Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2010, Side 4
SANDKORN
n Hafi einhver haldið að Borg-
arahreyfingin væri dáin drottni
sínum eftir að þingmennirnir
sögðu skilið við hana, skjátlast
þeim hinum sama. Stjórn félags-
ins hefur fundað reglulega að
undanförnu
þótt það hafi
kannski ekki
farið hátt. Á
síðasta fundi
gerðust hins
vegar nokk-
ur tíðindi.
Þá tilkynnti
Valgeir Skag-
fjörð að hann ætlaði sér að hætta
sem formaður en sitja áfram sem
óbreyttur stjórnarmaður. Því er
kominn nýr formaður í flokkinn,
það er Heiða B. Heiðars sem áður
var varaformaður samtakanna.
Varaformaður verður nú Sigurð-
ur Hr. Sigurðsson.
n Þórður Snær Júlíusson, blaða-
maður á Viðskiptablaðinu, fer
mikinn í pistli í síðasta tölublaði
þess. Þar ræðir hann ábyrgð
endurskoðenda og lögfræðinga í
hruninu, hvernig þeir tóku þátt í
alls konar gjörningum fyrir hrun
gegn greiðslu og gera slíkt hið
sama eftir hrun. „Nú hafa þessar
stéttir raðað sér alls staðar þar
sem er peningalykt. Lögfræðing-
ar og endurskoðendur raða sér
í störf fyrir skilanefndir, slita-
stjórnir og þrotabú. Þeir hjálpa
innlendum bönkum að kreista
hverja krónu sem þeir geta út
úr íslenskum almenningi. Þeir
hjálpa erlendum bönkum að
lögsækja íslenska ríkið í leit að
skaðabótum vegna neyðarlaga. Ef
þau fá borgað nógu mikið þá eru
partíljónin tilbúin í þrifin. Og það
virðist ríkur vilji til að rétta þeim
kústinn.“
n Hún er athyglisverð fyrir
margra hluta sakir uppljóstrun
Sólons Sigurðssonar, fyrrverandi
bankastjóra Búnaðarbankans,
um að hann hafi veitt Björgólfi
Guðmundssyni og Björgólfi Thor
Björgólfssyni
lán fyrir hluta
af kaupvirði
Landsbank-
ans fyrir orð
Halldórs J.
Kristjánsson-
ar, þáverandi
bankastjóra
Landsbank-
ans. Annars vegar vekur athygli
að bankastjóri banka sem var
verið að einkavæða skyldi ganga
svona langt í að þjóna hagsmun-
um stærsta hluthafans í banka
sínum. Svo er ekki síður athygl-
isvert að Sólon virðist því sem
næst hafa lagt sig undir boðvald
bankastjóra í öðrum banka.
n Fíkniefnaleitin í Tækniskólan-
um á fimmtudag vakti athygli.
Þá var skólanum lokað og hópur
lögreglumanna leitaði að fíkni-
efnum í skólanum með hjálp
fíkniefnahunda. Haft var eftir
samskiptastjóra skólans á Vísi að
engin fíkniefni hefðu fundist og
að átakið hefði heppnast vel. Víst
er að einhverjir setja spurningar-
merki við leit sem þessa þar sem
grunur um mögulegt ólöglegt
athæfi einhverra er notaður sem
grunnur að leit í heilu skólun-
um. Egill Helgason er einn þeirra
sem velta þessu fyrir sér. Hann
spyr á bloggsíðu sinni hvar fíknó
beri niður næst, hvort það verði
í háskólanum og hvort það verði
þá líka leitað á kennurunum. Og
hann spyr hvort leitað verði á
öðrum fjölmennum vinnustöð-
um. „Til dæmis Alþingi?“
4 FÖSTUDAGUR 12. febrúar 2010 FRÉTTIR
Fyrirtaka í máli ríkislögreglustjóra
gegn Hauki Þór Haraldssyni fyrrver-
andi famkvæmdastjóra rekstrarsviðs
Landsbanka Íslands, fór fram í Hér-
aðsdómi Reykjavíkur á miðvikudag.
Haukur, sem ákærður er fyrir stór-
felldan fjárdrátt, var ekki viðstadd-
ur fyrirtökuna. Aðalmeðferð í mál-
inu fer fram í lok mars, en verði hann
fundinn sekur getur hann átt von á
fangelsisvist.
Málið er fyrsta efnahagsbrotamál-
ið sem kom upp eftir bankahrun-
ið haustið 2008. Haukur er ákærður
fyrir fjárdrátt með því að hafa þann
8. október 2008, tveimur dögum eft-
ir fall Landsbankans, dregið sér rúm-
ar 118 milljónir króna sem hann lét
millifæra af innlendum gjaldeyris-
reikningi í eigu NBI Holding, félags á
vegum bankans sem hann var stjórn-
armaður og prókúruhafi í, og yfir á
eigin bankareikning. Daginn eftir lét
Haukur millifæra sömu fjárhæð yfir
á annan bankareikning í sinni eigu.
Fjárdrátturinn varðar allt að sex ára
fangelsi.
Haukur lýsti gjörningum sínum
sem klaufalegum í samtali við Morg-
unblaðið fyrir jól, þar sem hann
sagðist hafa verið að bjarga innlán-
um erlendra aðila. Hann hefði reynt
að bjarga innlánum í eigu fleiri en
eins félags. „Þetta var eitt af félögun-
um sem reynt var að bjarga og það
var gert á þennan klaufalega hátt.“
valgeir@dv.is
Fyrirtaka í fjárdráttarmáli gegn Hauki Þór Haraldssyni í héraðsdómi:
Flutti 118 milljónir á eigin reikning
Millifærði eftir hrun Landsbanka
Haukur Þór Haraldsson millifærði 118
milljónir króna á eigin reikning skömmu
eftir hrun Landsbankans. Hann gæti átt
yfir höfði sér 6 ára fangelsi.
MÆTA Á UPPBOÐ
TIL AÐ VALDA USLA
„Þó svo að uppboðin séu háalvar-
leg erum við dálítið að gera grín að
þessum fulltrúum innheimtunnar.
Við viljum standa með þeim sem
eru að missa heimili sín og það má
sjá að innheimtumönnunum er
ekki skemmt yfir mótmælunum,“
segir Þorvaldur Óttar Guðlaugs-
son, baráttumaður og mótmæl-
andi, sem undanfarið hefur mætt á
uppboð sýslumanna á húsnæði og
mótmælt.
Þorvaldur Óttar er ekki sá eini
sem mótmælt hefur á uppboð-
um undanfarið því nærri tut-
tugu manna hópur hefur verið að
myndast síðustu vikur og hefur
hópurinn mætt á uppboðin. Mót-
mælin hafa farið friðsamlega fram
og er tilgangurinn sá að sýna full-
trúum innheimtunnar, bæði sýslu-
manns og fjármálafyrirtækja, fram
á óréttlæti innheimtunnar gagn-
vart heimilum í neyð.
Fauk í fulltrúann
Í vikunni mætti hópurinn á upp-
boð í Hafnarfirði þar sem húsráð-
endur eru fluttir af landi brott og
búa nú í Noregi. Fyrir vikið hafði
fulltrúi sýslumanns ekki lykla að
húsnæðinu og ætlaði þess í stað,
samkvæmt frásögn mótmælenda,
að halda uppboðið á útidyratröpp-
unum. Því var harðlega mótmælt.
„Eftir að við mótmæltum því við
fulltrúa sýslumanns að uppboð-
ið færi fram á tröppunum fauk í
viðkomandi þannig að hann rauk
í burtu. Klukkutíma síðar mætti
hann með lásasmið til að brjótast
inn í íbúðina. Með fulltrúanum
mætti lögreglan á svæðið,“ segir
Þorvaldur.
Aðspurður segir Þorvaldur eng-
in formleg samtök hafa verið stofn-
uð en hann útilokar ekki að svo
verði. Hann ætlar sjálfur að halda
áfram að mæta á uppboð og hvet-
ur aðra mótmælendur til að gera
slíkt hið sama. „Fram til þessa hef-
ur þetta ekki verið neinn skipu-
lagður hópur heldur einstaklingar
úr grasrót mótmælenda. Við mæt-
um þarna til að fylgjast með lög-
fræðingunum í uppboðunum. Við
höfum hreinlega áhyggjur af því að
verið sé að vinna óheiðarlega með
heimili landsmanna.“
Ekki láta kúga ykkur
„Ég ætla að halda áfram að mæta
á þessi uppboð og ég vona að það
geri hinir líka. Við viljum sýna eig-
endum íbúðanna að það er hægt
að mótmæla, við viljum blása þeim
kjark í brjóst svo að þeir geti stað-
ið á rétti sínum og láti ekki kúga
sig. Við verðum að horfast í augu
við þessa fulltrúa lánastofnana og
það er ljóst að þeim hefur ekki ver-
ið skemmt við þessi mótmæli okk-
ar á uppboðunum,“ bætir Þorvald-
ur við.
Þorvaldur tók virkan þátt í
búsáhaldabyltingunni og von-
aðist til að hún myndi skila frek-
ari breytingum á þjóðfélaginu.
Hann hefur undanfarið tek-
ið þátt í svokölluðum flautu-
mótmælum fyrir utan bankana.
„Eflaust gætu orðið samtök úr
þessu því við erum hópur sem
vill verja eigur almennings. Fyrst
og fremst viljum við sýna íbúð-
areigendum í neyð virðingu. Ég
er bara bálreiður yfir því hvernig
hlutirnir eru hér á landi og von-
aði að þeir myndu breytast með
kosningum.“
TRAUSTI HAFSTEINSSON
blaðamaður skrifar: trausti@dv.is
Eftir að við mót-mæltum því við
fulltrúa sýslumanns
að uppboðið færi fram
á tröppunum fauk í
viðkomandi þannig að
hann rauk í burtu.
Hópur um það bil tuttugu einstaklinga er farinn að mæta á uppboð víða um höf-
uðborgarsvæðið til að mótmæla aðgerðum og horfast í augu við lögmenn og inn-
heimtumenn. Markmiðið er að sýna fram á ósanngirni gagnvart fólki í nauðum og
valda usla á uppboðum.
Mótmæla óréttlæti
Hópur mótmælenda vill
verja rétt húsnæðiseig-
enda með því að mæta
fulltrúum innheimtunnar
á uppboðum.
LEIÐRÉTTING
Í spurningu dagsins í DV á mið-
vikudag var ranglega haft eftir
Bjarka Gunnlaugssyni að hann
vildi kalla spilavíti spilahöfn.
Blaðamanni misheyrðist, hið
rétta er að Bjarki nefndi spilahöll.