Ég hef alltaf verið heillaður af illmennum og kannski bara illskunni per se. Það eru fimm ungmenni í bókinni, fjórir strákar og ein stelpa. Öll um tvítugt og það sem tengir þau er að það féll skuggi á æsku þeirra allra. Það breytir lífi þeirra og hvernig þau hegða sér tíu árum seinna. Þau lenda öll í kynferð- islegri misnotkun og það litar hvernig þau hegða sér. Þrír af strákunum eru orðnir hálfgerðir gerendur. Eru farn- ir að meiða aðra. Einn dregur sig til baka og verður óframfærinn og stelp- an fer út í dópið, lauslætið og ruglið. Þannig að það eru svolítið undirliggj- andi þarna orsakir og afleiðingar.“ Innsæið sprettur úr myrkrinu Stefán Máni færir Hinu illa verðskuld- aðar þakkir fyrir innblásturinn aftast í Hyldýpi. „Ég er að einhverju leyti bara einhver svona Þórhallur miðill. Ég er að skrifa einhverja sögu og ég fæ ein- hverjar ákveðnar hugmyndir og ég get smíðað einhvern ramma en svo þegar ég fer að hugsa í þessa átt fæ ég þetta innsæi og hugdettur og það sem ég næ að tengja mig við er yfirleitt eitt- hvað í dekkri kantinum. Ég fæ mínar myndir, sýnir, hugdettur og innsæi úr myrkrinu. Þaðan kemur allt það besta sem ég fæ. Ég fæ aldrei hugmyndir sem eru af himnum ofan eða breyta heiminum og færa fólki gleði og ham- ingju. Það er ekki mitt djobb. Ég fæ eitthvað allt annað. Það má segja að mér sé hlýtt til illskunnar. Hún er fínn ferðafélagi. Hún hefur reynst mér vel og er gjöful mið að róa á. Það má orða það þannig. Ég á kannski ekki heima þarna en þetta eru gjöful mið svo framarlega sem maður kemst heill aftur heim.“ dulrænan svífur yfir hyldýpinu Sölvi fellur í vatn og er við það að drukkna þegar hann er tíu ára. Ofan í dýpinu sér hann sýn sem skýtur upp kollinum tíu árum síðar og leggst svo þungt á hann að hann hefur ástæðu til þess að efast um geðheilsu sína. Þessi tengsl Sölva inn í annan heim lita alla söguna og gera hana ansi hreint dul- ræna enda sprettur sagan öll upp af þessari mynd í höfði höfundarins af dreng sem er að drukkna. „Vinnutit- illinn var alltaf Vatnið og kveikjan var upphafssenan þar sem tíu ára strákur fellur í vatn og er nærri drukknaður. Hann sér sýn ofan í vatninu og hún var kveikjan að bókinni. Hann sér inn í einhvers konar hliðarheim. Hann er ekki beint skyggn en getur með öðru auganu horft inn í hliðarheim. Mig langaði einnhvern veginn að gera þannig sögu og þetta er skyldara Dav- id Lynch en öðru. Grunnhugmyndin er á dulrænu nótunum frekar en eitt- hvað glæpó, ofbeldi, undirheimar eða eitthvað þannig.“ Stefán Máni neitar því ekki að- spurður að hann sé dulrænn. „Já, já. Ég er mjög hrifinn af dulrænum bíó- myndum og bókum. Ég er mjög hrif- inn af því að gera göt í raunveruleik- ann okkar. Tæta hann aðeins, opna og láta glitta í eitthvað annað. Ég meika ekki að veruleikinn sé bara svona og búið. Það verður að vera einhver bak- hlið.“ Fyrir Stefáni Mána er því ekkert eðlilegra en að hægt sé að skyggnast inn í aðra heima. „Mér finnst svona hlutir ekkert skrýtnir. Það er bara eðli- legt að það sem gerist í veruleikanum okkar hafi einhverjar afleiðingar í ein- hverjum öðrum heimi sem getur svo endurvarpast aftur inn í okkar heim. Þótt eitthvað hverfi héðan er það ekkert horfið að eilífu. Það getur allt- af komið aftur þótt þú kjósir kannski ekkert endilega að það komi aftur. Þetta er ákveðin tímapæling, að tím- inn sé afstæður og að það sem gerð- ist fyrir tíu árum er enn þá lifandi á annarri strönd og öðrum stað. Maður getur upplifað það aftur og það getur haft áhrif á það sem er að gerast í dag. Það má segja að þetta séu karmalög- málspælingar. Að teygja það út fyrir líf og dauða.“ nennir ekki að ljúga og leika Stefán Máni skrifar kaldhamraðan og beittan stíl og maðurinn sjálfur virkar eitursvalur með stingandi augnaráð, vöðvastæltur og handleggirnir húð- flúraðir fram og til baka þannig að eðlilega má spyrja hvort hann sé töff- ari. „Bara svona já og nei. Ég gengst að minnsta kosti ekki upp í því. Ef ég er einhver töffari er það bara eitthvað sem er mér eðlislægt eða ómeðvitað. Það er ekkert sem ég legg mig fram um að vera. Ég held að allt sem ég geri sé mér bara eðlilegt. Áreynslulaust og eðlilegt. Hvort sem það eru skrif mín eða ég bara sem persóna eða mað- ur. Ég reyni aldrei að vera neitt ann- að en ég er. Það hefur reynst mér best. Það er rosalega lítil vinna í því. Það er hörkudjobb að ljúga eða leika. Krefst undirbúnings, æfingar og góðs minn- is og ég hef ekkert af þessu.“ svartur á leik aftur Bækur Stefáns Mána eru ákaflega myndrænar og hann segist hugsa í lit- um og myndum. „Ég sé myndir. Ég sé ekki orð. Orðin eru glíma. Ég sé þetta allt fyrir mér og svo reyni ég bara að finna réttu lýsingarorðin sem passa við myndirnar í hausnum á mér.“ Það er því ekki að undra að kvikmynda- gerðarfólk hafi gripið Svartur á leik og Skipið á lofti. Stefán Máni segir því ekki skilið við verk sín þegar þau eru komin úr prentsmiðjunni. Und- irheimastúdían hans, Svartur á leik, kom út árið 2004 og kvikmynd byggð á bókinni er á leiðinni í framleiðslu og Stefán Máni fylgist náið með öllu sam- an. „Það er nú bara gaman. Að skoða leikara og svona.“ Stefán Máni skrifar ekki handritið en fylgist með og hef- ur tillögurétt sem hann segir hafa skil- að góðu. „Fyrir mig skiptir miklu máli að myndin sé góð. Það skiptir meira máli en hvort ég fæ hundraðþúsund- kall þarna eða ekki. Léleg mynd eftir minni bók er eitthvað sem ég vil ekki sjá og ég reyni að leggja mitt af mörk- um.“ Stefán Máni lagðist í heilmikla heimildarvinnu þegar hann vann að bókinni Svartur á leik og hann býr enn að því að hafa verið túristi í und- irheimum Reykjavíkur. „Það var alveg rosaleg gagnaöflun í gangi og mikið af því er enn í hausnum á mér. Ég á gíf- urlegt gagnasafn. Mörg kíló sem eiga alltaf eftir að nýtast mér. Mér finnst þetta samt vera minna og minna áber- andi í bókunum en þetta er rosalega góður gagnagrunnur að leita í. Svo held ég líka lauslegu bandi við þessa stráka sem ég kynntist þarna og það er bara gaman að því. Þetta var voða skemmtilegt og nytsamlegt. En það hefur margt breyst síðan þá þannig að mín þekking er orðin frekar úrelt. Og ég hef ekki áhuga á því að fylgja því al- veg eftir. Ég stunda ekki símenntun í undirheimum. Langt því frá. Það var gaman að fara þangað en ég er líka feginn að vera laus þaðan. Þetta er lýjandi heimur. Hraður og tætandi og það er gott að koma heim aftur.“ toti@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.