Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.2010, Blaðsíða 8
SANDKORN
n Væntanleg þjóðaratkvæða-
greiðsla um Icesave á eftir að
hafa mikil áhrif, hvernig sem
fer, enda sögulegur viðburður
að lögum skuli vísað í þjóðar-
atkvæðagreiðslu með þess-
um hætti.
Spurning-
in er hins
vegar hvaða
afleiðingar
þetta hefur
fyrir þá sem
hlut eiga
að máli,
ríkisstjórn-
ina sem fékk lögin samþykkt á
þingi og Ólaf Ragnar Grímsson
forseta sem synjaði þeim stað-
festingar. Þó að nú tali margir
um að einungis séu greidd at-
kvæði um lögin gæti þetta snú-
ist upp í þjóðaratkvæðagreiðslu
um forsetann og ríkisstjórnina
og að eftir sæti aðeins ríkis-
stjórn eða forseti en ekki hvoru
tveggja.
n Jón Baldvin Hannibalsson og
Davíð Oddsson gerðu Vigdísi
Finnbogadóttur víst grein fyrir
því á sínum
tíma, þeg-
ar margir
hvöttu hana
til að neita
að staðfesta
EES-samn-
inginn, að
færi þetta
í þjóðarat-
kvæðagreiðslu yrði niðurstað-
an sú að annaðhvort ríkisstjórn
eða forseti yrði að víkja. Því
gæti komið upp sú staða að
Ísland fengi þriðju ríkisstjórn
sína á um það bil ári ef lögun-
um yrði hafnað eða forseti viki
í fyrsta skipti á miðju kjörtíma-
bili ef lögin yrðu samþykkt.
Svo er ekki síður líklegt, miðað
við íslenska hefð að víkja ekki
ótilneyddur af valdastóli, að
allir sitji sem fastast, Jóhanna
Sigurðardóttir í stjórnarráðinu
og Ólafur Ragnar Grímsson á
Bessastöðum.
n Þórunn Sveinbjarnardóttir,
þingmaður Samfylkingarinn-
ar, er ein
þeirra sem
telja þjóð-
aratkvæða-
greiðsluna
um Icesave
snúast um
forsetann
eða ríkis-
stjórnina.
Annaðhvort verði ríkisstjórnin
eða forsetinn að víkja. Sam-
kvæmt þessu gæti kosninga-
baráttan fyrir þjóðaratkvæða-
greiðsluna orðið fróðleg, þannig
gætu menn lagt upp með það
hvort þeir vildu frekar losna við
ríkisstjórnina eða forsetann og
kosið samkvæmt því.
8 FÖSTUDAGUR 8. janúar 2010 FRÉTTIR
Björgólfsfeðgar ætla ekki að tjá sig
opinberlega um Icesave-málið og
ábyrgð sína á því fyrr en í fyrsta lagi
eftir að skýrsla rannsóknarnefndar
Alþingis hefur verið birt, samkvæmt
heimildum DV. Skýrslan verður gerð
opinber í byrjun febrúar.
Margir fjölmiðlar á Íslandi hafa
á síðustu dögum gert árangurslaus-
ar tilraunir til að fá viðbrögð þeirra
við þróun Icesave-málsins og þeirri
ákvörðun forseta Íslands að vísa laga-
frumvarpinu um málið til þjóðarat-
kvæðagreiðslu. Enginn þeirra hefur
hins vegar haft erindi sem erfiði.
Líkt og Stöð 2 greindi frá í vikunni
sá rannsóknarnefnd Alþingis ekki til-
efni til að taka skýrslu af þeim feðg-
um en Björgólfur Guðmundsson
sendi nefndinni skriflegt erindi af
sjálfsdáðum þar sem hann greindi frá
sinni sýn á bankahrunið. Ekki er vit-
að til þess að Björgólfur Thor hafi átt í
nokkrum samskiptum við rannsókn-
arnefndina.
Stjórnin tók ekki
ákvörðun
um Icesave
Ástæðan fyrir því að rann-
sóknarnefndin sá ekki
ástæðu til að taka skýrslu
af Björgólfsfeðgum, með-
al annars vegna Icesave-
málsins, er líklega sú
að ákvörðunin um að
byrja að bjóða upp
á Icesave-reikning-
ana í Bretlandi í
október 2006 kom
ekki inn á borð til
stjórnar bank-
ans fyrr en 2-3
dögum áður
en byrjað
var að aug-
lýsa reikn-
ingana í
Bretlandi.
Banka-
stjórar
Landsbankans, þeir Sigurjón
Árnason og Halldór Kristj-
ánsson, höfðu vald til þess
að ákveða að bjóða upp á
slíka innlánsvöru án þess
að bera ákvörðunina undir
bankastjórnina, sem Björgólf-
ur Guðmundsson fór fyrir.
Björgólfur Thor
kom hins veg-
ar ekki beint
að stjórn
bankans
þrátt fyr-
ir að vera
stærsti ein-
staki hlut-
hafi hans
vegna eign-
arhlutar síns
í Samson.
Þess vegna
þurfti ekki
nauðsynlega
að fá samþykki
hans fyrir Ice-
save-reikningunum áður en byrjað
var að bjóða upp á þá.
Þetta þýðir þó vitanlega ekki að
þeir feðgar beri ekki neina ábyrgð
á reikningunum. Þeir voru stærstu
hluthafar bankans og Björgólfur
leiddi stjórn hans. En aftur á móti
þýðir þetta, eftir því sem heimildir DV
komast næst, að Björgólfsfeðgar hafi
ekki verið þeir sem ákváðu að bjóða
upp á Icesave-reikningana. Þeir séu
því ekki réttu mennirnir til að spyrja
um þann þátt Icesave-málsins.
Nákvæmlega hver aðkoma og
ábyrgð þeirra feðga á Icesave var á
eftir að koma í ljós.
Spjótin beinast að
bankastjórunum
Því er það svo að rannsóknin á þess-
um þætti Icesave-málsins bein-
ist fyrst og fremst að bankastjórum
Landsbankans, Sigurjóni og Halldóri
J., og þeim undirmönnum þeirra sem
komu að því að búa Icesave-reikning-
ana til. Þar er þáttur Sigurjóns Árna-
sonar heldur meiri en Halldórs og má
kalla hann arkitektinn eða verkfræð-
inginn á bak við Icesave. Rannsókn-
arnefndin hefur tekið langar skýrslur
af þeim Sigurjóni og Halldóri, líkt og
Stöð 2 greindi frá í vikunni.
DV hefur ekki náð í þá Sigurjón og
Halldór J. til að ræða við þá um Ice-
save. Sigurjón hefur dvalið á Kanarí-
eyjum upp á síðkastið og Halldór J. er
búsettur í Kanada.
Enginn þessara fjögurra manna,
sem kalla má æðstu menn Lands-
bankans, hefur enn þá beðið þjóðina
afsökunar vegna Icesave-reikning-
anna. Ástæðan fyrir því kann með-
al annars að vera sú að þeir vilja ekki
gera það áður en skýrsla rannsóknar-
nefndarinnar kemur út þar sem þeir
vilja ekki beina athyglinni að eigin
þætti í Icesave-málinu. Eftir að skýrsl-
an kemur út er hins vegar möguleiki
á að fjórmenningarnir, líkt og marg-
ir aðrir auð- og bankamenn, muni
opna sig um Icesave og hrunið og or-
sakir þess.
ÆRANDI ÞÖGN
ICESAVE-MANNA
Björgólfsfeðgar ætla ekki að ræða Icesave-málið fyrr en rannsóknarnefnd Alþingis
hefur skilað skýrslu sinni. Bankastjórar Landsbankans kynntu Icesave-reikningana
fyrir stjórninni 2–3 dögum áður en þeir voru auglýstir í Bretlandi. Fyrrverandi banka-
stjórar Landsbankans komu Icesave á koppinn.
INGI F. VILHJÁLMSSON
blaðamaður skrifar ingi@dv.is
Þrír Icesave-menn þegja Þrír helstu stjórnendur Landsbankans,
Björgólfur Guðmundsson, Halldór J. Kristjánsson og Sigurjón Árnason,
hafa enn ekki beðið þjóðina afsökunar vegna Icesave-reikninganna.
Ber minnstu formlegu ábyrgðina Björgólf-
ur Thor Björgólfsson ber minnstu formlegu
ábyrgðina af fjórmenningunum þar sem hann
var ekki í stjórnunarstöðu í Landsbankanum.