Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.2009, Síða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.2009, Síða 30
Séra Gunnari Björnssyni hefur fjór- um sinnum verið vikið úr starfi sem sóknarprestur, þar af tvívegis frá sama söfnuði. Fyrst var hann rekinn, tvívegis, frá Fríkirkjunni í Reykjavík, síðar færður úr starfi sem prestur í Holti í Önundarfirði og nú síðast var honum vísað úr starfi sem sóknar- prestur í Selfosskirkju. Í öll skiptin hefur Gunnar átt í deilum við sókn- arbörn og sóknarnefndir þar sem umræðan hefur ratað í fjölmiðla. Flestir þeir sem til hans þekkja lýsa honum sem hlýjum og góðum en það hefur ekki komið í veg fyr- ir hatrammar deilur hans við sókn- arnefndir og söfnuði þar sem hann hefur gegnt embætti sóknarprests. Það sem mætti kalla þriðja og síðasta stríð séra Gunnars stendur enn yfir. Fimm ungar stúlkur kærðu klerkinn fyrir kynferðisbrot, en þremur mál- unum var vísað frá. Séra Gunnar var síðan sýknaður á báðum dómstigum. Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, fullyrðir hins vegar að djúpstæður og alvarlegur trúnaðarbrestur hafi myndast innan safnaðarins í Selfoss- kirkju og því geti Gunnar ekki snúið aftur til starfa. Tugmilljóna tilboð Deila Gunnars við sóknarnefnd Sel- fosskirkju er síður en svo fyrsti vand- inn sem hann lendir í í kirkjusóknum sínum. Honum hefur fjórum sinnum verið vikið úr starfi sem sóknarprest- ur, fyrst í september 1987 frá Fríkirkj- unni í Reykjavík, þá í júní 1988, aft- ur frá Fríkirkjunni, í mars 2000 frá Holtakirkju í Önundarfirði og nú síð- ast 15. október 2009 frá Selfosskirkju. Í öll skiptin voru samskiptaörðug- leikar Gunnars við safnaðarmeðlimi orsök uppsagnarinnar. Karl biskup þverneitar Gunn- ari um að snúa aftur til starfa í Sel- fosskirkju. Biskup bauð honum stöðu sérþjónustuprests hjá Bisk- upsstofu, þar sem honum var með- al annars ætlað að sinna störfum hjá Helgisiðastofu í Skálholti ásamt því að þýða og staðfæra predikunarleið- beiningar fyrir presta, og tók það sér- staklega fram í bréfi að séra Gunnar gæti unnið starfið heiman frá sér. Þá bauðst prestinum starfslokasamn- ingur, upp á nærri tuttugu milljónir króna, en tilboðum um annað en að snúa aftur til starfa hafnaði Gunnar eindregið. DV hefur heimildir fyrir því að biskup hafi orðað betri starfs- lokasamning við Gunnar, samning sem tryggir kleknum þrjátíu millj- ónir króna eða mánaðarlaun næstu fimm ár. Bróðurmissir Séra Gunnar hefur starfað samfellt sem sóknarprestur í Selfosskirkju frá 1. september 2001 og var skipað- ur sem slíkur 1. júní 2002. Gunnar hefur lengstum verið vel liðinn sem prestur þó svo ekki sé hægt að segja það sama um eiginkonu hans í öll- um tilfellum. Ræður hans þykja góð- ar og hlýja hans í garð sóknarbarna hefur í gegnum tíðina verið lofuð af samstarfsmönnum. Eftir að hinar hatrömmu deilur komu upp í Sel- fosskirkju má segja að söfnuðurinn sé klofinn í tvær fylkingar, með og á móti séra Gunnari. Stuðningsmenn hans krefjast almenns safnaðarfund- ar í þeirri von að ná að sýna fram á einingu innan safnaðarins, ólíkt því sem biskup heldur fram. Erfiðleikar og deilur Gunnars við sóknarbörn eru ekki einu erfiðleik- arnir sem Gunnar hefur þurft að glíma við. Gunnar varð fyrir miklu áfalli fyrir tæpum fimm árum er bróðir hans, Ragnar Björnsson veit- ingamaður í Mosfellsbæ, lést. Atvik- ið átti sér stað á veitingastaðnum Ás- láki í Mosfellsbæ, í desember 2004, þar sem Loftur Jens Magnússon sló Ragnar þungu hnefahöggi í hálsinn með þeim afleiðingum að brot kom á hálshryggjarlið og slagæð rofnaði. Mikil blæðing varð inn í höfuðkúp- una í kjölfarið sem leiddi til þess að Ragnar lést skömmu síðar. Tekur enda Þegar kærurnar á hendur Gunn- ari komu fram sagði hann í samtali við DV að málið væri alfarið byggt á misskilningi og hann hefði lengi haft þann stíl að faðma fólk og jafnvel smella kossi á kinn. „Það hefur lengi verið minn stíll að faðma fólk að mér. Í kirkjulegu starfi koma oft þannig stundir að maður ýmist hrósar, þakk- ar, heilsar eða kveður með líkamlegri snertingu. Það getur meira að segja hent að maður smelli kossi á kinn. Ég er hlýr maður,“ sagði Gunnar. Þegar DV spurði Gunnar hvort málið hefði valdið honum hugar- angri svaraði hann að svo væri í raun ekki. Hann væri viss um stöðu sína gagnvart sóknarbörnum sínum. Gunnar viðurkenndi að hann hefði gengið í gegnum súrt og sætt í starfi sínu sem prestur og þessir erfiðleik- ar myndu líða hjá eins og aðrir. „Ég er orðinn það gamalreyndur í starfi mínu sem prestur og veit að meira að segja hörðustu rimmur eiga sér endi,“ sagði Gunnar. 30 föstudagur 30. október 2009 helgarblað TrausTi hafsTeinsson blaðamaður skrifar: trausti@dv.is Deila séra Gunnars Björnssonar við sóknarnefnd Selfosskirkju er þriðja stríð klerksins. Áður hafði hann verið rekinn úr Fríkirkjunni í Reykjavík og færður úr starfi sem sóknarprestur í Holtaprestakalli, eftir hatrammar deilur í bæði skiptin. Honum er nú meinað af biskupi að halda áfram starfi sóknarprests við Selfosskirkju eftir ákærur um kynferðislega áreitni frá ungum sóknarbörnum. Gunnar íhugar alvarlega að taka tilboði biskups um veglegan starfslokasamning. ÞRIÐJA STRÍÐ SÉRA GUNNARS „Ég er orðinn það gamalreyndur í starfi mínu sem prestur og veit að meira að segja hörðustu rimmur eiga sér endi.“ Bréf biskups Karl Sigur- björnsson bauð tilfærslu í starfi eða starfslok í bréfi til Gunnars. síðasta stríðið DV hefur heimildir fyrir því að séra Gunnar sé alvar- lega að íhuga að taka tugmilljóna tilboði biskups um starfslok. frÁ gÓðu heIMIlI Gunnar Björnsson fæddist í reykjavík 15. október 1944 og ólst upp á ástríku heimili foreldra sinna í gömlu timburhúsi á horni Bók- hlöðustígs og Miðstrætis. hann er sonur hjónanna Björns rósenkranz einarssonar hljómsveitarstjóra og ingibjargar Gunnarsdóttur hárgreiðslumeistara. Björn er með frægari hljómsveitarstjórum en til margra ára stýrði hann eigin hljóm- sveit sem skemmti víða, einkum á hótel Borg. Gunnar kvæntist fyrrverandi eiginkonu sinni, Veronicu Margaret Jarosz, árið 1967 og saman eignuðust þau tvö börn. Gunnar er í dag kvæntur Ágústu aðal- heiði Ágústsdóttur söngkonu en þau gengu í hjónaband fyrir aldarfjórðungi. hún stendur þétt við hlið eiginmannsins í erfiðri klípu sem blasir við. Við- mælendur DV segja flestir að Ágústa sé ákveðin kona og skap hennar hafi oft komið prestinum í vanda. Þeir segja að hún hafi ákveðið strax er hún sá Gunnar í fyrsta sinn að hann skyldi verða eiginmaður hennar. Í kjölfarið skildi Gunnar við fyrri konu sína og mældist skilnaðurinn í fyrstu nokkuð illa fyrir í fjölskyldu hans. er Gunnar tók saman við Ágústu eignaðist hann þrjú stjúpbörn. Gunnar er sjálfur mikill tónlistarmaður og spilaði í áratug með sinfóníu- hljómsveit Íslands. hann er fær sellóisti og Ágústa er óperusöngkona. hún rak um árabil söngskóla á Vestfjörðum. Gunnar er mjög félagslyndur og hefur í gegnum erfiðar deilur átt mjög dygga stuðningsmenn. Þeim gefur hann reglulega í nefið og faðmar er þeir hittast. hlýtt heimili Gunnar ólst upp á ástríku heimili foreldra sinna á horni Bókhlöðustígs og Miðstrætis.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.