Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.2010, Síða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.2010, Síða 30
Ragnhildur Steinunn átti skemmtilegt innskot í Kastljósi á mánudag þar sem hún heim- sótti þúsundþjalasmið nokkurn í Vesturbænum í Reykjavík. Mann sem hafði breytt lítilli 55 fermetra íbúð sinni í eins konar ævintýra- hús með leynihillum og -hólfum úti um allt. Eins og glöggir áhorf- endur tóku eftir þegar komið var upp á háaloft var fegurðardrottn- ingin fyrrverandi og dagskrár- gerðarkonan með gat á öðrum sokknum. Það er spurning hvort kreppan hafi þessi áhrif á sokka- mál Ragnhildar eða hvort hún hafi rekið tána í nagla í húsi þús- undþjalasmiðsins skömmu áður. Hvað sem veldur hefði Ragnhild- ur kannski átt að fá töframann- inn til þess að nota saumavélina í veggnum til þess að stoppa í sokkinn. VONT EN ÞAÐ VENST „Maðurinn minn fékk vinnu sem flugum- ferðarstjóri og fer út í mars til að öðlast réttindin og svo flytjum við, ég og börn- in, í haust,“ segir förðunarfræðingurinn Elín Reynisdóttir sem ætlar að flytja með fjölskyldu sína til Abu Dhabi í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Elínu líst vel á flutningana og segir Abu Dhabi hina nýju Dubai. „Þessi borg hefur allt, Formúluna, Miss World-keppendur koma þangað og einnig margar skærustu stjörnurnar,“ seg- ir hún og bætir við að kreppan hafi ekki enn stungið sér niður í Abu Dhabi, líkt og í Dubai. „Mér finnst þetta ofsalega óraun- verulegt, enda langt í að við flytjum en það verður gott að yfirgefa allt kreppu- talið hérna,“ segir hún en Elín ætlar að reyna finna sér góða vinnu í nýja heima- landinu. „Börnin fara í góðan einkaskóla en skólarnir þarna eru víst fyrsta flokks. Ef ég finn mér ekki vinnu þá eyði ég bara dögunum í stóru mollunum og fer jafnvel á skíði í stærstu innanhússskíðabrekku í heimi eða hangi bara á sundlaugarbakk- anum og nýt lífsins,“ segir hún hlæjandi. Elín hefur áður búið í útlöndum og er spennt að upplifa ný ævintýri. „Við eigum eftir að koma reglulega heim, bæði á jól- unum og yfir sumartímann, því það er víst ólíft þarna sökum hita yfir sumarið. Þetta verður bara spennandi og um að gera að prófa eitthvað nýtt. Maðurinn minn er ekkert að verða yngri svo ef hann gerir þetta ekki núna gerir hann þetta aldrei og þetta er bara ævintýri fyrir alla fjölskyld- una.“ indiana@dv.is KREPPA Í KASTLJÓSINU HEIÐA BJÖRK HEIÐARSDÓTTIR: Söng- og leikkonan Ólöf Jara Skag fjörð er mikið efni, eins og hún hefur sýnt og sannað í Verzló söngleikjum síðustu ár og gerði það svo endanlega lýðum ljóst í söngleiknum Grease sem var settur upp í Loftkastal anum síðastliðið sumar. Ólöf Jara lék þar Sandy með miklum bravúr. Orðið á götunni segir að hún hafi nú fundið sinn „Danny“ í einka- lífinu og ku hann afar efnilegur tónlistarmaður. Pilturinn heitir Þórður Gunnar Þorvaldsson og hefur meðal annars á ferilskránni tónlistarstjórn í söngleikjum sem Fjölbrautaskólinn í Breiðholti hefur sett upp síðustu misseri auk þess sem hann stýrði upptök- um á nýjustu plötu Agent Fresco. BÚIN AÐ FINNA SINN „DANNY“ 30 MIÐVIKUDAGUR 6. janúar 2010 FÓLKIÐ STJÖRNUFÖRÐUNARFRÆÐINGURINN ELÍN REYNISDÓTTIR HRÆÐIST EKKI NÝJA HLUTI: FLYTUR TIL ABU DHABI Elín Reynis Elín á eflaust eftir að ná langt sem förðunarfræð- ingur í Sameinuðu arabísku furstadæmunum, enda vön að farða þá frægu og ríku. MYND/NÍNA BJÖRK „Mér fannst þetta ekki fyndið fyrst,“ segir Heiða Björk Heiðarsdóttir, einn af mótmælendum Íslands, en hún vinnur á skrifstofu við hliðina á Bjarna Ármannssyni, fjárfesti og fyrr- verandi bankastjóra Glitnis. Heiða Björk Heiðarsdóttir var í framvarðasveit búsáhaldabyltingar- innar. Hún missti vinnu sína og hef- ur síðan verið vakin og sofin í því að leggja sitt af mörkum við að bæta ástandið í þjóðfélaginu. Þegar bús- áhaldabyltingin svokallaða byrjaði 20. janúar var Heiða í fremstu víg- línu. Þann dag kom Alþingi saman að nýju eftir jólafrí og var stór hóp- ur fólks kominn niður á Austurvöll til að láta óánægju sína með stjórnvöld í ljós. Heiða mætti þangað um eitt- leytið um daginn og fór heim upp úr klukkan tvö um nóttina, eða rúmum þrettán klukkustundum síðar. „Við erum náttúrlega frekar ólík, við Bjarni. Þetta var frekar óþægilegt og fór í taugarnar á mér – svona til að byrja með. En svo venst þetta eins og hvert annað hundsbit.“ Heiða segist hafa hreinsað and- rúmsloftið á milli þeirra Bjarna með hressilegum samræðum. „Ég ræddi við hann og hreinsaði svolítið and- rúmsloftið með því. Hann vissi samt ekkert hver ég var en hann veit það núna.“ Heiða kemur að myndinni Maybe I should have sem frumsýnd verð- ur í Háskólabíói 20. janúar. Mynd- in er heimildarmynd um hrunið í leikstjórn Gunnars Sigurðssonar. „Ég kynntist þessu fólki, Gunna leik- stjóra, Lilju Skaptadóttur og Herberti Sveinbjörns, í gegnum öll þau ósköp sem dunið hafa á okkur. Myndin er alveg að verða klár en það verð- ur bara takmarkaður sætafjöldi 20. janúar. Myndin fer í almenna sýningu 12. febrúar. Ef fólk vill kom- ast á frum- sýninguna er hægt að nálgast miða á síð- unni okkar argoutfilm.- com. benni@dv.is Heiða Björk Heiðarsdóttir, einn af mótmælendum Íslands, vinnur á skrifstofu við hliðina á Bjarna Ármannssyni, fjár- festi og fyrrverandi bankastjóra Glitnis. Hún segir sam- búðina hafa verið erfiða til að byrja með en venjast vel. Flottur fjárfestir Bjarni Ármannsson er ekki efstur á óskalistanum hjá Heiðu. En sambúð þeirra venst vel. „Þetta var frekar óþægilegt og þetta fór í taugarnar á mér.“ Magnaður mótmælandi Heiða vakti athygli í bús- áhaldabyltingunni. Kynntist þar leikstjóranum Gunnari Sigurðssyni og kemur að myndinni Maybe I should have. Hópurinn er kominn með vefsíðu, argoutfilm.com.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.