Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.2010, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.2010, Blaðsíða 34
UMSJÓN: KJARTAN GUNNAR KJARTANSSON, kgk@dv.is Guðríður Oktavía Egilsdóttir KENNARI Guðríður fæddist í Reykjavík og ólst þar upp í vaxandi bæ. Hún lauk ljósmæðraprófi 1941, kennaraprófi 1963 og kenndi síðan við Hagaskóla í Reykjavík. Fjölskylda Guðríður giftist 22.4. 1943, Adolf Guðmundssyni, f. 7.7. 1917, d. 25.8. 1965, yfirkennara í Reykjavík. Hann var sonur Soffiu Baldvinsdóttur, frá Stakkahlíð í Loðmundarfirði og Ad- olfs Guðmundssonar, loftskeyta- manns og dómtúlks í Reykjavík. Adolf Guðmundsson kennri var fóstursonur séra Friðriks Friðriks- sonar, æskulýðsleiðtoga og stofn- anda KFUM. Synir þeirra Guðríðar Egilsdótt- ur og Adolfs Guðmundssonar eru Friðrik Adolfsson, f. 6.6. 1944, d. 5.4. 2007, verkfræðingur í Reykja- vík, var kvæntur Miriam Öddu Rub- ner frá Ísrael og eignuðust þau þrjú börn. Friðrik og Miriam skildu; Þórður Adolfsson, f. 29.11. 1952, framkvæmdastjóri, kvæntur Sig- rúnu Ástu Haraldsdóttur deildar- stjóra. Þórður var áður kvæntur El- ínu Guðmundsdóttur kennara frá Bolungarvík. Þau eignuðust 3 börn. Systkini Guðríðar: Agla Þórunn Egilsdóttir, f. 29.6. 1921, d. 21.6. 1959; Þórunn Egilsdóttir, f. 15.8. 1912, d.12.03. 2000; Guðbjörg Eg- ilsdóttir, f. 20.6. 1911, d. 4.5. 1997; Þórður Egilsson, f. 20.2. 1909, d. 7.7. 1921. Foreldrar Guðríðar voru hjónin Egill Þórðarson, f. 2.11. 1886, d. 6.1. 1921, skipstjóri, frá Ráðagerði á Sel- tjarnarnesi, og Jóhanna H. Lárus- dóttir, f. 9.12. 1886, d. 22.12. 1962, húsfreyja. Ætt Egill skipstjóri í Ráðagerði var son- ur Þórðar, b. og hafnsögumanns í Ráðagerði á Seltjarnarnesi Jóns- sonar, og Þórunnar Jónsdóttur, frá Mýrarhúsum. Afi og amma afmæl- isbarnsins í móðurætt voru bænd- ur að Gerðubergi í Eyjahreppi í Hnappadalssýslu. Jóhanna móðir Guðríðar var dóttir Lárusar bónda á Gerðubergi Gíslasonar og Guð- bjargar Kristjánsdóttur frá Rauða- mel. 90 ÁRA Á SUNNUDAG 80 ÁRA Á SUNNUDAG Unnur I. Arngrímsdóttir DANSKENNARI OG FRAMKVÆMDASTJÓRI Unnur fæddist í Reykjavík 10.1. 1930 og ólst þar upp. Hún lauk barnaskólaprófi frá Skildinganes- skóla í Skerjafirði, gagnfræðaprófi frá Gagnfræðaskóla Austurbæjar 1947, stundaði nám við Dansins- titude Carlsen í Kaupmannahöfn og lauk þaðan danskennaraprófi 1960, auk þess sem hún stundaði nám við módelskóla í Kaupmannahöfn og í Boston í Bandaríkjunum. Unnur stofnaði, ásamt manni sínum, Dansskóla Hermanns Ragn- ars og kenndi þar dans og starfaði við skólann frá 1958. Þá stofnaði hún Snyrti- og tískuskólann 1963 og stofnaði Módelsamtökin 1967 og hefur verið framkvæmdastjóri þeirra um langt árabil auk þess að hafa verið aðalkennari á námskeiðum Módel samtakanna og þjálfað og út- skrifað fjölda nemenda sem starfað hafa við sýningarstörf hér á landi og erlendis. Unnur  varð síðan deildarstjóri í Félagsmiðstöðinni Árskógum. Unnur hefur kennt dans og hald- ið námskeið víða um land og leið- beint með snyrtingu, hárgreiðslu, fataval, framkomu og fleira um ára- tuga skeið. Þá fór hún nokkrar ferðir sem skemmtanastjóri á vegum Sam- vinnuferða-Landsýnar til Spánar og Írlands. Unnur var stofnandi  Danskenn- arasambands Íslands og var for- maður þess í tvö ár, sat í stjórn Kven- skátafélags Reykjavíkur um tíma  og hefur gegnt fjölda trúnaðarstarfa innan Oddfellowreglunnar. Unnur hefur skrifað greinar í blöð og tímarit um framkomu og snyrt- ingu. Hún átti hlut að útkomu bókar- innar Litirnir mínir og ritaði kaflann um Arngrím Kristjánsson skólastjóra í bókina Faðir minn skólastjórinn. Fyrir ári síðan skrifaði hún og gaf út bók um framkomu og siðvenjur. Unnur hlaut Exit-verðlaun Félags kvenna í atvinnurekstri, árið 2001, og er heiðursfélagi Dansráðs Íslands. Fjölskylda Eiginmaður Unnar var Hermann Ragnar Stefánsson, f. 11.7. 1927, d. 10.6. 1997, danskennari. Hann var sonur Stefáns Sveinssonar, verk- stjóra á Kirkjusandi, og Rannveig- ar Ólafsdóttur húsmóður. Foreldr- ar Hermanns Ragnars bjuggu fyrst á Hvammstanga og síðar á Siglufirði en fluttu til Reykjavíkur 1920. Börn Unnar og Hermanns Ragn- ars eru Henny, f. 13.1. 1952, dans- kennari en maður hennar er Bald- vin Berndsen framkvæmdastjóri og á hún tvö börn, Unni Berglindi Guð- mundsdóttur sem býr í Suður-Afríku en maður hennar er Daníel Franic- es Jeppe lögmaður og eiga þau son- inn Daníel Franices, og  Árna Henrý Gunnarsson viðskiptaráðgjafa en sonur hans er Alexander Svav- ar; Arngrímur, f. 1.12. 1953, fram- kvæmdastjóri, kvæntur Önnu Hall- grímsdóttur fjármálastjóra og eiga þau þrjú börn, Hallgrím Örn jarð- verkfræðing sem er kvæntur Ástu Sóllilju og eiga þau tvö börn, Sunnu Dís og Snorra Snæ,  Hermann orku- tæknifræðing, og Hauk atvinnuflug- mann; Björn, f. 26.8. 1958, rekstr- arfræðingur, kvæntur Helgu Bestlu Njálsdóttur, fjármálastjóra Skjásins, og eru þeirra börn Guðbjörg Birna, BS í verkfræði,  Hermann Ragnar, laganemi og handboltamaður í FH, og Jóhann Ívar nemi. Sambýlismaður Unnar er Gunn- ar Valgeirsson, f. 30.6. 1930, flugvirki. Systir Unnar er Áslaug Helga, f. 27.8. 1934, húsfrú í Hveragerði, gift Baldri Maríussyni garðyrkjufræðingi og eiga þau fjögur börn, Unni, Arn- grím, Birgi og Andreu. Foreldrar Unnar voru Arngrím- ur Kristjánsson, f. 28.9. 1900, d. 5.2. 1959, skólastjóri Melaskólans í Reykjavík, og k.h., Henny Othelie f. Helgesen, f. 2.11. 1899, d. 16.9. 1967, húsmóðir. Ætt Henny Othelie fæddist í Bergen en flutti með manni sínum til Íslands 1928. Hún var dóttir Helmer Helge- sen, starfsmanns við Rafveituna í Bergen, og k.h., Ingeborg Helgesen húsmóður. Foreldrar Arngríms voru Krist- ján, b. á Sigríðarstöðum í Ljósavatns- skarði, bróðir Helgu, móður Jóns Péturssonar, prófasts á Kálfafells- stað í Suðursveit. Kristján var sonur Skúla, b. á Sigríðarstöðum Kristjáns- sonar, og Elísabetar Þorsteinsdóttur, systur Rósu, ömmu Margrétar Thor- lacius lækningamiðils og Magnúsar Thorlacius hrl. Önnur systir Elísa- betar var Guðrún, móðir Sigtryggs, föður Karls, skálds á Húsavík. Móðir Elísabetar var Guðrún Jó- hannesdóttir, b. í Leyningi Halldórs- sonar, b. á Reykjum í Fnjóskadal Jónssonar, b. á Reykjum Péturssonar, ættföður Reykjaættarinnar. Móðir Arngríms var Unnur Jó- hannsdóttir, b. á Skarði í Grýtu- bakkahreppi Bessasonar. Unnur fagnar 80 ára afmæli sínu með fjölskyldu og vinum að Árskóg- um 4, Reykjavík, sunnudaginn 10.1. kl. 16.00. Steinunn fæddist í Reykjavík en ólst upp í Mosfellsbæ. Hún var Varmár- skóla og Gagnfræðaskóla Mosfells- bæjar, lauk stúdentsprófi frá MA, BS-prófi í byggingaverkfræði við HÍ 2005 og hefur stundað nám í mynd- list við Myndlistaskólann í Reykjavík sl. þrjú ár. Steinunn var fyrsti kvenneminn hjá Ístaki og starfaði þar við mæl- ingar og fleira 2002-2005, starfaði hjá Íslenskum aðalverktökum um skeið og hjá teiknistofunni Batterí- inu 2006-2009. Steinunn hefur unnið að eigin hönnun skartgripa sl. ár. Þá var hún stigavörður í spurningaþáttunum Gettu betur 2004-2009. Steinunn var formaður Félags framhaldsskólanema 2001, sat í stúdentaráði HÍ fyrir Vöku, sat í stjórn SUS, sat í jafnréttisnefnd Reykjavíkurborgar og er nú gjald- keri í foreldrafélagi leikskólans Ásar í Garðabæ. Fjölskylda Eiginmaður Steinunnar er Stefán Eiríks Stefánsson, f. 7.5. 1980, verk- fræðingur og forstöðumaður gjald- eyrismiðlunar hjá Íslandsbanka. Synir Steinunnar og Stefáns eru Snorri Þór, f. 31.3. 2005; Friðrik Trausti, f. 25.10. 2006; Nikulás Flosi, f. 30.7. 2009. Systkini Steinunnar er Niku lás Árni Sigfússon, f. 8.1. 1980, verk- fræðingur í Hafnarfirði; Guðrún Mist Sigfúsdóttir, f. 14.7. 1986, nemi í lögfræði við HÍ; Þorkell Helgi Sig- fússon, f. 17.6. 1988, söngnemi við Listaháskóla Íslands; Sindri Sigfús- son, f. 22.5. 1995, grunnskólanemi í Kópavogi. Foreldrar Steinunnar eru Sigfús Þór Nikulásson, f. 6.12. 1957, lækn- ir og meinafræðingur í Kópvogi, og Hulda Sigríður Jeppesen, f. 2.4. 1958, sjúkraþjálfari í Hafnarfirði. Eiginkona Sigfúsar er Mist Þor- kelsdóttir, f. 2.8. 1960, deildarfor- seti tónlistardeildar Listaháskóla Ís- lands. Maður Huldu Sigríðar er Guð- mundur Jón Stefánsson, f. 12.4. 1963, húsgagnasmiður. Sonur hans er Daði Már Guðmundsson, f. 7.4. 1991. KJARTAN GUNNAR KJARTANSSON rekur ættir þjóðþekktra Íslendinga sem hafa verið í fréttum í vikunni, rifjar upp fréttnæma viðburði liðinna ára og minnist horfinna merkra Íslendinga. Lesendur geta sent inn tilkynningar um stórafmæli á netfangið kgk@dv.is 30 ÁRA Á FÖSTUDAG Steinunn Vala Sigfúsdóttir VERKFRÆÐINGUR OG SKARTGRIPAHÖNNUÐUR Hrafnkell Gunnarsson SJÓMAÐUR Í HAFNARFIRÐI Hrafnkell fæddist í Brekku í Garða- hreppi og ólst upp í Garðahreppi. Hann fór ungur til sjós, var fyrst á togaranum Maí frá Hafnarfirði og var lengst af sjómaður á bát- um og togurum frá Hafnarfirði. Þá gerði Hrafnkell út báta frá Breið- dalsvík um nokkurra ára skeið. Hann stundaði auk þess fisk- vinnslu í Hafnarfirði í nokkur ár en er nú bensínafgreiðslumaður hjá Skeljungi í Garðabæ. Fjölskylda Hrafnkell kvæntist 13.7. 1975 Krist- ínu Ellen Hauksdóttur, f. 4.5. 1950, stöðvarstjóra. Hún er dóttir Hauks Gíslasonar og Ragnheiðar Ragnars- dóttur, bænda i Holti í Breiðdalsvík. Sonur Hrafnkels frá því áður er Bjarni, f. 5.5.1972, sjómaður í Hafn- arfirði. Börn Hrafnkels og Kristínar El- lenar eru Daði, f. 11.2. 1977, tann- læknir í Reykjavík en kona hans er Herborg Jónasdóttir húsmóðir og eiga þau tvö börn auk þess sem hann á dóttur frá fyrri sambúð; Ragnheiður Diljá, f. 10.12. 1984, nemi. Fóstursonur Hrafnkels og son- ur Kristínar Ellenar er Gauti Brynj- ólfsson, f. 6.4. 1973, starfsmaður hjá ALCOA á Reyðarfirði, búsettur á Egilsstöðum en kona hans er Þórdís Kristvinsdóttir og eiga þau tvo syni. Systkini Hrafnkels eru Sveinn Gunnarsson, sjómaður á Hvamms- tanga; Sveinbjörn Pálmi Gunnars- son, nú látinn, var verkamaður í Hafnarfirði; Ingvar Gunnarsson, fórst með Hólmari frá Sandgerði, sjómaður; Jón Ragnar Gunnarsson, sjómaður í Hafnarfirði; Kolbrún Kristín Gunnarsdóttir, verslunar- maður í Reykjavík; Hjörtur Laxdal Gunnarsson, verkmaður í Hafn- arfirði; Torfhildur Rúna Gunnars- dóttir, skrifstofumaður í Reykjavík; Gunnþórunn Inga Gunnarsdóttir, verslunarmaður í Hafnarfirði. Foreldrar Hrafnkels: Gunnar Sveinbjörnsson, f. 1915, nú látinn, bifvélavirki, og Ingigerður Ingv- arsdóttir, f. 23.8. 1920, verkakona í Hafnarfirði. 60 ÁRA Í DAG 34 FÖSTUDAGUR 8. janúar 2010 ÆTTFRÆÐI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.