Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2009, Síða 46
Gísli Marteinn Baldursson borgarfulltrúi er einn glæsi-legasti fulltrúi sinnar kyn-slóðar á stjórnmálasviðinu.
Hann er að mati Svarthöfða flestra
vinur. Þessi góði drengur er lífsreynd-
ur mjög. Fram kom í einlægu viðtali
við hann að þegar hann var hátt á
þrítugsaldri lenti hann í þeirri raun að
foreldrar hans skildu. Þar með varð
hann elsta skilnaðarbarn á Íslandi.
Þetta hefur eflaust mótað hann og eflt
til þeirra átaka sem hann stóð í innan
borgarstjórnarmeirihlutans sem Vil-
hjálmur Þ. Vilhjálmsson stýrði sem
oddviti og borgarstjóri.
Reykvískir sjálfstæðismenn höfðu ekki þann pólitíska þroska til að bera að velja Gísla Martein til að leiða lista
sinn. Þess í stað var Vilhjálmur val-
inn. Gísli hafði allt til að bera sem
nauðsynlegt er að leiðtogi hafi.
Hans pólitíska brjóstamólk kem-
ur frá Hannesi Hólm-
steini Gissurar-
syni, einum
af
virtari fræðimönnum Íslands, og sér-
legum pennavini fjölskyldu Nóbel-
skáldsins, Halldórs Kiljans Laxness.
Og Gísli hafði heillað landsmenn með
ungæði og visku í starfi sínu sem sjón-
varpsmaður. Þegar hann bauð borgar-
búum krafta sína hafði hann aflað sér
gríðarlegrar reynslu með viðtölum við
fjölda manns.
Gísli er allra manna vinur en þó sérstaklega þeirra sem njóta vinsælda hverju sinni. Þannig var vinahópur hans
á meðal útrásarvíkinga stór. Og hann
fór með þeim til Rússlands að veiða
birni. Hann flaug í þyrlu á veiðilend-
urnar sem sérlegur gestur útrásar-
innar. En auðvitað var hann ekki
boðsgestur. Hann var sem starfsmað-
ur veiðimanna og sá um að skemmta
þeim á kvöldin með sinni óborgan-
legu rödd sem er einskonar sportút-
gáfa af rámum bassa Björns Bjarna-
sonar eftirlaunaþega.
Einn af vin-um Gísla var Hannes Smárason at-
hafnamaður. Hann-
es hélt stór-
veislu á
Nord-
ica til
heið-
urs
borg-
ar-
stjóra-
efninu
þáverandi. Stór
hluti Sjálfstæðis-
flokksins mætti til
að njóta veitinga
og hylla framtíðarleiðtoga sinn. Auð-
vitað vissi Gísli ekki af velgjörðamanni
sínum. Hann þiggur í myrkri til þess
að verða ekki skuldbundinn.
Og Gísli Marteinn hefur verið einkar réttsýnn í gagnrýni sinni á allt Baugshyskið. Yfirlýsingar um einokun
á fjölmiðlamarkaði og í matvöru-
verslunun hafa streymt fram. Öllum
má vera það ljóst að það er kostnað-
arsamt að vera í framboði. Og það
kostar peninga að laða fram eftir-
spurn. Gísli Marteinn leitaði, eins og
fjölmargir aðrir, eftir fjárstuðningi þar
sem peninga var að finna. Það var
ekki aðeins Hannes Smárason heldur
einnig Jón Ásgeir Jóhannesson sem
lagði Gísla lið. Baugur reyndist vera
aflögufær með milljón krónur handa
gagnrýnanda sínum. Sjálfur segist
Gísli ekki hafa haft um það hugmynd
hverjir styrktu hann. Ekki vissi hann
hver borgaði veisluna á Nordica.
Hann vissi bara að það var fjölmenn
veisla og í gestahópnum leyndist ein-
hver sem á endanum borgaði allan
brúsann. Og að sjálfsögðu hvarflaði
aldrei að honum að Baugur hefði rétt
honum milljón. Hann vissi bara að
það komu peningar og mikið af þeim
inn á heftið.
Reykvíkingar verða að taka sér tak í komandi prófkjöri. Nú verður ungi maðurinn með geislabauginn, eða ættum
við að segja gíslabauginn, að fá þau
áhrif sem honum ber í samræmi við
gjörvileika. Kjósendur verða að flykkj-
ast í kjörklefana og tryggja að reynslu-
mikill, réttsýnn og gáfaður einstakl-
ingur komist að stjórn borgarinnar.
Það er nú eða aldrei.
GíslabauGur
Spurningin
„Já. Það er kominn tími til
að einhver taki hrekkja-
lóminn og láti hann finna
fyrir því.“
Líkamsræktarfrömuður-
inn Egill Einarsson,
betur þekktur sem Störe,
var illilega hrekktur af sjónvarpsmann-
inum Auðuni Blöndal á Facebook á
laugardaginn en Auddi er annálaður
hrekkjalómur. Egill vinnur nú í því að
komast að aðgangsorði Auðuns svo
hann geti leikið sama leik.
ætlarðu að
hefna þín?
„Þeir eru búnir
að tapa, því
miður, þeim
eignarhlut sem þeir áttu í
þessu fyrirtæki.“
Kári Stefánsson, forstjóri deCODE sem sótti um
greiðslustöðvun í Bandaríkjunum. - Rás 2
„Auðunn Blöndal
er rasshaus.“
Facebook-skilaboð Egils „Þykka“ Einarssonar
um félaga sinn Auðun Blöndal sem gerði honum
óleik á sömu síðu. - DV
„Þetta kemur okkur
verulega á óvart.
Við teljum að í þessu
felist ekki brot á
höfundarrétti.“
Margrét Stefánsdóttir, upplýsingafulltrúi
Símans, segir nýja auglýsingu fyrirtækisins ekki
brot á höfundarrétti Ávaxtakörfu Kristlaugar M.
Sigurjónsdóttur. - Fréttablaðið
„Það kemur ekki annað til
greina en að spila á EM.“
Logi Geirsson hefur verið mikið meiddur á árinu
en er óðum að jafna sig og ætlar með strákunum
okkar til Austurríkis í janúar. - Fréttablaðið
„Þetta er svo mikið tjón og
ekki síður
ómetanlegt
persónulegt
tjón því þeir
hafa persónu-
legt gildi.“
Fyrirsætan og athafnakonan Ásdís Rán
Gunnarsdóttir var rænd á leið til Íslands en hún
er á Klakanum í nokkra daga í tengslum við
auglýsingagerð. - pressan.is
Bankamenn, borgið til baka
Leiðari
Stjórnendur gamla Landsbankans hafa sannfært sjálfa sig um að þeir eigi skilið að fá hundruð milljóna króna fyrir vel unnin störf í þágu
bankans, sem varð gjaldþrota fyrir ári. Nú
flykkjast framkvæmdastjórar og forstöðu-
menn bankans að fjárvana hræinu til að
reyna að sjúga það sem hægt er út úr því.
Yngvi Örn Kristinsson, forstöðumaður
hagfræðideildar Landsbankans, var með yfir
fimm milljónir króna í laun á mánuði með-
an hann tók þátt í að stýra bankanum í þrot.
Yngvi var nýlega fenginn af ríkisstjórninni
til að móta sanngjarnar aðgerðir til að gera
heimilunum kleift að borga af lánum, sem
hækkuðu vegna vanhæfni ofurlaunamanna
í bönkunum. Lausn hans var að lengja í
lánum almennings. Á sama tíma vill hann
230 milljónir aukalega fyrir störf sín í þágu
Landsbankans.
Steinþór Gunnarsson, framkvæmdastjóri
verðbréfasviðs, telur sig eiga heimtingu á 490
milljónum króna. Væntanlega lítur hann svo
á að hann eigi það skilið, þótt verðbréfasvið-
inu hafi ekki gengið sem skyldi. Líklega var
það ekki honum að kenna að Lehman-bræð-
ur fóru á hausinn.
Laun framkvæmdastjóra bankanna voru
hvorki í samræmi við framlag þeirra til verð-
mætasköpunar né getu þeirra. Efnahags-
hrunið er til vitnis um getu þeirra, þannig að
ekki hefur hún blásið upp launin. Og verð-
mætasköpunin reyndist vera engin, heldur
fólst snilldin bankanna í að taka lán, veðsetja
allt sem hreyfðist og blása upp eigin hluta-
bréf. Launin voru ranglát, enda voru þau
byggð á skaðlegum störfum. Þau voru í bein-
um tengslum við þann skaða sem banka-
mennirnir ollu almennum borgurum. Nú
standa þeir frammi fyrir skömm sinni í öllu
sínu veldi og heimta meira.
Kröfur stjórnenda bankanna krefjast sið-
leysis á háu stigi. Þær eru um margt stað-
festing á þeim fréttum sem borist hafa af
siðlausum athöfnum bankamanna í aðdrag-
anda hrunsins. Hvort sem litið er á fjárhags-
lega niðurstöðu starfa þeirra eða siðferðisleg
áhrif þeirra er augljóst að þeir mega ekki fá
meira borgað. En þeir hanga á formsatrið-
inu; samningum sem þeir gerðu við helsjúk-
an banka sem veðsetti þjóðina og rústaði
fjárhag almennings.
Niðurstaða þeirra er að þeir eigi að fá
meira. Úrskurður annarra hlýtur að vera að
þeir séu siðferðislega gjaldþrota. Það væri
eðlilegra að rukka stjórnendur bankanna
um þau ofurlaun sem þeir ranglega fengu,
heldur en að borga þeim meira.
Jón trausti reynisson ritstJóri skrifar. Nú standa þeir frammi fyrir skömm sinni í öllu sínu veldi og heimta meira.
bókStafLega
46 miðvikudagur 18. nóvember 2009 umræða
Sandkorn
n Í dag verður ákveðið hvenær
prófkjör Samfylkingar verður
haldið. Enginn sækir að Degi
B. Eggertssyni í fyrsta sætið en
margir vilja annað sæti list-
ans. Hermt
er að þar
muni mikill
kvenna-
blómi berj-
ast með
kjafti og
klóm. Borg-
arfulltrú-
arnir Björk
Vilhelmsdóttir, Oddný Sturlu-
dóttir og Sigrún Elsa Smára-
dóttir sækja á þessi sömu mið.
Stuðningsmenn Oddnýjar telja
hana eiga mesta möguleika og
eru bjartsýnir.
n Hjá Sjálfstæðisflokknum
stendur baráttan líka um annað
sætið en Hanna Birna Kristjáns-
dóttir borgarstjóri er óumdeild.
Reiknað er með fleiri en einu
stjörnuhrapi þegar kemur að úr-
slitum. Staða
Gísla Mart-
eins Bald-
urssonar er
snúin og ekki
ólíklegt að
stuðnings-
menn Vil-
hjálms Þ. Vil-
hjálmssonar
geri upp við
Gísla hans þátt í falli Vilhjálms á
sínum tíma. Þá er bara spurn-
ingin hvort Júlíus Vífill Ingvars-
son eða Kjartan Magnússon nái
silfursætinu.
n Einn helsti samkvæmisleikur
þjóðarinnar er að velta fyrir sér
örlögum Moggans sem glímir við
gríðarlegan rekstrarvanda sem
hefur snaraukist eftir ráðningu
Davíðs Oddssonar sem ritstjóra.
Davíð hefur reynt að klóra í
bakkann með aðgerðum á borð
við þá að ráða Sverri Stormsker
sem pistlahöfund. Uppsagnir
vildarvina Moggans halda áfram.
Sigurður Grétar Guðmunds-
son vatnsvirkjameistari sá um
„lagnafréttir” í Fasteignablaði
Morgunblaðsins í 16 ár. Hann
sagði upp áskrift að blaðinu um
helgina og lýsti blaðinu sem
„sorppolli“ í Moggabloggi sínu.
n Kári Stefánsson, forstjóri Ís-
lenskrar erfðagreiningar, hefur
þurft að axla þá þungu byrði sem
hlýst af því að fyrirtæki hans er
komið í þrot. Þúsundir Íslend-
inga hafa tapað stórfé á kaupum
á hlutabréfum í deCODE. Nokkr-
ir hafa tapað aleigunni. Margir
muna að þegar fyrirtækið var
kynnt í fyrstu kom Davíð Odds-
son, þáverandi forsætisráðherra,
fram með Kára og mærði ósköp-
in. Davíð beit
líka í fyrsta
McDonalds-
hamborgar-
ann. Það var
líklega ekki
sniðugt að
fá Dabba til
að opna ef
marka má
örlög þessara tveggja fyrirtækja
að ógleymdum Seðlabankanum
og íslenska þjóðarbúinu.
LyngháLS 5, 110 REykjAvík
Útgáfufélag: Útgáfufélagið Birtíngur ehf.
Stjórnarformaður: hreinn Loftsson
framkvæmdaStjóri: Sverrir Arngrímsson
ritStjórar:
jón Trausti Reynisson, jontrausti@dv.is
og Reynir Traustason, rt@dv.is
fréttaStjórar:
Brynjólfur Þór guðmundsson, brynjolfur@dv.is
og Þórarinn Þórarinsson, toti@dv.is
auglýSingaStjóri:
Elísabet Austmann, elisabet@birtingur.is
dv á netinu: dv.iS
aðalnÚmer: 512 7000, ritStjórn: 512 7010,
áSkriftarSími: 512 7080, auglýSingar: 512 7050.
SmáauglýSingar: 515 5550.
umbrot: dv. Prentvinnsla: Landsprent. dreifing: árvakur.
dv áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu
formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð.