Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.2010, Blaðsíða 27
M
Æ
LI
R
M
EÐ
...
... STALÍN
UNGA
Verðskulduð
verðlaunabók.
... VIGDÍSI -
KONA VERÐUR
FORSETI EFTIR
PÁL VALSSON
Lipur bók sem
eykur skilning á
persónu Vigdísar.
... BJARNFREÐARSYNI
Öllu tjaldað til í lokahnykk um
persónurnar í
Vaktaseríun-
um og tekst
frábærlega.
... AVATAR
Stór-
mynd
sem fólk
verður
að sjá í
bíó.
... FLÓTTANUM
MIKLA MEÐ
MORÐINGJ-
UNUM
Frábær plata
hljómsveitar í
framþróun.
FÓKUS 8. janúar 2010 FÖSTUDAGUR 27
Árlegir styrktartónleikar Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna í tólfta sinn:
„Þakklátur góðu fólki“
FÖSTUDAGUR
n Kid Mistik á Jacobsen
Kid Mistik mun koma fram á Jacobsen
og láta ljós sitt skína. Hann býr í
Amsterdam þar sem hann semur lög
sín. Út er að koma hans fyrsta plata sem
heitir First Connect. Með honum spilar
Mike The Jacket. Svakaleg teknóveisla
í gangi.
n Stuð á Prikinu
Stemningin á Prikinu klikkar aldrei
þegar þessir snillingar eru á ferð. Franz
og Kristó munu byrja kvöldið og svo
tekur dj Addi Intro við og heldur fjörinu
uppi langt fram eftir nóttu. Ókeypis inn.
n Boogie nights á Spot
Það verður gríðarleg stemning á Spot á
hinu vinsæla Boogie nights kvöldi þar
sem Dj Fox mun þeyta skífum. Foxinn
er fæddur stuðpinni og viskubrunnur
í músík. Það verður því enginn fyrir
vonbrigðum sem kíkir á Spot í kvöld.
Miðaverð er 1200 krónur og er húsið
opnað klukkan 23.
n Frumsýning í bíó
Kvikmyndin Did you hear about the
Morgans? verður frumsýnd í Laugarás-
bíó. Hugh Grant og Sarah Jessica Parker
fara á kostum í frábærri gamanmynd.
Morgans-hjónin verða óvart vitni að
morði í New York og í kjölfarið setur
lögreglan þau í vitnavernd og flytur
þau í smábæ í Wyoming þar sem lífið
er töluvert einfaldara en í stórborginni,
þeim til mikils ama. Sýningar verða
klukkan 20 og 22:30.
LAUGARDAGUR
n Sniglabandið á Players
Sniglabandið verður ótrúlega
skemmtilegt á Players á laugardaginn.
Það verður enginn ósnortinn yfir því
lagavali sem verður í boði og því ekki
annað að gera en að mæta á staðinn,
biðja um óskalög og dansa eins og
enginn sé morgundagurinn.
n Sixties á 800 bar
Gleðihljómsveitin Sixties skemmtir
gestum á 800 bar þetta kvöldið. Þeir
sem þekkja til þeirra vita hvað þeir
fá þegar þeir mæta. Það kostar 1000
krónur inn til miðnættis en 1500 krónur
eftir miðnætti. Húsið opnað klukkan 23.
n Siglfirðingar á Spot
Í kvöld munu Siglfirðingar koma saman
og sýna hvað í þeim býr. Skemmtana-
stjóri er Friðfinnur Hauksson og mun
hann kynna til leiks Einsa og Gotta,
Jóa samfesting og hljómsveitirnar Our
Lives, Max og Cargo. Miðaverð er 1500
krónur og hefst dagskrá klukkan 22.
n Agent Fresco á Sódómu
Frá klukkan 21 verður tónlistarveisla
í boði góðra hljómsveita á skemmti-
staðnum Sódómu. Fram koma Agent
Fresco, Útidúr, Who knew og For
a Minor Reflection. Útidúr kynnir
nýjan gítarleikara og Who knew og hin
böndin sýna hvað í þeim býr. Mestu
stuðtónleikar ársins. 1000 krónur kostar
inn.
n Víkingur og Ran Dank í Salnum
Snillingurinn Víkingur Heiðar Kristjáns-
son sem nýverið hlaut bjartsýnisverð-
launin 2009 og Ran Dank munu leiða
saman hesta sína á tónleikum í Salnum
í Kópavogi þar sem þeir flytja verk
eftir J. S. Bach, Zimmermann, Debussy,
Ravel, Mozart, Lutoslawski og Strauss.
Tónleikarnir hefjast klukkan 17 og
nálgast má miða á midi.is.
Hvað er að
GERAST?
„Ég valdi mér alltaf einn stað fyrir
hverja mynd og teiknaði út frá hon-
um. Ég passaði mig á því að halda
honum því ef ég fór kannski hund-
rað metra í aðra hvora áttina þá var
sjónarhornið allt annað og allt önn-
ur mynd sem hefði komið út úr því.“
Garðar passaði sig líka á því að velja
sér alltaf staðsetningu í svipaðri hæð
fyrir allar myndirnar. „Það skeikar
kannski tuttugu metrum í mesta lagi.“
Það eina sem Garðar notaði við
gerð teikninganna var blýantur, blað
og augun. „Ég vildi ekki sjá ljósmynd-
ir. Það er ekkert vit í því. Ljósmyndir
teygja og toga og sýna hlutina aldrei
alveg eins og þeir eru. Ég sé mjög vel
og treysti sjóninni mikið betur en ljós-
myndinni.“
Garðar byrjaði á því að teikna
skissur af fjöllunum en kláraði teikn-
ingarnar svo heima eða á vinnustofu
sinni. Þar sem allar teikningarnar eru
blýantsteikningar þurfti Garðar að
skyggja mikið í þeim. „Og haugurinn
af blýöntunum sem ég notaði,“ seg-
ir hann og hlær. Garðar teiknaði svo
mikið og svo stíft að blýrykið var far-
ið að hafa slæm áhrif á hann. „Það var
farið að fara svolítið í augun og háls-
inn á mér. Blýið getur verið mjög vara-
samt og lúmskt en ég bara get ekki
notað grímu. Hef aldrei getað unnið
með grímu.“
Þó að teikningarnar hafi krafist
mikillar vinnu segir Garðar að þetta
hafi verið sér frekar auðvelt viðfangs-
efni þar sem hann þekki fjöllin það
vel. „Ég þekki þessi fjöll inn og út.“
Verkið bundið í bók
Garðar hefur í gegnum árin unnið
mikið með Birni Roth en hann er einn
af þeim sem hafa gert hvað mest í að
koma Skaftfelli á þann stall sem það
er á í dag. „Þegar ég sagði Birni frá
því að ég ætlaði að teikna fjallahring-
inn svaraði hann um hæl: „Þá höld-
um við sýningu.““ Það er sýningin sem
nú er uppi í Skaftfelli en Björn lét ekki
þar við sitja heldur hannaði hann bók
utan um verk Garðars sem seld var á
opnuninni.
„Þessi bók er meistaraverk og ég er
himinlifandi með hana,“ segir Garð-
ar en bókin er eins og teikningarnar á
sýningunni metri á lengd. Gerð voru
hundrað eintök af bókinni en þessi
glæsilegi safngripur seldist nánast
upp á opnuninni. Von er á fleiri ein-
tökum af bókinni innan tíðar.
Garðar segist alltaf hafa átt gott
samstarf við Björn og einnig Dieter
föður hans meðan hann var á lífi. Eft-
ir að Dieter lést var stofnuð Roth-lista-
akademían en lögheimili hennar er
einmitt skráð í Skaftfelli.
Teikningarnar af fjöllunum eru þó
aðeins helmingurinn af verki Garðars.
Þær eru 25 talsins eins og áður sagði
en aðrar 25 teikningar eru af útlínum
fjallanna með öllum helstu örnefn-
um þeirra. Það er sá partur verksins
sem Garðari þykir hvað vænst um.
„Það var aðeins einn maður sem kom
til greina hjá mér til að fá í það verk.
Það var Vilhjálmur Hjálmarsson frá
Brekku í Mjóafirði.“
Vilhjálmur er 95 ára og Garðar seg-
ir að þeir hafi verið flottir félagarnir
þegar þeir voru að vinna verkið sam-
an. Samtals telji þeir tæp 200 ár í aldri
en láti það nú ekki aftra sér.
Stórborgin Reykjavík
Garðar er fæddur í Baldurshaga á
Seyðisfirði árið 1926 en hann var far-
inn að teikna og mála af mikilli list að-
eins tíu ára gamall. Þegar hann var svo
tvítugur ákvað hann að fara til Reykja-
víkur til að sinna listinni betur.
„Ég gleymi því ekki þegar ég fór
suður til Reykjavíkur. Ég hélt að ég
væri að koma í stórborg.“ Fljótlega eft-
ir að Garðar fór suður fór hann í nám í
Iðnskólanum en áður en langt um leið
var hann farinn að aðstoða kennarana
í skólanum. „Stærðfræði hefur alltaf
legið vel fyrir mér. Ég hef alltaf átt auð-
velt með það. Stærðfræði, teikningar
og rúmfræði.“ Á þessum tíma voru 900
nemendur í skólanum og Garðar segir
kennara hafa verið of fáliðaða og bekk-
ina of stóra. Þess vegna hafi hann verið
að aðstoða.
Á starfsferli sínum hefur Garðar
byggt fjölmörg hús og meðal annars
á Seyðisfirði. Félagsheimilið Herðu-
breið, sjúkrahúsið og íþróttahúsið eru
til dæmis allt hús sem Garðar byggði
að öllu leyti eða hluta til.
„Ég hef aldrei vílað neitt fyrir mér
og lengi rekið fyrirtæki með fjölda
manns í vinnu. Ég nýt mín best í stóru
verkefnunum. Eins og ég sagði áðan
þá er ég ekki mikið fyrir smáverk. Ég
er Grímseyingur í föðurættina og það
voru sko karlar sem munaði um. Við
þyrftum nú að eiga svoleiðis jaxla í dag.
Okkur vantar svoleiðis menn í dag.“
Og frá Grímseyingunum og þeirra
atgervi berst talið að stjórnmálum sem
Garðar gefur lítið fyrir og vill helst ekki
hugsa um. „Ég lifi og hrærist í mynd-
listarheiminum. Ég vil ekki sjá þessa
pólitík. Það er ekki hægt að anda henni
að sér einu sinni. Þetta er kjötkatla-
lið alveg eins og það leggur sig, þetta
stjórnmálafólk, og ég ber ekki virðingu
fyrir því fyrir fimm aura. Mér er alveg
sama hvað öðrum finnst en allir þessir
flokkar eru steingeldir alveg,“ og segir
Garðar það ansi hart á blásaklaus al-
menningurinn þurfi að borga brúsann
fyrir útrásina miklu.
Framtíðin björt í Skaftfelli
Það var eins og áður sagði á 100 af-
mæli Seyðisfjarðar sem hugmyndin
að listamiðstöð í Skaftfelli kom upp
en hún var komin á laggirnar þremur
árum seinna. „Þorvaldur Þorsteinsson
rithöfundur kom með þá hugmynd
að breyta Skaftfelli í listamiðstöð,“ en
Garðar var þá með verkstæði í hús-
inu. „Hann spurði mig hvort ég vildi
láta hann hafa húsið ef hann fengi hóp
listamanna með sér til þess að byggja
upp listamiðstöð og ég sagði strax
ókei, þú mátt eiga húsið.“
Björn og Dieter Roth eru með-
al þeirra listamanna sem tóku virkan
þátt í uppbyggingunni sem og Lista-
háskóli Íslands og fleiri. „Listaháskól-
inn trúði strax á þetta og það skipti líka
miklu máli.“ Aðspurður segist Garðar
ekki í efa um að framtíð Skaftfells sé
björt og það muni um ókomna tíð vera
ein helsta menningarmiðstöð Austur-
lands og þó víðar væri leitað.
Andlit í fjöllunum
Eins og glöggir sýningargestir hafa
veitt athygli á sýningu Garðars bregð-
ur fyrir andlitum í nokkrum af teikn-
ingunum. „Þegar ég var að teikna
norður-fjöllin kom þarna fjögurra
kílómetra kafli sem var ósköp svip-
laus og einsleitur. Ég ákvað því lífga
aðeins upp á þetta. Nokkuð ómeðvit-
að líka því sum þessara andlita komu
bara af sjálfu sér. En ef maður skoðar
teikningarnar vel þá er þar að finna
alls konar fígúrur og andlit. Enda sér
maður það líka í mörgum fjöllum um
land allt ef maður rýnir vel í þau,“ segir
Garðar að lokum.
asgeir@dv.is
Ánægður með bókina Garðar
flettir bókinni sem Björn Roth
hannaði utan um verk hans.
Fjallahringurinn Á sýning-
unni í Skaftfelli á Seyðisfirði
eru 50 blýantsteikningar.
„Maður er þakklátur góðu fólki,“
segir Einar Bárðarson, en hann
stendur á bak við hina árlegu stór-
tónleika Styrktarfélags krabba-
meinssjúkra barna sem fram fara
í tólfta sinn í Háskólabíói þann 16.
janúar næstkomandi.
Miðasalan er hafin á tónleikana
og hafa margir af þekktustu tónlist-
armönnum landsins staðfest þátt-
töku sína. Meðal þeirra eru Ingó
og Veðurguðirnir, Buff, Hvanndals-
bræður, Friðrik Ómar og Jógvan, Jó-
hanna Guðrún og Sálin hans Jóns
míns en þeir hafa spilað á þess-
um tónleikum öll tólf árin. „Það er
gaman að vera í aðstöðu til að geta
haldið þessa tónleika og fá tónlist-
arfólk með í þetta. Þar að auki fáum
við húsið frítt og Einar Björnsson,
eigandi EB kerfa, hefur lánað okk-
ur tæki, tól og mannskap.“ Enn eiga
eftir að birtast fimm nöfn flytjenda
sem munu koma fram og má búast
við þeim eftir helgina.
Árlega greinast tíu til tólf börn
undir átján ára aldri með krabba-
mein og er tilgangur styrktarfélags-
ins að styðja fjölskyldur þeirra fé-
lagslega og fjárhagslega eftir bestu
getu. Hafa þessir styrktartónleik-
ar vegið hvað mest í að gera það
að raunveruleika. Á hverjum tón-
leikum safnast að meðaltali um 2,5
milljónir króna. Hægt er að nálgast
miða á midi.is.
asdisbjorg@dv.is Fé safnað á styrktartónleikum Fjöldi listamanna hefur tilkynnt þátttöku sína
á tónleikunum.
... Bikardraum-
um eftir Skapta
Hallgrímsson
Heimildaþrekvirki
sem inniheldur
bæði ómetanlegar
og skemmtilegar upplýsingar.