Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2009, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2009, Blaðsíða 33
suðurland Miðvikudagur 18. nóvember 2009 33 „Okkar styrkur liggur í fjölbreyttri og góðri tónlist. Síðan tökum við púlsinn á byggðarlögunum hér í kring. Við erum víða með fréttaritara þannig að fólk getur fylgst með hvað er að gerast í heimabyggð,“ segir Ein- ar Björnsson, útvarpsstjóri Suður- lands FM. Útsendingar stöðvarinnar nást á Suðurlandi, frá Hellisheiði í vestri til Skóga í austri og frá Vestmanna- eyjum í suðri til Flúða í norðri. Hún hefur verið rekin í núverandi mynd í hálft annað ár. Sunnlendingar eru hins veg- ar ekki einir um að hlusta á stöðina því margir kynnast henni þegar þeir dvelja í sumarbústaðabyggðinni í ná- grenni Selfoss og halda síðan áfram að hlusta á hana þegar heim er kom- ið í gegnum netið. Hægt er að hlusta á beina útsendingu á vef stöðvarinn- ar, 963.is. Einar segist einnig þekkja dæmi þess að brottfluttir Sunnlend- ingar sem búa erlendis hafi nýtt sér netið til að fylgjast með því hvað er að gerast á Suðurlandinu. Engin formleg mæling hefur enn verið gerð á hlustuninni en Einar seg- ir fólk um allt Suðurland hafa komið að tali við sig og lofað það framtak að reka „local“ útvarpsstöð í lands- hlutanum. Hann vitnar í starfsmenn Frumherja máli sínu til staðfestingar, en þeir sjá um að skoða bíla á Suður- landi, og segja að ríflega helmingur þeirra bíla sem koma til skoðunar sé með stillt á Suðurland FM. Einar bendir einnig á að velflest- ir almenningsstaðir og verslanir séu með stillt á stöðina daginn um kring. Þótt stór hluti dagskrárinnar sé fjölbreytileg tónlist fá viðtalsþætt- ir og fréttatengt efni sitt pláss. „Fólk vill hafa „local“ útvarp. Það er ekkert síður hringt í okkur frá Þorlákshöfn, Eyrarbakka, Stokkseyri en uppsveit- um Árnes- og Rangárvallasýslu,“ seg- ir Einar sem er afar ánægður með þær viðtökur sem stöðin hefur fengið og vonast til að leiðin liggi áfram upp á við. Um þessar mundir standa yfir miklar breytingar á dagskrá stöðvar- innar og eru viðtals- og spjallþættir á hverju kvöldi. Í dag breytist stöðin síðan í hálfgert jólaútvarp. Hér á árum áður var rekin sérstök útvarpsstöð á Suðurlandi en hún lagðist af fyrir nokkru. Skömmu fyr- ir jólin 2007 var síðan ákveðið að fara af stað með jólaútvarp í landshlutan- um sem síðan vatt upp á sig og er nú orðið að útvarpsstöð sem heldur úti útsendingum allan sólarhringinn. Einar tók við rekstrinum sumarið 2008. Útvarpsstöðin heyrir undir fyr- irtækið Léttur ehf. sem einnig rekur skemmtistaðinn Hvíta húsið og EB- kerfi ehf., hljóðkerfa- og ljósaleigu. Um tíu manns starfa hjá stöðinni, flestir í hlutastörfum eða sem verk- takar. erla@dv.is Ríflega helmingur þeirra bíla sem komið er með til skoðunar hjá Frumherja á Suðurlandi er með stillt á útvarps- stöðina Suðurland FM. Brottfluttir Sunnlendingar hvar sem er í heiminum geta hlustað á stöðina í gegnum netið en íbúar á Suðurlandi heyra ómþýða tónlistina í velflestum verslunum og opinberum byggingum. Útvarpsstöð í heimabyggð Áva llt ferskir Selfossi Í beinni Gulli G. í beinni útsendingu hjá Suðurlandi FM. Auk fjölbreyti- legrar tónlistar fá viðtalsþættir og fréttatengt efni sitt rými á stöðinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.