Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.2010, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.2010, Blaðsíða 29
HELGARBLAÐ 8. janúar 2010 FÖSTUDAGUR 29 STJÖRNUR BYLTINGARINNAR „Það sem er helst að frétta af mér er að ég er fyrir rétti fyrir að hafa hlaup- ið út á flugbrautina á Keflavíkurflug- velli þegar ég reyndi að stoppa vél- ina sem fór með Paul Ramses,“ segir Haukur Hilmarsson mótmælandi sem vill lítið segja frá sínum eig- in högum. Hann viðurkennir þó að hann sé ánægður með að fá mömmu sína heim en segir mikið af sínum frí- tíma fara í að vinna með flóttamönn- um. „Ramses er hér á landi en er ekki kominn með dvalarleyfi og þau hjón- in fá ekki leikskólapláss fyrir Fidel, litla strákinn sinn. Nú er ég að vinna í máli Henry Turay frá Sierra Leone en hann er í felum hér á Íslandi og mín- ar helstu áhyggjur beinast að hon- um. Það hefur lítið sem ekkert áunn- ist í flóttamannamálum hér á landi og þessi örfáu hæli sem ríkisstjórn- in hefur veitt eru ekki stjórninni til sóma,“ segir Haukur og honum er heitt í hamsi. „Hér ríkir enn þá þessi sama fasistastefna og það skiptir engu þótt Birni Bjarnasyni hafi verið skipt út. Ríkisstjórnin er lafhrædd og er ofurseld valdi bjúrókrasíu þeirra sem stjórnuðu hér áður. Lögreglan er, að mínu mati, skít- leg stofnun og afskipti hennar af póli tík eru vægast sagt óþolandi; það getur enginn haldið því fram að hún sé afstöðulaus,“ segir Haukur sem vakti mikla athygli þegar hann og félagi hans drógu Bónus-fána að húni á þaki Alþingishússins. Félag- inn var handtekinn en Haukur slapp. Allar ákærur voru síðar felldar nið- ur. „Bónus-fánaaðgerðin er alls ekki sú aðgerð sem ég er hvað stoltastur af þótt hún hafi verið flott. Það sem mér fannst mikilvægast við hana var ekki að hún skyldi takast eða hvernig fólkið brást við heldur að sjá allt þetta fólk standa þarna saman. Sömu sögu er að segja frá mótmæl- unum við Lögreglustöðina. Sú stund var örugglega sú undarlegasta í mínu lífi og mjög yfirþyrmandi. Það sem hreyfði við mér var ekki það að ég hafði sloppið út heldur það að þarna var fólk komið saman til að taka af- stöðu gagnvart óréttlætinu og setti í leiðinni réttlætið ofar lögum og vald- boði. Það þótti mér vænt um og ég vona að það sé komið til að vera. Við getum ekki lifað áfram í heimi þar sem lög og regla eru ávallt sett ofar réttlætiskennd fólks.“ indiana@dv.is Réttlæti ofar lögum og valdboði Mótmælandi Haukur segir það hafa verið undarlegustu stund í sínu lífi þegar fólk mótmælti við Lögreglustöðina eftir að hann hafði verið handtekinn. Mótmælandinn Haukur Hilmarsson notar krafta sína til hjálpar flóttafólki. „Mér líkar vel hér í Danmörku og ég var heppin að fá vinnu á elli- heimili strax í júní þótt þetta sé kannski ekki draumavinnan,“ seg- ir Eva Hauksdóttir, ein þeirra sem fylgt var eftir í heimilidarmyndinni Guð blessi Ísland. Eins og kunnug- ir vita tóku Eva og sonur hennar, Haukur, virkan þátt í búsáhalda- byltingunni og mótmælunum við Austurvöll en Haukur dró svo eftir- minnilega Bónusfána að húni á Al- þingishúsinu. Eva hefur komið sér vel fyrir í á Suður-Jótlandi í Dan- mörku en er nú stödd hér á landi til að leggja lokahönd á bók sem hún er að gefa út, ásamt Ingólfi Júlíus- syni ljósmyndara. Saknar sonanna Eva fór út í byrjun apríl og kom heim fyrir kosningarnar og svo aftur til að sækja búslóðina svo hún hefur ekki slitið sambandi við Klakann, enda eru hér tveir synir hennar. Aðspurð segist hún ekki einmana þótt hún vissulega sakni sonanna. „Ég er svo heppin að systir mín og fjölskylda hennar búa í næsta nágrenni við mig. Pabbi var mikið hjá okkur í sumar og ég held í vonina að strákarnir kíki fljótlega þótt hvorugur þeirra hafi talað um að setjast hér að. Mér finnst mjög mikilvægt að halda tengslunum við fjölskylduna.“ Borgum hvort sem er Evu líst ekki á ástandið á Íslandi og hún er afar ósátt við að sú mót- mælendabylgja sem fór í gang í fyrra skuli hafa dáið út. „Almenn- ingur virðist ætla taka því þegjandi þótt hér hafi ekkert gerst og mér sýnist ekkert ætla að breytast. Ég tek miklu meira nærri mér að fólk ætli að gefast upp heldur en bágt ástand í efnahagsmálum,“ segir hún og bætir við að hún efist um að útspil forsetans spili stóran þátt í framhaldinu. „Ég er ánægð með að einhver skuli vilja auka lýðræð- ið í landinu þótt ég viti ekki hvort þetta breyti einhverju. Við þurfum að borga þessar skuldir hvort sem er en ég held að þetta hafi verið sterkur leikur hjá Ólafi Ragnari,“ segir hún. Örfáar manneskjur stjórna Aðspurð segist hún hafa fengið afar lítil viðbrögð við kvikmynd- inni og alls engin frá Íslandi. „Það er þá helst frá Þjóðverjum sem hafa séð myndina og hafa skrifað mér tölvupóst. Það fólk er snortið yfir því hvernig er farið fyrir íslensk- um almenningi í kjölfar hrunsins. Hins vegar hef ég ekki fengið nokk- ur einustu viðbrögð frá löndum mínum og ekki einu sinni frá mínu nánasta fólki, það þegja allir bara þunnu hljóði. Þeir erlendu aðilar sem hafa haft samband við mig lýsa yfir stuðningi við okkur,“ segir Eva sem telur ástandið ekki fara batn- andi. „Ég sé ekki að hlutirnir séu að breytast og er fokreið yfir að það skuli viðgangast að örfáar mann- eskjur skuli geta stjórnað fjöldan- um og haldið upplýsingum frá fólki. Ég er miklu reiðari yfir því heldur en þeirri staðreynd að hér hafi allt far- ið úrskeiðis efnahagslega. Það eru enn þá sömu mennirnir sem eiga Ísland svo, já, ég enn svolítið reið þótt ég liggi ekki andvaka yfir þessu. Ég er búin að kúpla mig út úr þessu og er ekki lengur í hringiðunni því ég bý annars staðar.” Allt flottast og dýrast Eva segir Dani forvitna um ástand- ið og að hún finni fyrir samúð í garð Íslendinga á meðal þeirra. „Danir hafa lýst yfir hneykslun sinni á því hvernig íslensku bankarnir hegð- uðu sér og ein flugfreyjan sagði að flottræfilshátturinn og viðbjóður- inn væri umtalaður þegar íslensk- ir bankamenn ættu í hlut. Þá yrði allt að vera flottast og dýrast. Ann- ars spyrja Danir mikið út í ástandið og þeir finna til með almenningi,“ segir Eva sem ætlar ekki að setj- ast aftur að á Íslandi í bráð og hún segir gott að búa í Danmörku. „Ég get bara talað fyrir sjálfa mig en ég finn ekki fyrir fordómum hér og Danir gera ekki kröfu um að mað- ur kunni tungumálið. Ég bý úti í sveit og hér er meiri áhersla á fjöl- skyldugildin, það er eini menn- ingarmunurinn sem ég finn fyrir. Ég reikna ekki með að flytja hing- að aftur, til þess þarf heilmikið að breytast í pólitíkinni. Ég vil ekki eiga viðskipti við þessa banka og það er ekki af því að ég geti ekki hugsað mér að vera blönk, ég hef áður verið blönk. Ástæðan er sú að ég vil ekki vera hluti af þessu kerfi.“ indiana@dv.is Eva Hauksdóttir er flutt til Danmerkur og býst ekki við að flytja aftur heim. Eva segir Dani forvitna um ástandið hér heima og heyrir reglulega sögur af flottræflishætti íslenskra bankamanna. „Ég vil ekki eiga við- skipti við þessa banka og það er ekki af því að ég geti ekki hugsað mér að vera blönk, ég hef áður verið blönk.“ Reiknar ekki með að flytja aftur Sturla Jónsson er fluttur til Noregs þar sem hann starfar við flísalögn. Fjölskylda Sturlu stefnir að því að flytja til hans í vor. Sturla segir að Bretum væri nær að beita okkur hervaldi. Þá myndu aðrar þjóðir loksins láta heyra í sér. Kem aftur ef það verður önnur bylting Hrakinn í burtu Sturla segir fjölskylduna hafa haldið gleði- leg jól þótt gjafirnar hafi verið í minna lagi þessi jólin. „Ég fór út 26. október og kom heim 18. desember og gat því reddað hluta af yfirdrættinum. Þetta voru samt engin jól miðað við jól síðustu tíu ára,“ segir hann en bætir við að erfiðleikarnir hafi, sem betur fer, styrkt samband þeirra hjóna. „Ég er afskaplega sár út í þjóðina hvað hún var lengi að vakna en mitt fyrirtæki var það fyrsta í röðinni til að fara. Þá vildi enginn hlusta en ég veit fyrir víst að 95% smáverk- taka á landinu eiga eftir að fara á hausinn. Ef það verður önnur bylting geri ég ráð fyrir að koma heim og taka þátt, enda er allt annað að vera hrakinn í burtu en að flytja sjálfur úr landi. Ísland er gott land og gjöfult en gæðunum er skelfilega mis- skipt,“ segir hann og bætir aðspurður við að hann geti auðveldlega mælt með Nor- egi fyrir þá sem eru að hugsa sér til hreyf- ings. „Umhverfið allt er mun viðkunnan- legra hér en heima og hér fær fólk eitthvað fyrir vinnuna sína,“ segir hann og bætir við að allur dagurinn fari í vinnu svo það sé lítill tími til að hugsa heim. „Vinnudagur- inn byrjar klukkan sjö og ég vinn til átta á kvöldin svo ég eyði deginum í að vinna og sofa. Ég var mjög heppinn og komast að í vinnu þar sem ég vinn alla daga í þrjár vik- ur og fæ svo tveggja vikna frí,“ segir Sturla sem hefur starfað út um allan Noreg en er í dag staddur í Ósló. „Ég er mjög ánægður hér og finn ekki fyrir neinum fordómum í minn garð. Ekki eins og Pólverjar, Lithá- ar og Lettar þurfa að upplifa. Hér er sama viðhorfið og heima á Íslandi, menn verða bara að túlka það eins og þeir vilja.“ indiana@dv.is Pólitískur flóttamaður Sturla segist vera pólitískur flóttamaður og að það sé allt annað að flytja út á eigin forsendum en að vera hrakinn út vegna ástandsins. MYND KRISTINN MAGNÚSSON Eva Hauksdóttir Evu líður vel í Danmörku og segir Dani ekki með fordóma gagnvart Íslendingum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.