Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2009, Blaðsíða 54

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2009, Blaðsíða 54
Fáar konur vekja jafnmikla at- hygli hér á landi og ofurfyrirsæt- an og athafnakonan Ásdís Rán, en fréttir af henni og um hana vekja jafnan mikið umtal. Blogg- heimar hafa oft logað vegna hennar og veraldarvefs-skrifarar kvartað fyrir hönd hennar um að nú sé nóg komið, hún verði einhvern tíma að verða látin í friði. Í Íslandi í dag á mánudags- kvöldið opinberaði þó Ásdís að sannleikurinn væri þveröfug- ur. Hún sagðist fagna öllum fréttum af sér og hún sjálf gerði í því að halda sér í fréttunum. Hún vill sem mest umtal um sig því á meðan hún er í fréttunum hækkað frægðarsól hennar og um leið getur hún rukkað meira fyrir þau verkefni sem hún tekur að sér. Bæði fyrirsætu- og sjón- varpsstörf. Söngdívan Leoncie hefur ekki set- ið auðum höndum að undanförnu. Ný plata er á leiðinni frá Leoncie og hún slær hvergi slöku við í nafngift- um frekar en venjulega. Nýjan plat- an heitir Wild American Sheriff. „Það er búið að vera allt vitlaust að gera hjá mér undanfarið. Það er svo sannarlega aldrei dauf stund í mínu lífi á nokkru sviði,“ segir Leoncie kampakát og viðurkennir að hún sé farin að hlakka til jólanna. Hún vonar að allir eigi þau gleðileg. Mikið hefur verið rætt og rit- að um Leoncie á veraldarvefn- um og flúði hún Sandgerði vegna aðdróttana heimamanna í henn- ar garð. Svo ill var Leoncie að hún flúði land og býr nú í Bretlandi. Þar tók hún einnig þátt í X-Factor eins og frægt er en komst ekki áfram. Henni er þó alveg sama um hvað er skrifað og skrafað um hana. „Ég er bara að hugsa um mig þessa dag- ana. Ég lít ekki á þetta rusl sem sagt er um mig á netinu. Það er stundum eins og fólk hafi ekkert betra að gera en tala illa um mig. Eins og það sé einfaldlega ekkert að gerast í þeirra lífi,“ segir Leoncie. Plötuna segir hún handan við hornið en ekki fylg- ir sögunni hvort diskurinn verður til sölu hér heima. tomas@dv.is ný plata á leiðinni ásdís vill umtalið Aldrei dAuf stund í lífi söngkonunnAr leoncie: bubbi morthens: Skemmtitímaritið Séð og Heyrt lætur sig varða málefni líðandi stundar. Það er tímarit fólks- ins í landinu og máttur þess er mikill. Tímaritið er að sjálf- sögðu á Facebook þar sem það er með puttann á púlsinum. Það er meðlimur í hinum ýmsu hópum, styður til dæmis að Páll Óskar fari á Bessastaði 2012 og vill ekki borga Icesave. Tímarit- ið styður einnig mótmælin við lokun Kópaskersskóla ásamt 500 öðrum, meðal annars Sigmundi Erni Rúnarssyni alþingismanni. Séð og Heyrt skorar einnig á dómsmálaráðherra, Rögnu Árnadóttur, að skera fyrst niður hjá þjóðkirkjunni áður en ríkið sker niður hjá lögreglunni. 54 miðvikudagur 18. nóvember 2009 fólkið leoncie Gefur út nýja plötu. „Þetta er í tilefni útkomu bókarinnar minnar, Árinnar. Mér fannst við hæfi að bjóða fólki í Aðaldal og nærsveitum til að koma í alvöru sveitakaffi,“ segir Bubbi Morthens, tónlistarkóngur og veiðimaður af guðs náð. Bubbi er að gefa út bókina Ána þar sem hann fjallar um hið víðfræga Nesjasvæði í Laxá í Aðaldal. Þar mun hann rekja veiðisögur allt frá því fyrstu menn hófu að henda stöng með bandi út í þessa gjöfulu á. Bubbi gerði einn- ig magnaða mynd um upplifun sína norðan heiða og sló sú mynd í gegn, ekki bara hjá veiðimönn- um heldur einnig hjá hin- um almenna borgara. „Ég gerði heimildar- mynd sem var sýnd á RÚV í vor sem fékk rosalega góða dóma. Hún var ekki hefð- bundin – þarna var mikið af gömlu efni,“ segir Bubbi en hann komst svo sannarlega í feitt þegar myndbrot með tónlistargoðsögninni Bing Crosby kom í leitirnar. Þar sést Crosby semja lag um Laxá í Aðaldal og fara á kost- um. Einnig voru í myndinni myndir af Lee Wulff við veiði en sá er mikils met- inn meðal fluguveiðimanna og reyndi alltaf að ná í stærri fisk á minni stöng. „Þarna er ég að segja sögur Nesja- svæðisins, allt frá því að Bretarnir komu 1877 og fram á daginn í dag,“ segir Bubbi og stoltið leynir sér ekki í rödd kóngsins. Bubbi fékk veiðimann- inn Einar Fal til að taka ljósmyndirn- ar í bókina enda vanur maður þar á ferð. „Hann á allar myndirnar fyrir utan þær gömlu sem við höfum grafið upp,“ seg- ir Bubbi tilbúinn með bókina og kaffisamsætið norðan heiða. benni@dv.is „Þarna er ég að segja sögur Nesjasvæðisins.“ kóngurinn býður í kaffi Bubbi Morthens ætlar að bjóða Aðaldæl- ingum og nærsveitungum í alvöru sveita- kaffi í félagsheimilinu Ýdölum um helgina í tilefni af því að bókin hans Áin er að koma út. Bókin er ómissandi inn á hvert veiði- heimili en Bubbi fer um víðan völl í miðri drottningu laxveiðimanna, laxá í Aðaldal, þar sem hann dvaldist sumarlangt. Gamla bókin Bubbi hefur áður gefið út stór- skemmtilega veiðibók og lofar að Áin sé ekki síðri. Bók, mynd og kaffi Bubbi dvaldi sumarlangt í Aðaldal og fór aldrei í Baðlónið í Mývatnssveit. Auk bókarinnar gerði hann sjónvarpsmynd sem sló í gegn. Veiðimaður Bubbi í vöðlum með fisk. Hann er mikill veiðimaður. séð og heyrt skorar á rögnu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.