Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.2009, Síða 12
Sala á neftóbaki hefur aukist um ríf-
lega 50 prósent og sala á munntóbaki
hefur aukist um ríflega 30 prósent frá
efnahagshruninu síðasta haust. Þetta
kemur fram í sölutölum N1, sem
Hermann Guðmundsson forstjóri
kynnti á fundi Ímark á dögunum. Þar
kynntu, auk Hermanns, Andri Þór
Guðmundsson, forstjóri Ölgerðar-
innar, og Einar Einarsson, hjá Capa-
cent, tölur sem sýna breytt neyslu-
mynstur Íslendinga í kreppunni.
Taka meira í nefið
Eins og áður sagði hefur sala á nef-
tóbaki og munntóbaki aukist veru-
lega frá því í október í fyrra. Það
má því segja að Íslendingar taki
kreppuna í nefið. Sala á píputóbaki
hefur einnig aukist, um heil 20 pró-
sent. Hermann segir í samtali við DV
að ástæður þessa megi ef til vill rekja
til þess að ódýrara sé að svala tóbaks-
fíkn með nef-, munn- og píputóbaki
en með sígarettum. Þá hafi færri ut-
anlandsferðir ef til vill leitt til þess að
færri komi með snúss og annað tób-
ak til landsins sem bannað er að selja
hér.
Samhliða þessu hefur sala á sígar-
ettum á borð við Winston, Salem í
mjúkum og L&M dregist saman um
25 til 40 prósent.
Langlokurnar víkja
Áhrif kreppunnar á neysluvenjur Ís-
lendinga birtast meðal annars í því
að nú kaupir fólk frekar samlokur
en langlokur. Samkvæmt sölutöl-
um N1 hefur sala á langlokum með
rækjum minnkað um ellefu prósent
frá október í fyrra, sala á langlokum
með roast beef hefur minnkað um
átta prósent auk þess sem sex pró-
sent minna selst af langlokum með
grænmeti.
Á hinn bóginn hefur sala á sam-
lokum aukist. Tíu prósentum fleiri
kaupa samloku með grænmeti, átta
prósent fleiri en áður kaupa samlok-
ur með rækjum og sala á samlokum
með roast beef er nú sex prósentum
meiri en hún var fyrir hrunið. Her-
mann segir ástæðu þessa þá að um
hundrað krónum muni alla jafna
á verði á langlokum og samlokum.
Samlokan sé heldur ódýrari og því
seljist hún nú betur.
Eldsneytissala á minni stöðvum
varpar einnig ljósi á áhrif kreppunnar.
Þar jókst salan gríðarlega í sumar, rétt
eins og sala á matvöru. Hermann seg-
ir að ástæður þessa megi rekja til þess
að 24 þúsund fleiri Íslendingar hafi
ferðast innanlands í sumar en fyrri
sumur. Mun færri ferðist til útlanda
auk þess sem ferðamannastraumur
til Íslands hafi aukist nokkuð.
Íslenskur bjór og meiri djús
Andri Þór Guðmundsson, forstjóri
Ölgerðarinnar, sýndi á fundi Ímark
fram á að hrunið hefði leitt til mestu
neyslubreytinga í manna minnum.
Gagnvart Ölgerðinni birtist það til
dæmis þannig að hlutdeild ódýrari
bjórtegunda hefur í sölutölum aukist
úr um tólf prósentum í átján prósent.
Íslenskir bjórframleiðendur hafa
bætt við sig 6 prósentum af bjórsölu
ÁTVR en það jafngildir tæplega millj-
ón lítrum af bjór á ári.
Á meðal annarra niðurstaðna má
nefna að fólk kaupir mun meira af
óblönduðum djús en áður, innflutt
kaffi víkur fyrir innlendri framleiðslu
og sala á svokölluðu víngosi hefur
dregist verulega saman. Loks skera
síðustu áramót sig verulega frá ára-
mótunum þar á undan þegar kem-
ur að sölu á kampavíni. Salan dróst
saman um 70 prósent.
Vilja léttvínið í kassa
Capacent hefur spurt Íslendinga
hvort neyslumynstur þeirra hafi
breyst í kjölfar kreppunnar. Fram
kemur að meira en þrír fjórðu hlutar
Íslendinga hafa breytt kauphegðun
sinni í kreppunni. Þetta gildir um alla
launahópa ef frá eru taldir þeir sem
hafa á bilinu 800 til 999 þúsund krón-
ur í mánaðarlaun. Tveir þriðju hlutar
þeirra hafa breytt sinni hegðun.
Kannanir Capacent leiða í ljós að
tveir þriðju hlutar Íslendinga segj-
ast nú frekar gera innkaup þar sem
verðið er lágt og um 63 prósent segj-
ast velja ódýrari vörumerki en áður.
Capacent hefur einnig fylgst með
neyslu á ýmsum neysluvörum. Á
meðal athygliverðustu niðurstaðna
má nefna að frá hruninu hefur mark-
aðshlutdeild Euroshopper, á markaði
orkudrykkja, aukist úr 20 í meira en
40 prósent. Sú breyting hefur einnig
orðið á léttvínskaupum fólks að fleiri
kaupa nú léttvín í boxi/kassa en í
flöskum. Fyrir hrun höfðu flöskurnar
vinninginn; 63 prósent á móti 37.
Þúsundir
hafna
greiðslujöfn-
un
Fyrir helgina höfðu um fimm
þúsund manns afþakkað
greiðslujöfnunarúrræði ríkis-
stjórnarinnar hjá Íbúðalána-
sjóði. Í úrræðunum felst lækkun
á greiðslubyrði vegna húsnæðis-
og bílalána. Fyrir vikið greiðir fólk
líklega lengur af lánum sínum
og þannig hærri heildarupphæð.
Þeir sem hyggjast ekki nýta sér
úrræðið hafa frest til 20. nóvem-
ber, eða í hálfa aðra viku í viðbót.
Ríflega þúsund manns til viðbót-
ar höfðu afþakkað greiðslujöfn-
unarúrræðið hjá ríkisbönkunum
þremur.
hvers vegna
Íslandsbanki?
„Neytendasamtökin undrast að
vinnubrögð bankanna skuli ekki
vera samræmd. Ekki er hægt að
tala um samkeppni á þessum
markaði með ríkið sem eiganda
stærstu bankanna og auk þess
færa viðskiptavinir sig ekki svo
létt á milli banka með lánin sín,“
segir á heimasíðu Neytendasam-
takanna. Samtökin spyrja hvers
vegna Íslandsbanki hafi einn fjár-
málastofnana boðið viðskipta-
vinum sínum lækkun höfuðstóls
lána vegna bankahrunsins og
hvort Íslandsbanki sé betur til
þess búinn að bjóða höfuðstóls-
lækkun en aðrir bankar. „Getur
verið að hann meti það svo að
betra sé að gefa eftir af lánunum
strax til að forðast útgjöld og töp
síðar?“ spyrja samtökin.
n Lastið fær Þjóðleik-
húsið fyrir háa
verðlagningu.
Leikhúsgestur sá
leikverkið Frieda og
skemmti sér
þokkalega. Í hléi keypti
hann hins vegar tvær litlar
flöskur af appelsíni í gleri. Fyrir
það þurfti að leggja út 600
krónur. Honum blöskraði
álagn-
ingin.
n Lofið fær Græni risinn í Ögurhvarfi í
Kópavogi. Staðurinn er afar snyrtilegur
og maturinn bæði heilsusamlegur
og góður. Þrír viðskiptavinir
pöntuðu ljúffengan rétt dagsins
með súpu á 1.400 krónur. Einn
þeirra þurfti þó bíða eftir
matnum þar til hinir voru
nánast búnir með sinn.
SENDIÐ LOF EÐA LAST Á NEYTENDUR@DV.IS
Dísilolía
algengt verð verð á lítra 189,2 kr. verð á lítra 186,4 kr.
skeifunni verð á lítra 187,7 kr. verð á lítra 184,9 kr.
algengt verð verð á lítra 190,9 kr. verð á lítra 186,9 kr.
bensín
dalvegi verð á lítra 187,6 kr. verð á lítra 184,8 kr.
fjarðarkaupum verð á lítra 187,7 kr. verð á lítra 184,9 kr.
algengt verð verð á lítra 189,2 kr. verð á lítra 186,4 kr.
UmSjóN: BALDUR GUÐmUNDSSON, baldur@dv.is / neytendur@dv.is
el
d
sn
ey
t
i
Flugfélög fá harða útreið hjá umboðsmanni neytenda í Noregi:
villa um fyrir neytendum
Rannsóknir vinnuhóps, undir forystu
umboðsmanns neytenda í Noregi,
sýnir að meira en helmingur þeirra
gjalda sem flugfélög kalla „skatta og
aðrar greiðslur“ er í raun rekstrar-
kostnaður. Einnig kom í ljós að mis-
munandi nöfn og hugtök sem notuð
eru til að lýsa sköttunum og öðrum
greiðslum gera neytendum erfitt fyr-
ir þegar kemur að verðsamanburði.
„Hugtakið „skattar og aðrar greiðsl-
ur“ virðist gefa í skyn að um opin-
ber gjöld sé að ræða, svo sem gjöld
sem verður ávallt að greiða. Þegar
meira en helmingur af því sem flug-
félögin kalla skatta og aðrar greiðslur
er í raun kostnaður sem ætti að vera
innifalinn í fargjaldinu, þá er verið
að villa um fyrir neytendum,“ seg-
ir Bjorn Erik Thon, umboðsmaður
neytenda í Noregi, en Neytendasam-
tökin íslensku greina frá þessu.
Tilgangur verkefnisins var að
komast að því hvað flugfélögin fela
á bak við skatta og aðrar greiðslur.
Niðurstöðurnar byggja á upplýsing-
um um 281 flug hjá 24 flugfélögum
á 34 stórum flugvöllum víðs vegar í
Evrópu. Könnunin náði meðal ann-
ars til Icelandair og Iceland Express
auk þess sem upplýsinga var aflað frá
Flugstöð Leifs Eiríkssonar.
„Fáein flugfélög bjóða lág verð
við upphaf bókunarferlisins, en enda
með heildarverð sem er nokkur
hundruð prósentum hærra eftir að
sköttum og öðrum greiðslum hefur
verið bætt við. Eins og skýrslan sýn-
ir er rekstrarkostnaður oft innifalinn
í sköttum og öðrum greiðslum og sú
framsetning á fargjöldum er misvís-
andi,“ segir Bjorn Erik. baldur@dv.is
BALDUR GUÐMUNDSSON
blaðamaður skrifar baldur@dv.is
12 mánudagur 9. nóvember 2009 neytendur
Íslensku flugfélögin með Flugstöð
Leifs Eiríkssonar var á meðal þeirra
flugstöðva sem athugaðar voru.
Íslendingar kaupa helmingi meira af neftóbaki og þriðjungi meira af munntóbaki nú
en fyrir efnahagshrunið, samkvæmt sölutölum N1. Þeir kaupa samlokur frekar en
langlokur og kaupa léttvínið frekar í kössum en flöskum. Fleiri kaupa íslenskan bjór
og óblandaður djús rennur nú niður kverkar landsmanna sem aldrei fyrr.
Íslendingar taka
kreppuna Í nefið
Tekið í nefið Íslendingar taka kreppuna í nefið, sala á neftóbaki hefur aukist um
helming hjá N1. mynd Kristinn
Helmingi meira neftóbak mun
meira er nú keypt af nef- og munn-
tóbaki en fyrir hrun.
Rauðvín í kassa meira er nú selt
af rauðvíni í kassa en flösku eftir að
kreppan skall á.
Píputóbak vinsælla Dregið hefur úr
sölu sígaretta eftir kreppu.