Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.2010, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.2010, Blaðsíða 44
44 FÖSTUDAGUR 8. janúar 2010 KAUPIN Í JANÚAR NEMANJA VIDIC FRÁ SPAR- TAK MOSCOW TIL MAN. UTD FYRIR 7,2 MILLJÓNIR PUNDA Vidic er orðinn einn af bestu miðvörðum heims og stoð og stytta í vörninni hjá Englandsmeisturunum. DEAN ASHTON FRÁ NORWICH TIL WEST HAM FYRIR 7 MILLJ- ÓNIR ÁRIÐ 2006 Hjálpaði West Ham að komast í úrslit ensku bikarkeppninnar með mörkum sínum og snilldartöktum. Synd að hann hafi þurft að hætta vegna meiðsla. CHRISTOPHE DUGARRY FRÁ BORDEAUX TIL BIRMING- HAM ÓKEYPIS ÁRIÐ 2003 Í rauninni sá Dugarry einn og óstuddur til þess að Birmingham héldi sér uppi árið 2003. MIKEL ARTETA FRÁ REAL SOC- IEDAD TIL EVERTON FYRIR 2 MILLJÓNIR ÁRIÐ 2005 Ein bestu kaup Davids Moyes hjá Everton. Kóngurinn í Everton og gerir þetta „extra“ sem gott en bragðdauft Everton-lið vantar. ASHLEY YOUNG FRÁ WATFORD TIL ASTON VILLA FYRIR 9,5 MILLJÓNIR ÁRIÐ 2007 Mörgum brá þegar Martin O´Neill splæsti í Ashely Young fyrir svakalegan pening en hann er orðinn einn af betri leikmönnum deildarinnar. JAVIER MASCHERANO FRÁ WEST HAM TIL LIVERPOOL AÐ LÁNI ÁRIÐ 2007 Það er náttúrulega sér kapítuli út af fyrir sig hvernig hann komst ekki í lið West Ham. En hann fór til Liverpool í lán árið 2007 og hefur heldur betur slegið í gegn í Bítlaborginni. ERIC DJEMBA-DJEMBA FRÁ MAN. UNITED TIL ASTON VILLA Á 1,3 MILLJÓNIR ÁRIÐ 2005 Alex Ferguson hefur yfirleitt hitt naglann á höfuðið þegar kemur að því að kaupa leikmenn. En ekki alltaf. Hann splæsti í Kamerúnann Eric Djemba-Djemba til að fylla skarð Roys Keane. Það gekk ekki alveg upp. Hann seldi Djemba-Djemba til Aston Villa þar sem hann varð hreinlega verri í fótbolta. JEAN-ALAIN BOUMSONG FRÁ RANGERS TIL NEWCASTLE Á 8 MILLJÓNIR ÁRIÐ 2005 Hvar á að byrja? Boumsong var fyrstu kaup Graemes Souness sem stjóri Newcastle. Hann myndaði eitt versta miðvarðarpar í sögu ensku deildarinnar ásamt Titus Bramb- le. Hann var keyptur á átta milljónir þrátt fyrir að hafa varla spilað leik fyrir Glasgow Rangers. Hann varð að athlægi á Englandi, samt tókst Newcastle einhvern veginn að fá fimm milljónir punda fyrir hann þegar hann gekk í raðir Juventus. NIGEL QUASHIE FRÁ PORTSMOUTH - SOUT- HAMPTON - WEST HAM þrjú ár í röð keyptu þrír stjórar Quashi í janúarglugganum. WBA, Southampton og West Ham splæstu öll í kappann sem er í raun ótrúlegt. LUIS BOA-MORTE FRÁ FULHAM TIL WEST HAM Á 4,5 MILLJÓNIR ÁRIÐ 2007 Eggert Magnússon keypti fyrirliða Fulham á hálfan milljarð. Það þarf ekkert að segja meira. DJIMI TRAORE FRÁ CHARL- TON TIL PORTSMOUTH FYRIR 1 MILLJÓN ÁRIÐ 2007 Úff, hvað þetta voru vond kaup. Með verstu kaupum Harrys Redknapp. FERNANDO MORIENTES FRÁ MONACO TIL LIVERPOOL 6,3 MILLJÓNIR ÁRIÐ 2005 Liveprool-menn héldu í alvörunni að Morientes væri að koma á Anfield til þess að skora mörk. Þetta voru meira að segja kölluð kjarakaup eins og maður gerir í Bónus. Það reyndist ekki alveg raunin. Þetta var meira eins og að kaupa í 10-11, kostaði mikið en lítið fékkst fyrir peninginn. BESTU & VERSTU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.