Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.2010, Qupperneq 20

Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.2010, Qupperneq 20
20 FÖSTUDAGUR 8. janúar 2010 FRÉTTIR Fréttin af ákvörðun forseta Íslands um að synja Icesave-lögun- um staðfestingar fór eins og eldur í sinu um heimsbyggðina. Ráðamenn í Bretlandi og Hollandi hafa farið mikinn í fullyrð- ingum um óáreiðanleika Íslendinga, en sé horft til almennings í þeim löndum og öðrum sýnist sitt hverjum um ábyrgð íslensks almennings í Icesave-málinu. „LOFTÁRÁSIR Á ÖSKJUHLÍГ Engan skyldi undra að sú frétt að Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Ís- lands, hafi synjaði Icesave-lögunum staðfestingar hafa vakið athygli utan landsteinanna. Áhuginn er mismikill eftir löndum, eins og gefur að skilja, og hefur ákvörðun forsetans vak- ið mikla athygli hjá frændum okkar Dönum og svipaða sögu er að segja um Norðmenn sem margir hverjir hafa tjáð sig um málið. Bretar hafa, eðli málsins samkvæmt, farið mik- inn á vefsíðum þarlendra miðla sem á annað borð leyfa athugasemdir. Íslendingar hafa ekki látið sitt eftir liggja og Bretar hafa haft á orði að Ís- lendingar hafi lagt undir sig athuga- semdasvæðið. Inn í umræðuna hafa blandast þorskurinn, orkan, auð- lindir af ýmsum toga, víkingar, rupl og rán, konunglegi breski flugher- inn, innrás, frysting eigna og litli og stóri, svo eitthvað sé nefnt. Ísland er annars vegar kallað land glæpa- manna og óáreiðanlegs fólks og hins vegar land alvörulýðræðis, og þjóð- inni annaðhvort hampað eða óskað góðrar ferðar til heljar. Hótanir og misskilningur Hollenskir fjölmiðlar hafa, líkt og enskir, verið harðorðir í garð ís- lensku þjóðarinnar, enda hafa þar- lendir ráðamenn hótað riftun frí- verslunarsamnings við Íslendinga og skírskotað til samstarfs við Englend- inga um að koma Íslendingum á kné og því ekki að undra að athugasemd- ir á vefsíðum dagblaða í Hollandi og Bretlandi litist af þeirri matreiðslu sem þarlendir ráðmenn hafa boðið upp á. Sem fyrr segir hafa íslenskir les- endur blandað sér í umræðuna og hafa margir hverjir verið málefnaleg- ir og reynt, meira og minna án árang- urs, að koma á framfæri þeirri stað- reynd að spurningin snúist ekki um hvort Íslendingar hyggist borga eða ekki borga, heldur um þá afarkosti sem stórum hluta íslensku þjóðar- innar standa til boða til langs tíma litið vegna Icesave-myllunnar. Frændur vorir Norðmenn Vissulega má sjá í athugasemdum á vefsíðu norska Aftenposten að fjöldi fólks hefur samúð með málstað Ís- lendinga en misskilur hvað málið snýst um. En þar er einnig að ,finna KOLBEINN ÞORSTEINSSON blaðamaður skrifar: kolbeinn@dv.is Range Rover í rúst Dýrir jeppar blandast í umræðuna um Icesave. Víkingaskip PeterHVT vill ræna Íslendingum og selja þá, „eins og í Íslendingasögunum.“ Litli og stóri í slag „Fyrst stela þeir fiskinum okkar.“ Breskar herflugvélar Konung- legi breski flugherinn er nefndur til sögunnar vegna Icesave.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.