Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.2010, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.2010, Blaðsíða 20
20 FÖSTUDAGUR 8. janúar 2010 FRÉTTIR Fréttin af ákvörðun forseta Íslands um að synja Icesave-lögun- um staðfestingar fór eins og eldur í sinu um heimsbyggðina. Ráðamenn í Bretlandi og Hollandi hafa farið mikinn í fullyrð- ingum um óáreiðanleika Íslendinga, en sé horft til almennings í þeim löndum og öðrum sýnist sitt hverjum um ábyrgð íslensks almennings í Icesave-málinu. „LOFTÁRÁSIR Á ÖSKJUHLÍГ Engan skyldi undra að sú frétt að Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Ís- lands, hafi synjaði Icesave-lögunum staðfestingar hafa vakið athygli utan landsteinanna. Áhuginn er mismikill eftir löndum, eins og gefur að skilja, og hefur ákvörðun forsetans vak- ið mikla athygli hjá frændum okkar Dönum og svipaða sögu er að segja um Norðmenn sem margir hverjir hafa tjáð sig um málið. Bretar hafa, eðli málsins samkvæmt, farið mik- inn á vefsíðum þarlendra miðla sem á annað borð leyfa athugasemdir. Íslendingar hafa ekki látið sitt eftir liggja og Bretar hafa haft á orði að Ís- lendingar hafi lagt undir sig athuga- semdasvæðið. Inn í umræðuna hafa blandast þorskurinn, orkan, auð- lindir af ýmsum toga, víkingar, rupl og rán, konunglegi breski flugher- inn, innrás, frysting eigna og litli og stóri, svo eitthvað sé nefnt. Ísland er annars vegar kallað land glæpa- manna og óáreiðanlegs fólks og hins vegar land alvörulýðræðis, og þjóð- inni annaðhvort hampað eða óskað góðrar ferðar til heljar. Hótanir og misskilningur Hollenskir fjölmiðlar hafa, líkt og enskir, verið harðorðir í garð ís- lensku þjóðarinnar, enda hafa þar- lendir ráðamenn hótað riftun frí- verslunarsamnings við Íslendinga og skírskotað til samstarfs við Englend- inga um að koma Íslendingum á kné og því ekki að undra að athugasemd- ir á vefsíðum dagblaða í Hollandi og Bretlandi litist af þeirri matreiðslu sem þarlendir ráðmenn hafa boðið upp á. Sem fyrr segir hafa íslenskir les- endur blandað sér í umræðuna og hafa margir hverjir verið málefnaleg- ir og reynt, meira og minna án árang- urs, að koma á framfæri þeirri stað- reynd að spurningin snúist ekki um hvort Íslendingar hyggist borga eða ekki borga, heldur um þá afarkosti sem stórum hluta íslensku þjóðar- innar standa til boða til langs tíma litið vegna Icesave-myllunnar. Frændur vorir Norðmenn Vissulega má sjá í athugasemdum á vefsíðu norska Aftenposten að fjöldi fólks hefur samúð með málstað Ís- lendinga en misskilur hvað málið snýst um. En þar er einnig að ,finna KOLBEINN ÞORSTEINSSON blaðamaður skrifar: kolbeinn@dv.is Range Rover í rúst Dýrir jeppar blandast í umræðuna um Icesave. Víkingaskip PeterHVT vill ræna Íslendingum og selja þá, „eins og í Íslendingasögunum.“ Litli og stóri í slag „Fyrst stela þeir fiskinum okkar.“ Breskar herflugvélar Konung- legi breski flugherinn er nefndur til sögunnar vegna Icesave.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.