Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2009, Qupperneq 20

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2009, Qupperneq 20
Miðvikudagur 18. nóvember 200920 suðurland Almennar bíla- og vélaviðgerðir Neyðarnúmer allan sólarhringinn 899 1764 ● Pú st - o g br em su vi ðg er ði r● ● T öl vu le st ur ● ● S æ kj um b ilu ð tæ ki ● ● S öl us ko ðu n ● „Það hefur orðið átta prósenta sam- dráttur í raforkunotkun. Tómatarækt hefur minnkað um sautján prósent og störfum í greininni mun fækka á næstunni,“ segir Bjarni Jónsson, framkvæmdastjóri Sambands garð- yrkjubænda. Þetta eru afleiðingar af því þegar ríkið ákvað að minnka niðurgreiðlsu á dreifingarkostnaði til garðyrkjubænda í febrúar síðast- liðinn. Ríkið niðurgreiddi dreifingar- kostnaðinn að mestum hluta, 95 prósent, en þessi niðurgreiðsla var lækkuð í 67 prósent. „Þetta er í ofan- álag við þrjátíu prósenta hækkun á raforkukostnaði,“ segir Axel Sæland, garðyrkjubóndi á Espiflöt í Reykholti í uppsveitum Árnessýslu. Bjarni segir að of snemmt sé að áætla hve mörgum störfum í grein- inni sé fórnað. Það eigi eftir að koma í ljós. Bæði Bjarni og Axel eru sam- mála um að sennilega hafi ríkisvald- ið ekki áttað sig á afleiðingum þess að minnka niðurgreiðslurnar. Borga þrefalt verð Bjarni útskýrir að kostnaður við raf- magnsdreifingu sé síaukinn hluti af heildarkostnaði garðyrkjubænda. „Sjálf rafmagnsdreifingin er núna um 45 prósent af heildarorkukostn- aðinum. RARIK hækkaði síðan dreif- ingargjaldið um fimmtán af hundr- aði síðastliðinn vetur og aftur um fimm prósent í sumar,“ segir hann. Jafnframt segir hann að garðyrkju- bændur séu óhressir með að flokkast ekki til stórnotenda. „Það er fjálg- lega talað um það í stjórnmálunum að við séum í hinni grænu stóriðju, en við fáum ekki sömu kjör og önnur stóriðja.“ Hann segir að eins og sak- ir standa megi gera ráð fyrir að garð- yrkjubændur greiði í heldina þrefalt verð fyrir raforku í samanburði við málmbræðsluiðnaðinn. Þessu til stuðnings bendir Axel á að Espiflöt ásamt tveimur nágranna- búum, Gufuhlíð og Friðheimum, noti álíka mikla raforku og öll heimili í sveitarfélaginu Árborg samanlagt. vilja stofna dreifingarfyrirtæki „Ég veit til þess að garðyrkjubænd- ur séu að skoða þann möguleika að koma sér upp nokkurs konar orku- kaupasamlagi. Í þessu liggur auðvit- að sá möguleiki að bændur komi sér á endanum upp eigin dreifingarfyrir- tæki,“ heldur Bjarni áfram. Hann seg- ir að hjá Sölufélagi garðyrkjumanna hafi þegar farið fram frumathuganir á þessu. „Samkeppni í orkuframleiðslu virðist virka að vissu marki en ekki þegar kemur að dreifingunni. Við sjá- um þess engin merki í töxtunum hjá RARIK. Best væri að fá einhvers kon- ar stofnnotendapakka. Það er auð- vitað ekkert réttlæti í því að stórnot- endur í garðyrkjunni þurfi að borga aukalega fyrir það eitt að vera í dreif- býli þótt orkunotkunin sé á borð við heilt sveitarfélag. Garðyrkjan kaupir 65 milljónir kílóvattstunda á hverju einasta ári, sem er feiknarlegt magn af orku.“ Það verði svo að taka með í reikn- inginn að í samanburði við málm- bræðslur skapi garðyrkjan ólíkt fleiri störf. „Það hefur verið reiknað út að eitt megavatt í stóriðju skapi 0,14 störf á meðan sama megavatt geti skapað 14 störf í garðyrkjunni. Það er því alveg óhætt að kalla garðyrkjubú- skapinn grænu stóriðjuna.“ Fjárfest- ingarkostnaður að baki hverju starfi sé svo ólíkt minni í garðyrkjunni. „Í garðyrkjunni starfa í andránni á bil- inu 900 til 1.000 manns, hvað sem síðar verður.“ vondar pöddur og góðar Espiflöt er 7.000 fermetra garðyrkju- stöð sem sérhæfir sig í sölu á tilbún- um blómvöndum. „Við gerum út á það að vera með fjölbreytta ræktun,“ segir Axel. Stöðin notast við jarðhita til kyndingar. Hver sem er í um 300 metra fjarlægð frá búinu er virkjað- ur og kostnaðurinn til bænda er því óverulegur. „Upphaflega voru það bændurnir sjálfir sem virkjuðu hver- inn saman. Seinna meir keypti sveit- arfélagið hverinn og bændur kaupa svo heitt vatn af sveitarfélaginu,“ seg- ir hann. Bjarni tekur við og bendir á að í flestum tilvikum sé ræktunin eins ná- lægt því að falla undir skilgreiningar lífrænnar ræktunar eins og komist verður. „Eini munurinn er sá að hér er notaður tilbúinn áburður. Hér eru engin eiturefni notuð við ræktunina, heldur eru góðar pöddur notaðar til að ráðast á vondar pöddur, ef svo má að orði komast.“ sigtryggur@dv.is Garðyrkjubændur neyðast til að draga saman í ræktun með til- heyrandi fækkun starfa og minni raforkunotkun að mati Bjarna Jónssonar og Axels Sæland. Þetta komi í kjölfar þess að ríkið dró úr niðurgreiðslum á rafmagnsdreifingu til garðyrkjubænda. Græna stóriðjan í vanda „Það er auðvitað ekk- ert réttlæti í því að stórnotendur í garð- yrkjunni þurfi að borga aukalega fyrir það eitt að vera í dreifbýli þótt orkunotkunin sé á borð við heilt sveitarfélag.“ Blómarækt Bændur á Espiflöt selja tilbúna blóm- vendi og er ræktunin því fjölbreytt. myndir SiGTryGGUr Orkunotkun Þrjár stöðvar, Espiflöt, Gufuhlíð og Friðheimar, nota samanlagt jafnmikið rafmagn og öll heimili í Árborg. Vilja samkeppni í dreifingu Bjarni Jónsson, framkvæmdastjóri Sambands garðyrkjubænda, og Axel Sæland garðyrkjubóndi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.