Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2010, Qupperneq 22

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2010, Qupperneq 22
26 FÖSTUDAGUR 12. febrúar 2010 FRÉTTIR Það er þekkt kenning að kettir eigi níu líf. Sú er einnig raunin í vissum skilningi hjá stjórnmálamönnum. Nýafstaðnar forseta- kosningar í Úkraínu sanna svo ekki verður um villst að einn ósigur í stjórnmálum þarf ekki að þýða að viðkomandi hverfi endanlega af hinu pólitíska leiksviði. AFTURBATA STJÓRNMÁLAMENN Viktor Janúkóvits fór með sigur af hólmi í nýafstöðnum forsetakosn- ingum í Úkraínu. Það var ekki í fyrsta sinn sem hann fagnaði sigri því hann var einnig lýstur sigurvegari forseta- kosninganna árið 2004, en í kjölfar viðamikilla mótmæla lýðræðissinna úrskurðaði dómstóll að kosninga- úrslitin hefðu fengist með svindli og voru gerð ómerk. Byltingin fékk nafn- ið rauðgula byltingin og forsetakosn- ingarnar voru endurteknar. Úrslit nýrra kosninga urðu Vikt- or Jútsjenkó, keppinautar Janúkóvits, hagstæð, en Janúkóvits þurfti að sætta sig við orðinn hlut og fór fyrir helsta stjórnarandstöðuflokki landsins. En Viktor Janúkóvits hafði greini- lega langt í frá játað sig sigraðan. Á árum áður var litið á Janúkóvits sem áhrifalítið handbendi Kremlverja en fyrir kosningarnar nú réð hann sér bandarískan stjórnmálaráðgjafa og gaf sig út fyrir að vera miðjumaður með stefnumál sem þó áttu samleið með Moskvu frekar en Vesturlöndum og aðferð hans bar ávöxt. Þess má geta að Júlía Tímósjenkó, keppinautur hans í nýafstöðnum for- setakosningum, ber brigður á lög- mæti úrslitanna en það er önnur saga. Endurheimtir völd eftir flótta Sagan hefur að geyma fjölda dæma um menn sem sneru tvíefldir til baka á svið stjórnmála eftir að hafa nánast verið dæmdir úr leik. Einn þeirra var Napóleón Bónaparte (15. ágúst 1769 – 5. maí 1821) , lágvaxin stríðshetja sem síðar varð keisari Frakklands og goð- sögn í lifandi lífi snemma á nítjándu öld. Í átta ár samfleytt réð Napóleón Bónaparte nánast lögum og lofum í Evrópu og báru herir hans sigurorð af herjum Austurríkis, Rússlands og Prússlands. En í mars 1814 náðu sameinaðir andstæðingar hans völdum í París í Frakklandi og Napóleón var sendur í útlegð til eyjunnar Elbu í Miðjarðar- hafinu. Eflaust hefur Napóleón hugs- að sitt í útlegðinni en ljóst að hann var ekki reiðubúinn til að leggja hendur í skaut því ári síðar tókst honum að flýja og fór til Parísar. Þangað kominn endurheimti hann fyrri völd og end- urskipulagði bæði her og ríkisstjórn. En seinna valdaskeið Napóleóns Bónaparte varð skammvinnt og varði ekki í nema eitthundrað daga, eða þar um bil, og lauk þegar hann þurfti að bíta í það súra epli að tapa orrustunni við Waterloo. Napóleón var settur í fangelsi á eyjunni Saint Helena þar sem hann dó sex árum síðar, árið 1821. Þvermóðskufullur og umdeildur Fyrstur Bandaríkjaforseta til að sitja tvö ósamfelld kjörtímabil var Grov- er Cleveland (18. mars 1837– 24. júní 1908). Cleveland var þvermóðskufull- ur stjórnmálamaður sem beitti neit- unarvaldi sínu oftar en nokkur annar forveri hans á forsetastóli hafði gert. Á meðal þess sem Grover Cleve- land afrekaði var að útrýma einka- vina- og stuðningsmannavæðingu á vegum ríkisstjórnarinnar. Þrátt fyrir að það hafi verið aðdáunarvert í sjálfu sér varð það honum ekki til framdrátt- ar og aflaði honum fjölda pólitískra óvildarmanna. Það var þó ekki það sem kost- aði hann forsetaembættið í forseta- kosningunum 1888 heldur umdeild- ar skoðanir hans á tollaálagningu. Á þeim tíma nutu Bandaríkin tekjuaf- gangs í fjárlögum og Cleveland hugn- aðist ekki að ríkisstjórnin stundaði að taka meira en hún þurfti og sagði slíkt vera „óverjandi okur“. Keppinautur Clevelands, Benja- min Harrison, var á öndverðum meiði og fullyrti að tollarnir vernd- uðu bandarískan iðnað. Cleveland sigraði í almennu kosningunum en fékk ekki nægan fjölda kjörmanna og varð frá að hverfa. Fjórum árum síðar mætti Cleve- land aftur til leiks og hafði sigur. Ljónið sem féll Flestir væntu þess að Winston Chur- chill (30. nóvember 1874 – 24. janúar 1965) ætti sigurinn vísan árið 1945 í fyrstu þingkosningum á Bretlandi eftir lok síðari heimsstyrjaldarinnar, enda hafði hann leitt þjóðina til sig- urs gegn öxulveldunum með aðstoð Bandaríkjanna. En raunin var önnur því eitt- hvað skorti á skýra stefnu hjá íhalds- mönnum með tilliti til nýrra og friðvænlegri tíma og Verkamanna- flokkurinn höfðaði til almennings með loforðum um velferð öllum til handa, ekkert atvinnuleysi og opin- bert heilbrigðiskerfi. Það tók sex ár og enn einn ósig- urinn, árið 1950, áður en Winston Churchill varð forsætisráðherra að nýju árið 1951. Churchill gegndi því embætti til ársins 1955 þegar hann, áttræður, sagði af sér af heilsufarsá- stæðum. Kunnuglegir forsætisráðherrar Það er ekki að ástæðulausu sem fólki hugsanlega finnst einhver nýkjörinn forsætisráðherra Ísraels líta kunnug- lega út. Frá stofnun Ísraelsríkis hafa fjórir forsætisráðherrar yfirgefið embættið eingöngu til þess að birt- ast í því aftur einhverjum árum síðar. Árið 1977 voru Yitzhak Rabin (1. mars 1922 – 4. nóvember 1995) for- sætisráðherra og eiginkona hans, Leah, sökuð um að fara í bága við strangar gjaldeyrisreglur sem bönn- uðu að ísraelskir borgarar ættu fé í öðrum löndum. Ósættið sem til varð við afsögn Rabins vegna máls- ins varð svo alvarlegt að einn ráða- manna landsins sagði það vera „al- varlegustu stjórnmálakreppu í sögu Ísraelsríkis“. Yitzhak Rabin tókst engu að síður að halda sér á floti í pólitískum skiln- ingi og var á endanum gerður að varnarmálaráðherra árið 1984 og var sem slíkur hylltur fyrir að hafa með tiltölulega friðsamlegum aðgerðum brotið á bak aftur fyrstu uppreisn Palestínumanna. Þar með fékk Ra- bin annað tækifæri gagnvart ísra- elskum kjósendum, sem brugðust ekki væntingum hans því hann var endurkjörinn í embætti forsætisráð- herra árið 1992 en var ráðinn af dög- um sem slíkur árið 1995. Útlegð og flótti Haítí hefur verið í brennidepli und- anfarið vegna stórkostlegra og mann- skæðra náttúruhamfara. Á meðal þeirra sem hafa verið við stjórnvölinn í landinu, sem sumir hverjir hafa verið annálaðir kónar, er Jean-Bertrand Aristide. Hann markaði sín fyrstu spor í stjórnmálum landsins þegar það var í greipum átaka á milli hinna fátæku og réttlausu og þeirra sem tilheyrðu auðmannstéttinni. Þegar Aristide sigraði í fyrstu frjálsu og lýðræðislegu kosningum í landinu hafði almenningur væntingar um betri tíð með blóm í haga, en fljót- lega kom í ljós að hvorki her landsins né ráðandi stétt hugnaðist stefna hins nýkjörna forseta. Jean-Bertrand Aristide var neydd- ur í útlegð eftir valdarán í september 1991, en herinn sá villur síns vegar, eftir að Bandaríkjamenn hótuðu inn- rás, og samþykkti að setja hann aftur í embætti. Stjórnarskrá landsins kom í veg fyrir að forseti gæti setið samfelld kjörtímabil og því gat Aristide, þrátt fyrir vinsældir á meðal almennings, KOLBEINN ÞORSTEINSSON blaðamaður skrifar: kolbeinn@dv.is Frá stofnun Ís-raelsríkis hafa fjórir forsætisráðherrar yfirgefið embættið ein- göngu til þess að birtast í því aftur einhverjum árum síðar. Aftur úr útlegð Keisarinn lágvaxni séður með augum Jean Auguste Dominque Ingres, 1801. Útlegð aftraði Napóleón Bónaparte ekki frá að ná völdum að nýju.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.