Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.2010, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.2010, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 6. janúar 2010 FRÉTTIR Eignarhaldsfélag í eigu Elínar Jóns- dóttur, nýráðins forstjóra Banka- sýslu ríkisins, og eiginmanns henn- ar, Magnúsar Gottfreðssonar læknis, skuldaði tæpar 120 milljónir króna í árslok 2008. Ástæðan var sú að félagið, sem heitir Baðmur, hafði tekið lán upp á 54 milljónir króna til að kaupa 10 pró- senta hlut í eignarhaldsfélaginu JST Holding ehf. 6 milljónir af kaupverði hlutabréfanna voru greiddar með eig- infjárframlagi. Lánið hafði hins veg- ar hækkað um meira en 60 milljónir króna vegna gengismunar sem var til- kominn út af hruni íslensku krónunn- ar. Þetta kemur fram í ársreikningi Baðms fyrir árið 2008. JST Holding er í eigu Baðms og Jóns Scheving Thorsteinsson, sem á 90 prósent í því, en félagið á dóttur- félag sem aftur á verðbréfafyrirtæk- ið Arev. Elín var framkvæmdastjóri Arev verðbréfa frá 2005 til 2009. Því má segja að Baðmur hafi í reynd ver- ið að fjárfesta í Arev með kaupunum á hlutnum í JST Holding. Stórtækt í smásölu Arev hefur fjárfest í ýmsum verkefn- um hér á landi og erlendis á liðnum árum, aðallega á sviði smásölu og verið nokkuð stórtækt. Arev átti með- al annars í Sævari Karli, Emmessís og Yggdrasil og hluti í breska fjárfestinga- sjóðnum KCAJ, sem meðal annars fjárfesti í verslunum eins og Cruise, Duchamp og leðurfyrirtækinu Aspin- al of London og útivistarversluninni Mountain Warehouse. Fjárfestinga- sjóðurinn átti að verða einhvers konar míní-útgáfa af Baugi en Jón Scheving starfaði hjá Baugi á árum áður. Líkt og DV greindi frá í síðasta mánuði keypti dótturfélag eignar- haldsfélagsins Milestone KCAJ hins vegar af Arev. Jón keypti Baðm Í ársreikningi Baðms kemur fram að Jón Scheving hafi keypt allt hlutafé í félaginu af þeim Elínu og Magnúsi í mars árið 2009. Hlutafé félagsins er 500 þúsund krónur og keypti Jón fé- lagið fyrir þá upphæð. Kaup Jóns á Baðmi tengjast starfs- lokum Elínar hjá Arev og samdi hún um kaup- og sölurétt í verðbréfafyrir- tækinu þegar hún tók við stöðu fram- kvæmdastjóra þess. Í ársreikningnum kemur fram að tap Baðms á árinu 2008 hafi numið rúmum 63 milljónum króna og má rekja það til gengismunar á skulda- bréfaláni félagsins við gamla Glitni sem stendur í rúmlega 117 millj- ónum króna samkvæmt ársreikn- ingnum. Heildarskuldir félagsins nema tæpum 125 milljónum króna samkvæmt ársreikningnum og eiga rúmar 117 milljónir af þeim að greiðast á næsta ári, 2011. Samkvæmt ársreikningnum bíð- ur það því væntanlega nýs eiganda Baðms að greiða skuldina sem fyrri eigendur félagsins stofnuðu til vegna fjárfestinga sinna í Arev. Ef Jón greiðir ekki þessar skuldir Baðms þarf skilanefnd Glitnis hins vegar væntanlega að afskrifa kröf- una að einhverju leyti. Endurheimt- ur Glitnis ráðast þó væntanlega af stöðu Arev þegar kemur að skulda- dögum. Elín opnar sig DV leitaði eftir svörum hjá Elínu Jónsdóttur um eðli viðskipta Baðms. Í svari hennar kemur fram að henni hafi verið boðið að kaupa hlutabréf í eignarhaldsfélagi Jóns Scheving haustið 2007. Hún segist hafa feng- ið til þess um 54 milljóna króna lán í erlendri mynt hjá Glitni banka og hafa sjálf lagt fram sex milljónir til kaupanna. Samtals greiddi hún því 60 milljónir króna fyrir bréf- in. „Bankinn tók veð í hlutabréfum sem keypt voru. Lánið var til þriggja ára, með árlega vaxtagjalddaga og uppgreiðslu að þremur árum liðn- um,“ segir Elín um lánið frá Glitni en hún segist hafa tapað eiginfjár- framlaginu sem hún lagði til hluta- bréfakaupanna. Skuldin við bank- ann hækkaði hins vegar gríðarlega vegna gengismunar, líkt og áður segir. Þegar Elín lét af störfum hjá Arev í mars 2009 segist hún hafa selt Baðm til Jóns Scheving fyrir 500 þúsund. „Þegar ég hætti störfum fyrir Arev var um miðjan marsmán- uð 2009 samið um sölu á félaginu og þar með eignarhlutnum aftur til eig- andans og er félagið mér því óvið- komandi frá þeim tíma,“ segir hún. Þrátt fyrir þetta verður ekki litið fram hjá því að Elín tók lán til hluta- bréfakaupa og hefur skuldin vegna þessa láns hækkað gríðarlega vegna hruns íslensku krónunnar. Viðskiptin sem Elín lýsir eru sambærileg við fleiri frásagnir stjórnenda íslenskra fjármála- og verðbréfafyrirtækja á liðnum árum. Þessi viðskipti gengu út á það að stjórnendurnir fengu fyrirgreiðslu frá fyrirtækinu sjálfu eða öðru sem gerði þeim kleift að kaupa hluta- bréf í þeim. Í flestum tilfellum voru stjórnendurnir með hlutabréfin og lánin inni í eignarhaldsfélögum. Í starfssamningum stjórnend- anna var yfirleitt kveðið á um að þeir myndu selja hlutabréfin í fyr- irtækjunum ef þeir létu af störf- um. Stjórnendurnir gátu því aðeins grætt á viðskiptunum með hluta- bréfin, tapið átti hins vegar aldrei að falla á þá persónulega. Þetta var raunin með lánið til Baðms en óvíst er hvað verður um skuldir fé- lagsins. Þó er víst að Elín mun ekki þurfa að standa skil á skuldinni. Elín segir þó að henni þyki ólík- legt, miðað við eignastöðu Arev, að gamli Glitnir muni þurfa að afskrifa skuldina. Elín Jónsdóttir, nýráðinn forstjóri banka- sýslu ríkisins, seldi í fyrra eignarhalds- félag sem skuldar 125 milljónir króna. Stofnað hafði verið til skuldarinnar vegna kaupa á hlutabréfum í verð- bréfafyrirtækinu Arev sem hún stýrði. Aðaleigandi Arev keypti félag- ið af Elínu og er skuldin á gjalddaga á næsta ári. Elín segir að henni hafi verið boðið að kaupa bréfin þegar hún varð framkvæmdastjóri Arev 2007. FÉKK MILLJÓNIR Í KÚLULÁN HJÁ GLITNI Samkvæmt ársreikn- ingnum bíður það því væntanlega nýs eig- anda Baðms að greiða skuldina sem fyrri eig- endur félagsins stofn- uðu til vegna fjárfest- inga sinna í Arev. „Haustið 2005 hóf ég störf sem framkvæmdastjóri Arev hf. sem síðar varð Arev verðbréfafyrirtæki hf. Meirihlutaeigandi félagsins [Jón Scheving Thorsteinsson, innsk. blaðamanns] átti einnig Arev Ltd í Bretlandi. Starfsmenn þess félags voru meðeigendur í Arev félögunum. Í samræmi við þetta var mér sem framkvæmda- stjóra íslenska félagsins boðið haustið 2007 að kaupa 10% hlut í eignarhaldsfélagi meirihlutaeigandans sem hélt utan um hluti hans í bæði íslenska og breska félaginu. Verðmat var framkvæmt og samið um kaupverð. Félag í minni eigu fékk um 54 milljóna króna lán til kaupanna í erlendri mynt hjá Glitni banka og sjálf greiddi ég 6 milljónir króna. Bankinn tók veð í hlutabréfum sem keypt voru. Lánið var til þriggja ára, með árlega vaxtagjalddaga og uppgreiðslu að þremur árum liðnum. Markaðsvextir sem samið var um voru 2,65% á LIBOR. Í samningi mínum um kaupin á hlutum af eiganda félagsins sem ég vann fyrir var kveðið á um gagnkvæman kaup- og sölurétt á hlutunum í félaginu ef ég hætti störfum. Þegar ég hætti störfum fyrir Arev var um miðjan marsmánuð 2009 samið um sölu á félaginu og þar með eignarhlutnum aftur til eigandans og er félagið mér því óviðkomandi frá þeim tíma. Vegna óvissu um verðmat á eignum félagsins á þeim tíma var kaupverðið ákveðið kr. 500.000. Þess ber að lokum að geta að Arev félögin eru í einkaeigu og hafa aldrei verið almenningshlutafélög.“ Yfirlýsing Elínar Jónsdóttur: INGI F. VILHJÁLMSSON blaðamaður skrifar ingi@dv.is 125 milljóna skuld í félaginu Félag í eigu Elínar Jónsdóttur, nýráðins forstjóra Bankasýslu ríkisins, og eiginmanns hennar skuldaði tæpar 125 milljónir króna í árslok 2008. Í mars á síðasta ári var félagið selt en félagið á að greiða 117 milljónir til lánardrottna á næsta ári. Nauðgunarkæra til saksóknara Rannsóknardeild lögreglunnar hefur lokið rannsókn á meintri nauðgun íþróttamanns gegn ungri stúlku. Málið hefur verið sent til saksóknara sem í kjöl- farið tekur afstöðu til þess hvort ákæra verði gefin út. Meint nauðgun á að hafa átt sér stað eftir karlakvöld íslensks íþróttafélags fyrir tveimur mánuðum en stúlkan tilkynnti atburðinn til lögreglu snemma laugardagsmorguns. Henni var í kjölfarið fylgt á Neyðarmóttöku Landspítalans vegna nauðgun- ar þar sem hún hlaut aðhlynn- ingu og áverkavottorð. Stúlkan hefur fengið skipaðan réttar- gæslumann frá móttökunni. Á erfitt uppdráttar Lögreglunni barst formleg kæra nokkrum vikum eftir hinn meinta atburð en hinn kærði hefur leikið fyrir Íslands hönd í íþrótt sinni en hið meinta fórnarlamb er á átjánda aldursári. Stúlkan hefur átt erf- itt uppdráttar og sótti lítið sem ekkert skóla síðustu vikur ann- arinnar sem leið. Atvikið á að hafa átt sér stað í heimahúsi að loknu karlakvöldi íþróttafélags- ins sem hinn kærði leikur fyrir. Lögregla hefur nú lokið rannsókn málsins og fram- haldið þá á herðum saksókn- ara sem ákveður hvort ákæra verði gefin út eða ekki. Kristniboðar safna frímerkjum Samband íslenskra kristni- boðsfélaga og Pósturinn eru farin að safna notuðum frí- merkjum og skora á fyrir- tæki og einstaklinga að safna heilum, notuðum frímerkj- um og koma þeim í safnkassa á pósthúsum eða skrifstofu sambandsins. Söfnunin er hluti af fjár- öflum Sambands íslenskra kristniboðsfélaga og er ætl- unin að nota allan ágóða í þróunarstarf á sviði mennt- unar barna, unglinga og full- orðinna í Eþíópíu og Keníu. Á síðasta ári safnaði samband- ið tveimur milljónum króna með frímerkjasöfnun. Braut gegn ungum stúlkum 24 ára karlmaður er í gæsluvarð- haldi eftir að hafa átt í „vafasöm- um“ samskiptum við þrjár ung- ar stúlkur á samskiptasíðunni Face book. Að því er kemur fram í Fréttablaðinu í gær eru stúlkurnar sem um ræðir þrettán og fjórtán ára gamlar. Í fréttum Ríkisútvarps- ins sagði svo að maðurinn hefði haft samræði við allar stúlkurnar. Fréttablaðið hefur upplýsingar um það að maðurinn hafi stundað þessa iðju sína um hríð en í byrj- un desember hafi lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu borist kæra frá foreldrum vegna samskipta mannsins við dóttur þeirra. Mað- urinn var úrskurðaður í gæslu- varðhald milli jóla og nýárs.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.