Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2009, Síða 3
Tapið á hlutnum í Kaupþingi er svo
stærsta ástæðan fyrir því að verðmat
eigna Straumborgar fer frá 56 millj-
örðum króna í lok árs 2007 og niður
í 42 milljarða í lok árs 2008.
Skuldar 30 milljarða
Straumborg skuldar tæpa 30 millj-
arða króna á móti þeim eignum sem
félagið á. Tæplega 15 milljarðar eru í
íslenskum krónum en rúmir 11 millj-
arðar eru í evrum. Í ársreikningnum
segir ekki hverjir lánardrottnar Stra-
umborgar eru.
Hins vegar kemur nafn Stra-
umborgar fram á lánayfirliti Kaup-
þings frá því í lok september í fyrra.
Þar kemur fram að skuldir Straum-
borgar við bankann hafi numið 75,1
milljón evrum. Þessi upphæð svar-
aði rúmum tíu milljörðum króna
á gengi þess tíma og tæplega 12,8
milljörðum samkvæmt genginu í lok
árs 2008. Því má fastlega reikna með
að hluti útistandandi skulda Straum-
borgar sé við Kaupþing.
Samkvæmt ársreikningnum á
Straumborg að greiða lánardrottnum
sínum, væntanlega meðal annars
Kaupþingi, 18 milljarða af þessum
skuldum á þessu ári. Athygli vekur
að rúmlega 20 milljarðar af þessum
heildarskuldum Straumborgar eru
ótryggð lán, það er að segja lán þar
sem ekki voru sett fram veð á móti
láninu. Tæpir tíu milljarðar af tryggð-
um lánveitingum félagsins eru hins
vegar með veði í hluta af eignum fé-
lagsins sem verðlagður er á tæpa 17
milljarða króna.
Heimildarmenn DV segja að að-
eins innvígðir hafi getað fengið slík
lán í bönkunum, það er að segja lán
þar sem lítilla eða engra veða var
krafist. Þarna kann að spila inn í að
Jón Helgi var stór hluthafi í bankan-
um og sat núverandi framkvæmda-
stjóri Norvíkur, Brynja Halldórsdótt-
ir, í stjórn bankans fyrir hans hönd.
Enda hefur því verið haldið fram að
lánamálin hjá Kaupþingi hafi oft virk-
að þannig að hlutabréfakaup í bank-
anum hafi verið hluti af stærri lána-
samningum við bankann. Talsmaður
auðjöfranna Moises og Mendi Gertn-
er sagði þetta í viðtali við breska blað-
ið The Times í lok október og mátti
skilja hann svo að ef fjárfestar keyptu
hlutabréf í Kaupþingi, oft með láni
frá bankanum, hafi þeir haft greiðari
aðgang að lánsfé í bankanum en ella.
Tilfelli Straumborgar og Jóns Helga
gæti verið dæmi um þetta.
Einnig kemur fram aftast í árs-
reikningnum að Straumborg hafi
veitt aðilum tengdum félaginu lán
upp á rúmlega 15 milljarða. Þar af
eru lán til dótturfélaga Straumborg-
ar tæplega 13,7 milljarðar króna. Fé-
lagið á því útistandandi hjá tengdum
aðilum um helming af þeirri upphæð
sem félagið skuldar.
Á banka í Lettlandi
og Rússlandi
Helstu núverandi eignir Straum-
borgar eru Norvíkurbankarnir í Lett-
landi og Rússlandi, Norvik Banka
JSC og Norvik Bank OJSC, en félag-
ið á 51 prósent í þeim fyrrnefnda og
100 prósent í þeim síðarnefnda. Fé-
lagið á jafnframt fjárfestingafélag-
ið Lindir Resources, sem fjárfestir í
orku- og olíugeiranum, sem og Byko
í Lettlandi.
Efnahagsástandið í Lettlandi
hjálpar ekki til fyrir stöðu Straum-
borgar en Alþjóðagjaldeyrissjóður-
inn gaf það út í apríl að ekkert land
í heiminum myndi fara eins illa út
úr efnahagsþrengingunum á þessu
ári og Lettland. Til að mynda hef-
ur verg þjóðarframleiðsla í landinu
lækkað um tæp 20 prósent á seinni
hluta ársins. Straumborg berst því
fyrir lífi sínu í tveimur löndum sem
hafa farið sérstaklega illa út úr efna-
hagslægðinni í heiminum: Íslandi og
Lettlandi.
Eins á Straumborg tæp 22 prósent
í Norvik hf. á Íslandi, félaginu sem
meðal annars á Krónuna og Nóatún
í gegnum Kaupás, og 49 prósent í
sænska eignarhaldsfélaginu Nord-
Car Holding.
Í lánayfirliti Kaupþings kem-
ur fram að lettneski bankinn skuld-
aði Kaupþingi 50 milljónir evra í lok
september í fyrra, eða sem svaraði
um sjö milljörðum króna á þáver-
andi gengi. Skuld þessi stóð utan við
skuldir Straumborgar sjálfrar. Skuld
lettneska bankans og Straumborgar
nam því samanlagt um 17 milljörð-
um króna á þáverandi gengi.
Á í erfiðleikum með
að standa í skilum
Í ársreikningnum er tekið fram að
félagið geti ekki staðið í skilum við
lánveitendur sína samkvæmt lána-
samningum félagsins og að viðræð-
ur eigi sér stað við lánardrottna um
endurskipulagningu þeirra. Þar seg-
ir: „Í lok ársins uppfyllir félagið ekki
öll ákvæði í lánasamningum sínum.
Stjórnin og stjórnendur félagsins eiga
í viðræðum við lánardrottna félags-
ins og hafa þeir komist að samkomu-
lagi um ákvæði um að eiginfjáreign
félagsins verði lækkuð. Félagið þarf
að veðsetja eignir sínar frekar til að
ljúka við fjárhagslega endurskipu-
lagningu sína fyrir árið 2009.“
„Við erum enn á lífi“
DV hafði samband við Jón Helga
Guðmundsson til að ræða við hann
um stöðu Straumborgar og til að
spyrja hann hvernig viðræðurnar við
lánardrottna félagsins, sem vísað er
til í ársreikningnum, hefðu gengið.
Jón Helgi vildi hins vegar ekki ræða
um stöðu félagsins við DV. „Ég ætla
ekki að kommentera á þessa reikn-
inga. Það er ekki blaðamál.“ Jón Helgi
sagði þó, aðspurður hvernig endur-
skipulagning félagsins hefði gengið,
að félagið væri í það minnsta enn þá
starfandi og að það segði eitthvað.
„Við erum enn á lífi,“ sagði Jón Helgi.
DV hefur því ekki upplýsingar
um stöðu Straumborgar um þessar
mundir en af orðum Jóns Helga að
dæma, og því sem kemur fram í árs-
reikningnum, er hún afar erfið, líkt
og staða svo margra annarra félaga.
Spurningin er þá sú hvort þessi útrás
Jóns Helga í félaginu verði síðasta ís-
lenska útrásin sem fjarar undan eft-
ir efnahagshrunið í fyrrahaust eða
hvort hann nær að bjarga sér fyrir
horn eins og hann ýjar að að félagið
hafi náð að gera að sinni.
fréttir 18. nóvember 2009 miðvikudagur 3
Í Lettlandi með Geir Á myndinni sjást
Jón Helgi og Geir H. Haarde, fyrrverandi
forsætisráðherra, fyrir utan Norvik-
bankann í Riga í Lettlandi í heimsókn
ráðherrans til landsins. Þetta er skjámynd
af mynd sem er að finna á heimasíðu
Norvikur, norvik.is.
JÓN HELGI TAPAÐI ÁTTA MILLJÖRÐUM
„Við erum enn á lífi.“
Erfitt í Lettlandi Starfsemi Straumborgar fer að miklu leyti fram í Lettlandi þar sem félagið á meðal annars meirihluta í banka. Efnahagsástandið í landinu er hins vegar afar slæmt og hefur landið farið einna verst út úr
efnahagslægðinni af þeim löndum sem eru í Evrópusambandinu. Þetta hjálpar ekki Straumborg. Myndin er frá höfuðborg Lettlands, Riga.
Taflan sýnir fjárfestingarstefnu
félagsins á árunum 2007 og
2008, samkvæmt ársreikningi
Straumborgar. Athygli vekur
aukin áhersla á fjárfestingar í
orkugeiranum árið 2008::
2008 2007
Fjármálageirinn 35,0% 65,1%
Orkugeirinn 28,2% 9,7%
Smásala 13,6% 12,1%
Annað 23,2% 13,1%
Fjárfestingafélag Jóns Helga Guðmundssonar, Straumborg, tapaði 8 milljörðum króna á síðasta ári.
Félagið á meðal annars banka í Lettlandi og Rússlandi. Eignir félagsins eru metnar á tæpa 44 millj-
arða en skuldirnar eru tæpir 30 milljarðar. Tap félagsins má meðal annars rekja til eignarhlutar í
Kaupþingi. Í ársreikningi félagsins segir að það geti ekki staðið í skilum við lánardrottna sína sam-
kvæmt lánasamningum. Jón Helgi segir félagið að minnsta kosti enn á lífi.