Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2009, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2009, Blaðsíða 3
Tapið á hlutnum í Kaupþingi er svo stærsta ástæðan fyrir því að verðmat eigna Straumborgar fer frá 56 millj- örðum króna í lok árs 2007 og niður í 42 milljarða í lok árs 2008. Skuldar 30 milljarða Straumborg skuldar tæpa 30 millj- arða króna á móti þeim eignum sem félagið á. Tæplega 15 milljarðar eru í íslenskum krónum en rúmir 11 millj- arðar eru í evrum. Í ársreikningnum segir ekki hverjir lánardrottnar Stra- umborgar eru. Hins vegar kemur nafn Stra- umborgar fram á lánayfirliti Kaup- þings frá því í lok september í fyrra. Þar kemur fram að skuldir Straum- borgar við bankann hafi numið 75,1 milljón evrum. Þessi upphæð svar- aði rúmum tíu milljörðum króna á gengi þess tíma og tæplega 12,8 milljörðum samkvæmt genginu í lok árs 2008. Því má fastlega reikna með að hluti útistandandi skulda Straum- borgar sé við Kaupþing. Samkvæmt ársreikningnum á Straumborg að greiða lánardrottnum sínum, væntanlega meðal annars Kaupþingi, 18 milljarða af þessum skuldum á þessu ári. Athygli vekur að rúmlega 20 milljarðar af þessum heildarskuldum Straumborgar eru ótryggð lán, það er að segja lán þar sem ekki voru sett fram veð á móti láninu. Tæpir tíu milljarðar af tryggð- um lánveitingum félagsins eru hins vegar með veði í hluta af eignum fé- lagsins sem verðlagður er á tæpa 17 milljarða króna. Heimildarmenn DV segja að að- eins innvígðir hafi getað fengið slík lán í bönkunum, það er að segja lán þar sem lítilla eða engra veða var krafist. Þarna kann að spila inn í að Jón Helgi var stór hluthafi í bankan- um og sat núverandi framkvæmda- stjóri Norvíkur, Brynja Halldórsdótt- ir, í stjórn bankans fyrir hans hönd. Enda hefur því verið haldið fram að lánamálin hjá Kaupþingi hafi oft virk- að þannig að hlutabréfakaup í bank- anum hafi verið hluti af stærri lána- samningum við bankann. Talsmaður auðjöfranna Moises og Mendi Gertn- er sagði þetta í viðtali við breska blað- ið The Times í lok október og mátti skilja hann svo að ef fjárfestar keyptu hlutabréf í Kaupþingi, oft með láni frá bankanum, hafi þeir haft greiðari aðgang að lánsfé í bankanum en ella. Tilfelli Straumborgar og Jóns Helga gæti verið dæmi um þetta. Einnig kemur fram aftast í árs- reikningnum að Straumborg hafi veitt aðilum tengdum félaginu lán upp á rúmlega 15 milljarða. Þar af eru lán til dótturfélaga Straumborg- ar tæplega 13,7 milljarðar króna. Fé- lagið á því útistandandi hjá tengdum aðilum um helming af þeirri upphæð sem félagið skuldar. Á banka í Lettlandi og Rússlandi Helstu núverandi eignir Straum- borgar eru Norvíkurbankarnir í Lett- landi og Rússlandi, Norvik Banka JSC og Norvik Bank OJSC, en félag- ið á 51 prósent í þeim fyrrnefnda og 100 prósent í þeim síðarnefnda. Fé- lagið á jafnframt fjárfestingafélag- ið Lindir Resources, sem fjárfestir í orku- og olíugeiranum, sem og Byko í Lettlandi. Efnahagsástandið í Lettlandi hjálpar ekki til fyrir stöðu Straum- borgar en Alþjóðagjaldeyrissjóður- inn gaf það út í apríl að ekkert land í heiminum myndi fara eins illa út úr efnahagsþrengingunum á þessu ári og Lettland. Til að mynda hef- ur verg þjóðarframleiðsla í landinu lækkað um tæp 20 prósent á seinni hluta ársins. Straumborg berst því fyrir lífi sínu í tveimur löndum sem hafa farið sérstaklega illa út úr efna- hagslægðinni í heiminum: Íslandi og Lettlandi. Eins á Straumborg tæp 22 prósent í Norvik hf. á Íslandi, félaginu sem meðal annars á Krónuna og Nóatún í gegnum Kaupás, og 49 prósent í sænska eignarhaldsfélaginu Nord- Car Holding. Í lánayfirliti Kaupþings kem- ur fram að lettneski bankinn skuld- aði Kaupþingi 50 milljónir evra í lok september í fyrra, eða sem svaraði um sjö milljörðum króna á þáver- andi gengi. Skuld þessi stóð utan við skuldir Straumborgar sjálfrar. Skuld lettneska bankans og Straumborgar nam því samanlagt um 17 milljörð- um króna á þáverandi gengi. Á í erfiðleikum með að standa í skilum Í ársreikningnum er tekið fram að félagið geti ekki staðið í skilum við lánveitendur sína samkvæmt lána- samningum félagsins og að viðræð- ur eigi sér stað við lánardrottna um endurskipulagningu þeirra. Þar seg- ir: „Í lok ársins uppfyllir félagið ekki öll ákvæði í lánasamningum sínum. Stjórnin og stjórnendur félagsins eiga í viðræðum við lánardrottna félags- ins og hafa þeir komist að samkomu- lagi um ákvæði um að eiginfjáreign félagsins verði lækkuð. Félagið þarf að veðsetja eignir sínar frekar til að ljúka við fjárhagslega endurskipu- lagningu sína fyrir árið 2009.“ „Við erum enn á lífi“ DV hafði samband við Jón Helga Guðmundsson til að ræða við hann um stöðu Straumborgar og til að spyrja hann hvernig viðræðurnar við lánardrottna félagsins, sem vísað er til í ársreikningnum, hefðu gengið. Jón Helgi vildi hins vegar ekki ræða um stöðu félagsins við DV. „Ég ætla ekki að kommentera á þessa reikn- inga. Það er ekki blaðamál.“ Jón Helgi sagði þó, aðspurður hvernig endur- skipulagning félagsins hefði gengið, að félagið væri í það minnsta enn þá starfandi og að það segði eitthvað. „Við erum enn á lífi,“ sagði Jón Helgi. DV hefur því ekki upplýsingar um stöðu Straumborgar um þessar mundir en af orðum Jóns Helga að dæma, og því sem kemur fram í árs- reikningnum, er hún afar erfið, líkt og staða svo margra annarra félaga. Spurningin er þá sú hvort þessi útrás Jóns Helga í félaginu verði síðasta ís- lenska útrásin sem fjarar undan eft- ir efnahagshrunið í fyrrahaust eða hvort hann nær að bjarga sér fyrir horn eins og hann ýjar að að félagið hafi náð að gera að sinni. fréttir 18. nóvember 2009 miðvikudagur 3 Í Lettlandi með Geir Á myndinni sjást Jón Helgi og Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, fyrir utan Norvik- bankann í Riga í Lettlandi í heimsókn ráðherrans til landsins. Þetta er skjámynd af mynd sem er að finna á heimasíðu Norvikur, norvik.is. JÓN HELGI TAPAÐI ÁTTA MILLJÖRÐUM „Við erum enn á lífi.“ Erfitt í Lettlandi Starfsemi Straumborgar fer að miklu leyti fram í Lettlandi þar sem félagið á meðal annars meirihluta í banka. Efnahagsástandið í landinu er hins vegar afar slæmt og hefur landið farið einna verst út úr efnahagslægðinni af þeim löndum sem eru í Evrópusambandinu. Þetta hjálpar ekki Straumborg. Myndin er frá höfuðborg Lettlands, Riga. Taflan sýnir fjárfestingarstefnu félagsins á árunum 2007 og 2008, samkvæmt ársreikningi Straumborgar. Athygli vekur aukin áhersla á fjárfestingar í orkugeiranum árið 2008:: 2008 2007 Fjármálageirinn 35,0% 65,1% Orkugeirinn 28,2% 9,7% Smásala 13,6% 12,1% Annað 23,2% 13,1% Fjárfestingafélag Jóns Helga Guðmundssonar, Straumborg, tapaði 8 milljörðum króna á síðasta ári. Félagið á meðal annars banka í Lettlandi og Rússlandi. Eignir félagsins eru metnar á tæpa 44 millj- arða en skuldirnar eru tæpir 30 milljarðar. Tap félagsins má meðal annars rekja til eignarhlutar í Kaupþingi. Í ársreikningi félagsins segir að það geti ekki staðið í skilum við lánardrottna sína sam- kvæmt lánasamningum. Jón Helgi segir félagið að minnsta kosti enn á lífi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.