Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.2010, Page 15
FRÉTTIR 8. janúar 2010 FÖSTUDAGUR 15
Útvarpshlustun á Rás 2 hefur dalað verulega síðustu mánuði og Bylgjan náð afgerandi forskoti. Hressa
á Morgunútvarp Rásar 2 við, með því að fá Ólaf Stefánsson inn sem pistlahöfund. Lára Hanna Einars-
dóttir hefur hins vegar verið skorin niður og flytur héðan í frá einn pistil í mánuði.
Verulega hefur dregið úr útvarps-
hlustun á Rás 2 síðustu mánuði,
í samanburði við Bylgjuna. Sam-
kvæmt tölum frá Capacent Gallup
dróst hlustun á Rás 2, í mínútum
talið, saman um 14 prósent í ald-
urshópnum 18-49 ára frá verslun-
armannahelgi og fram að jólum. Á
sama tíma jókst hlustun á Bylgjuna
um 4 prósent í sama aldurshópi.
Hver Íslendingur á aldrinum 18-
49 ára hlustar að meðaltali á Bylgj-
una í 350 mínútur á viku, en sami
aldurshópur hlustar í 175 mínútur á
viku á Rás 2. Þetta forskot hefur kall-
að á nokkrar dagskrárbreytingar hjá
Rás 2.
Ólafur Stefánsson fyrir Láru
Morgunútvarp Rásar 2 hefur geng-
ið í gegnum nokkrar breytingar að
undanförnu til þess að hressa upp á
hlustunina. Margrét Marteinsdótt-
ir og Sveinn H. Guðmarsson munu
stýra Morgunútvarpinu, en blogg-
arinn og pistlahöfundurinn Lára
Hanna Einarsdóttir munu fá umtals-
vert smærra hlutverk í framtíðinni
en hún hafði áður. Lára Hanna hef-
ur hingað til flutt vikulega pistla um
þjóðfélagsmál á föstudagsmorgnum.
Hún hefur nú verið skorin niður og
mun einungis flytja pistil mánaðar-
lega héðan í frá.
Annar liður í því að reyna að
auka hlustunina er að fá Ólaf Stef-
ánsson handboltamann og Auði
Haralds rithöfund til þess að flytja
pistla á föstudögum á móti Láru
Hönnu.
Ekki verið að draga tennurnar
úr Láru
Það vakti nokkra athygli að pistl-
ar Láru Hönnu skyldu skornir nið-
ur í morgunútvarpinu, enda nýtur
hún mikilla vinsælda sem bloggari
og pistlahöfundur. Þessar breytingar
koma skömmu áður en skýrsla rann-
sóknarnefndar Alþingis verður birt,
en vitað er að Lára ætlaði að sinna
niðurstöðum skýrslunnar af krafti.
Hún vill sjálf lítið tjá sig um þessa
ákvörðun Ríkisútvarpsins. „Einn
pistill í mánuði er náttúrulega lítið
þegar maður er að fjalla um samfé-
lags- og spillingarmál,“ segir hún.
Aðspurð hvort hún haldi áfram að
flytja pistla í Morgunútvarpinu segist
hún ekki vita hvað hún geri.
Margrét Marteinsdóttir, yfirmað-
ur dægurmálasviðs Ríkisútvarpsins,
segir að ákveðið hafi verið að fækka
pistlum Láru Hönnu til að fá meiri
fjölbreytni inn. Aðspurð hvort pistl-
ar Láru Hönnu hafi þótt of umdeildir
segir Margrét það af og frá, en nýlega
voru sagðar fréttir af því að Bubbi
Morthens hefði fengið gula spjald-
ið fyrir hispurslausa umfjöllun í út-
varpsþætti sínum Færibandinu.
Margrét neitar því einnig að ver-
ið sé að draga tennurnar úr Láru
Hönnu áður en skýrslan verður
birt og segir að vel komi til geina að
kalla hana til í frekari pistlaskrif. „Við
erum að fá Auði Haralds, það er ekki
manneskja sem hefur legið á skoð-
unum sínum og það er spennandi að
fá Ólaf Stefánsson inn,“ segir hún.
VALGEIR ÖRN RAGNARSSON
blaðamaður skrifar: valgeir@dv.is
RÁS 2 HRAPAR
Í HLUSTUN
Ólafur Stefánsson Verður pistlahöf-
undur á Rás 2. MYND SIGTRYGGUR ARI
Lára Hanna Einarsdóttir Bloggarinn
og pistlahöfundurinn hefur hingað til
flutt pistla vikulega, en mun gera það
mánaðarlega héðan í frá.
Ríkisútvarpið Hefur
tapað verulegri hlustun í
aldurshópnum 18-49 ára í
samanburði við Bylgjuna.
MYND BRAGI ÞÓR