Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2009, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2009, Qupperneq 8
8 miðvikudagur 18. nóvember 2009 fréttir Stímfeðgarnir Jakob Valgeir Flosason og Flosi Valgeir Jakobsson, útgerðar- menn frá Bolungarvík, eiga í miklum rekstrarerfiðleikum með útgerðarfé- lag sitt Jakob Valgeir ehf. þrátt fyrir að hafa flutt línuskipið Þorlák og 40 prósent af kvóta skipsins af gömlu kennitölunni yfir á aðra, kennitölu útgerðarfélagsins Guðbjarts ehf., í upphafi ársins. Tap félagsins á síð- asta ári nam rúmum þremur millj- örðum króna og skuldirnar nema tæpum sex milljörðum króna. Þetta kemur fram í ársreikningi félagsins fyrir árið 2008. Guðbjartur ehf. var í eigu þeirra feðga og Ásgeirs Guðbjartssonar skipstjóra, sem kenndur er við togar- ann Gugguna frá Ísafirði. Jakob Val- geir á tæp 44 prósent í félaginu og Flosi Valgeir á tæp 33 prósent. Gamla kennitalan er aftur á móti í félagi sem heitir JV ehf. og sagði Jakob Valgeir við DV í sumar að hann byggist við að sú kennitala færi í þrot. Ársreikningi JV. ehf fyrir árið 2008 hefur ekki verið skilað og því er ekki hægt að átta sig á stöðu félagsins sem feðgarnir tóku eignirnar út úr. Kennitöluflakkið hjá feðgun- um var gert með samþykki við- skiptabanka þeirra, Íslandsbanka og Landsbankans. „Já, já, við fengum bara samþykki frá bönkunum til að færa þetta yfir á aðra kennitölu. Þeir voru bara með í þessu,“ sagði Jakob Valgeir í sumar en kennitölufærsl- an er ein af mörgum sem sagt hefur verið frá í fjölmiðlum eftir efnahags- hrunið í fyrrahaust. Feðgarnir eru kenndir við eign- arhaldsfélagið Stím sem í nóvember 2007 keypti hlutabréf í Glitni og FL Group fyrir tæpa 25 milljarða króna, að mestu með kúluláni frá Glitni. Þeir voru hluthafar í félaginu og var Jakob Valgeir stjórnarformaður þess. Kaup Stíms á hlutabréfunum hafa verið til rannsóknar hjá Fjár- málaeftirlitinu um langt skeið og er talið að hugsanlega hafi verið um markaðsmisnotkun að ræða sem ætlað hafi verið að falsa eftirspurn eftir hlutabréfum í félögunum og hækka gengi þeirra. Málið verður sent til sérstaks saksóknara innan skamms. Sex milljarða skuldir Samkvæmt ársreikningi Jakobs Val- geirs nema skuldir félagsins nú tæp- lega sex milljörðum króna. Þar af er skuldabréfalán upp á tæplega 5,5 milljarða króna sem er í svissnesk- um frönkum. Afborganir félagsins af þessu skuldabréfaláni nema rúmum 410 milljónum króna á ári á næstu fimm árum. Þessi erfiða skuldastaða félagsins er tilkomin að nokkru leyti út af gengismun krónunnar á milli ára en hækkunin á skuldum félags- ins vegna þessa nemur rúmlega 3,1 milljarði á milli ára. Um þetta segir í ársreikningnum: „Á árinu 2008 lækkaði gengi íslensku krónunnar verulega sem leiddi til umtalsverðrar hækkunar á skuldum félagsins, sem eru að stærstum hluta tengdar erlendum gjaldmiðlum. Í lok árs 2008 býr félagið við slæma eigin- og veltufjárstöðu, eða 2.402 millj. kr neikvæða eiginfjárstöðu og 306 millj. kr. neikvæða veltufjárstöðu.“ Þó skal þess getið að kaup Jak- obs Valgeirs á línuskipinu Þorláki af JV. ehf og 40 prósentum af kvótanum eru ekki með inni í útreikningunum í ársreikningunum þar sem kaupin áttu sér stað á þessu ári. 60 prósent af kvóta Þorláks voru skráð á kennitölu Guðbjarts ehf. áður en eignatilfærsl- an átti sér stað. Í ársreikningnum segir: „Í lok janúar 2009 keypti félag- ið línuskipið Þorlák ÍS-15, sk.sk.nr. 2446 ásamt 1.461 þorskígildum fyrir 3.270 millj. kr.,“ en þá má reikna með að skuldirnar vegna kaupa þeirra sjálfra á eigin skipi bætist við þá tæp- lega sex milljarða sem félagið skuld- ar nú þegar. Jakob Valgeir ehf. skuldar því væntanlega rúmlega 9 milljarða í dag, samkvæmt þessu, og staðfestir Jakob Valgeir það í samtali við DV. Rúmlega 700 milljóna kvóta- rýrnun Á sama tíma og lækkandi gengi krón- unnar lék þá feðga grátt á árinu 2008 rýrnaði verðmæti kvóta félagsins um rúmar 700 milljónir á milli ára. Áætlað verðmæti kvóta félagsins fer úr rúmlega 3.750 milljónum og nið- ur í 720 milljónir króna. Inn í þessa kvótarýrnun má svo bæta 40 pró- sentunum af kvóta Þorláks sem færð- ust frá JV ehf. og til Jakobs Valgeirs. Ársreikningur félagsins sýnir því fram á nokkuð erfiða stöðu enda seg- ir í honum, þar sem rætt er um hrun íslenska efnahagskerfisins og afleið- ingar þess fyrir Jakob Valgeir ehf.: „Ekki er fyrirséð hvaða áhrif þetta ástand hefur á stöðu félagsins og rekstur í framtíðinni og er því almenn óvissa um rekstrarhæfi félagsins.“ Þrátt fyrir þetta segir í lok árs- reikningsins að rekstur félagsins fyrstu mánuði ársins 2009 hafi geng- ið vel og að það hafi getað staðið í skilum með skuldbindingar sínar. Jakob Valgeir segir að félagið hafi getað staðið í skilum, líkt og komi fram í ársreikningnum. „Staðan hjá okkur er allt í lagi. Við höfum getað staðið í skilum. Þetta hefst alveg hjá okkur þó félagið sé þétt skuldsett,“ segir Jakob Valgeir. Ætlaði að selja gjaldeyri í Hollandi Jakob Valgeir segir aðspurður hvers vegna félagið hafi stofnað dótturfé- lagið Jakob Valgeir B.V. í Amsterdam í Hollandi að það hafi verið gert því þeir hafi hugsað sér að nota félagið til gjaldeyrismiðlunar á milli landa. Hann segir þó að félagið hafi aldrei verið notað þar sem þeir hafi ekki þorað því vegna gjaldeyrishaftalag- anna sem sett voru hér á landi eftir efnahagshrunið. Gjaldeyrishaftalög- in fela meðal annars í sér að útflutn- ingsfyrirtæki eigi að skila þeim gjald- eyri sem þau eignast í útlöndum til Íslands. „Við þorðum ekki að fara út í það. Viðurlögin við þessu eru svo ströng í dag... Við fluttum einhvern gjaldeyri út en fluttum hann svo aftur heim þegar við áttuðum okkur á því að við gætum ekki farið út í þetta eft- ir að hafa ráðfært okkur við lögfræð- ingana okkar. Það er mjög auðvelt fyrir okkur að sýna fram á að við höf- um fært allan okkar gjaldeyri heim til Íslands,“ segir Jakob Valgeir en mikið hefur verið rætt um það eftir hrunið að ýmis útflutningsfyrirtæki hafi far- ið á svig við gjaldeyrishaftalögin með því að skipta gjaldeyrinum sem þau hafa fengið fyrir útflutningsvörur á erlendum mörkuðum. DV ræddi við endurskoðanda fé- lagsins og sagði hann að Jakob Val- geir ehf. hefði ekki skipt gjaldeyri á aflandsmarkaði í gegnum félagið í Hollandi. Félagið í Hollandi ekki notað Jakob Valgeir Flosason segir að félagið Jakob Valgeir B.V., sem stofnað var í Hollandi, hafi ekki verið notað í viðskiptum útgerðarfélagsins vegna gjaldeyrishaft- anna sem sett voru í landinu síðasta vetur. Félagið sem Stímfeðgar, Jakob Valgeir og Flosi Valgeir, færðu eignir sínar yfir í skilaði 3 milljarða tapi á síðasta ári. Skuldir félagsins nema rúmum 9 milljörðum króna í dag. Gamla félagið hefur ekki skilað ársreikningi. Jakob Valgeir segir stöðu félags- ins sæmilega og að það muni standa í skilum. Hollenskt dóttur- félag Jakobs Valgeirs hefur ekki skipt gjaldeyri á aflandsmark- aði að hans sögn. SKULDA NÍU MILLJARÐA EFTIR KENNITÖLUFLAKK IngI F. VIlHJálmSSon blaðamaður skrifar ingi@dv.is „Við þorðum ekki að fara út í það. Viður- lögin við þessu eru svo ströng í dag… “ Úr ársreikningi Jakobs Valgeirs fyrir árið 2008 þar sem fjallað er um rekstrarhæfi: „Mjög óvenjulegar og sérstakar aðstæður hafa skapast á fjármálamarkaði, eins og þeim er lýst í lögum nr. 125/2008 um heimild til fjárveitingar úr ríkissjóði vegna sérstakra aðstæðna á fjármálamarkaði ofl. og þeirrar almennu óvssu sem nú ríkir um áframhaldandi rekstur fjármálafyrirtækja landsins. Ekki er fyrirséð hvaða áhrif þetta ástand hefur á stöðu félagsins og rekstur í framtíðinni og er því almenn óvissa um rekstrarhæfi félagsins. Á árinu 2008 lækkaði gengi íslensku krónunnar verulega sem leiddi til umtalsverðr- ar hækkunar á skuldum félagsins, sem eru að stærstum hluta tengdar erlendum gjaldmiðlum. Í lok árs 2008 býr félagið við slæma eigin- og veltufjárstöðu, eða 2.402 millj. kr neikvæða eiginfjárstöðu og 306 millj. kr. neikvæða veltufjárstöðu. Rekstur félagsins fyrstu 4,5 mánuði ársins 2009 hefur gengið vel og hefur félaginu tekist að vera í skilum með allar skuldir sínar. Áætlanir gera ráð fyrir áframhaldandi góðum rekstri félagsins út árið 2009 og er reiknað með að félagið muni geta staðið við skuldbindingar sínar á árinu.“ Þriggja milljarða Þorlákur Línuskipið Þorlákur var fært, ásamt kvóta, á kennitölu Jakobs Valgeir ehf. fyrr á þessu ári, úr öðru félagi í eigu Stím-feðga. Kaupverðið var rúmlega 3 milljarðar króna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.