Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.2009, Page 40

Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.2009, Page 40
40 föstudagur 30. október 2009 helgarblað Flosi Gunnlaugur fæddist í Reykjavík og ólst upp í og við Kvosina. Hann lauk stúdentsprófi frá MA 1953, prófi í leik- list frá Leiklistarskóla Þjóðleikhússins 1958, og stundaði nám í leikstjórn og þáttagerð hjá BBC í Lundúnum 1960- 62. Flosi var leikari og leikstjóri hjá Þjóðleikhúsinu frá 1958, stofnaði Nýtt leikhús í Framsóknarhúsinu í Reykja- vík 1959 og stóð þar fyrir leiklistarstarf- semi, var fastráðinn leikari hjá Þjóð- leikhúsinu 1960-98 en hlutverk hans þar urðu talsvert á annað hundrað. Flosi samdi, stjórnaði og leikstýrði fjölda þátta í revíuformi fyrir útvarp og síðar sjónvarp, m.a. fimm áramóta- skaupum ríkissjónvarpsins og fjöl- mörgum öðrum þáttum 1962-70. Þá lék hann í fjölda kvikmynda, s.s. 79 af stöðinni, 1962; Með allt á hreinu, 1982; Hrafninn flýgur, 1984; Löggulífi, 1985; Í Skugga hrafnsins, 1988, og Veggfóðri – erótískri ástarsögu, 1992. Flosi flutti að Bergi í Reykholtsdal 1989 og var þar síðan búsettur. Bækur eftir Flosa: Slett úr klaufun- um,1973; Hneggjað á bókfell, 1974; Leikið lausum hala, 1975; Í Kvos- inni, 1982; Ósköpin öll, 2003; Heilag- ur sannleikur, 2004, og Gamlar syndir, 2006. Þess má geta að bókin í Kvosinni var endurútgefin sl. fimmtudag. Leikrit eftir Flosa: Bakkabræður, barnaleikrit, flutt í útvarp 1957; Prívat- auga, sakamálaleikrit fyrir útvarp, flutt 1958; Þorskhallarundrin, gamanópera, flutt í útvarpi 1959; Ringulreið, gam- anóperetta, frumsýnd í Þjóðleikhúsinu 1967, sýnd í sjónvarpi 1976; Örlagahár- ið, sýnd i sjónvarpi 1967; Slúðrið, flutt af Leiklistarskóla ríkisins 1978. Hann skrifaði vikulega pistla í helgarblað Þjóðviljans 1971-87, í Helgarpóstinn og Alþýðublaðið 1987-89, í Pressuna 1989-92 og í Vesturlandsmálgagnið Skessuhorn. Flosi þýddi skáldsöguna Bjargvætt- urinn í grasinu eftir J.D. Salinger, útg. 1975. Fyrir Þjóðleikhúsið þýddi hann söngleikina Prinsessan á bauninni; Gæjar og píur; Chicago; Oliver Twist, og Söngvaseið, og leikritin Hallær- istenór; Verið ekki nakin á vappi, og Himneskt er að lifa. Þá þýddi hann Sar- dasfurstaynjuna, og Kátu ekkjuna fyrir íslensku óperuna og auk þess talsvert af sönglagatextum og librettum. Hann þýddi einnig fjölda útvarpsleikrita. Flosi var formaður Leikarafélags Þjóðleikhússins 1978-82 og sat í stjórn Félags íslenskra leikara 1980-84. Fjölskylda Eftirlifandi kona Flosa er Lilja Marg- eirsdóttir, f. 5.5. 1936, fulltrúi og hús- freyja. Hún er dóttir Margeirs Sigur- jónssonar, f. 22.11.1907, d. 1.11.1988, forstjóra í Reykjavík, og k.h., Kristín- ar Laufeyjar Ingólfsdóttur, f. 2.7. 1910, húsfreyju. Sonur Flosa og Lilju er Ólafur Flosa- son, f. 13.10. 1956, hljóðfæraleikari og tónlistarkennari, kvæntur Elísabetu Halldórsdóttur, húsfreyju og kennara en börn þeirra eru Anna og Flosi. Dóttir Flosa og Veru Fannberg Kristjánsdóttur er Anna, f. 21.12. 1951, myndlistarmaður og kennari, gift Bjarna Hjartarsyni og eru börn þeirra Flosi, Ólöf Halla, Hjörtur og Ævar. Hálfsystkini Flosa, samfeðra: Sverr- ir Ólafsson, f. 1938; Sigriður J. Ólafs- dóttir, f. 1943. Hálfsystkini Flosa, sammæðra: Þuríður Friðjónsdóttir Stephensen, f. 1946; Ólafur Stephensen; Guðlaug Stephensen. Foreldrar Flosa: Ólafur Jónsson, f. 31.1. 1905, d. 10.1. 1989, verslunarma- öur í Reykjavík, og Anna Oddsdótt- ir, síðar Stephensen, f. 20.10. 1908, d. 19.6. 1980, kaupkona og húsmóðir í Reykjavík. Kjörforeldrar Flosa voru Flosi Sig- urðsson, f. 24.6.1874, d. 28.6.1952, trésmiður og forstjóri í Reykjavík, og Jónína Jónatansdóttir, f. 22.5. 1869, d. 1946, húsfreyja. Ætt Systir Ólafs var Margrét, móðir Jónasar Gíslasonar prófessors. Faðir Ólafs var Jón trésmíðameistari, bróðir Jónínu verkakvennaforingja. Jón var sonur Jónatans, b. í Miðengi, bróður Guðrún- ar, langömmu Sveins R. Eyjólfssonar, fyrrv. stjórnarformanns Frjálsrar fjöl- miðlunar. Jónatan var sonur Gísla, b. á Norður-Reykjum Helgasonar. Móðir Jónatans var Arndís Jónsdóttir, b. á Ási Ásgrímssonar, og Katrlnar Pétursdótt- ur, systur Sigurðar, föður Bjarna ridd- ara. Móðursystir Flosa var Ingibjörg, móðir Þórðar Harðarsonar prófess- ors. Anna var dóttir Odds, skósmiðs í Reykjavík Bjarnasonar. Móðir Odds var Ingibjörg, systir Jóns, langafa Dóru, móður Jóns Páls Sigmarssonar afl- raunamanns. Ingibjörg var dóttir Odds, b. á Brennistöðum, bróður Ögmund- ar, langafa Sveins, langafa Valgeirs Guðjónssonar tónlistarmanns. Annar bróðir Odds var Jón, langafi Sigmund- ar Guðbjarnasonar, fyrrv. háskólarekt- ors. Systir Odds var Kristín, móðir Ingi- bjargar 0. Johnson kaupkonu. Oddur var sonur Bjarna, b. i Vatnshorni Her- mannssonar. Móðir Odds var Ingibjórg Jónsdóttir, b. í Vatnshorni Ísleifsson- ar og Guðrúnar Sigurðardóttur, systur Jóns, afa Jóns forseta. Móðir Ingibjarg- ar var Helga Böðvarsdóttir, b. í Skáney Sigurðssonar og Ástríðar Jónsdóttur, ættföður Deildartunguættar Þorvalds- sonar. Móðir Önnu var Guðlaug Kristjáns- dóttir, trésmiðs á Eyrarbakka Teitsson- ar, b. í Vatnahjáleigu í Flóa Jónssonar, b. á Hamri, bróður Guðríðar, langömmu Eyjólfs, langafa Guðlaugs Tryggva hagfræðings. Jón var sonur Árna, pr. í Steinsholti, bróður Ögmundar, afa Tómasar Fjölnismanns. Bróðir Árna var Böðvar, afi Þuríðar, langömmu Vig- dísar Finnbogadóttur, en systir Þuríðar var Sigríður, langamma Önnu, móður Matthíasar Johannessen skálds. Árni var sonur Högna. prestaföður Sigurðs- sonar. Útför Flosa fer fram frá Reykholts- kirkju, laugardaginn 31.10. kl. 14.00. Hallgrímur Jónasson kennari við kennara­ skóla Íslands Fæddur 30.10. 1894 Hallgrímur fæddist í Fremrik- otum í Skagafirði, sonur Jónas- ar Hallgrímssonar, bónda þar, og k.h., Þóreyjar Magnúsdótt- ur húsfreyju. Hallgrímur var al- bróðir Frímanns Jónassonar, skólastjóra í Kópavogi. Hallgrímur lauk kennaraprófi frá KÍ 1920, stundaði nám við Kenn- araháskólann í Kaupmanna- höfn og síðan við skólann í Askov. Hann var kennari og bókavörður í Vestmannaeyj- um og síðan kenn- ari við Kennaraskólann 1931-68. Hann var einn af vinsælustu og virtustu kennurum skólans en þegar verið var að koma upp fjöl- mennri kennarastétt til að stór- auka almenna barnafræðslu var ævistarf hans einkar mikilvægt. Hallgrímur var ágætur hag- yrðingur og mikill ferðagarp- ur, fararstjóri hjá Ferðafélagi Ís- lands í tuttugu sumur frá 1940, sat í stjórn félagsins 1944-72 og var heiðursfélagi þess og Útivist- ar. Þá hélt hann fjölda útvarps- erinda, skrifaði mikið í Árbók Ferðafélagsins og samdi fjölda ferðalýsinga. Hann lést 1991. Einar Benediktsson skáld og athafnamaður Fæddur 31.10. 1864 Einar fæddist að Elliðavatni, sonur Benedikts Sveinsson- ar, yfirdómara, alþm. og sýslu- manns, og Katrínar Einarsdóttur húsmóður. Einar lauk stúdents- prófi í Reykja- vík 1884 og lögfræði- prófi 1892. Hann var með föður sínum á Héð- inshöfða 1892-94, stofnaði Dagskrá, 1896, fyrsta ís- lenska dagblaðið, var málflutn- ingsmaður og síðan sýslumaður á Stóra-Hofi í Rangárvallasýslu frá 1904 en fór utan 1907 og var búsettur í Noregi, Edinborg, Kaupmannahöfn og í Lundún- um til 1921, stundaði kaupsýslu og beitti sér mjög fyrir nýtingu íslenskra auðlinda. Hann var búsettur í Reykjavík frá 1921 en bjó tólf síðustu æviárin í Herdís- arvík. Ljóðabækur Einars eru Sögur og kvæði, 1879; Aldamótaljóð, 1900; Hafblik, 1906; Hrannir, 1913; Vogar, 1921; Hvammar, 1930; Ólafs ríma Grænlendings, 1930, og Alþingishátíðarljóð, 1930. Einar er fullþroskað skáld í sinni fyrstu ljóðabók sem er hvoru tveggja í senn í anda raunsæis og nýrómantíkur. Skáldskapur hans verður til- komumeiri eftir því sem á líður. Hann verður skáld hinna löngu hástemmdu setninga um al- gilda visku og hin æðstu sann- indi, heimspekilega þenkjandi og hallur undir algyðistrú. Einar lést 1940 og var jarðsettur, fyrst- ur Íslendinga, í heiðursgraf- reitnum á Þingvöllum. minning Flosi Ólafsson leikari, leikstjóri, rithöfundur og hrossabóndi merkir Íslendingar IngólFur MargeIrsson rithöfundur og mágur Flosa „Samband okkar var mjög sterkt, al- veg frá því að við hittumst fyrst þeg- ar ég var átta ára. Við hlógum mik- ið saman og spjölluðum um heima og geima, list- ir, menningu, félagsmál og pólitík. Hann var mjög góð- ur í allri við- ræðu, var gáfaður, vel lesinn og klár og alltaf með frumlegar skoðanir á öllu. Flosi var náttúrlega ótrúlegur gleðigjafi. Hann fyllti alltaf það rými sem hann var staddur í ekki einung- is með hlátri sínum heldur líka með húmornum. Allir flykktust að honum og vildu vera nálægt honum. Maður var aldrei einn í selskap með hon- um á opinberum stöðum því fólk streymdi til hans. Ég varð fljótt nánast eins og son- ur Flosa eða litli bróðir. Hann hafði mikil áhrif á mig, bæði beint og óbeint. Það vakti fljótt aðdáun mína hvað hann var kaldur að koma fram út á við enda varð hann fljótt þekktur og dáður. Ég var samtímis mjög hrif- inn af honum og stoltur. Ég minnist allra stundanna með honum sem unaðsstunda og á eftir að sakna þeirra mikið því Flosi var náinn, skemmtilegur og hlýr.“ Björn g. Björnsson leikmyndahönnuður og sýningarstjóri „Ég kynntist Flosa árið 1967 uppi í Sjónvarpi þegar ég var þar leikmynda- teiknari. Við unnum þar og víðar að ýmsum verkefnum og það var ynd- islegt að vinna með honum. Ég hef alltaf sagt að Flosi var minn heim- spekipróf- essor. Hann kenndi manni þetta yndis- lega skakka sjónarhorn að sjá grín í öll- um hlutum. Hans húm- or var þannig að hann var ekki að segja brandara heldur tók hann eitthvað fyrir, sneri út úr því og gerði þannig grín að því á sinn yndislega hátt. Flosi var minn grínkennari. Seinna þegar ég fór að taka þátt í að skrifa Áramótaskaupin sótti ég alltaf sjónarhornið svolítið í smiðju hans. Ég man að einu sinni sagði hann við mig: „Elsku Bjössi minn, það er bara einn húmoristi á mínu heimili. Það er hún Lilja mín.“ Þetta lýsir honum svolítið. Flosi var mjög sérstakur, og svo yndislega ljúfur og góður við allt og alla í kringum sig. Og það var stans- laust hlegið þar sem hann var. Þetta er minn Flosi.“ edda BjörgvInsdóttIr leikkona „Ég vann með Flosa eiginlega alveg frá því ég byrjaði í þessu fagi. Við kynntumst árið 1978 þegar við lékum bæði í uppfærslu á Sonur skóarans og dóttir bakarans eftir Jökul Jakobs- son í Þjóðleikhúsinu. Hann var einn af þeim eldri leikurum sem þá tóku mann í uppeldi. Það kom manni svo gleðilega á óvart að sumir af þessum leikurum, sem maður bar takmarka- lausa virðingu fyrir, breiddu bara út faðminn og voru tilbúnir að kenna manni og leiðbeina. Flosi hefur líka komið svo oft við í mínu lífi, við unnum til dæmis sam- an að mörgum Áramótaskaupum og framhaldsseríunni Félagsheimilinu. En áður en ég kynntist honum las ég alltaf pistlana hans og hafði lesið einu bókina sem hann hafði sent frá sér þá og var einlægur aðdáandi hans. Ég elskaði alla tíð húm- orinn hans og mér hef- ur alltaf fund- ist Flosi ein- hver fyndnasti maður sem ég hef getað verið nálægt. Og fyrir utan hvað hann var endalaust dásamlega fyndinn var hann alltaf svo einlægur. Það er svo skemmtileg blanda þegar fók er með góðan húmor og stórt og opið hjarta. Þetta fag er ekki endilega heppilegast til þess að rækta þessa eiginleika, okkur hættir til að rækta frekar þá eiginleika að setja upp öfl- ugt varnarkerfi, en það gerði Flosi aldrei. Hann var alltaf svo opinn, gef- andi og einlægur. Það var líka svo mikil næring að fylgjast með hjónbandi Flosa og Lilju. Þau deildu nefnilega húmor sem er svo sterkur grunnur.“ Flosi Ólafsson – Eftirmæli Fæddur 27.10. 1929 – dáinn 24.10. 2009

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.