Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.2010, Blaðsíða 32
32 FÖSTUDAGUR 8. janúar 2010 HELGARBLAÐ
Ég finn fáránlega mikinn mun. Orkan er miklu meiri. Það má segja að allt hafi breyst í kjölfar-
ið. Heimilisinnkaupin, áherslurnar
með börnunum, afköstin í vinnunni
og að ekki sé minnst á betri svefn,“
segir Ellý Ármanns, blaðakona og
þúsundþjalasmiður, en hún hefur lést
um 12 kíló á þremur mánuðum.
Ellý brá rosalega þegar hún steig
á vigtina einn daginn og í ljós kom
að hún var15 kílóum of þung. Hún
tók það ráð að hamast á brettinu en
það gerðist lítið sem ekkert. „Það
versta var að ég passaði ekki lengur
í fötin mín og var hundóánægð með
mig. Ég var hvorki að pæla í matar-
æðinu né hugsa af einhverju viti um
kroppinn eins og ég var vön að gera.
Svo var ég líka orðin leið á að stara
á hverjum einasta degi á appelsínu-
húðina á maganum á mér sem hékk
yfir gallabuxnastrenginn og gata-
sigtið á rasskinnunum sem héngu
niður í hnésbætur.“
Gúffað í sig
Ellý vinnur á Vísi þar sem hún hef-
ur slegið í gegn. Fréttir hennar vöktu
um tíma landsathygli og voru gríð-
arlega mikið lesnar. Femínistar voru
ekki hrifnir af skrifum hennar og Ellý
hefur breytt um stíl. Blaðamenn lifa
og hrærast í fréttum allan daginn og
allar nætur. Oft gefst ekki tími til að
borða og stundum kom fyrir að Ellý
borðaði bara alls ekki neitt. „Mat-
aræðið mitt var glatað. Ég borðaði
stundum ekkert fyrr en einhvern
tímann seint eftir hádegi af því ég
fann ekki til svengdar. Jú, annars, ég
drakk kaffi í vinnunni en stundum
borðaði ég alls ekkert yfir daginn af
því að ég gleymdi því eða nennti því
ekki. Pældi alls ekkert í því hvað ég
borðaði, eins og pítsur, gos, ís, popp,
snakk, súkkulaði, kökur og vínar-
brauð. Nefndu það bara! Ég gúffaði
þessu í mig og spáði alls ekkert í hvað
ég setti ofan í mig.“
Kynlífið betra
Andleg líðan Ellýjar hefur skánað
mikið og hún segir að allt sé henni
auðveldara. Meira að segja kynlíf-
ið. „Algjörlega,“ segir hún og roðnar.
„Heilsusamlegt líferni hefur haft já-
kvæð áhrif á mitt daglega líf. Í þessu
erfiða árferði sem við erum að ganga
í gegnum núna skiptir öllu að hugsa
af einhverju viti um heilsuna. Þetta
tengist allt saman og auðvitað er kyn-
lífið þar meðtalið. Ég er í betri tengsl-
Ellý Ármanns hefur tekið hressilega á því
í ræktinni undir stjórn Stjörnutálgarans,
Garðars Sigvaldasonar. Ellý fékk áfall
einn daginn þegar hún steig á vigtina og
sá að hún var 15 kílóum þyngri en áður
en hún eignaðist stelpuna sína sem er nú
tveggja ára. Hún hamaðist og hamaðist
á hlaupabrettinu en ekkert gerðist – fyrr
en Garðar tók hana og mataræði hennar
í gegn. Benedikt Bóas fylgist með einni
æfingu undir vökulu auga Heiðu Helga-
dóttur ljósmyndara.
12 KÍLÓ FARIN OG
KYNLÍFIÐ BETRA
„Svo var ég líka orðin leið á að stara á
hverjum einasta degi á appelsínuhúðina á
maganum á mér sem hékk yfir gallabuxna-
strenginn og gatasigtið á rasskinnunum
sem héngu niður í hnésbætur.
Sæt og sexí Ellý hefur
misst eitt kíló á viku síðan
hún byrjaði hjá Garðari.
MYNDIR HEIÐA HELGADÓTTIR