Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.2010, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.2010, Blaðsíða 32
32 FÖSTUDAGUR 8. janúar 2010 HELGARBLAÐ Ég finn fáránlega mikinn mun. Orkan er miklu meiri. Það má segja að allt hafi breyst í kjölfar- ið. Heimilisinnkaupin, áherslurnar með börnunum, afköstin í vinnunni og að ekki sé minnst á betri svefn,“ segir Ellý Ármanns, blaðakona og þúsundþjalasmiður, en hún hefur lést um 12 kíló á þremur mánuðum. Ellý brá rosalega þegar hún steig á vigtina einn daginn og í ljós kom að hún var15 kílóum of þung. Hún tók það ráð að hamast á brettinu en það gerðist lítið sem ekkert. „Það versta var að ég passaði ekki lengur í fötin mín og var hundóánægð með mig. Ég var hvorki að pæla í matar- æðinu né hugsa af einhverju viti um kroppinn eins og ég var vön að gera. Svo var ég líka orðin leið á að stara á hverjum einasta degi á appelsínu- húðina á maganum á mér sem hékk yfir gallabuxnastrenginn og gata- sigtið á rasskinnunum sem héngu niður í hnésbætur.“ Gúffað í sig Ellý vinnur á Vísi þar sem hún hef- ur slegið í gegn. Fréttir hennar vöktu um tíma landsathygli og voru gríð- arlega mikið lesnar. Femínistar voru ekki hrifnir af skrifum hennar og Ellý hefur breytt um stíl. Blaðamenn lifa og hrærast í fréttum allan daginn og allar nætur. Oft gefst ekki tími til að borða og stundum kom fyrir að Ellý borðaði bara alls ekki neitt. „Mat- aræðið mitt var glatað. Ég borðaði stundum ekkert fyrr en einhvern tímann seint eftir hádegi af því ég fann ekki til svengdar. Jú, annars, ég drakk kaffi í vinnunni en stundum borðaði ég alls ekkert yfir daginn af því að ég gleymdi því eða nennti því ekki. Pældi alls ekkert í því hvað ég borðaði, eins og pítsur, gos, ís, popp, snakk, súkkulaði, kökur og vínar- brauð. Nefndu það bara! Ég gúffaði þessu í mig og spáði alls ekkert í hvað ég setti ofan í mig.“ Kynlífið betra Andleg líðan Ellýjar hefur skánað mikið og hún segir að allt sé henni auðveldara. Meira að segja kynlíf- ið. „Algjörlega,“ segir hún og roðnar. „Heilsusamlegt líferni hefur haft já- kvæð áhrif á mitt daglega líf. Í þessu erfiða árferði sem við erum að ganga í gegnum núna skiptir öllu að hugsa af einhverju viti um heilsuna. Þetta tengist allt saman og auðvitað er kyn- lífið þar meðtalið. Ég er í betri tengsl- Ellý Ármanns hefur tekið hressilega á því í ræktinni undir stjórn Stjörnutálgarans, Garðars Sigvaldasonar. Ellý fékk áfall einn daginn þegar hún steig á vigtina og sá að hún var 15 kílóum þyngri en áður en hún eignaðist stelpuna sína sem er nú tveggja ára. Hún hamaðist og hamaðist á hlaupabrettinu en ekkert gerðist – fyrr en Garðar tók hana og mataræði hennar í gegn. Benedikt Bóas fylgist með einni æfingu undir vökulu auga Heiðu Helga- dóttur ljósmyndara. 12 KÍLÓ FARIN OG KYNLÍFIÐ BETRA „Svo var ég líka orðin leið á að stara á hverjum einasta degi á appelsínuhúðina á maganum á mér sem hékk yfir gallabuxna- strenginn og gatasigtið á rasskinnunum sem héngu niður í hnésbætur. Sæt og sexí Ellý hefur misst eitt kíló á viku síðan hún byrjaði hjá Garðari. MYNDIR HEIÐA HELGADÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.