Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2009, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2009, Qupperneq 14
Miðvikudagur 18. nóvember 200914 suðurland Það var smár hópur en þéttur sem kom saman og reisti Landsvirkjun níðstöng uppi á hóli við ármót Þver- ár og Þjórsár síðastliðið laugardags- kvöld. Níðstöngin er reist vegna áforma Landsvirkjunar um virkjan- ir í neðri hluta Þjórsár. Til þess þarf að gera uppistöðulón á svæðinu, lón sem þegar hefur fengið nafnið Hagalón. Það var Egill Egilsson, eðl- isfræðingur og sumarbústaðaeig- andi á svæðinu, sem bar hitann og þungann af athöfninni á laugardag. „Þetta er upprunaleg aðferð Eg- ils Skallagrímssonar. Níðinu er í raun ekki beint gegn Landsbvirkj- un en landvættir eru ákallaðar okk- ur til hjálpar. Með þessu erum við að höfða til gamals menningararfs Íslendinga og þjóðtrúar,“ segir Egill. „Þessi gildi eru líka í andstöðu við græðgi hinnar svokölluðu útrásar.“ Það var mál manna á staðnum að sennilega þyrðu ekki allir að vera viðstaddir sem þó vildu verja landið. Byggð undir lón Virkjunaráformin eru óbreytt og tilbúin og segir Egill að einhverjir hnökrar séu nú á málinu í umhverf- isráðuneytinu. Landsvirkjun sé hins vegar tilbúin að hefjast handa. „Kjarni málsins er sá að í fyrsta skipti á að sökkva landsvæðum í byggð, 27 ferkílómetrum alls, und- ir jökullón. Þetta er á svæði sem ég hef kallað hið fegursta á gjörvöllu Suðurlandi. Þarna fáum við kyrrt og dautt jökullón í stað lifandi ár- innar.,“ segir Egill. Áhyggjur hans beinast jafnframt að öryggi framkvæmdarinnar sjáfr- ar. „Þegar skilyrðin eru rétt getur ísmyndun á allri Þjórsá verið allt að fjögur tonn á sekúndu. Þessi ís kemur til með að safnast saman í lóninu þegar upp er staðið. Ég hef ekki séð útreikninga sem benda til þess að þetta sé gæfulegt.“ HrossHaus með ljós í glyrnum Egill og nokkrir bændur úr grennd- inni og aðrir velunnarar málstað- arins tóku að safnast saman við ármótin rétt fyrir klukkan fimm á laugardagseftirmiðdag. Vindur var napur úr norðvestri og síðustu ljósgeislar sólar hurfu hratt. Brúnn haus af meri lá á jörðinni og blóð draup úr hnakkanum. Díóðuljós- um hafði verið komið fyrir í augn- tóftum og kjafti. Rafmagnið kom úr batteríum. Sjálf merin lá þegar í saltpækli. Klukkan sló fimm. „Það er rétt að byrja,“ sagði Egill og nokkrir nærstaddir reistu stöngina með hausnum sem nú gnæfði yfir mannskapinn. „Í sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps hafa þeir Gunnar Marteinsson odd- viti og Sigurður sveitarstjóri til skamms tíma unnið að því sem einn maður að koma fram virkj- anaáætlunum sem sökkva eiga 27 ferkílómetrum af fegursta landi Árness- og Rangárvallasýslu. Meðal annars sendu þeir okk- ur sem kvarta undan skipulagi mannvirkjanna huggunarríkt bréf um að við ættum að gleðjast yfir öllu því mikla sem stæði upp úr Hagalóninu við Hvammsvirkjun. Meðal annars stæði allur Þjórsár- dalur upp úr og Háifoss líka. Við gleðjumst yfir öllu sem stendur upp úr og fólkinu sem kemst af en drukknar ekki,“ hóf hann mál sitt. Svo kom drápan. „ekkert Heimilt utan Hel“ „Sökkvist hraunbrún og hraukur. Hraksmán af því fær Gaukur. Allt fer í veður og vind þó, ef verslum við Rio Tinto,“ hófst drápan. „Hér set ég upp níðstöng. Sný ég níðinu á hönd Landsvirkjunar, eins og hún hefur hegðað sér undir stjórn Friðriks Sophussonar. Sný eg þessu níði á landvættir þær er þetta land byggja, að þær fari villur vegar og engin hendi eða hitti fyrir sitt inni, fyrr en þær reka Landsvirkjun úr löndum allt frá Gaukshöfða til ósa Þjórsár,“ hélt Egill áfram. „Aðför skal illum er að fer. En óhægur dúr á dimmri nóttu. Óalandi um láð. Óferjandi vötn. Óhýsandi og ekkert heimilt utan Hel. Yrjum og kyrjum ómæli. Ills refjar. Slaks slyðrur. Hraks hreðj- ar. Þrekkur þjós. Hanga skal, hraks um gálga.“ Nú var dimmt og vasaljós þurfti til að lesa drápuna. „Víki varmenni, vættum illum skal níð. Komi árs tíð. Komi árs tíð.“ sigtryggur@dv.is „Sný eg þessu níði á landvættir þær er þetta land byggja, að þær fari villur vegar og engin hendi eða hitti fyrir sitt inni, fyrr en þær reka Landsvirkjun úr lönd- um allt frá Gaukshöfða til ósa Þjórsár.“ reistu landsvirkjun níðstöng Hópur fólks kom saman við lón- stæði Hagalóns í Þjórsárdal á laug- ardagskvöld og reisti Landsvirkj- un níðstöng. Egill Egilsson fór með drápu. Hann segir níðstöng- inni ekki beint gegn Landsvirkjun, heldur séu vættir ákallaðar í þeirri von að ekkert verði úr virkjunar- áformum á staðnum. Víki varmenni Egill fór svo með alllanga drápu þar sem landvættir voru ákallaðar í þeirri von að Landsvirkjun hverfi úr löndum frá Gaukshöfða til Þjórsárósa. Gert klárt Merarhaus var reistur á stöng, með díóðuljósum í augntóftum og kjafti. Safnast saman Það var tek- ið að rökkva þegar hópurinn safnaðist saman á hólnum. Það sem upp úr stendur „Við gleðjumst yfir því sem stendur upp úr lóninu og fólkinu sem ekki drukknar,“ sagði Egill þegar stöngin var reist. Myndir SiGTryGGUr

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.