Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.2010, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.2010, Blaðsíða 8
SANDKORN n Væntanleg þjóðaratkvæða- greiðsla um Icesave á eftir að hafa mikil áhrif, hvernig sem fer, enda sögulegur viðburður að lögum skuli vísað í þjóðar- atkvæðagreiðslu með þess- um hætti. Spurning- in er hins vegar hvaða afleiðingar þetta hefur fyrir þá sem hlut eiga að máli, ríkisstjórn- ina sem fékk lögin samþykkt á þingi og Ólaf Ragnar Grímsson forseta sem synjaði þeim stað- festingar. Þó að nú tali margir um að einungis séu greidd at- kvæði um lögin gæti þetta snú- ist upp í þjóðaratkvæðagreiðslu um forsetann og ríkisstjórnina og að eftir sæti aðeins ríkis- stjórn eða forseti en ekki hvoru tveggja. n Jón Baldvin Hannibalsson og Davíð Oddsson gerðu Vigdísi Finnbogadóttur víst grein fyrir því á sínum tíma, þeg- ar margir hvöttu hana til að neita að staðfesta EES-samn- inginn, að færi þetta í þjóðarat- kvæðagreiðslu yrði niðurstað- an sú að annaðhvort ríkisstjórn eða forseti yrði að víkja. Því gæti komið upp sú staða að Ísland fengi þriðju ríkisstjórn sína á um það bil ári ef lögun- um yrði hafnað eða forseti viki í fyrsta skipti á miðju kjörtíma- bili ef lögin yrðu samþykkt. Svo er ekki síður líklegt, miðað við íslenska hefð að víkja ekki ótilneyddur af valdastóli, að allir sitji sem fastast, Jóhanna Sigurðardóttir í stjórnarráðinu og Ólafur Ragnar Grímsson á Bessastöðum. n Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinn- ar, er ein þeirra sem telja þjóð- aratkvæða- greiðsluna um Icesave snúast um forsetann eða ríkis- stjórnina. Annaðhvort verði ríkisstjórnin eða forsetinn að víkja. Sam- kvæmt þessu gæti kosninga- baráttan fyrir þjóðaratkvæða- greiðsluna orðið fróðleg, þannig gætu menn lagt upp með það hvort þeir vildu frekar losna við ríkisstjórnina eða forsetann og kosið samkvæmt því. 8 FÖSTUDAGUR 8. janúar 2010 FRÉTTIR Björgólfsfeðgar ætla ekki að tjá sig opinberlega um Icesave-málið og ábyrgð sína á því fyrr en í fyrsta lagi eftir að skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis hefur verið birt, samkvæmt heimildum DV. Skýrslan verður gerð opinber í byrjun febrúar. Margir fjölmiðlar á Íslandi hafa á síðustu dögum gert árangurslaus- ar tilraunir til að fá viðbrögð þeirra við þróun Icesave-málsins og þeirri ákvörðun forseta Íslands að vísa laga- frumvarpinu um málið til þjóðarat- kvæðagreiðslu. Enginn þeirra hefur hins vegar haft erindi sem erfiði. Líkt og Stöð 2 greindi frá í vikunni sá rannsóknarnefnd Alþingis ekki til- efni til að taka skýrslu af þeim feðg- um en Björgólfur Guðmundsson sendi nefndinni skriflegt erindi af sjálfsdáðum þar sem hann greindi frá sinni sýn á bankahrunið. Ekki er vit- að til þess að Björgólfur Thor hafi átt í nokkrum samskiptum við rannsókn- arnefndina. Stjórnin tók ekki ákvörðun um Icesave Ástæðan fyrir því að rann- sóknarnefndin sá ekki ástæðu til að taka skýrslu af Björgólfsfeðgum, með- al annars vegna Icesave- málsins, er líklega sú að ákvörðunin um að byrja að bjóða upp á Icesave-reikning- ana í Bretlandi í október 2006 kom ekki inn á borð til stjórnar bank- ans fyrr en 2-3 dögum áður en byrjað var að aug- lýsa reikn- ingana í Bretlandi. Banka- stjórar Landsbankans, þeir Sigurjón Árnason og Halldór Kristj- ánsson, höfðu vald til þess að ákveða að bjóða upp á slíka innlánsvöru án þess að bera ákvörðunina undir bankastjórnina, sem Björgólf- ur Guðmundsson fór fyrir. Björgólfur Thor kom hins veg- ar ekki beint að stjórn bankans þrátt fyr- ir að vera stærsti ein- staki hlut- hafi hans vegna eign- arhlutar síns í Samson. Þess vegna þurfti ekki nauðsynlega að fá samþykki hans fyrir Ice- save-reikningunum áður en byrjað var að bjóða upp á þá. Þetta þýðir þó vitanlega ekki að þeir feðgar beri ekki neina ábyrgð á reikningunum. Þeir voru stærstu hluthafar bankans og Björgólfur leiddi stjórn hans. En aftur á móti þýðir þetta, eftir því sem heimildir DV komast næst, að Björgólfsfeðgar hafi ekki verið þeir sem ákváðu að bjóða upp á Icesave-reikningana. Þeir séu því ekki réttu mennirnir til að spyrja um þann þátt Icesave-málsins. Nákvæmlega hver aðkoma og ábyrgð þeirra feðga á Icesave var á eftir að koma í ljós. Spjótin beinast að bankastjórunum Því er það svo að rannsóknin á þess- um þætti Icesave-málsins bein- ist fyrst og fremst að bankastjórum Landsbankans, Sigurjóni og Halldóri J., og þeim undirmönnum þeirra sem komu að því að búa Icesave-reikning- ana til. Þar er þáttur Sigurjóns Árna- sonar heldur meiri en Halldórs og má kalla hann arkitektinn eða verkfræð- inginn á bak við Icesave. Rannsókn- arnefndin hefur tekið langar skýrslur af þeim Sigurjóni og Halldóri, líkt og Stöð 2 greindi frá í vikunni. DV hefur ekki náð í þá Sigurjón og Halldór J. til að ræða við þá um Ice- save. Sigurjón hefur dvalið á Kanarí- eyjum upp á síðkastið og Halldór J. er búsettur í Kanada. Enginn þessara fjögurra manna, sem kalla má æðstu menn Lands- bankans, hefur enn þá beðið þjóðina afsökunar vegna Icesave-reikning- anna. Ástæðan fyrir því kann með- al annars að vera sú að þeir vilja ekki gera það áður en skýrsla rannsóknar- nefndarinnar kemur út þar sem þeir vilja ekki beina athyglinni að eigin þætti í Icesave-málinu. Eftir að skýrsl- an kemur út er hins vegar möguleiki á að fjórmenningarnir, líkt og marg- ir aðrir auð- og bankamenn, muni opna sig um Icesave og hrunið og or- sakir þess. ÆRANDI ÞÖGN ICESAVE-MANNA Björgólfsfeðgar ætla ekki að ræða Icesave-málið fyrr en rannsóknarnefnd Alþingis hefur skilað skýrslu sinni. Bankastjórar Landsbankans kynntu Icesave-reikningana fyrir stjórninni 2–3 dögum áður en þeir voru auglýstir í Bretlandi. Fyrrverandi banka- stjórar Landsbankans komu Icesave á koppinn. INGI F. VILHJÁLMSSON blaðamaður skrifar ingi@dv.is Þrír Icesave-menn þegja Þrír helstu stjórnendur Landsbankans, Björgólfur Guðmundsson, Halldór J. Kristjánsson og Sigurjón Árnason, hafa enn ekki beðið þjóðina afsökunar vegna Icesave-reikninganna. Ber minnstu formlegu ábyrgðina Björgólf- ur Thor Björgólfsson ber minnstu formlegu ábyrgðina af fjórmenningunum þar sem hann var ekki í stjórnunarstöðu í Landsbankanum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.