Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.2009, Síða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.2009, Síða 38
Umsjón: Kjartan GUnnar Kjartansson, kgk@dv.is Hildur Tryggvadóttir innkaupari við rúmfatalagerinn Hildur fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hún var í Seljaskóla og stundaði nám við FB. Hildur vann í Björnsbakaríi, starf- aði við eggjabúið í Elliðahvammi en hefur starfað hjá Rúmfatalagernum sl. áratug. Fjölskylda Eiginmaður Hildar er Guðmund- ur Sveinn Arnþórsson, f. 14.8. 1979, húsasmiður. Börn Hildar og Guðmundar Sveins eru Fannar Már Guðmunds- son, f. 26.2. 2003; María Rós Guð- mundsdóttir, f. 19.7. 2006. Systkini Hild- ar eru Hólmfríð- ur Tryggvadóttir, f. 19.1. 1967, fótaað- gerðarfræðingur í Kópavogi; Ólafur Már Tryggvason, f. 6.9. 1972, kokkur í Hafnarfirði; María Maronsdóttir, f. 29.8. 1977, matreiðslukennari á Sel- fossi; Rósa Tryggvadóttir, f. 31.3. 1983, starfsmaður hjá 66° Norður, búsett í Kópavogi. Foreldrar Hildar eru Kristjana Guðmundsdóttir, f. 22.8. 1950, starfs- kona við Seljaskóla, og Maron Tryggvi Bjarnason, f. 1.11. 1947, bifvélavirki. 30 ára á föstudag 70 ára á sunnudag Reynir Torfason sjómaður og listmálari á Ísafirði Reynir fæddist á Ísafirði. Hann fór ungur til sjós, var fimmtán ára hjálp- arkokkur á síðutogaranum Gylli frá Flateyri og hefur síðan verið við all- ar helstu veiðar sem stundaðar eru hér við land. Hann var skipstjóri á eigin bátum 1970-83 en bátar hans hétu báðir Sæunn ÍS 25. Reynir var svo skipstjóri á bátum annarra 1983- 88. Hann var verkstjóri við Ísafjarðar- höfn 1988-99 og var síðan beitninga- maður um skeið. Reynir hefur stundað myndlist samfellt frá 1988 og haldið fjölda myndlistarsýninga. Hann var sæmd- ur bæjarlistamaður Ísafjarðarbæjar 2004. Reynir var ritari stjórnar Sjó- mannafélags ísfirðinga í átján ár, og ritari Hugins, félags bátaeigenda á Ísafirði, á annan áratug. Fjölskylda Eiginkona Reynis er Gígja Sigríður Tómasdóttir, f. á Stóru-Giljá Húna- vatnssýslu 29.4. 1941, fyrrv. starfs- maður Heilbrigðisstofnunar Ísafjarð- arbæjar. Kjörforeldrar hennar voru Tómas Antonsson, f. 15.11. 1915, d. 7.1. 1949, sjómaður á Akureyri, og k.h., Anna Sigurlína Guðmundsdótt- ir, f. 6.1.1914, d. 18.9.1974, húsmóð- ir. Kynforeldrar hennar voru Sigurð- ur Laxdal Jónsson, f. 25.4. 1907, d. 10.11. 1940, og Klara Bjarnadóttir, f. 11.8. 1911, d. 20.1. 1996. Sonur Gígju og fóstursonur Reyn- is er Ómar Traustason, f. 8.6.1957 en sambýliskona hans er Sigurbjörg Jóhannsdóttir, f, 7.7. 1969 og eiga þau þrjú börn, Önnu Vilborgu, f. 19.7.1990, Gunnar Ágúst, f. 2.9.1993, og Ólöfu Margréti, f. 3.1.1997. Fóstursonur Reynis og Gígju er Þórður Kristinn Andrésson, f. 18.2. 1967, d. 9.7. 1996 en dóttir hans er Ragna Sólveig, f. 21.10. 1994. Systkini Reynis eru Runólfur Ingibjörn Kristinn Torfason, f. 29.5. 1941, d. 3.5.1975, sjómaður á Ísafirði; Ólína Salóme Torfadóttir, f. 20.11. 1942, hjúkrunarforstjóri Fjórðungs- sjúkrahússins á Akureyri; Guðbjörg Rannveig Torfadóttir, f. 4.6. 1944, verkakona og húsmóðir í Reykja- vík en áður í Grindavík; Matthildur Torfadóttir, f. 14.6. 1947, starfsmaður á hjúkrunarheimili, búsett í Reykja- vík en áður í Bolungarvík; Ásthildur Torfadóttir, f. 14.6. 1947, húsmóðir í Súðavík; Magni Viðar Torfason, f. 5.4. 1952, sjómaður á Ísafirði. Foreldrar Reynis voru Þorsteinn Torfi Bjarnason, f. á Ísafirði 2.8. 1916, d. 16.2. 1986, sjómaður og verka- maður á Ísafirði, og Ingibjörg Hjálm- arsdóttir, f. í Bolungarvík 6.12. 1919, d. 3.6. 1999, húsmóðir og verkakona. Ætt Torfi var bróðir Jónu, móður Bjarna Líndal Gestssonar, fyrrv. formanns Sjómannafélgas Ísfirðinga. Torfi var sonur Bjarna Einars, járnsmiðs og landpósts á Skálmarnesmúla Krist- jánssonar, járnsmiðs í Búðardal og í Geiradal og á Kambi í Reykhóla- sveit Erlendssonar. Móðir Bjarna Einars var Sólveig Einarsdóttir. Móð- ir Torfa var Ólína Salome ljósmóð- ir, dóttir Guðmundar, b. á Krossi á Barðaströnd og á Illugastöðum Ara- sonar, b. í Skálmarnesmúla Jóns- sonar. Móðir Ólínu Salome var Ingi- björg Jóhannesdóttir, b. á Kirkjubóli í Gufunessveit Bæringssonar. Ingi- björg var dóttir Hjálmars, sjómanns í Skálavík og síðan í Bolungarvik Þor- steinssonar. Móðir Ingibjargar var Guðbjörg Rannveig Sigurðardóttir, b. á Meiribakka í Skálavík Péturssonar, og Friðrikku Elíasdóttur. Reynir nýtur dagsins með fjöl- skyldu og vinum. Arnar Þór Stefánsson, sem hefur verið lögmaður hjá LEX sl. fimm ár, verður þrítugur á morgun. Hann er staðráðinn í að halda all- stóra veislu með því helsta tilheyr- andi og var reyndar fyrir löngu bú- inn að ákveða það. „Ég get nú ekki sagt að ég sé mikill afmælismaður, né yfirhöf- uð mikið fyrir að halda veislur. Ég held að ég hafi ekki haldið upp á afmælið mitt frá því ég var strák- polli á Húsavík. Ég gerði ekkert úr fimmtán ára afmælinu né tví- tugsafmælinu og enn síður þegar ég varð tuttugu og fimm ára. Ég var heldur ekki með útskriftarboð þegar ég lauk lögfræðinni. Mér fannst því kominn tími til núna að slá þessu öllu saman og hóa sam- an fólki í tilefni þrítugsafmælis- ins. Ég var reyndar búinn að ákveða að halda upp á þetta afmæli fyrir býsna löngu.“ Og ertu búinn að gera ráðstaf- anir? „Já, já. Ég búinn að leigja sal- arkynni og hef verið að bjóða fólki. Það er að vísu ekki gert með skrautrituðum boðskortum heldur tölvupósti og símtölum en ég geri ráð fyrir u.þ.b. áttatíu til hundrað manns. Ég býst fast- lega við því að ég sé að gleyma að bjóða einhverjum og ef það er þannig biðst ég innilega forláts á því. Ég verð með léttmeti, léttvín og lageröl í veislunni. Þetta er allt að detta í hús.“ En verða engin skemmtiatriði? ,,Ja, það er nú eitt og annað í bí- gerð og skoðun í þeim efnum, en ekkert sem gefið er upp fyrir fram. Það verður bara að koma í ljós“ - segir LEX-lögmaðurinn sem er al- veg að verða þrítugur. Kjartan Gunnar Kjartansson rekur ættir þjóðþekktra Íslendinga sem hafa verið í fréttum í vikunni, rifjar upp fréttnæma viðburði liðinna ára og minnist horfinna merkra Íslendinga. Lesendur geta sent inn tilkynningar um stórafmæli á netfangið kgk@dv.is Lögmaður hjá LEX Blæs til veislu Hákon Ingi Sveinbjörnsson húsasmiður Í reykjavÍk Hákon fæddist á Akranesi en ólst upp á Sauðárkróki. Hann var í Grunn- skóla Sauðárkróks, stundaði nám við Fjölbrautaskólann á Sauðárkróki og lauk þaðan prófum í húsasmíði. Hákon hefur unnið við húsasmíð- ar frá 1998, lengst af hjá Trésmiðjunni Borg, en nú hjá BJ Uppsetningum. Hákon er áhugamaður um mót- orsport og hefur keppt í greininni nokkrum sinnum. Fjölskylda Kona Hákons er Lilja Margrét Olsen. Sonur Hákonar og Lilju Margrétar er Kári Hákonarson, f. 7.8. 2008. Systkini Há- konar eru Íris Ösp Sveinbjörnsdótt- ir, f. 29.6. 1981, verslunarmaður og nemi í Reykja- vík; Davíð Hann- es Sveinbjörnsson, f. 28.3. 1990, nemi; Sveinbjörn Lucas Sveinbjörnsson, f. 23.4. 2008. Foreldrar Hákonar eru Sveinbjörn Ólafur Ragnarsson, f. 15.10. 1958, lög- reglumaður í Reykjavík, og María Lóa Friðjónsdóttir, f. 21.6. 1960, nemi og skrifstofumaður í Mosfellsbæ. 30 ára á föstudag Guðmundur Höskuldsson fjármálastjóri Í reykjavÍk Guðmundur fæddist í Reykja- vík og ólst þar upp. Hann var í Selja- skóla, Iðnskól- anum í Reykja- vík, lauk prófum í bifreiðasmíði við Borgarholtsskóla 1999 og meistaranámi frá Meistara- skólanum 2002. Guðmundurhefur starfað hjá Hagverki frá 1998. Guðmundur er mikill áhuga- maður um rallíakstur, hefur keppt frá 1999 og var Íslandsmeistari í rallí 2006. Þá hefur hann tekið þátt í skipulagningu fjölda rallíkeppna og -móta og sinnt trúnaðarstörfum fyr- ir Bifreiðaíþróttaklúbb Reykjavíkur og LÍA. Fjölskylda Eiginkona Guðmundar er Þuríð- ur Svava Guðmundsdóttir, f. 15.12. 1979, nemi við Menntavísindasvið HÍ. Dóttir Guðmundar og Þuríðar Svövu er Emma Kristín Guðmunds- dóttir, f. 6.9. 2007. Systur Guðmundar eru Jóhanna Höskuldsdóttir, f. 12.1. 1968, kennari í Reykjavík; Guðný María Höskulds- dóttir, f. 19.4. 1970, kennari í Reykja- vík. Foreldrar Guðmundar eru Hös- kuldur Guðmundsson, f. 27.11. 1944, bifreiðasmiður og framkvæmdastjóri í Reykjavík, og Margrét Jóhannsdótt- ir, f. 10.11. 1947, húsmóðir. 30 ára á Laugardag Fanney G. M. Sigurþórsdóttir sölufulltrúi Í reykjanesbæ Fanney fæddist í Vestmannaeyjum og ólst þar upp til níu ára aldurs en síðan í Reykjavík. Hún var í Hamars- skóla og Hólabrekkuskóla. Fanney vann hjá Sveini bakara á námsárunum, var búsett á Ísafirði og vann í Blómabúð Ísafjarðar og við Fiskmarkað Flateyrar, var búsett í Kanada í tvö ár en hefur starfað hjá DHL frá 2002. Fjölskylda Unnusti Fanneyjar er Haraldur Ó. Haraldsson, f. 8.6. 1978, sjómaður. Synir Fanneyjar eru Aron Við- ar Atlason, f. 20.7. 2000; Adolf Þór Haraldsson, f. 3.12. 2007; Alexand- er Óskar Haralds- son, f. 3.12. 2007. Bræður Fan- neyjar eru Ólafur Sigurþórsson, f. 7.5. 1968, sjúkra- flutningamaður; Óskar Birgir Sigur- þórsson, f. 17.11. 1969, sjómaður; Sigurþór Skúli Sig- urþórsson, f. 31.5. 1978, vöruflutn- ingabílstjóri. Foreldrar Fanneyjar eru Sigur- þór Mortensen Óskarsson, f. 3.9. 1948, vöruflutningabílstjóri, og Ás- dís Helga Ólafsdóttir, f. 25.11. 1951, húsmóðir. 30 ára á Laugardag 38 föstudagur 30. október 2009 ættfræði

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.