Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2009, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2009, Síða 12
12 miðvikudagur 18. nóvember 2009 fréttir Hönnuðurnir Frederic Tabary og Yann Falquerho reka fyrirtæki í Frakklandi og sérhæfa sig í að leigja út óvenjulega staði til fólks í ævin- týraleit. Að mati sumra þar í landi hafa þeir gjörsamlega toppað sjálfa sig með nýjasta framtakinu. Þeir hafa hannað svítu á frönsku hóteli í bæn- um Nantes sem heitir Hamstravillan. Svítan ber nafn með rentu því fyrir 99 evrur á nóttu, tæpar tuttugu þús- und krónur, geta gestir lifað eins og hamstrar. Líkamsrækt í hamstrahjóli Við komu á hótelið borga gestir fyrir hamstrabúning svo þeir geti kynnst lífi hamstursins betur. Eins og venju- legu hamstrabúri sæmir er svítan ekki stór, aðeins átján fermetrar, en í henni er samt sem áður stofa, bað- herbergi, eldhús og svefnherbergi. Í stofunni er tveggja metra hátt hamstrahjól þar sem gestir geta stundað líkamsrækt. Einnig er hægt að nota það sem borð eða sæti. Svefnherbergið er fyrir ofan baðher- bergið og þarf að fara um brattan stiga sem minnir helst á göng til að komast upp í herbergið. Þegar upp er komið er gott útsýni yfir svítuna sem er mjög óvenjuleg í laginu og mynda veggir hennar þríhyrning. Í svítunni eru einnig fóður- og vatnsskammtarar þar sem gestir geta gætt sér á hamstrafóðri og rennt því niður með bergvatni – líkt og hamstr- ar gera. Engin takmörk „Hugmyndin er að kynna hið dag- lega líf nagdýrs fyrir fólki. Það eru engin takmörk á hjólinu og þú get- ur borðað eins mikið af fóðri og þú vilt,“ segir Tabary. Falquerho seg- ir að hamstur hafi orðið fyrir valinu því þeim kumpánum líki mun betur við hamstra en önnur húsdýr eins og ketti og hunda. „Í heimi barna er hamsturinn lít- ið dýr sem hægt er að kúra með og klappa. Fullorðna fólkið sem gistir hér vildi eiga eða átti hamstur þegar það var lítið.“ Verðið hækkar Maud og Sebastian eru fyrstu gestirn- ir sem prófa að lifa eins og hamstrar. Þau eru alls ekki hrædd við tilhugs- unina um að sofa í heyi eða borða hamstrafóður. Þau segjast gera hvað sem er til að breyta til. „Við vildum komast út úr okk- ar daglegu rútínu. Verða hamstur, éta fræ og breyta lífsstíl okkar,“ segja skötuhjúin við Reuters-fréttastofuna. Þau greiddu tæpar hundrað evrur hvort með glöðu geði og ekki seinna vænna því verð á svítunni mun hækka von bráðar þar sem komið verður fyrir stórum flatskjá og þráð- lausu interneti til að mæta óskum gestanna. Hrifinn af hömstrum Frederic Tabary stillir sér upp í hamstrabúningi á hjólinu. Hann og hönnunarfélagi hans vilja kynna fólki líf hamstranna því þeim líkar betur við þá en hunda og ketti. Mynd: AFP Fyrir tæplega tuttugu þúsund krónur á nóttu geta gestir hótels í franska bænum Nantes lifa�� eins �g hamstrar�� �ar fá þeir tækifæri til a�� b�r��a hamstrafó��ur�� stunda líkamsrækt í risastóru hamstrahjóli �g s�fa í heysátu�� BORGA FYRIR HAMSTRALÍF LiLjA KAtrín GunnArsdóttir blaðamaður skrifar liljakatrin@dv.is stórslösuð Fjölmörg bein í líkama stúlkunnar og allar tennur brotnuðu við fallið 19. nóvember. Hún grét hástöfum í réttarsalnum í fyrradag er hún bar vitni. Myndin er uppstillt. Mynd: PHotos.coM Fertugur, franskur matreiðslumað- ur er ákærður fyrir að slá fyrrver- andi kærustu sína, sem er dönsk, með járnröri og kasta henni og sjálf- um sér út um glugga á fjórðu hæð í fjölbýlishúsi í Frederiksberg í Kaup- mannahöfn 19. nóvember í fyrra. Aðalmeðferð í málinu fer fram þessa dagana í dómstólnum í Lyngby. Í gær fékk maðurinn tækifæri til að tjá málstað sinn áður en dómur fellur. Í réttarsalnum sat fyrrverandi kær- asta hans sem er 27 ára. Hún lifði af ellefu metra fallið af fjórðu hæð en slasaðist alvarlega. „Mér þykir leitt að hafa sært svona margar manneskjur í kring- um mig,“ sagði maðurinn. Því næst sneri hann sér við, horfði á foreldra fórnarlambsins og sagði: „Fyrirgefið mér, mér þykir þetta mjög leitt.“ Þegar kokkurinn talaði um hvað atvikið hefur kostað hann átti hann í erfiðleikum með halda aftur af tár- unum. „Ég er búinn að missa allt. Kær- ustuna mína, soninn minn, vin- ina mína, draumahúsið og vinnuna mína. Lífi mínu lauk 19. nóvember í fyrra.“ Maðurinn réðst á fyrrverandi kærustu sína í íbúð hennar eftir að hún hafði fundið sér nýjan kærasta. Í gær sagði hann að hann hafi ver- ið stressaður vegna vinnunnar og slæms sambands við son sinn. „Þetta var dimmasta tímabilið í lífi mínu.“ Maðurinn segist ekki muna eft- ir atvikinu og segist því saklaus af tilraun til manndráps. Verjandi mannsins segir hann ekki hafa ætl- að að myrða fyrrverandi kærustu sína né hafi hann slegið hana með járnröri. Vinkona fórnarlambsins hefur lýst því þegar hún sá manninn slá hana með járnröri er hún lá sam- anhnipruð á gólfinu. Fórnarlambið bar vitni í fyrradag þar sem það sagðist muna eftir að hanga með höfuðið og efri hluta lík- amans út um gluggann á meðan það reyndi að róa manninn niður. Dómur í málinu verður kveðinn upp á föstudag. liljakatrin@dv.is Fertugur k�kkur kasta��i fyrrverandi kærustu sinni út um glugga: „Mér þykir þetta mjög leitt“ Látinn í baðkarinu Tólf ára gamall drengur lést fyrir skömmu af völdum svínaflensu í Noregi. Hann fannst látinn í baðkarinu á heimili sínu í Sarps- borg. Krufning sýndi að dreng- urinn drukknaði ekki heldur var það svínaflensan sem dró hann til dauða. Drengurinn hafði hins vegar ekki verið greindur með svínaflensu fyrir andlát- ið. Mögulegt er að drengurinn hafi verið með undirliggjandi sjúkdóma en það er ekki ljóst að svo stöddu. Alls hefur 21 látist af völdum svínaflensu í Noregi til þessa. Mads sendiherra Evrópska kvikmyndaakademí- an hefur gert danska leikarann Mads Mikkelsen að sendiherra fyrir akademínuna. Í starfi hans felst að taka þátt í auglýsingum fyrir evrópskar kvikmyndir og kynna evrópsku kvikmyndaverð- launin við ýmis tilefni. Mads nýtur mikilla vinsælda í Evrópu og var meðal annars tilnefnd- ur til evrópsku kvikmyndaverð- launanna árið 2006 fyrir frammi- stöðu sína í Efter brylluppet og í fyrra fyrir Flammen og Citronen. Þá hefur hann unnið til fjölda verðlauna á hinum ýmsu verð- launahátíðum. Prince verður hvítur LaToya Jackson, systir popp- kóngsins Michaels Jackson, hefur upplýst heimsbyggðina um að sonur Michaels, Prince Michael, sé haldinn sama húð- sjúkdómi og faðir hans, vitiligo, sem gerir það að verkum að húð hans verður hvít. Að sögn LaToyu er húð Prince orðin hvít á hlið líkamans og á brjóstkass- anum. Hún segir sjúkdóminn ganga í erfðir í föðurættinni. Þessar upplýsingar gætu blás- ið á kjaftasögur þess efnis að Michael sé ekki faðir Prince. Laus úr haldi sjóræningja Sómalskir sjóræningjar hafa sleppt áhöfn spænska tún- fiskveiðibátsins Alakrana úr haldi en sjóræningjarnir héldu áhöfninni fanginni í bátnum. Forsætisráðherra Spánar, Jose Luis Rodriguez Zapatero, sagði sjóræningjana hafa yfirgefið bátinn og að allir þrjátíu og sex áhafnarmeðlimir bátsins væru ómeiddir. Sjóræningjarnir höfðu krafist lausnarfjár fyrir áhöfn- ina en spænsk yfirvöld hafa ekki staðfest hvort kröfum sjóræn- ingjanna hafi verið mætt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.