Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.2010, Page 34

Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.2010, Page 34
UMSJÓN: KJARTAN GUNNAR KJARTANSSON, kgk@dv.is Guðríður Oktavía Egilsdóttir KENNARI Guðríður fæddist í Reykjavík og ólst þar upp í vaxandi bæ. Hún lauk ljósmæðraprófi 1941, kennaraprófi 1963 og kenndi síðan við Hagaskóla í Reykjavík. Fjölskylda Guðríður giftist 22.4. 1943, Adolf Guðmundssyni, f. 7.7. 1917, d. 25.8. 1965, yfirkennara í Reykjavík. Hann var sonur Soffiu Baldvinsdóttur, frá Stakkahlíð í Loðmundarfirði og Ad- olfs Guðmundssonar, loftskeyta- manns og dómtúlks í Reykjavík. Adolf Guðmundsson kennri var fóstursonur séra Friðriks Friðriks- sonar, æskulýðsleiðtoga og stofn- anda KFUM. Synir þeirra Guðríðar Egilsdótt- ur og Adolfs Guðmundssonar eru Friðrik Adolfsson, f. 6.6. 1944, d. 5.4. 2007, verkfræðingur í Reykja- vík, var kvæntur Miriam Öddu Rub- ner frá Ísrael og eignuðust þau þrjú börn. Friðrik og Miriam skildu; Þórður Adolfsson, f. 29.11. 1952, framkvæmdastjóri, kvæntur Sig- rúnu Ástu Haraldsdóttur deildar- stjóra. Þórður var áður kvæntur El- ínu Guðmundsdóttur kennara frá Bolungarvík. Þau eignuðust 3 börn. Systkini Guðríðar: Agla Þórunn Egilsdóttir, f. 29.6. 1921, d. 21.6. 1959; Þórunn Egilsdóttir, f. 15.8. 1912, d.12.03. 2000; Guðbjörg Eg- ilsdóttir, f. 20.6. 1911, d. 4.5. 1997; Þórður Egilsson, f. 20.2. 1909, d. 7.7. 1921. Foreldrar Guðríðar voru hjónin Egill Þórðarson, f. 2.11. 1886, d. 6.1. 1921, skipstjóri, frá Ráðagerði á Sel- tjarnarnesi, og Jóhanna H. Lárus- dóttir, f. 9.12. 1886, d. 22.12. 1962, húsfreyja. Ætt Egill skipstjóri í Ráðagerði var son- ur Þórðar, b. og hafnsögumanns í Ráðagerði á Seltjarnarnesi Jóns- sonar, og Þórunnar Jónsdóttur, frá Mýrarhúsum. Afi og amma afmæl- isbarnsins í móðurætt voru bænd- ur að Gerðubergi í Eyjahreppi í Hnappadalssýslu. Jóhanna móðir Guðríðar var dóttir Lárusar bónda á Gerðubergi Gíslasonar og Guð- bjargar Kristjánsdóttur frá Rauða- mel. 90 ÁRA Á SUNNUDAG 80 ÁRA Á SUNNUDAG Unnur I. Arngrímsdóttir DANSKENNARI OG FRAMKVÆMDASTJÓRI Unnur fæddist í Reykjavík 10.1. 1930 og ólst þar upp. Hún lauk barnaskólaprófi frá Skildinganes- skóla í Skerjafirði, gagnfræðaprófi frá Gagnfræðaskóla Austurbæjar 1947, stundaði nám við Dansins- titude Carlsen í Kaupmannahöfn og lauk þaðan danskennaraprófi 1960, auk þess sem hún stundaði nám við módelskóla í Kaupmannahöfn og í Boston í Bandaríkjunum. Unnur stofnaði, ásamt manni sínum, Dansskóla Hermanns Ragn- ars og kenndi þar dans og starfaði við skólann frá 1958. Þá stofnaði hún Snyrti- og tískuskólann 1963 og stofnaði Módelsamtökin 1967 og hefur verið framkvæmdastjóri þeirra um langt árabil auk þess að hafa verið aðalkennari á námskeiðum Módel samtakanna og þjálfað og út- skrifað fjölda nemenda sem starfað hafa við sýningarstörf hér á landi og erlendis. Unnur  varð síðan deildarstjóri í Félagsmiðstöðinni Árskógum. Unnur hefur kennt dans og hald- ið námskeið víða um land og leið- beint með snyrtingu, hárgreiðslu, fataval, framkomu og fleira um ára- tuga skeið. Þá fór hún nokkrar ferðir sem skemmtanastjóri á vegum Sam- vinnuferða-Landsýnar til Spánar og Írlands. Unnur var stofnandi  Danskenn- arasambands Íslands og var for- maður þess í tvö ár, sat í stjórn Kven- skátafélags Reykjavíkur um tíma  og hefur gegnt fjölda trúnaðarstarfa innan Oddfellowreglunnar. Unnur hefur skrifað greinar í blöð og tímarit um framkomu og snyrt- ingu. Hún átti hlut að útkomu bókar- innar Litirnir mínir og ritaði kaflann um Arngrím Kristjánsson skólastjóra í bókina Faðir minn skólastjórinn. Fyrir ári síðan skrifaði hún og gaf út bók um framkomu og siðvenjur. Unnur hlaut Exit-verðlaun Félags kvenna í atvinnurekstri, árið 2001, og er heiðursfélagi Dansráðs Íslands. Fjölskylda Eiginmaður Unnar var Hermann Ragnar Stefánsson, f. 11.7. 1927, d. 10.6. 1997, danskennari. Hann var sonur Stefáns Sveinssonar, verk- stjóra á Kirkjusandi, og Rannveig- ar Ólafsdóttur húsmóður. Foreldr- ar Hermanns Ragnars bjuggu fyrst á Hvammstanga og síðar á Siglufirði en fluttu til Reykjavíkur 1920. Börn Unnar og Hermanns Ragn- ars eru Henny, f. 13.1. 1952, dans- kennari en maður hennar er Bald- vin Berndsen framkvæmdastjóri og á hún tvö börn, Unni Berglindi Guð- mundsdóttur sem býr í Suður-Afríku en maður hennar er Daníel Franic- es Jeppe lögmaður og eiga þau son- inn Daníel Franices, og  Árna Henrý Gunnarsson viðskiptaráðgjafa en sonur hans er Alexander Svav- ar; Arngrímur, f. 1.12. 1953, fram- kvæmdastjóri, kvæntur Önnu Hall- grímsdóttur fjármálastjóra og eiga þau þrjú börn, Hallgrím Örn jarð- verkfræðing sem er kvæntur Ástu Sóllilju og eiga þau tvö börn, Sunnu Dís og Snorra Snæ,  Hermann orku- tæknifræðing, og Hauk atvinnuflug- mann; Björn, f. 26.8. 1958, rekstr- arfræðingur, kvæntur Helgu Bestlu Njálsdóttur, fjármálastjóra Skjásins, og eru þeirra börn Guðbjörg Birna, BS í verkfræði,  Hermann Ragnar, laganemi og handboltamaður í FH, og Jóhann Ívar nemi. Sambýlismaður Unnar er Gunn- ar Valgeirsson, f. 30.6. 1930, flugvirki. Systir Unnar er Áslaug Helga, f. 27.8. 1934, húsfrú í Hveragerði, gift Baldri Maríussyni garðyrkjufræðingi og eiga þau fjögur börn, Unni, Arn- grím, Birgi og Andreu. Foreldrar Unnar voru Arngrím- ur Kristjánsson, f. 28.9. 1900, d. 5.2. 1959, skólastjóri Melaskólans í Reykjavík, og k.h., Henny Othelie f. Helgesen, f. 2.11. 1899, d. 16.9. 1967, húsmóðir. Ætt Henny Othelie fæddist í Bergen en flutti með manni sínum til Íslands 1928. Hún var dóttir Helmer Helge- sen, starfsmanns við Rafveituna í Bergen, og k.h., Ingeborg Helgesen húsmóður. Foreldrar Arngríms voru Krist- ján, b. á Sigríðarstöðum í Ljósavatns- skarði, bróðir Helgu, móður Jóns Péturssonar, prófasts á Kálfafells- stað í Suðursveit. Kristján var sonur Skúla, b. á Sigríðarstöðum Kristjáns- sonar, og Elísabetar Þorsteinsdóttur, systur Rósu, ömmu Margrétar Thor- lacius lækningamiðils og Magnúsar Thorlacius hrl. Önnur systir Elísa- betar var Guðrún, móðir Sigtryggs, föður Karls, skálds á Húsavík. Móðir Elísabetar var Guðrún Jó- hannesdóttir, b. í Leyningi Halldórs- sonar, b. á Reykjum í Fnjóskadal Jónssonar, b. á Reykjum Péturssonar, ættföður Reykjaættarinnar. Móðir Arngríms var Unnur Jó- hannsdóttir, b. á Skarði í Grýtu- bakkahreppi Bessasonar. Unnur fagnar 80 ára afmæli sínu með fjölskyldu og vinum að Árskóg- um 4, Reykjavík, sunnudaginn 10.1. kl. 16.00. Steinunn fæddist í Reykjavík en ólst upp í Mosfellsbæ. Hún var Varmár- skóla og Gagnfræðaskóla Mosfells- bæjar, lauk stúdentsprófi frá MA, BS-prófi í byggingaverkfræði við HÍ 2005 og hefur stundað nám í mynd- list við Myndlistaskólann í Reykjavík sl. þrjú ár. Steinunn var fyrsti kvenneminn hjá Ístaki og starfaði þar við mæl- ingar og fleira 2002-2005, starfaði hjá Íslenskum aðalverktökum um skeið og hjá teiknistofunni Batterí- inu 2006-2009. Steinunn hefur unnið að eigin hönnun skartgripa sl. ár. Þá var hún stigavörður í spurningaþáttunum Gettu betur 2004-2009. Steinunn var formaður Félags framhaldsskólanema 2001, sat í stúdentaráði HÍ fyrir Vöku, sat í stjórn SUS, sat í jafnréttisnefnd Reykjavíkurborgar og er nú gjald- keri í foreldrafélagi leikskólans Ásar í Garðabæ. Fjölskylda Eiginmaður Steinunnar er Stefán Eiríks Stefánsson, f. 7.5. 1980, verk- fræðingur og forstöðumaður gjald- eyrismiðlunar hjá Íslandsbanka. Synir Steinunnar og Stefáns eru Snorri Þór, f. 31.3. 2005; Friðrik Trausti, f. 25.10. 2006; Nikulás Flosi, f. 30.7. 2009. Systkini Steinunnar er Niku lás Árni Sigfússon, f. 8.1. 1980, verk- fræðingur í Hafnarfirði; Guðrún Mist Sigfúsdóttir, f. 14.7. 1986, nemi í lögfræði við HÍ; Þorkell Helgi Sig- fússon, f. 17.6. 1988, söngnemi við Listaháskóla Íslands; Sindri Sigfús- son, f. 22.5. 1995, grunnskólanemi í Kópavogi. Foreldrar Steinunnar eru Sigfús Þór Nikulásson, f. 6.12. 1957, lækn- ir og meinafræðingur í Kópvogi, og Hulda Sigríður Jeppesen, f. 2.4. 1958, sjúkraþjálfari í Hafnarfirði. Eiginkona Sigfúsar er Mist Þor- kelsdóttir, f. 2.8. 1960, deildarfor- seti tónlistardeildar Listaháskóla Ís- lands. Maður Huldu Sigríðar er Guð- mundur Jón Stefánsson, f. 12.4. 1963, húsgagnasmiður. Sonur hans er Daði Már Guðmundsson, f. 7.4. 1991. KJARTAN GUNNAR KJARTANSSON rekur ættir þjóðþekktra Íslendinga sem hafa verið í fréttum í vikunni, rifjar upp fréttnæma viðburði liðinna ára og minnist horfinna merkra Íslendinga. Lesendur geta sent inn tilkynningar um stórafmæli á netfangið kgk@dv.is 30 ÁRA Á FÖSTUDAG Steinunn Vala Sigfúsdóttir VERKFRÆÐINGUR OG SKARTGRIPAHÖNNUÐUR Hrafnkell Gunnarsson SJÓMAÐUR Í HAFNARFIRÐI Hrafnkell fæddist í Brekku í Garða- hreppi og ólst upp í Garðahreppi. Hann fór ungur til sjós, var fyrst á togaranum Maí frá Hafnarfirði og var lengst af sjómaður á bát- um og togurum frá Hafnarfirði. Þá gerði Hrafnkell út báta frá Breið- dalsvík um nokkurra ára skeið. Hann stundaði auk þess fisk- vinnslu í Hafnarfirði í nokkur ár en er nú bensínafgreiðslumaður hjá Skeljungi í Garðabæ. Fjölskylda Hrafnkell kvæntist 13.7. 1975 Krist- ínu Ellen Hauksdóttur, f. 4.5. 1950, stöðvarstjóra. Hún er dóttir Hauks Gíslasonar og Ragnheiðar Ragnars- dóttur, bænda i Holti í Breiðdalsvík. Sonur Hrafnkels frá því áður er Bjarni, f. 5.5.1972, sjómaður í Hafn- arfirði. Börn Hrafnkels og Kristínar El- lenar eru Daði, f. 11.2. 1977, tann- læknir í Reykjavík en kona hans er Herborg Jónasdóttir húsmóðir og eiga þau tvö börn auk þess sem hann á dóttur frá fyrri sambúð; Ragnheiður Diljá, f. 10.12. 1984, nemi. Fóstursonur Hrafnkels og son- ur Kristínar Ellenar er Gauti Brynj- ólfsson, f. 6.4. 1973, starfsmaður hjá ALCOA á Reyðarfirði, búsettur á Egilsstöðum en kona hans er Þórdís Kristvinsdóttir og eiga þau tvo syni. Systkini Hrafnkels eru Sveinn Gunnarsson, sjómaður á Hvamms- tanga; Sveinbjörn Pálmi Gunnars- son, nú látinn, var verkamaður í Hafnarfirði; Ingvar Gunnarsson, fórst með Hólmari frá Sandgerði, sjómaður; Jón Ragnar Gunnarsson, sjómaður í Hafnarfirði; Kolbrún Kristín Gunnarsdóttir, verslunar- maður í Reykjavík; Hjörtur Laxdal Gunnarsson, verkmaður í Hafn- arfirði; Torfhildur Rúna Gunnars- dóttir, skrifstofumaður í Reykjavík; Gunnþórunn Inga Gunnarsdóttir, verslunarmaður í Hafnarfirði. Foreldrar Hrafnkels: Gunnar Sveinbjörnsson, f. 1915, nú látinn, bifvélavirki, og Ingigerður Ingv- arsdóttir, f. 23.8. 1920, verkakona í Hafnarfirði. 60 ÁRA Í DAG 34 FÖSTUDAGUR 8. janúar 2010 ÆTTFRÆÐI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.