Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.2010, Síða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.2010, Síða 9
„Ég veit það ekki. Þetta er mjög snúið, ég var í rauninni ekki hlynntur því að hann myndi gera þetta, en svo er ágætt að þetta sé bara í höndum okkar, þá endum við á því að gera þetta og ekki verður hægt að benda á aðra.“ GUNNAR PÉTUR HAUKSSON, 24 ára „Ég er alveg undrandi. Hann taldi að hann væri að sameina þjóðina, en ég myndi halda að hann væri að sundra henni. Ég hef ekki sett mig mikið inn í þessi mál, en ég hef það á tilfinningunni.“ MARGRÉT GÍSLADÓTTIR, 74 ára. „Ég er ekki ánægð með það. Ég held að hann setji allt í uppnám með þessu. Ég held að það sé vafasamt að setja þetta í þjóðaratkvæðagreiðslu. Ríkisstjórnin hlýtur að vera í hættu.“ HREFNA BJARNADÓTTIR, 71 árs. „Ég er ekki ánægður með þessa ákvörðun. Ég hefði viljað að hann skrifaði undir. Ég hélt að hann myndi skrifa undir. Það er ekki gott að þetta fari í þjóðaratkvæðagreiðslu.“ VIGFÚS INGIMUNDARSON, 81 árs. HVAÐ FINNST ÞÉR UM ÞÁ ÁKVÖRÐUN FORSETANS AÐ SYNJA ICESAVE-LÖGUNUM? DÓMSTÓLL GÖTUNNAR 6. janúar 2010 MIÐVIKUDAGUR 9 ákvörðun forseta Íslands um Ice- asve-lögin frá 30. desember síðast- liðnum. Sé miðað við túlkun manna á stjórnarskránni gæti þessi atkvæða- greiðsla orðið seint í febrúar. Á þeim tíma verða liðnar fáeinar vikur frá birtingu niðurstöðu rannsóknar- nefndar Alþingis um aðdraganda og orsakir bankahrunsins. Nær ör- uggt má telja að umræða um niður- stöður skýrslunnar geta haft áhrif á þjóðaratkvæðagreiðsluna sjálfa. Hugsanlegt er að þing verði kall- að saman fyrr en ætlað var vegna ástandsins. Þingrof og kosningar Í öðru lagi getur ríkisstjórnin sagt af sér. Þá yrði að leita að nýjum meiri- hluta á þingi, setja saman þjóðstjórn eða aðra starfhæfa stjórn. Jafnvel er mögulegt að forseti Íslands taki ekki lausnarbeiðni gilda og óski eftir að stjórnin sitji fram yfir þjóðarat- kvæðagreiðslu. Framsóknarflokkurinn hefur lýst áhuga á stjórnaraðild en Sjálfstæð- isflokkurinn hefur ekki sýnt því sér- stakan áhuga á næstunni. – Ekki þykir líklegt að þessi leið verði farin. Í þriðja lagi gæti Jóhanna Sig- urðardóttir forsætisráðherra geng- ið á fund forseta Íslands og lagt fram beiðni um þingrof. Þingrofs- valdið flyst þá í hendur forseta Ís- lands. Í 24. grein stjórnarskrárinnar er þingrofsvald forseta ótvírætt: „For- seti lýðveldisins getur rofið Alþingi, og skal þá stofnað til nýrra kosn- inga, áður en 45 dagar eru liðnir frá því er gert var kunnugt um þingrof- ið, enda komi Alþingi saman eigi síðar en tíu vikum eftir, að það var rofið. Alþingismenn skulu halda umboði sínu til kjördags.“ Leggi Jóhanna fram beiðni um þingrof fljótlega yrðu þingkosning- ar að líkindum haldnar um mán- aðamót febrúar og mars. Þess má geta að engin fordæmi eru um að þingrofsbeiðni hafi verið synjað í sögu lýðveldisins. Ljóst þykir að Sjálfstæðisflokknum yrði sérstak- lega erfitt að ganga til kosninga- baráttu svo skömmu eftir að niður- stöður rannsóknarnefndar Alþingis á bankahruninu verða birtar, enda ábyrgð flokksins á bankahruninu talin meiri en annarra stjórnmála- flokka. Steingrímur móður Að sama skapi gætu kosningar á þessum tímapunkti verið fýsilegar fyrir VG, sem litla sem enga ábyrgð bar á bankahruninu. Heimildir DV eru fyrir því að Steingrími J. Sigfús- syni, formanni VG, þyki súrt í broti að þurfa að leggja í þriðja leiðang- urinn með Icesave-málið eftir það sem á undan er gengið. Hann glím- ir auk þess við að slökkva elda í eig- in flokki. Vandi Samfylkingarinnar er hins vegar áþreifanlegri varð- andi þingkosningar svo skömmu eftir birtingu skýrslunnar. Innan stjórnarflokkanna hafa þessir kostir ekki verið rædd- ir að neinu marki ennþá enda eiga stjórnvöld fullt í fangi með að bregðast við ágjöf vegna ákvörðun- ar Ólafs Ragnars Grímssonar for- seta um að vísa Icesave-lögunum í þjóðaratkvæðagreiðslu. Lánshæf- ismat íslenska ríkisins hefur þegar verið lækkað og hugsanlegt er að endurskoðun áætlunar stjórnvalda og AGS geti verið í uppnámi sem og lánafyrirgreiðsla sjóðsins og ná- grannaríkja. Þá hefur ríkisstjórn- in einnig bent á hættuna samfara endurfjármögnun sveitarfélaga, ríkissjóðs og orkufyrirtækja á næst- unni í þessu sambandi. Þá er engan veginn ljóst ennþá hver afdrif Ice- save-málsins verða. Ljóst er að stjórnvöld standa í ströngu næstu daga og vikur og þykir mörgum stjórnarliðum lítt fýsilegt að ganga til kosninga við þessar aðstæður. Verði sú raunin engu að síður má búast við að þær verði eftir sex til átta vikur. Þungbúnir oddvitar „Ófyrirsjáan- legar, víðtækar og skaðlegar afleið- ingar fyrir íslenskt samfélag,“ sögðu Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon um ákvörðun forsetans. MYND SIGTRYGGUR ARI „Helgreipar vinaþjóða“ Ögmundur Jónasson, VG, kippir sér ekki upp við það þótt Hollendingar og Bretar andmæli.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.