Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2009, Síða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2009, Síða 34
Miðvikudagur 18. nóvember 200934 suðurland „Þetta byrjaði allt þegar okkur bauðst samstarf við Listaháskólann í verk- efninu „Stefnumót bænda og hönn- uða“ í hitteðfyrra. Þá fór þróunarferli og heilmikil hugmyndasmíði í gang með aðkomu bæði kennara og nem- enda við Listaháskólann. Það endaði þannig að þau komu með frumhug- mynd að karamellu sem síðan var þró- uð alla leið á framleiðslustig og hefur aldeilis slegið í gegn,“ segir Dorothee Lubecki. Hún, ásamt manni sínum, Kjartani Ágústssyni, stundar búskap á Löngumýri á Skeiðum auk þess að framleiða rabarbarakaramellur og -sultur undir vörumerkinu Rabarbía. SmellpaSSaði Þegar hjónunum bauðst samstarf við Listaháskólann höfðu þau lengi gengið með það í maganum að fara út í einhvers konar vöruframleiðslu þar sem nóg var til af rabarbaran- um. „Það er búin að vera rabarbara- ræktun á Löngumýri eins lengi og maðurinn minn, sem er ættað- ur þaðan, man. Hann ólst upp við þessa rabarbararækt og nú er upp- skeran hjá okkur um átta til tíu tonn á ári. Við vorum búin að koma okk- ur upp aðstöðu til að hreinsa rabar- barann og skera hann í búta sem er einsdæmi á Íslandi eftir því sem ég best veit. Við höfðum selt hann skorinn í sultuframleiðslu í mörg ár þannig að grunnurinn var fyrir hendi og okkur langaði alltaf að fara út í frekari vöruþróun. Fyrir nokkr- um árum tókum við ákvörðun að gera þetta almennilega og byggð- um framleiðsluhús fyrir rabarbara- vinnsluna. Þá var umgjörðin fyrir hendi og þegar Listaháskólinn bauð okkur samstarf vorum við akkúrat tilbúin. Þetta bara smellpassaði.“ einS lífrænt og hægt er Þegar hugmyndin að karamellunni var þróuð ákváðu hjónin ásamt Listaháskólanum að kýla á sultu- framleiðslu í leiðinni. Nemendurnir þróuðu límmiða á sultukrukkurnar sem er í stíl við umbúðirnar á kara- mellunum og þá var fædd lítil fram- leiðslulína. Sulturnar eru algjörlega laus- ar við aukaefni og eru annars veg- ar með jarðarberjum frá Flúðum og engifer og hins vegar handtíndum, vestfirskum aðalbláberjum. Sult- urnar eru eins lífrænar og hægt er og búnar til úr hrásykri, sítrónusaft og sítrónusýru. Karamellurnar eru hins vegar framleiddar úr hvítum sykri, sýrópi og rjóma. Auk þess framleiða Kjartan og Dorothee fíflasýróp úr hrásykri og án aukaefna. ekkert útilokað Dorothee útilokar ekki að fleiri rab- arbaravörur líti dagsins ljós á næstu misserum. „Það er ýmislegt í pípunum en ekkert sem er tímabært að ræða. Þegar maður byrjar í þessu get- ur maður ekki hætt. Við erum líka búin að koma okkur upp fullgildu eldhúsi, samþykktri framleiðsluað- stöðu og erum með lífræna vottun á rabarbarann. Þetta lofar allt saman góðu,“ segir Dorothee. Dorothee er frá Þýskalandi og kom fyrst til Íslands árið 1982 sem skiptinemi. Hún flutti til Íslands um miðjan tíunda áratuginn og segist ekki vera á leiðinni aftur til Þýska- lands. Hún hefur kannað hvort markaður sé fyrir rabarbaravörurn- ar þar í landi en segir aðstæður ekk- ert sérstaklega góðar. „Maður þyrfti stóran markað svo það borgaði sig. Flutningskostnaður er hár og varan þung og frekar við- kvæm þannig að við þyrftum að ná góðri lendingu til að hafa eitthvað upp úr þessu. En það er ekkert úti- lokað.“ Skemmtileg jólagjöf Rabarbaravörurnar eru seldar á um fjörutíu stöðum víðs vegar um land- ið, til dæmis í Melabúðinni, Nor- ræna húsinu, Þjóðminjasafninu, Gamla bakaríinu á Ísafirði, á Sauð- fjársetrinu og Galdrasýningunni á Hólmavík, á Patreksfirði, Akureyri og Landnámssetrinu í Borgarnesi. Dorothee segir vörurnar tilvaldar gjafir og seldist gífurlega mikið af þeim fyrir síðustu jól. „Þetta hefur aldeilis náð flugi. Við vonum bara að við fáum eins góðar móttökur og fyrir jólin í fyrra. Þetta virðist vera mjög skemmtileg jólagjöf.“ liljakatrin@dv.is Hjónin Dorothee Lubecki og Kjartan Ágústsson á Löngumýri á Skeiðum framleiða gómsætar rabarbarakaramellur og -sultur. Vörurnar hafa slegið í gegn og eru nú seldar á um fjörutíu stöðum víðs vegar um landið. Dorothee útilokar ekki frekari framleiðslu á hinum ýmsu rabarbaravörum í framtíðinni. „Þetta virðist vera mjög skemmtileg jólagjöf.“ raBarBara- karamellan Sem nÁði flUgi Geta ekki hætt Dorothee og Kjartan voru staðráðin í að fara út í vöruþróun og tóku tækfærinu til að vinna með Listaháskólanum fegins hendi. Góðar móttökur Að sögn Dorothee var sala á vörunum geysilega mikil fyrir síðustu jól og vonast hjónin eftir jafngóðum móttökum nú í ár. Jólablað DV Stórglæsilegt og veglegt sérblað um jólin fylgir DV föstudaginn 27. nóvember. Auglýsendur! Pantið fyrir klukkan 16:00, mánudaginn 23. nóvember í síma 512 7050 eða í gegnum tölvupóst á auglysingar@dv.is Jólaskreytingar Jólaförðun Jólaspil Jólaglögg Kreppukransar Jólauppskriftir Jólaherbergi barnanna Jólaföt Jólagjöfin hennar Jólagjöfin hans ::: ::: ::: ::: ::: ::: ::: ::: ::: ::: Meðal efnis er: Ásamt öllu hinu sem fylgir jólahátíðinni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.