Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.2010, Blaðsíða 56
n Handboltakempan Sigfús Sig-
urðsson þarf, í fyrsta sinn síðan
hann hætti að spila með landslið-
inu í handbolta, að horfa á félaga
sína í landsliðinu fara á stórmót
síðar í þessum mánuði. Sigfús neit-
ar því ekki að það sé erfitt að þurfa
að horfa á strákana í sjónvarpinu
heima. „Það er svolítið erfitt að
vera ekki með, en
ég hlakka til að sjá
þá taka þetta. Evr-
ópumót eru alltaf
erfið, við erum í
sterkum riðli. Það
eru búin að vera
meiðsli í gangi
hjá mönnum,
en það skiptir
ekki máli á
stórmótum, þá
gleymist allt og
þeir gera það
sem þeir geta
til að vinna
þetta,“ segir
hann.
Sunsave á Kanarí?
FRÉTTASKOT 512 70 70
DV BORGAR 2.500 KRÓNUR FYRIR FRÉTTASKOT SEM LEIÐIR TIL FRÉTTAR. FYRIR FRÉTTASKOT SEM VERÐUR
AÐALFRÉTT Á FORSÍÐU GREIÐAST 25.000 KRÓNUR. FYRIR BESTA FRÉTTASKOT VIKUNNAR GREIÐAST ALLT
AÐ 50.000 KRÓNUR. ALLS ERU GREIDDAR 100.000 KRÓNUR FYRIR BESTA FRÉTTASKOT HVERS MÁNAÐAR.
Sigurjón Árnason, fyrrverandi banka-
stjóri Landsbankans og helsti arkitekt
Icesave-reikninga bankans, er kom-
inn heim úr fríi frá Kanaríeyjum þar
sem hann hefur dvalið í vellystingum
upp á síðkastið. Bankastjórinn lék þar
við hvern sinn fingur í sólinni, sam-
kvæmt heimildum DV, á meðan um-
ræðan um Icesave-reikningana hefur
náð nýjum hæðum hér uppi á Íslandi.
Enda mun Sigurjón víst enn þá
trúa því að Icesave-reikningarnir hafi
verið „tær snilld“ þrátt fyrir afleiðing-
arnar sem reikningarnir munu hafa
fyrir íslensku þjóðina og þá erfiðu
stöðu sem komin er upp vegna þeirra.
Dvöl Sigurjóns á Kanaríeyjum
hefur örugglega verið kærkomin fyr-
ir bankastjórann fyrrverandi þar sem
hann er talinn bera mesta ábyrgð á
Ice save-reikningunum af stjórnend-
um bankans og hefur hann nánast far-
ið huldu höfði hér á landi eftir banka-
hrunið. Fullyrða má að fjallað verði
töluvert um Sigurjón í skýrslu rann-
sóknarnefndar Alþingis sem væntan-
leg er en nefndin tók langar skýrslur af
bankastjóranum fyrrverandi.
Afar erfitt hefur verið að ná í Sigur-
jón síðustu mánuðina og hefur hann
neitað að veita fjölmiðlum viðtöl. Vel
kann hins vegar að vera að Sigurjón
muni rjúfa þessa þögn þegar skýrsla
rannsóknarnefndarinnar liggur fyrir í
byrjun febrúar. Meira um það á blað-
síðu 8 í blaðinu í dag. ingi@dv.is
ERFITT AÐ
SITJA HEIMA
Icesave-arkitektinn Sigurjón Árnason dvaldi í vellystingum á Kanaríeyjum:
KOMINN HEIM ÚR SÓLINNI
n Kristín Snæfells Arnþórsdótt-
ir ætlar að fagna því með stæl að
Ólafur Ragnar Grímsson synj-
aði Ice save-frumvarpinu. Krist-
ín er búin að bjóða tæplega 600
manns á Face book í veislu heima
hjá sér í Efstasundi 27. Veislan hefst
klukkan 19 á laugardag og áformar
Kristín að veislan standi í sólar-
hring. Á boðstólum verða fjölbreytt
skemmtiatriði á öllum tímum sólar-
hingsins og ætlar hún að bjóða upp
á kaffi, vatn og smá brjóstbirtu. Hún
er þó ekki áhyggjufull yfir því að
lögreglan komi, enda
ætlar hún að fá leyfi
hjá öllum nágrönn-
um áður en veislan
byrjar. Ef of margir
mæta ætlar
hún að vísa
þeim í bíó
og bjóða
þeim að
koma
seinna.
VEISLA Í
SÓLARHRING
n Knattspyrnumaðurinn Tryggvi
Guðmundsson, sem raðað hefur
inn mörkum fyrir hin ýmsu félög
í gegnum tíðina, er kominn í nýtt
starf. Markahrókurinn hefur ráðið
sig sem njósnara, þó ekki hjá leyni-
þjónustunni, heldur hjá norskri
umboðsskrifstofu fyrir knattspyrnu-
menn. Umboðsskrifstofan heit-
ir Nordic Scouting AS og verður
Tryggvi í því hlutverki fyrir stofuna
að benda á öfluga knattspyrnu-
menn hér á landi sem fótboltalið á
Norðurlöndum líta
hýru auga til.
Það skemm-
ir sennilega
ekki fyrir að
margir ís-
lenskir strák-
ar eru ólmir í
að komast út
og fá borgað
í norskum
krónum.
NJÓSNARINN
TRYGGVI
Sólarmegin í tilverunni Það var
örugglega léttara yfir Sigurjóni í sólinni á
Kanarí en á þessari mynd sem tekin er í
hausthruninu mikla árið 2008.
Álfheimar 74
Sími: 414 4000
hreyfing@hreyfing.is
www.hreyfing.is
Tilboðið gildir til 15. janúar 2010. Allar upplýsingar á www.hreyfing.is
Gleðilegt nýtt heilsuár!
NÝÁRSTILBOÐ
Verð frá 4.800 kr. á mánuði. Veldu þér aðild, 12 eða 24 mánaða
og veldu glæsilega gjöf frítt með.
Settu þig og heilsu þína í fyrsta sæti 2010!
Hreyfing kemur þér í þitt besta form með frábærum
þjálfurum og góðri aðstöðu.
Skoðaðu tíu atriði sem gera upplifun þína í Hreyfingu
ánægjulegri. Kíktu á www.hreyfing.is
Hafðu samband, sendu okkur póst á hreyfing@hreyfing.is
eða hringdu í síma 414-4000
1 2 3
Mp3 spilari 3ja mánaða áskrift
af Skjá einum
Leirbað í Blue Lagoon spa
– fyrir tvo
Fullkominn tækjasalur
Fjölbreyttir hóptímar
Átaksnámskeið
Einkaþjálfun
Einkaþjálfun - hópþjálfun
Heitir pottar, jarðsjávarpottur,
sauna og vatnsgufa
Blue Lagoon spa
Barnagæsla