Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.2010, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.2010, Blaðsíða 38
38 8. janúar 2010 FÖSTUDAGUR VERÖLD VAMPÍRUSMOKKUR FRÁ HELVÍTI Lífveran er líffræðingar nefna vampyroteuthis infernalis á latínu, sem myndi útleggjast sem vampírusmokkurinn frá helvíti á íslensku, er smár smokkfiskur sem býr í hlýjum höf- um jarðar. Hann lifir á 800-900 metra dýpi þar sem myrkur ríkir. Augun skynja dökkar útlínur annarra dýra sem sveima í hafdjúpinu. Þegar vampírusmokkurinn skynjar hreyfingu í grennd getur hann synt í burtu á flótta á miklum hraða. Griparmar smokksins eru alsettir litlum tönnum. UMSJÓN: HELGI HRAFN GUÐMUNDSSON, helgihrafn@dv.is Hugrakkur læknir á suðurpólnum skar sjálfan sig upp: Leonid Rogozov herlækn-ir í leiðangri Sovétmanna á suðurpólnum vissi að babb væri komið í bátinn hinn 29. ágúst árið 1961. Hann fann fyrir slæmum verkjum hægra megin í kviðnum og var kom- inn með hita. Rogozov þreifaði á maganum á sér. Þetta gat ekki þýtt nema eitt: Hann var kominn með botnlangabólgu. Hann var eini læknirinn í Novolazarevskaya-stöðinni, um hávetur á Suðurskautslandinu. Það var engin leið til að kalla á flugvél eða annan lækni. Næsta rannsóknarstöð var í um 1.500 kílómetra fjarlægð. Eina leið- in til að bjarga manni með botn- langabólgu á suðurpólnum var að skera hann upp sem fyrst. Rogoz- ov neyddist því til að hefja botn- langaskurð á sjálfum sér. Skar sig upp Tveir félagar Rogozovs aðstoð- uðu hann við aðgerðina. Annar var verkfræðingur en hinn veð- urfræðingur svo þeir höfðu enga reynslu af skurðaðgerðum. Þeir komu öllu fyrir og komu upp heimagerðri skurðstofu sam- kvæmt fyrirmælum læknisins. Rogozov kom sér fyrir og lá hálf- beygður á vinstri hlið líkamans og notaðist við lítinn spegil á magan- um á sér. Dr. Rogozov deyfði sig með sprautu. Hann skar svo 12 sentí- metra langan skurð við hægri mjaðmarblaðið með skurðhnífn- um. Með því að horfa með speglinum eða þreifa með fingrunum fann hann stökkbólg- inn botnlangann, fjarlægði hann og sprautaði sýklalyfjum í kviðar- holið. Heillaði þjóðina Aðgerðin gekk hratt fyrir sig fyrsta hálftímann en eftir það þurfti læknirinn að hvíla sig um stund áður en hann hélt áfram. Botn- langaskurðinum var lokið eftir klukkustund og þrjú kortér. Að- gerðin hafði heppnast vel. Rog- ozov hvíldi sig vel á eftir og var hinn hressasti að nokkrum dög- um liðnum. Hann hóf störf aftur að tveimur vikum loknum. Rogozov heillaði sovésku þjóð- ina með hetjudáð sinni. Hann hlaut eina æðstu orðu Sovétríkj- anna við heimkomuna frá suð- urpólnum 1961. Hann lést árið 2000. DÝPSTA VATN HEIMS nBaikalvatn í Síberíu er dýpsta vatn heims. Það er einnig næstvatnsmesta stöðuvatn heims, á eftir hinu salta Kaspía- hafi. Í Baikalvatni eru um 20% af öllu ferskvatni jarðar. Baikal er um 1.600 metra djúpt þar sem það er dýpst. Vatnið er enn fremur elsta vatn heims, um 25 milljóna ára gamalt. Það liggur í sigdal á svæði þar sem jarðskorpuflekar færast í sundur. Fjöll umkringja Baikalvatn en landkönnuður- inn Kurbat Ivanov var fyrsti Rússinn sem komst að vatninu árið 1643, en áður vissu Evrópumenn ekki af tilvist þess. DOLLARASEÐLAR FYRIR DAUÐA n Kínverjar hafa lengi haft að sið að brenna pappír við jarðarfarir ættingja. Pappírinn á að tákna peninga- seðla sem hinir látnu taka með sér í eftirlífið, svo þeir lifi ekki skort þar hinum megin. Nútímaleg útgáfa pappírsins er prentaðir seðlar sem kallaðir eru „heljarpen- ingar“. Á seðlana eru prentaðar himinháar peningaupp- hæðir í dollur- um, til dæmis tíu þúsund, hundrað þúsund, milljón eða milljarður doll- ara. Í Singapúr er algengt að sjá 10 milljarða dollara seðla til sölu í verslunum. Á seðlunum er gjarnan höfð teikning af hinum himneska keisara taóismans. Á bakhlið seðilsins er þá teikning af bankanum í hel. STEYPA Á TUNGLINU n Lunarcrete eða mánasteypa er efni sem vísindamenn frá nokkrum háskólum í Bandaríkjunum hafa hugsað sér að not- að verði við mannvirkjagerð á tunglinu. Það er steypa sem á auðveldan hátt má hræra úr efnum í jarðvegi tunglsins og hentar aðstæðum þar. Myndi steypan þola ólíkt hitastig á yfirborðinu, allt frá 120°C hita í -120°C frost. Notkun mána- steypunnar myndi draga úr kostnaði við húsbyggingar á tunglinu. Skrifóður prestur skrifaði um allt sem fyrir hann kom í dagbók sína: 37,5 milljóna orða dagbók Robert Shields, prestur og kennari í Washington-ríki í Bandaríkjun- um, skildi eftir sig 37,5 milljóna orða dagbók þegar hann lést árið 2007. Hann er talinn hafa þjáðst af svokölluðu skrifæði og skráði öll atriði ævi sinnar í dagbókina. „Ef ég hætti að skrifa myndi mér líða eins og einhver hefði slökkt á lífi mínu,“ sagði presturinn. Hann skrif- aði í fjórar klukkustundir á dag á pallinum fyrir aftan húsið sitt og skráði eigin blóðþrýsting, líkamshita, lyfjagjöf, lýsti lit þvagsins og öllu því sem hann sá á hverjum degi. Presturinn svaf aðeins í tvo tíma í senn svo hann gæti skrifað niður draumfarir sínar. Robert Shields taldi að skrif sín myndu síðar gagnast fræðimönn- um. „Það verður kannski hægt að komast að einhverju um mannlega hegðun með því að skoða líf einhvers með þessari nákvæmni, hverja mínútu á hverjum degi.“ Robert Shields gaf Ríkisháskólanum í Washington dagbækur sín- ar. Þar eru þær geymdar í 94 kössum. Presturinn orðlangi setti sem skilyrði að þær yrðu ekki lesnar fyrr en eftir 50 ár. Þrátt fyrir það hafa örfá dæmi birst almenningi. helgihrafn@dv.is 25.júlí 1993 Kl. 7: Ég þreif baðkarið og klóraði fætinum með nöglunum til að fjarlægja dauða húð. Kl. 7:05: Ég losaði stórar, harðar hægðir og hálfan lítra af þvagi. Notaði fimm klósettpappírsarkir. 18. apríl 1994 Kl. 18:30-18:35: Ég setti tvo Stouffer‘s Macaroni-rétti í ofninn og setti á 350° hita. Kl. 18:35-18:50: Ég sat við IBM-rit- vélina og skráði færslur í dagbókina. Kl. 18:50-19:30: Ég borðaði Stouffer‘s Macaroni-réttinn og Cornelia borðaði hinn. Grace langaði ekki að borða. Kl. 19:30-19:35: Ég skipti um peru á pallinum því hin ljósaperan hafði brunnið út. 13. ágúst 1995 Kl. 8:45: Ég rakaði mig tvisvar með Gilette Sensor-rakvél og rakaði á mér hálsinn á bak við bæði eyrun og einnig kinnarnar þvert. SKAR ÚR SÉRbotnlangann Erfið aðgerð Rogo- zov þurfti að skera sig upp, hálfdeyfður og í óþægilegri líkamsstellingu. Notaði spegil Samstarfs- maður hins þjáða læknis hélt á speglinum fyrir hann. Hetja Sovéska þjóðin fagnaði Leonid Rogozov ákaft við heimkomuna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.