Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.2009, Qupperneq 19
Hver er maðurinn? „Ragna
Ingólfsdóttir badmintonfrú.“
Hvað drífur þig áfram? Lífið er svo
skemmtilegt - það er það sem drífur
mig áfram.“
Hvar ertu uppalin? „Í Laugardaln-
um.“
Hver eru þín helstu áhugamál?
„Það eru badminton og golf og
að skemmta mér með vinum og
vandamönnum.“
Uppáhaldsmatur? „Sushi og ind-
verskur matur eru í miklu uppáhaldi.“
Hvaða bók er á náttborðinu? „Ég
er með eina þar. Skyndibitar fyrir
sálina - finndu mátt þinn og megin.
Afar áhugaverð og skemmtileg bók.“
Hvernig er að vera kominn á
völlinn? „Það er mjög góð tilfinning.
Skemmtilegt að geta toppað akkúrat
á réttum tíma. Ég var búin að stefna
mjög lengi að því að ná þessu móti.
Ég er búin að vera frá í ár og búin að
keppa á þremur mótum og ég ætlaði
mér að toppa á þessu móti og það
tókst.“
Er hnéð orðið gott? „Nei, ég er
að fara í speglun. Ég er búin að vera
að drepast í hnénu frá því ég fór í
aðgerðina. Þar verður tekið bein sem
hefur vaxið og er að erta einhverja
sin.“
Verðurðu þá lengi frá? „Ég verð í
endurhæfingu til áramóta og stefni
að því að verða orðin góð í janúar.“
Var erfitt að vera frá í heilt ár? Ég
var alveg fegin fyrst að fá frí því ég
var búin að æfa og keppa svo mikið.
En svo er þetta rosalega langur tími -
heilt ár er mjög langur tími. Þetta var
pínu erfiður tími og það var erfitt að
vera bara í ræktinni - ekki á vellinum.“
Hvað er næst á dagskrá?
„Speglun og hvíld. Eyða næstu vikum
í World Class í endurhæfingu.“
Ertu byrjuð/aður að kaupa jólagjafir?
„Ég ætla að kaupa nokkrar gjafir handa
vinkonum mínum í desember.“
Lára Katrín ragnarsdóttir
13 áRA NEmI
„Ég er ekki byrjaður. Ég býst við að
konan fari að byrja.“
HaLLUr Viggóson
49 áRA fRAmkvæmdAStjóRI
„Nei, ég er ekki byrjuð en mamma er
byrjuð. Ég stefni á að kaupa nokkrar
handa vinkonum mínum í desember.“
Hanna ragnarsdóttir
15 áRA NEmI
„Nei, ég er ekki byrjaður. konan sér um
þetta.“
ragnar JóHannsson
55 áRA fRAmkvæmdAStjóRI
Dómstóll götunnar
ragna ingóLfsdóttir vann
tvöfaldan sigur á Alþjóðabadminton-
mótinu. Bæði í einliðaleik og tvíliðaleik.
Ragna var frá í heilt ár vegna
krossbandaslita. Engu að síður er hnéð
enn að angra hana og þarf hún að fara
í speglun og verður frá til áramóta.
Ragna elskar sushi og indverskan mat
og er með eina bók á náttborðinu.
Speglun
eftir Sigur
„Ég er ekki byrjuð en það fer að líða að
því.“
Linda sigUrðardóttir
45 áRA StARfAR Í gEStAmóttöku
maður Dagsins
Viðsnúningur þjóðfélagsins hefur
flett ofan af ýmsu og það sem áður
þótti fráleitt blasir nú við landslýð
sem óræk sannindi. Gamli veru-
leikinn sýnir loksins sitt rétta and-
lit og margir klóra sér í hausnum,
undrandi yfir að í slíkum óskapn-
aði hafi menn ekki bara dafnað
heldur líka fundið upphefð. Við-
mið góðærisins eru nú einungis
notuð sem réttlæting þeirra sem
fóru yfir strikið, í þann fúla pytt
sækja menn afsakanir gjarða sinna
og misyndis.
Hugmyndafræði stjórnmála-
flokka, mannval og vörumerki er
eitt af því sem vert er að skoða áður
en haldið er lengra. Hvað er ónýtt,
hvað reyndist rangt, hvað sagði
fólk, hvar þagði fólk, hverju var
logið og hverjir höfðu lög að mæla?
Bankaleynd, viðskiptaleynd, leynd
um fjármál flokkanna, öllu þessu
var mjög fram haldið og sagt í þágu
almannahagsmuna. Persónuvernd
og viðskiptahagsmunir voru lyk-
ilorð þessa málflutnings. Nú vita
hins vegar allir hvaða hagsmuni
var verið að verja.
Sterk öfl mæltu mjög með virkj-
un svokallaðs dauðs fjármagns.
Lög um kvótaframsal mörkuðu
upphaf þessa. Sú hryllingsópera
skartar enn mesta óskapnaði ís-
lensks samfélags og þó virtustu
hagfræðingar heims bendi á ótelj-
andi tónskratta heykjast hérlendir
ráðamenn enn á náðarhögginu. Af
fimm þingsitjandi stjórnmálaflokk-
um hampa að minnsta kosti tveir
enn þessu úr sér gengna fiskveiði-
stjórnunarkerfi og vilja það áfram.
Úr gini þessa skrímslis spratt hið
dauða fjármagn, uppvakningur-
inn, sem nú aftur er genginn til
hvílu eftir að hafa heimsótt hvert
einasta heimili á Íslandi og valdið
þar usla og eyðileggingu.
Á Íslandi eru hreinsunareldar
skammt á veg komnir. Við sjáum
það í úreltum viðhorfum og sjálf-
hverfu sem enn tröllríða æðstu
stöðum. Við sjáum það á mann-
vali stjórnkerfisins, sömu andlit-
in, sömu hagsmunatengslin, sami
hugsunarhátturinn og fyrir hrun.
Við sjáum það þó best í skoð-
anakönnunum. Þær gefa innsýn
inn í okkar eigin hugarheim. Þar
fá óverðskuldaðan hljómgrunn
sömu öfl og héldu vitleysunni
fram og hrundu þjóðinni fram af
bjargi. Fólk sem dásamaði útrás-
ina og blekkti almenning vísvit-
andi um lengri eða skemmri tíma.
Miðað við frammistöðu ætti hlut-
verki þessara vörumerkja í íslenzk-
um stjórnmálum að vera lokið. En,
nei, þau dafna sem fyrr, sömu ill-
gresisgræðlingarnir sem bíða þess
eins að geta blómstrað á ný, ekki
fyrir íslenzka þjóð, heldur sig og
sína.
Hreinsunareldar skammt á veg komnir
kjallari
mynDin
1 skemmtilegustu og leiðinleg-
ustu rithöfundarnir
dv fékk vel mannaða dómnefnd til að
velja þá núlifandi íslensku rithöfunda
sem henni fannst hvað skemmtilegast að
lesa eftir og að sama skapi þá
leiðinlegustu.
2 Haye sigraði rússann
Bretinn david Haye vann heimsmeistara-
titilinn í hnefaleikum í þungavigtarflokki.
3 fimm létu lífið er brú hrundi
ókláruð brú hrundi í Andorra um
hádegisbilið á laugardag en að minnsta
kosti fimm létu lífið og sex aðrir særðust.
4 tveir handteknir vegna
fíkniefnasmygls
Lögreglan á Akureyri handtók stúlku á
tvítugsaldri þegar hún reyndi að kasta
pakka inn í fangelsisgarðinn á Akureyri.
5 stormur í aðsigi á suðvestur-
landi
veðurstofan varaði við stormi á
vestanverðu landinu á sunnudagskvöld.
6 staðnir að ólöglegum veiðum
innan þjóðgarðs
Lögreglan á Selfossi lagði hald á átta
rjúpur sem rjúpnaveiðimenn höfðu veitt
ólöglega innan þjóðgarðsins á
Þingvöllum.
7 rosie o´donnell segir opruh
Winfrey samkynhneigða
Bandaríski þáttastjórnandinn Oprah
Winfrey er alls ekki sátt við kynsystur sína
Rosie O´donnell.
mest lesið á dv.is
LÝðUr árnason
heilbrigðisstarfsmaður
skrifar
„Persónuvernd og
viðskiptahagsmunir
voru lykilorð þessa
málflutnings. Nú vita
hins vegar allir
hvaða hagsmuni var
verið að verja.“
umræða 9. nóvember 2009 mánudagur 19
Burt með herinn! fólk á öllum aldri kom saman í japönsku borginni ginowan í gær til að mótmæla bandarískri herstöð á svæðinu.
Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, er væntanlegur í opinbera heimsókn til japans á næstu dögum og búast yfirvöld við frekari
mótmælum þá. Mynd afP