Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.2010, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 8. janúar 2010 FRÉTTIR
Árni Johnsen
„Það er skelfilegt að sjá að
hæstvirt ríkisstjórn Íslands
skuli leiða Ísland fram sem
efnahagslega nýlendu
Breta og Hollendinga og
hinna í kæfubelgnum í
Brussel. Við baráttumenn
Íslands stöndum vaktina
áfram, sækjum fram nótt og dag til þess
að eyða þeim ólögum sem Ice-
save-samningurinn er ... Syngið, góðir
landsmenn og hæstvirtir þingmenn,
syngið þjóðsönginn í
hjarta ykkar um áramótin,
og líka upphátt.“
Ásbjörn Óttarsson
„Þessir samningar vega að
efnahagslegu sjálfstæði
þjóðarinnar ... Ég segi nei
og vísa allri ábyrgð á þessa ömurlegu
Icesave-kommúnistastjórn.“
Birgir Ármannsson
„Það er óskiljanlegt að
þeir þingmenn sem
bundu stuðning sinn við
þetta mál við fyrirvarana
frá því í sumar skuli geta
stutt það núna þegar búið
er að eyðileggja alla þá
fyrirvara og öryggisventla
sem mestu máli skiptu fyrir Ísland.“
Bjarni Benediktsson
„Það dugar ekki fyrir rík-
isstjórnina að vísa ábyrgð
vegna þessa máls á aðra.
Þeirra er niðurstaðan í
þessu máli, þeirra sem
tóku hér við völdum í
febrúar... Þeirra er vaxtaákvæðið, þeirra
er heildarfjárhæð skuldbindinganna,
þeirra er lögsaga bresku dómstólanna.
Þeirra er friðhelgisákvæðið, þeirra eru
öll ákvæði þess samnings sem hér
gengur til atkvæðagreiðslu og þeir hafa
neitað þjóðinni um að hafa skoðun á.
Það er mikill misskilningur hjá hæstvirt-
um þingmönnum stjórnarflokkanna að
þeir geti ekki borið ábyrgð á þessu máli
og líka sent það til þjóðarinnar. Í því
liggur mikill misskilningur.“
Einar K. Guðfinnsson
„Þetta er afleitur samning-
ur sem mun leggja þungar
byrðar á almenning. Hann
mun ekki auðvelda okkur
efnahagslega viðreisn,
heldur tefja hana... Það
eru þjóðarhagsmunir að
fella þessa samninga. Ég hafna þessum
óþurftarsamningum...“
Illugi Gunnarsson
„Okkur ber að segja nei
og það er hörmulegt að
ríkisstjórninni skuli hafa
mistekist að ná samstöðu
á Alþingi og með þjóðinni
í málflutningi okkar gegn
hinum erlendu ríkjum
sem ætla að kúga okkur
til þess að greiða peninga sem okkur
ber ekki skylda til að greiða.“
Guðlaugur Þór Þórðarson
„Af hverju styðja stjórnarliðar þessa
niðurstöðu? Af tveimur ástæðum:
Vinstri-grænir, sem við getum kallað
valdaglaða, gera það út af völdum... Hin
ástæðan er að Samfylkingin trúir því...
að við öðlumst virðingu
hjá Evrópusambandinu
með því að lyppast niður
og hún trúir því að þetta
muni reddast einhvern
veginn ef það verður bara
farið í þetta stórkostlega
ríkjabandalag vinaþjóða okkar.“
Kristján Þór Júlíusson
„Engin lagaleg skylda, hvorki sam-
kvæmt íslenskum né
evrópskum rétti, hvílir á
Íslandi um greiðslu þeirrar
fjárhæðar sem krafist er
með afar óbilgjörnum
hætti... Nauðungar-
samningarnir vega að
efnahagslegu sjálfstæði
þjóðarinnar, þeir stefna tækifærum
ungra Íslendinga í voða.“
Þingmenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks stíga í og úr varðandi þjóðaratkvæðagreiðslu um Ice-
save-lögin og vilja nú margir sneiða hjá henni ef mögulegt er. Stjórnarliðar saka þá um að leika tveimur
skjöldum; annað veifið vilji þeir ekkert borga en segi nú að aldrei hafi annað staðið til en að Íslendingar
stæðu við skuldbindingar sínar. Svona gerðu þingmenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks grein fyrir
atkvæði sínu um Icesave.
Þetta sögðu þau á Alþingi
„Ég ætla ekki í orðahnippingar við
forseta Íslands,“ segir Össur Skarp-
héðinsson utanríkisráðherra um
þau orð forsetans í samtali við blaða-
menn í gær að boðsend greinargerð
ríkisstjórnarinnar til hans um Ice-
save-málið væri vangaveltur emb-
ættismanna.
Áður en Ólafur Ragnar Gríms-
son forseti vísaði Icesave-lögunum
til ákvörðunar þjóðarinnar ræddi
hann við fjóra ráðherra, þeirra á
meðal Össur, síðastliðinn sunnudag.
Sjálfur vann forsetinn að yfirlýsingu
sinni fram á aðfaranótt þriðjudags.
Tafir hefðu orðið á því verki og því
hefði hún borist ríkisstjórninni seint
í þeirri mynd sem hann taldi ákjós-
anlega. Baðst hann forláts á því.
„Mér þykir miður að forsetinn
geri lítið úr greinargerð ríkisstjórn-
arinnar. Það, sem hann kallar vanga-
veltur embættismanna, var yfirfarið
af þeim manni sem mestur trúnaður
hefur verið sýndur í peningamálum
þjóðarinnar. Hann er forsetanum að
góðu kunnur: Hann er seðlabanka-
stjóri og heitir Már Guðmundsson.“
Þingmenn og þjóðaratkvæði
Á fundi með blaðamönnum í gær
gaf Ólafur Ragnar aðspurður engar
nánari skýringar á því til hvaða þing-
manna hann hefði vísað í yfirlýsingu
sinni er hann synjaði lögunum um
Icesave-skuldbindingarnar staðfest-
ingar síðastliðinn þriðjudag. Í yfirlýs-
ingunni vísar forsetinn til þess að um
fjórðungur kosningabærra manna
hafi skorað á hann að synja lögun-
um staðfestingar. „Skoðanakannanir
benda til að yfirgnæfandi meirihluti
þjóðarinnar sé sama sinnis. Þá sýna
yfirlýsingar á Alþingi og áskoranir
sem forseta hafa borist frá einstök-
um þingmönnum að vilji meirihluta
alþingismanna sé að slík þjóðarat-
kvæðagreiðsla fari fram.“
Ólafur Ragnar sagði að hægt væri
að fletta í Þingtíðindum eða fara á
netið til fá upplýsingar. Hann minnt-
ist á atkvæðagreiðslu á þingi 30.
desember þar sem þjóðaratkvæða-
greiðsla var felld. „Hins vegar kom
skýrt fram við þá atkvæðagreiðslu,
að þingmenn sem greiddu at-
kvæði gegn þeirri tillögu lýstu
því yfir að fyrst ætti Alþingi
að afgreiða málið og svo ætti
þjóðaratkvæðagreiðslan að
fara fram... Mér finnst ekki
rétt að fjalla um það hér
hvort ég hafi fengið beinar
áskoranir frá þingmönn-
um eða ekki. Auðvitað geta
þingmenn haft samband
við forseta, eins og allir aðr-
ir,“ sagði Ólafur Ragnar og
minntist á fyrirliggjandi af-
stöðu fjögurra þingmanna
VG.
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, segir ekkert nýtt hafa
komið fram í minnispunktum sem ríkisstjórnin sendi honum
með hraði skömmu áður en hann synjaði Icesave-lögunum stað-
festingar síðastliðinn þriðjudag. Hann kveðst auk heldur taka
lýðræðið fram yfir markaðinn og fjárhagsleg rök.
HÆSTÁNÆGÐUR FORSETI
Á Bessastöðum Ólafur Ragnar Grímsson forseti segist velja lýðræðið ef valið standi á milli þess og fjárhagslegra hagsmuna eða markaðarins.
JÓHANN HAUKSSON
blaðamaður skrifar: johannh@dv.is