Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.2010, Blaðsíða 45
8. janúar 2010 FÖSTUDAGUR 45
Íþróttir geta boðið upp á fegurð, þokka og glæsileika.
Þó kemur fyrir að einstaka tunga læðist út eða and-
litið herpist saman við mikil átök. Það er ekki
alltaf hægt að vera sigurvegari og fallegur á
sama tíma.
FETTUR
GRETTUR
OG
GEIFLAÐ
GULLANDLIT
Sundmaðurinn
Michael Phelps
skellir á sig
sundgleraugunum
fyrir 400 metra
bringusund á
Ólympíuleikunum í
Peking. Hann bætti
sitt eigið heimsmet
um 3,84 sekúndur
þrátt fyrir að
geifla andlitið fyrir
sundið.
EINN, TVEIR OG KOMINN
Hadi Sepehrzad frá Íran kemur í
mark í 100 metra hlaupi í tugþraut-
arkeppninni á Ólympíuleikunum
í Peking. Sepehrzad vann riðilinn,
kom í mark á undan Rússanum
Aleksey Drozdov og Slóvakanum
Slaven Dizdarevic í hlaupinu.
ÚPS!
Svissneski varnarmaðurinn hjá Stuttgart Ludovic
Magnin missti boltann aðeins of snemma úr
innkasti í leik Stuttgart og Hamburg. Það kom þó
ekki að sök því Stuttgart vann leikinn 1-0.
ULLABJAKK
Didier Drogba fagnar hér marki sínu í
Meistaradeildinni gegn Atletico Madrid.
Leikurinn endaði 2-2. Drogba hefur
nokkrum sinnum fagnað með tunguna
úti og fengið bágt fyrir.
FRANSKT FRÍK
Tennisleikarinn Richard Gasquet frá
Frakklandi var ekki sáttur við sjálfan
sig eftir að hafa klikkað á auðveldri
bakhönd gegn Finnanum Jarkko
Nieminen á Brisbane International.
ÚRSLITASTIGIÐ
Blakarinn og skemmtikrafturinn
Guillame Samica frá Frakklandi
skoraði sigurstigið fyrir land sitt á
EM í blaki gegn Rússum.
BRJÁLAÐUR BRASSI
Þjálfari AC Milan, Leonardo, gretti
sig á meðan lið hans var að tapa
fyrir Chievo. Slíkt er ekki ásættan-
legt í höfuðborg tískunnar.
MISSTI PRUMP
Frakkinn Gael Monfils
bregst við eftir að hafa
leyst örlítinn vind á móti
í París. Það kostaði hann
þó ekki sigurinn því
hann vann samlanda
sinn Julien Benneteau
3-2.