Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.2010, Blaðsíða 56

Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.2010, Blaðsíða 56
n Handboltakempan Sigfús Sig- urðsson þarf, í fyrsta sinn síðan hann hætti að spila með landslið- inu í handbolta, að horfa á félaga sína í landsliðinu fara á stórmót síðar í þessum mánuði. Sigfús neit- ar því ekki að það sé erfitt að þurfa að horfa á strákana í sjónvarpinu heima. „Það er svolítið erfitt að vera ekki með, en ég hlakka til að sjá þá taka þetta. Evr- ópumót eru alltaf erfið, við erum í sterkum riðli. Það eru búin að vera meiðsli í gangi hjá mönnum, en það skiptir ekki máli á stórmótum, þá gleymist allt og þeir gera það sem þeir geta til að vinna þetta,“ segir hann. Sunsave á Kanarí? FRÉTTASKOT 512 70 70 DV BORGAR 2.500 KRÓNUR FYRIR FRÉTTASKOT SEM LEIÐIR TIL FRÉTTAR. FYRIR FRÉTTASKOT SEM VERÐUR AÐALFRÉTT Á FORSÍÐU GREIÐAST 25.000 KRÓNUR. FYRIR BESTA FRÉTTASKOT VIKUNNAR GREIÐAST ALLT AÐ 50.000 KRÓNUR. ALLS ERU GREIDDAR 100.000 KRÓNUR FYRIR BESTA FRÉTTASKOT HVERS MÁNAÐAR. Sigurjón Árnason, fyrrverandi banka- stjóri Landsbankans og helsti arkitekt Icesave-reikninga bankans, er kom- inn heim úr fríi frá Kanaríeyjum þar sem hann hefur dvalið í vellystingum upp á síðkastið. Bankastjórinn lék þar við hvern sinn fingur í sólinni, sam- kvæmt heimildum DV, á meðan um- ræðan um Icesave-reikningana hefur náð nýjum hæðum hér uppi á Íslandi. Enda mun Sigurjón víst enn þá trúa því að Icesave-reikningarnir hafi verið „tær snilld“ þrátt fyrir afleiðing- arnar sem reikningarnir munu hafa fyrir íslensku þjóðina og þá erfiðu stöðu sem komin er upp vegna þeirra. Dvöl Sigurjóns á Kanaríeyjum hefur örugglega verið kærkomin fyr- ir bankastjórann fyrrverandi þar sem hann er talinn bera mesta ábyrgð á Ice save-reikningunum af stjórnend- um bankans og hefur hann nánast far- ið huldu höfði hér á landi eftir banka- hrunið. Fullyrða má að fjallað verði töluvert um Sigurjón í skýrslu rann- sóknarnefndar Alþingis sem væntan- leg er en nefndin tók langar skýrslur af bankastjóranum fyrrverandi. Afar erfitt hefur verið að ná í Sigur- jón síðustu mánuðina og hefur hann neitað að veita fjölmiðlum viðtöl. Vel kann hins vegar að vera að Sigurjón muni rjúfa þessa þögn þegar skýrsla rannsóknarnefndarinnar liggur fyrir í byrjun febrúar. Meira um það á blað- síðu 8 í blaðinu í dag. ingi@dv.is ERFITT AÐ SITJA HEIMA Icesave-arkitektinn Sigurjón Árnason dvaldi í vellystingum á Kanaríeyjum: KOMINN HEIM ÚR SÓLINNI n Kristín Snæfells Arnþórsdótt- ir ætlar að fagna því með stæl að Ólafur Ragnar Grímsson synj- aði Ice save-frumvarpinu. Krist- ín er búin að bjóða tæplega 600 manns á Face book í veislu heima hjá sér í Efstasundi 27. Veislan hefst klukkan 19 á laugardag og áformar Kristín að veislan standi í sólar- hring. Á boðstólum verða fjölbreytt skemmtiatriði á öllum tímum sólar- hingsins og ætlar hún að bjóða upp á kaffi, vatn og smá brjóstbirtu. Hún er þó ekki áhyggjufull yfir því að lögreglan komi, enda ætlar hún að fá leyfi hjá öllum nágrönn- um áður en veislan byrjar. Ef of margir mæta ætlar hún að vísa þeim í bíó og bjóða þeim að koma seinna. VEISLA Í SÓLARHRING n Knattspyrnumaðurinn Tryggvi Guðmundsson, sem raðað hefur inn mörkum fyrir hin ýmsu félög í gegnum tíðina, er kominn í nýtt starf. Markahrókurinn hefur ráðið sig sem njósnara, þó ekki hjá leyni- þjónustunni, heldur hjá norskri umboðsskrifstofu fyrir knattspyrnu- menn. Umboðsskrifstofan heit- ir Nordic Scouting AS og verður Tryggvi í því hlutverki fyrir stofuna að benda á öfluga knattspyrnu- menn hér á landi sem fótboltalið á Norðurlöndum líta hýru auga til. Það skemm- ir sennilega ekki fyrir að margir ís- lenskir strák- ar eru ólmir í að komast út og fá borgað í norskum krónum. NJÓSNARINN TRYGGVI Sólarmegin í tilverunni Það var örugglega léttara yfir Sigurjóni í sólinni á Kanarí en á þessari mynd sem tekin er í hausthruninu mikla árið 2008. Álfheimar 74 Sími: 414 4000 hreyfing@hreyfing.is www.hreyfing.is Tilboðið gildir til 15. janúar 2010. Allar upplýsingar á www.hreyfing.is Gleðilegt nýtt heilsuár! NÝÁRSTILBOÐ Verð frá 4.800 kr. á mánuði. Veldu þér aðild, 12 eða 24 mánaða og veldu glæsilega gjöf frítt með. Settu þig og heilsu þína í fyrsta sæti 2010! Hreyfing kemur þér í þitt besta form með frábærum þjálfurum og góðri aðstöðu. Skoðaðu tíu atriði sem gera upplifun þína í Hreyfingu ánægjulegri. Kíktu á www.hreyfing.is Hafðu samband, sendu okkur póst á hreyfing@hreyfing.is eða hringdu í síma 414-4000 1 2 3 Mp3 spilari 3ja mánaða áskrift af Skjá einum Leirbað í Blue Lagoon spa – fyrir tvo Fullkominn tækjasalur Fjölbreyttir hóptímar Átaksnámskeið Einkaþjálfun Einkaþjálfun - hópþjálfun Heitir pottar, jarðsjávarpottur, sauna og vatnsgufa Blue Lagoon spa Barnagæsla
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.