Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.2010, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.2010, Blaðsíða 46
5 ÁSTÆÐUR FYRIR AÐ ÞÚ LÉTTIST EKKI n Mörg okkar tengja mat við fjörugt félagslíf. n Skammtar veitingahúsanna hafa stækkað. n Við hreyfum okkur minna en við gerðum. n Við leyfum okkur aldrei að finna til hungurs. n Við gleymum öllum millimálunum sem við stingum upp í okkur og höldum að við borðum minna en við gerum. „Við tökum okkur ekki of hátíðlega, það er alveg satt, enda verður maður að taka lífinu létt,“ segir Arnar Grant líkamsræktarkonungur en hann og útvarpsmaðurinn Ívar Guðmunds- son voru staddir í Sundhöll Reykja- víkur við tökur á auglýsingu fyrir prótínstykkið Styrk þegar ljósmynd- ara blaðsins bar að. „Þeir sem borða Styrk munu líta út eins og við,“ segir Arnar hlæjandi en bætir við að það sé mikil vakning fyrir heilbrigðum lífsstíl, bæði vegna nýs árs og kreppu. „Það er heilmikil vakning, enda verð- ur heilsan að vera í lagi svo við get- um notið lífsins,“ segir hann en Styrkur með súkkulaðibragði kem- ur í verslanir um miðjan mánuðinn. „Við mælum með að þeir sem ætla að létta sig noti Styrk sem millimál en þeir sem þurfa að þyngja sig ættu að borða hann eftir máltíð. Við fór- um út í þessa framleiðslu því okk- ur fannst vanta íslenskt á móti öllu þessu innflutta. Að okkar mati henta þessi útlensku stykki ekki íslenskum markaði því í þau hefur yfirleitt verið troðið fullt af aukefnum, vítamínum og steinefnum, sem við þurfum ekki á að halda því við borðum fjölbreytt- an mat hér,“ segir Arnar. Aðspurður hvor þeirra, hann eða Ívar, séu í betra formi nefnir hann sjálfan sig. „Ég er miklu sterkari,“ segir hann hlæjandi. „Nei, nei, við bætum hvor annan upp, enda ekkert líkir. Við höfum báðir náð langt í fitn- ess og þegar líkamsræktin var sem vinsælust stóðum við báðir í fremstu víglínu.“ Arnar Grant og Ívar Guðmundsson bjuggu til auglýsingu í Sundhöll Reykjavíkur: ARNAR GRANT ER STERKARI EN ÍVAR UMSJÓN: INDÍANA ÁSA HREINSDÓTTIR, indiana@dv.is 9 MIKILVÆG VÍTAMÍN n A-vítamín – Mikilvægt fyrir sjón og húð. Gulrætur, lifur, egg, smjör, mjólk, grænt grænmeti og lýsi.   n B1, þíamín – Tekur þátt í efna- skiptum kolvetna.  Nauðsynlegt fyrir starfsemi taugakerfis. Heilhveitibrauð og aðrar korn- vörur og magurt kjöt.   n B2, ríbóflavín – Tekur þátt í efnaskiptum kolvetna og prótína. Mjólk, léttmjólk, ostur og egg.   n B3, Níasín – Nauðsynlegt fyr- ir orkuefnaskipti og starfsemi taugakerfis. Fiskur, kjöt, mjólk og léttmjólk.   n B6 – Tekur þátt í efnaskiptum prótíns og myndun taugaboð- efna. Fiskur, kjöt og kornvörur.   n Fólat – Nauðsynlegt við mynd- un rauðra blóðkorna. Grænt grænmeti, rófur, appel- sínur, bananar og fleiri ávextir.   n B12 – Nauðsynlegt við mynd- un rauðra blóðkorna og starf- semi taugakerfis. Mjólk, ostur, kjöt, fiskur og egg.   n C-vítamín – Hjálpar til við að græða sár, nauðsynlegt fyrir vöxt og viðhald bandvefs, t.d. í tann- holdi og æðaveggjum. Tekur þátt í vörnum líkamans gegn sýking- um. Appelsínur, blómkál, hvítkál, ber og fleiri ávextir.   n D-vítamín – Nauðsynlegt fyrir vöxt og viðhald beina. Síld og lýsi.   n E-vítamín –  Vinnur á móti eyðileggingu á frumuhimn- unum. Jurtaolía, grænmeti og hveitikím. Heimild: thjalfun.is HOLLUSTA LENGIR LÍFIÐ Niðurstöður breskrar rann- sóknar gefa til kynna að lífið geti lengst um 14 ár ef við hug- um að fjórum atriðum, hæfi- lega mikilli neyslu á mat, lítilli neyslu áfengis, mikilli neyslu á ávöxtum og grænmeti og loks reykleysi. Í rannsókninni, sem var framkvæmd í Háskólanum í Cambrigde, var yfir 20 þúsund manns, á aldrinum frá 45 til 79 ára, fylgt eftir í meira en áratug. Þeir sem stóðu sig ekki vel í þess- um fjórum flokkum voru líklegri til að veikjast eða deyja mun fyrr en þeir sem stóðu sig vel í öllum flokkum. Í rannsókninni kom einnig fram að félagsstaða og BMI-líkamsstuðull höfðu lítil áhrif á langlífi. Dagmar Heiða Reynisdóttir og Guðrún Lovísa Ólafsdóttir bjóða barnshafandi kon- um og nýbökuðum mæðrum upp á leikfimi við hæfi. Þær segjast taka eftir að konur sem hafa verið uppteknar í vinnu síðastliðin ár en hafi ekki vinnu í dag noti tækifærið og drífi í barneignum í kreppunni. 46 FÖSTUDAGUR 8. janúar 2010 LÍFSSTÍLL Hreyfing á meðgöngu gegn þunglyndi Flottir Arnar lofar því að þeir sem borði Styrk líti svona út. MYND SIGTRYGGUR ARI „Lokaverkefni okkar fjallaði um lík- amsrækt á meðgöngu en við vor- um ófrískar á sama tíma og vildum halda okkur í formi en fundum ekki neina líkamsrækt við hæfi,“ seg- ir Dagmar Heiða Reynisdóttir en hún og Guðrún Lovísa Ólafsdótt- ir reka fyrirtækið Fullfrísk þar sem þær bjóða barnshafandi konum og nýbökuðum mæðrum upp á leik- fimi við hæfi. Þegar þær stöllur út- skrifuðust sem hjúkrunarfræðingar ákváðu þær að bæta við sig þolfimi- kennara- og síðar einkaþjálfararétt- indum. Við öfluðum okkur þekk- ingar og reynslu og fundum góðar amerískar leiðbeiningar um leik- fimi fyrir barnshafandi konur. „Þessi fræði hafa breyst mjög mikið en fyrir aðeins 15 árum voru læknar og sér- fræðingar sammála um að ófrískar konur ættu að hafa sem hægast um sig. Í dag ráðleggja þeir hins vegar ófrískum konum, líkt og öllum öðr- um, að hreyfa sig að minnsta kosti í hálftíma þrjá til fimm daga vik- unnar þótt alltaf verði að taka tillit til ástands hverrar og einnar,“ segir Dagmar. Hægðatregða og æðahnútar Dagmar Heiða og Guðrún Lovísa segja leikfimi og líkamsrækt gera heilmikið fyrir barnshafandi konur. „Hreyfing á meðgöngu og eftir fæð- ingu getur komið í veg fyrir þvaglek- ann sem hrjáir margar konur, getur lagað verki í baki og grind, unnið á vöðvabólgu, komið í veg fyrir hægða- tregðu, gyllinæð, æðahnúta og bjúg og aðra miður skemmtilega fylgi- kvilla sem flestir vilja vera án. Hreyf- ing minnkar einnig líkur á svefn- truflunum og bætir almennt andlega heilsu kvenna. Ein af hverjum tíu konum þjást af meðgönguþunglyndi og fær jafnvel fæðingarþunglyndi en með líkamsrækt getum við spyrnt á móti slíku,“ segir Guðrún. Mætti með verki Þær stöllur segja mikla viðhorfs- breytingu hafa orðið varðandi heilsurækt. „Strax í fyrra varð rosa- leg aukning og við tókum sérstak- lega eftir því að þær konur sem hafa verið uppteknar í vinnunni síðustu árin eru að vinna minna í dag og nota því tækifærið og drífa í barn- eignum. Eins eru konur farnar að gefa sér meiri tíma fyrir sjálfar sig og hugsa betur um sig,“ segja þær og bæta við að sumar konur mæti í leik- fimi þótt þær séu gengnar fram yfir. „Ein sem mætti um daginn var kom- in með samdráttarverki en nennti ekki að sitja heima og bíða en hún fæddi barnið daginn eftir. Þær dug- legustu eru líka fljótastar að koma sér af stað aftur og margar þeirra eru mættar í leikfimina fjórum vikum eftir fæðingu,“ segir Dagmar og bætir aðspurð við að líkamsrækt hafi ekki áhrif á móðurmjólkina. Þreyta hefur áhrif á mjólkina „Við höfum ekki orðið varar við að mjólkin minnki hjá konum sem æfa en þær þurfa að sjálfsögðu að hugsa vel um sig, s.s. að drekka vel og borða hollan mat reglulega. Ef konur huga ekki að þessum þáttum getur mjólk- in minnkað óháð því hvort þær séu að stunda líkamsrækt eða ekki. Jafn- framt leggjum við áherslu á að konur hvíli sig með barninu þegar tækifæri gefst því þreyta hefur neikvæð áhrif á mjólkina. Við mælum tvímælalaust með leikfimi fyrir nýbakaðar mæð- ur því með hreyfingu komast kon- ur fljótar í fyrri þyngd auk þess sem félagsskapurinn er frábær. Það er ofsalega mikilvægt við konur í fæð- ingarorlofi að komast út úr húsi og hitta annað fólk svo ávinningurinn er mikill.“ Hægt er að lesa meira um Fullfrísk á fullfrisk.is. indiana@dv.is „Ein sem mætti um dag- inn var komin með sam- dráttarverki en nennti ekki að sitja heima og bíða en hún fæddi barn- ið daginn eftir.“ Hjúkrunarfræðingar Dagmar Heiða og Guðrún Lovísa voru ófrískar á sama tíma og vildu halda áfram að hreyfa sig en fundu enga viðeigandi líkamsrækt. Því stofnuð þær sitt eigið fyrirtæki og bjóða nú barnshafandi konum upp á leikfimi við hæfi. MYND RAKEL ÓSK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.