Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.2010, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.2010, Blaðsíða 29
Á MIÐVIKUDEGI HVAÐ HEITIR LAGIÐ? „Ég fékk mér blund þar sem ræturnar flækjast, kreisti rotna ferskju í lófa mínum og dreymdi um þig, kona.“ RAGNHEIÐUR GRÖNDAL Í FRÍKIRKJUNNI Miðasala er hafin á útgáfutónleika söngkonunnar Ragnheiðar Grön- dal í Fríkirkjunni í Reykjavík 21. janúar næstkomandi. Tónleikarnir eru haldnir í tilefni útgáfu plötunn- ar Tregagás. Efnisskrá tónleikanna samanstendur af íslenskum þjóð- lögum af tveimur plötum Ragnheið- ar, Tregagás og Þjóðlög sem kom út 2006 og hlaut frábærar viðtök- ur. Með Ragnheiði leika þeir Guð- mundur Pétursson á gítar, Haukur Gröndal á klarínett og Matthías M.D. Hemstock og Birgir Baldursson á slagverk. Miðasala á midi.is, miða- verð 2.500 krónur. GRASRÓTAR- TÓNLEIKAR Á SÓDÓMU Alefli, Green Lights og Ingv- ar spila á tónleikum á Sódómu Reykjavík í kvöld, miðvikudag. Ekkert aldurstakmark er á tón- leikana og því engar vínveiting- ar til sölu á staðnum. Þetta er því tilvalið tækifæri fyrir alla til að kynna sér hvað reykvíska grasrót- in hefur upp á að bjóða en allir tónlistarmennirnir eru mjög ung- ir að árum. Tónleikarnir hefjast klukkan 19.30, aðgangseyrir 500 krónur. ÞRETTÁNDAHÁTÍÐ- IR VÍÐA Þrettándahátíðir verða haldnar víða um land í kvöld, miðvikudag. Ein verður til dæmis haldin í Vesturbæ Reykjavíkur með miklum myndar- brag. Hátíðin hefst á KR-vellinum og lýkur með hátíðarflugeldasýningu á Ægisíðu. Barnakór Neskirkju syng- ur og hið margrómaða Melaband leikur af fingrum fram í skrúðgöngu. Auk þeirra munu hinir landskunnu Gunni og Felix sjá um að skemmta viðstöddum. Hátíðin hefst klukkan 17.15. Í Hafnarfirði fer fram þrettánda- hátíð að Ásvöllum. Álfar, púkar og jólasveinar verða á svæðinu og taka þátt í söng og gleði. Dagskráin hefst klukkan 18.30 og lýkur með flugelda- sýningu klukkustund síðar. Þá má nefna þrettándagleði Þórs á Akureyri sem hefst klukkan 19.00 við Réttarhvamm. Nýtt ár byrjar með sannkölluðum hátíðarbrag á Vínartónleikum Sin- fóníuhljómsveitar Íslands sem hefj- ast í dag og standa fram á laugar- dag. „Allt er gert til þess að gera þessa árvissu áramótatónleika sem glæsilegasta og í ár koma tveir af okkar bestu einsöngvurum fram með hjómsveitinni, þau Þóra Ein- arsdóttir og Finnur Bjarnason,“ segir Margrét Ragnarsdóttir, mark- aðs- og kynningarstjóri Sinfóníu- hljómsveitarinnar. Hljómsveitin hélt fyrstu Vín- artónleika sína í maí 1972 og hef- ur nær árlega frá árinu 1981 haldið slíka tónleika fljótlega upp úr ára- mótum. Þeir hafa um árabil slegið öllum öðrum tónleikum sveitarinn- ar við í vinsældum. Í ár verða haldn- ir fernir Vínartónleikar í Háskóla- bíói. Efnisskráin er ólík á hverju ári en uppbyggingin er ávallt sú sama. Í þetta sinn er þar að finna fjölmarga gullmola, meðal annars Dónárvals- inn sem flestir þekkja. Breski hljómsveitarstjórinn Christopher Warren-Green held- ur um sprotann en hann stjórn- aði einnig Vínartónleikunum 2007. Hann var um árabil konsertmeist- ari hljómsveitarinnar Fílharmóníu í Lundúnum og hefur stjórnað fjölda tónlistarviðburða á vegum bresku konungsfjölskyldunnar. Finnur Bjarnason hefur lengi verið meðal okkar fremstu tenór- söngvara og hefur meðal ann- ars verið fastráðinn við Komische Oper í Berlín, sungið á Glynde- bourne-hátíðinni í Englandi og hlaut mikið lof fyrir söng sinn í Brottnáminu úr kvennabúrinu í Ís- lensku óperunni. Þóra Einarsdóttir stundaði söngnám við Söngskólann í Reykja- vík hjá Ólöfu Kolbrúnu Harðar- dóttur og við Guildhall School of Music and Drama. Hún söng hlut- verk Önnu Frank í óperunni Dag- bók Önnu Frank eftir Grigori Frid í Íslensku óperunni á Listahátíð 2008 og í óperu Sunleif Rasmus- sen Í óðsmannsgarði á Listahátíð í fyrra. Fram undan eru meðal ann- ars gestasamningar við óperuhús í Genf, London og í Austurríki. Vínartónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands standa frá 6. til 9. janúar: Vínartónleikar hefjast Sumar bækur eru einfaldlega betri en aðrar. Það á fyllilega við um metn- aðarfulla bók breska sagnfræðings- ins Simon Sebag Montefiores um Stalín unga þar sem hann dregur upp mynd af piltinum og unga mannin- um sem síðar varð að einræðisherr- anum sem bar ábyrgð á dauða og misþyrmingum fleira fólks en flestir aðrir í mannkynssögunni. Stalín ungi er hreint mögnuð bók, ein af þeim sem lesandinn dregst inn í og losnar ekki þaðan svo auð- veldlega. Sebag Montefiore tekst frábærlega upp við að lýsa Stalín, næma skáldinu og miskunnarlausa uppreisnarmanninum, stjórnmála- manninum og bankaræningjanum, kvennabósanum og barnaníðingn- um. Við fyllumst bæði óhugnaði og andúð á Stalín og eins finnum við til með honum á köflum, skynjum hann ef til vill sem örlítið meiri manneskju en við höfum áður gert. Hérna fáum við að lesa um upp- eldi Stalíns, samskiptin við drykk- felldan föðurinn og sterka en sér- kennilega móðurina, við kynnumst glæpamannsferli hans í þágu bylt- ingarinnar og miskunnarleysi hans og ofsóknarbrjálæði mannsins sem er eftirsóttur af leynilögreglu keis- araveldisins. Sögurnar af útlegðum hans og flótta eru fróðlegar aflestr- ar og ekki síst eru samskipti bylting- armanna, tortryggni þeirra og vin- skapur, áhugaverð. Við skiljum líka kannski aðeins betur hvernig þessi maður komst til valda og hvers vegna hann starfaði með svo viðurstyggi- legum og miskunnarlausum hætti. Þá er ekki undan því komist að velta fyrir sér ástarsambandi hans við þrettán ára stúlku sem hann barnaði tvisvar í síðustu útlegðinni og væri óneitanlega skilgreint sem barnaníð í dag. Höfundurinn hefur líka gert vel í því að bregða ljósi á bæði lífið í Georgíu á átakaárunum upp úr 1900 og eins hin- ar miklu deilur sem ríktu alla tíð milli mensévika og bol- sévika þó þeir væru í sama flokki. Þá eru ekki síður áhugaverð- ar og oft kostuleg- ar lýsingarnar á því hvernig leyniþjón- usta stjórnvalda kom sendimönnum sínum inn í forystu- sveit uppreisnarmanna og keypti ýmsa aðra til fylgis við sig. Þetta var nokkuð sem tryggði þeim að ein- hverju leyti upplýsingar um það sem var að gerast en hafði sennilega meiri og langvinnari áhrif í þá veru að tortryggnu uppreisnarmennirnir urðu margir hverjir með tímanum að ofsóknarbrjáluðum valdamönnum sem skirrðust ekki við að brugga hver öðrum launráð. Elín Guðmunds- dóttir þýddi bókina og gerir það með ágæt- um þó að ég hefði vilj- að að hún breytti míl- um í kílómetra. Það er athyglisvert að fylgjast með verkefnum Elínar að undanförnu því auk Stalíns unga komu út á síðasta ári bækurn- ar „Rússland Pútíns“ eftir rússnesku blaða- konuna Önnu Polit- kovskaju og „Orrustan um Spán“ eftir Anthony Beevor sem báðar voru gefnar út í þýðingu Elínar. Allt áhugaverðar bækur. Sebag Montefiore hefur unnið til ýmissa verðlauna fyrir bók sína og verður ekki annað séð en að það sé fyllilega verðskuldað. Nú er bara vonandi að Skrudda taki sig til og gefi út fyrri bók höfundar, um Stalín á valdaárum hans, Stalín: Hirð rauða keisarans. Brynjólfur Þór Guðmundsson UPPREISN- ARMAÐUR OG BARNA- NÍÐINGUR FÓKUS 6. janúar 2010 MIÐVIKUDAGUR 31 Svar: Peaches með The Presidents of the United States of America. Þóra Einarsdóttir Syngur á Vínartón- leikum Sinfóníunnar í ár. STALÍN UNGI Höfundur: Simon Sebag-Montefiore Þýðandi: Elín Guðmundsdóttir Útgefandi: Skrudda BÆKUR Sebag Montefiore hefur unnið til ýmissa verðlauna fyrir bók sína og verður ekki annað séð en að það sé fyllilega verðskuldað.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.