Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2009, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2009, Blaðsíða 18
Miðvikudagur 18. nóvember 200918 suðurland Jón Kr. Arnarson er ekki gítarsmið- ur heldur garðyrkjufræðingur sem kennir við Landbúnaðarháskólann í Hveragerði. Aðaltómstundagam- anið tók hann þó með sér í búgarða- byggðina sunnan Selfoss þegar hann flutti þangað. Þegar blaðamann bar að garði var Jonni að vinna við að smíða gítara númer sjö og átta, en þeim hafði hann lofað skyldmenn- um. „Það liggur feiknaleg vinna hjá mér í einum gítar,“ segir Jonni. „Hluti af ástæðunni er auðvitað að ég hef aldrei komið mér upp vinnuað- stöðu, heldur hef ég verið að þessu við eldhúsborðið.“ Hann segir áhugann hafa vaknað þegar hann rambaði inn á heima- síðu hjá gítarsmið í Bandaríkjunum. „Mig vantaði eina stilliskrúfu sem ég ætlaði að kaupa hjá Magga Eiríks í Rín. Það var einhver bið á því að fá þessa skrúfu að utan og ég fór að leita sjálfur á netinu. Þegar ég ramb- aði inn á þessa síðu var ekki aftur snúið.“ Þarf næmni fyrir tónlist Fyrsti gítarinn sem Jonni smíð- aði var að nokkru leyti forunninn. „Þetta var svona „kit“ þannig að megnið af vinnunni lá í samsetn- ingunni. Næsta gítar smíðaði ég svo frá grunni.“ Heima hjá sér er Jonni með fjögur hljóðfæri hangandi á veggjum. „Þetta er hefðbundinn stálstrengja kassagítar, mandólín, svokallaður arktop gítar og svo Les Paul-útgáfa af rafmagnsgítar.“ Hann segir að auðvitað þurfi maður að hafa áhuga og næmni fyrir tónlist til þess að geta stundað áhugamál eins og þetta. „Ég hef nú líka alltaf spilað aðeins, bæði á gítar og mandólín. Á meðan maður smíð- ar þarf líka að fylgjast með tóninum í viðnum. Þá þarf maður stundum að slípa dálítið til og frá, taka úr viðnum og hlusta til. Viðurinn þarf að geta endurómað þokkalega. Þessu þarf að fylgjast með á öllum stigum.“ Bara áhugamál „Ég hef aldrei gert mér vonir um að gera gítarsmíði að aðalstarfi, enda er þetta iðngrein sem þarf að læra sér- staklega. Það er ekki einu sinni víst að hér sé markaður fyrir nokkuð líkt þessu. Þetta eru gítarar númer sjö og átta sem ég er að smíða núna. Þarf mað- ur að vera hagleiksmaður? Aðallega þarf maður að vera þolinmóður. Ég hef nú verið í svolítilli pásu í þessu en er að fara aftur af stað af því að ég var búinn að lofa því að smíða þessa tvo sem ég er byrjaður á. Það eru ennþá nokkuð margar gerðir af gítörum sem mig langar að smíða og eiga þannig að það er lík- legt að ég muni smíða nokkra til við- bótar. Það endist mér einhver ár til viðbótar held ég.“ Í BúgarðaByggðinni Jonni hefur komið sér fyrir í hinni svokölluðu búgarðabyggð, nokkr- um kílómetrum sunnan Selfoss. „Ég er hér með rúman hektara þannig að það er ekki útilokað að ég geti komið mér upp litlu verkstæði þeg- ar fram líða stundir. En það verð- ur sennilega aldrei réttlætanlegt að gera þetta að atvinnu. Þá þyrfti ég að ná að framleiða á slíkum hraða og magni að það myndi aldrei henta mér. Sennilega spara ég mér ekki einu sinni peninga á því að smíða hljóðfærin sjálfur. Efniskostnaður- inn er mikill, einkum þegar maður kaupir viðinn í smáskömmtum.“ Jón Kr. Arnarson garðyrkjufræðingur smíðar gítara og mandólín í frístundum sínum í búgarðabyggðinni sunnan við Selfoss. Hófst með einni stilliskrúfu „Þarf maður að vera hagleiksmaður? Aðallega þarf maður að vera þolinmóður.“ Í stofunni Jonni með einn af smíðisgripum sínum. Djásnin Jonni kveðst eiga eftir að smíða þónokkra gítara til viðbótar. Í eldhúsinu Við smíðar í eldhúsinu. Búgarðabyggðin Í búgarðabyggðinni í Árborg hefur hvert heimili hektara lands hið minnsta. 10% afsl. af öllum vörum fim m tudaginn 19. nóv. í Snúðum & Snæ ldum Selfossi og A kureyri Hlustaðu á okkur á netinu: www.963.is Sendu okkur línu á 963@963.is eða í síma 4 800 963 Ný vetrardagskrá á Suðurland FM 96,3 Kvöldsigling - öll þriðjudagskvöld frá kl. 21 - 23 með Kjartani Björns. Líð er ljúft - öll föstudagskvöld frá kl. 21 - 01 með Valda Braga. Á hvað hlustar þú...
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.