Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.2010, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.2010, Blaðsíða 15
FRÉTTIR 8. janúar 2010 FÖSTUDAGUR 15 Útvarpshlustun á Rás 2 hefur dalað verulega síðustu mánuði og Bylgjan náð afgerandi forskoti. Hressa á Morgunútvarp Rásar 2 við, með því að fá Ólaf Stefánsson inn sem pistlahöfund. Lára Hanna Einars- dóttir hefur hins vegar verið skorin niður og flytur héðan í frá einn pistil í mánuði. Verulega hefur dregið úr útvarps- hlustun á Rás 2 síðustu mánuði, í samanburði við Bylgjuna. Sam- kvæmt tölum frá Capacent Gallup dróst hlustun á Rás 2, í mínútum talið, saman um 14 prósent í ald- urshópnum 18-49 ára frá verslun- armannahelgi og fram að jólum. Á sama tíma jókst hlustun á Bylgjuna um 4 prósent í sama aldurshópi. Hver Íslendingur á aldrinum 18- 49 ára hlustar að meðaltali á Bylgj- una í 350 mínútur á viku, en sami aldurshópur hlustar í 175 mínútur á viku á Rás 2. Þetta forskot hefur kall- að á nokkrar dagskrárbreytingar hjá Rás 2. Ólafur Stefánsson fyrir Láru Morgunútvarp Rásar 2 hefur geng- ið í gegnum nokkrar breytingar að undanförnu til þess að hressa upp á hlustunina. Margrét Marteinsdótt- ir og Sveinn H. Guðmarsson munu stýra Morgunútvarpinu, en blogg- arinn og pistlahöfundurinn Lára Hanna Einarsdóttir munu fá umtals- vert smærra hlutverk í framtíðinni en hún hafði áður. Lára Hanna hef- ur hingað til flutt vikulega pistla um þjóðfélagsmál á föstudagsmorgnum. Hún hefur nú verið skorin niður og mun einungis flytja pistil mánaðar- lega héðan í frá. Annar liður í því að reyna að auka hlustunina er að fá Ólaf Stef- ánsson handboltamann og Auði Haralds rithöfund til þess að flytja pistla á föstudögum á móti Láru Hönnu. Ekki verið að draga tennurnar úr Láru Það vakti nokkra athygli að pistl- ar Láru Hönnu skyldu skornir nið- ur í morgunútvarpinu, enda nýtur hún mikilla vinsælda sem bloggari og pistlahöfundur. Þessar breytingar koma skömmu áður en skýrsla rann- sóknarnefndar Alþingis verður birt, en vitað er að Lára ætlaði að sinna niðurstöðum skýrslunnar af krafti. Hún vill sjálf lítið tjá sig um þessa ákvörðun Ríkisútvarpsins. „Einn pistill í mánuði er náttúrulega lítið þegar maður er að fjalla um samfé- lags- og spillingarmál,“ segir hún. Aðspurð hvort hún haldi áfram að flytja pistla í Morgunútvarpinu segist hún ekki vita hvað hún geri. Margrét Marteinsdóttir, yfirmað- ur dægurmálasviðs Ríkisútvarpsins, segir að ákveðið hafi verið að fækka pistlum Láru Hönnu til að fá meiri fjölbreytni inn. Aðspurð hvort pistl- ar Láru Hönnu hafi þótt of umdeildir segir Margrét það af og frá, en nýlega voru sagðar fréttir af því að Bubbi Morthens hefði fengið gula spjald- ið fyrir hispurslausa umfjöllun í út- varpsþætti sínum Færibandinu. Margrét neitar því einnig að ver- ið sé að draga tennurnar úr Láru Hönnu áður en skýrslan verður birt og segir að vel komi til geina að kalla hana til í frekari pistlaskrif. „Við erum að fá Auði Haralds, það er ekki manneskja sem hefur legið á skoð- unum sínum og það er spennandi að fá Ólaf Stefánsson inn,“ segir hún. VALGEIR ÖRN RAGNARSSON blaðamaður skrifar: valgeir@dv.is RÁS 2 HRAPAR Í HLUSTUN Ólafur Stefánsson Verður pistlahöf- undur á Rás 2. MYND SIGTRYGGUR ARI Lára Hanna Einarsdóttir Bloggarinn og pistlahöfundurinn hefur hingað til flutt pistla vikulega, en mun gera það mánaðarlega héðan í frá. Ríkisútvarpið Hefur tapað verulegri hlustun í aldurshópnum 18-49 ára í samanburði við Bylgjuna. MYND BRAGI ÞÓR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.