Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.2010, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 8. janúar 2010 HELGARBLAÐ
Jón Kristinn Ásgeirsson, sonur Ás-
geirs Þórs Davíðssonar eiganda
nektardansstaðarins Goldfinger,
hlaut gjafsókn frá ríkissjóði til að
höfða mál gegn Vátryggingafélagi
Íslands, VÍS. Málið var fellt niður
í Héraðsdómi Reykjavíkur og al-
menningur borgaði brúsann, sam-
tals tæpar 650 þúsund krónur í
málskostnað.
Jón Kristinn fór fram á að VÍS
yrði gert skylt að greiða honum
bætur vegna umferðarslyss sem
hann lenti í, í mars 2006. Hann
taldi sig hafa fullt tilefni til máls-
höfðunar en því vísaði trygginga-
félagið alfarið á bug þar sem Jón
Kristinn hefði verið verið valdur að
slysinu með stórkostlegu gáleysi
og jafnframt verið próflaus á þeim
tíma sem slysið varð. Jón Kristinn
sagði staðhæfingarnar ósannar en
héraðsdómur taldi ekki ástæðu til
að fjalla frekar um málið og því var
það fellt niður í lok desember síð-
astliðins. Samanlagður kostnað-
ur málsins var nærri 650 þúsund
krónur.
Fjölbreyttur brotaferill
Jón Kristinn hefur ítrekað komist
í kast við lögin og hefur hann fjór-
um sinnum hlotið fangelsisdóma.
Flesta þeirra hefur hann fengið
fyrir umferðarlagabrot, ýmist fyr-
ir ölvun við akstur eða akstur án
ökuréttinda, og einn fyrir lífshættu-
lega íkveikju og fyrir að hafa ekið
Humm er-bifreið á tuttugu og sex
ára meistaranema í lögfræði og
valdið honum ævarandi örkuml-
um. Þá hefur hann sjö sinnum verið
sektaður fyrir ölvun við akstur eða
fyrir að keyra próflaus ásamt því að
hafa fengið sekt fyrir fíkniefnabrot.
Þrátt fyrir ítrekuð umferðar-
lagabrot, sektir og dóma í þá veru,
ákvað gjafsóknarnefnd dómsmála-
ráðuneytisins að veita Jóni Kristni
gjafsókn til að sækja gegn VÍS og
krefjast bóta eftir umferðarslys.
Slys sem tryggingafélagið fullyrti
fyrir dómi að hann hefði sjálfur
verið valdur að með stórkostlegu
gáleysi og að hann hefði jafnframt
verið próflaus á þeim tíma. Þrír
lögmenn sitja í nefnd ráðuneytis-
ins, þeir Ásgeir Thoroddsen, Helgi
I. Jónsson og Þorleifur Pálsson, for-
maður nefndarinnar.
Einkennileg gjafsókn
Guðmundur Örn Gunnarsson, for-
stjóri VÍS, skilur ekkert í því hvers
vegna gjafsókn var veitt í þessu til-
viki. Almennt telur hann alltof al-
gengt að gjafsókn sé veitt án full-
nægjandi raka. „Mér finnst of
algengt að veitt sé gjafsókn í svona
málum, almennt séð. Það lá alveg
skýrt fyrir að viðkomandi ók gá-
leysislega, og hann var án ökurétt-
inda, og sé horft til slíkra málsatvika
er undarlegt að gjafsókn hafi verið
veitt. Í ljósi málsatvika er það mín
skoðun að einkennilegt hafi verið
að veita þarna gjafsókn enda var
það gott mál að dómstólar vísuðu
málinu frá,“ segir Guðmundur Örn.
Hjalti Zóphóníasson, skrif-
stofustjóri hjá dómsmálaráðu-
neytinu, segir aðspurður að ýmsar
ástæður geti verið fyrir því að ein-
staklingum sé veitt gjafsókn. Í til-
viki Jóns Kristins á hann von á því
að dapur fjárhagur hafi ráðið för
við ákvarðanatöku nefndarinnar.
„Fyrst og fremst er það efnahagur
einstaklinganna sem er skoðaður
og það metið hvort viðkomandi
hafi sjálfur efni á að sækja málið.
Þá er það metið hvort það sé við
hæfi að málsóknin sé greidd með
almannafé. Sé viðkomandi undir
tekjumörkum og málavextir með
þeim hætti að eðlilegt sé að reyna
á það fyrir dómstólum er sam-
þykkt að málakostnaður sé kost-
aður með almannafé. Svo hlýtur
að hafa verið talið í þessu tilviki,“
segir Hjalti.
TRAUSTI HAFSTEINSSON
blaðamaður skrifar: trausti@dv.is
MARGDÆMDUR ÖKUNÍÐ-
INGUR FÉKK GJAFSÓKN
n Jón Kristinn var dæmdur fyrir að hafa vísvitandi kveikt í íbúðarhúsnæði við
Kleppsveg 102 síðastliðið sumar. Var talið sannað fyrir rétti að hann hefði komið
að húsinu snemma morguns, í annarlegu ástandi, og eftir að hafa reynt að fá
húsráðanda út úr húsinu án árangurs var bensíni hellt yfir útidyr hússins og kveikt
í. Húsráðandinn, karlmaður á miðjum aldri, var hætt kominn í brunanum en
komst út úr húsinu af eigin rammleik en hann var þá á náttfötunum. Húsið varð
alelda og gjöreyðilagðist í brunanum.
n Meðal þess sem kom fram í aðalmeðferðinni var að Jón Kristinn, ásamt
tveimur félögum sínum og systur, hefði ekið frá nektarstaðnum Goldfinger á
ofsahraða að húsinu við Keppsveg. Ofsaaksturinn var tilkynntur til lögreglu. Fyrir
rétti neitaði Jón Kristinn verknaðinum og tók fram að hann hefði ekki átt neitt
sökótt við húsráðandann, sem væri góður vinur föður hans. Frásögnum bar hins
vegar ekki saman fyrir rétti um hver hellti úr bensínbrúsanum og kveikti í en
fullsannað þótti að um vísvitandi íkveikju hefði verið að ræða.
n Jón Kristinn játaði og var dæmdur fyrir að hafa ekið Hummer-bifreið á 26 ára
meistaranema í lögfræði og valdið honum ævarandi örkumlum. Bíllinn var í eigu
föður hans en ákeyrslan átti sér stað á gatnamótum Laugavegar og Vegamóta-
stígs klukkan fjögur að nóttu. Jón Kristinn yfirgaf vettvanginn eftir slysið og
taldi dómari flóttann stórkostlega ámælisverðan. Hann var snemma morguns
handtekinn á heimili sínu og upptaka af atvikinu fékkst úr verslun úrsmiðsins
Franks Michelsen við Laugaveg.
n Höfuðáverkinn sem laganeminn hlaut var gríðarlegur og mun hann búa við
vitræna skerðingu og algera örorku ævilangt. Um tíma var hann talinn í lífshættu.
Fyrir íkveikjuna og ákeyrsluna var Jón Kristinn dæmdur í þriggja og hálfs árs
fangelsi en frá því voru dregnir þeir 85 dagar sem hann sat í gæsluvarðhaldi.
n Hann var einnig sviptur ökuréttindum ævilangt og til greiðslu miskabóta og
málskostnaðar, samtals upp á nærri þrjár milljónir króna.
Íkveikja á Kleppsvegi
Flúði af vettvangi á Hummernum
Helgi I. Jónsson Lögmaðurinn situr
í gjafsóknarnefnd dómsmálaráðu-
neytisins.
Þorleifur Pálsson Lögmaður
og formaður gjafsóknarnefndar
dómsmálaráðuneytisins.
Ásgeir Thoroddsen Lögmaðurinn
situr í gjafsóknarnefnd dómsmála-
ráðuneytisins.
Á góðri stundu
Hér má sjá Gold-
finger-fjölskylduna
á góðri stundu
en Jón Kristinn er
lengst til hægri á
myndinni.