Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2010, Side 23
FRÉTTIR 12. febrúar 2010 FÖSTUDAGUR 27
AFTURBATA STJÓRNMÁLAMENN
ekki möguleika á endurkjöri árið 1996.
Árið 1997 stofnaði Aristide nýjan
stjórnmálaflokk, Fanmi Lavalas, sem
stundum er kallaður Lavalas fjölskyld-
an, og var endurkjörinn sem forseti
árið 2000. Í skugga ásakana um kosn-
ingasvindl var hann settur í embætti í
febrúar 2001.
En mótmæli gegn ríkisstjórn
landsins undu upp á sig og urðu að
allsherjar uppreisn árið 2004 og Jean-
Bertrand Aristide þurfti að flýja land.
Marion Barry var í tvígang kjörinn
í embætti borgarstjóra Washing-
ton D.C. og þjónaði í tíu ár áður
en hann var gripinn glóðvolgur í
leynilegri aðgerð alríkislögregl-
unnar FBI þar sem hann reykti
krakk í félagsskap fyrrverandi
kærustu, sem vel að merkja var þá
á mála hjá FBI.
Upptaka af handtöku Barrys
og alræmd ummæli hans – „Tíkin
sveik mig“ – vöktu mikla athygli
hjá fjölmiðlum og slíkt hið sama
mátti segja um réttarhöldin sem
fylgdu í kjölfarið.
Eftir að hafa afplánað sex mán-
aða dóm skellti Barry sér aftur í
stjórnmálin og bauð sig fram til
sætis í borgarráði undir slagorð-
inu „Hann er kannski ekki full-
kominn, en hann er fullkominn
fyrir D.C.“, og hann vann.
En hann lét ekki þar við sitja
því árið 1994 var hann kjörinn
í fjórða skipti í embætti borgar-
stjóra. Hann ákvað að reyna ekki
við fimmta kjörtímabilið en var
endurkjörinn í borgarráðið árið
2004, og hefur setið þar síðan þrátt
fyrir að hafa játað sig sekan um
smávægileg skattalagabrot árið
2005, og að hafa verið handtekinn
í júlí 2009 eftir að hafa áreitt fyrr-
verandi starfsmann sinn.
Fangelsisvist,
skattalagabrot
og handtaka
George Wallace (25. ágúst 1919 –
13. september 1998), ríkisstjóri Ala-
bama, naut mikilla vinsælda á með-
al íhaldsamra hvítra borgara fylkisins
vegna mikillar andstöðu hans gegn
afnámi aðskilnaðarstefnunnar, en
bann við setu á ríkisstjórastóli komu
í veg fyrir að hann gæti setið í því
embætti í tvö samfelld kjörtímabil.
Wallace greip á það ráð að tefla
fram eiginkonu sinni, Lurlee, og fór
hún með sigur af hólmi í ríkisstjóra-
kjöri árið 1966. En Lurlee fékk ban-
vænt krabbamein og sat því aðeins
tvö ár í embætti ríkisstjóra.
George Wallace var hins vegar
endurkjörinn árið 1970 en morðtil-
ræði gegn honum árið 1972 þegar
hann sóttist eftir tilnefningu til for-
setaembættisins olli því að hann
lamaðist frá mitti og niður og fór
hann í kjölfarið í stutt veikindaleyfi.
Wallace hlaut ekki tilnefningu
sem forsetaefni en sóttist eftir endur-
kjöri sem ríkisstjóri árið 1974 og vann
kosningaslaginn næsta auðveldlega.
Þegar þar var komið sögu var búið að
fella úr gildi lög sem komu í veg fyrir
að hægt væri sækjast eftir endurkjöri
að loknu kjörtímabili.
Eftir að hafa verið fjarri ríkisstjórn-
arstólnum í fjögur ár, frá 1979 til 1983,
afneitaði Wallace eigin ummælum:
„Aðskilnaður nú, aðskilnaður á morg-
un, aðskilnaður að eilífu!“ og leitaði
sátta við leiðtoga baráttumanna fyrir
borgaralegum réttindum. Hann var
enn og aftur kjörinn ríkisstjóri árið
1982 og naut þá töluverðs fylgis þel-
dökkra kjósenda.
Féll frá eigin sannfæringu
Bill Clinton, fyrrverandi forseti
Bandaríkjanna, er best þekkt-
ur fyrir samband sitt við lærling
í Hvíta húsinu. En árið 1978 naut
Bill Clinton frægðar sem yngsti
ríkisstjóri landsins eftir að hafa
verið kjörinn ríkisstjóri Arkansas.
En Adam var ekki lengi í Paradís
og á meðal þess sem varð Clinton
fjötur um fót þegar hann reyndi að
ná endurkjöri var óvinsæll skatt-
ur sem lagður var á vélknúin far-
artæki.
En það kom fleira til því sú
skoðun að Clinton léti eigin póli-
tískan metnað ganga fyrir vel-
ferð ríkisins skaut sterkum rótum
á meðal almennings. Bill Clinton
náði fyrir vikið ekki endurkjöri
sem ríkisstjóri Arkansas, en varð,
eins og hann grínaðist á stundum
sjálfur með, yngsti fyrrverandi rík-
isstjóri í sögu landsins.
Í ríkisstjórnarkosningunum
tveimur árum síðar bað Bill Clin-
ton kjósendur afsökunar á „mis-
tökum ungs manns“ sem hefði tek-
ið sér í fang meira en hann réð við.
Bill Clinton hafði erindi sem erfiði,
náði kjöri og notaði næsta áratug til
að fínpússa orðspor sitt sem „ríkis-
stjóra menntunar“ sem tekist hefði
að betrumbæta almenningsskóla
Arkansas – sem síðar vó þungt á
metunum þegar hann sóttist eftir
forsetaembættinu.
Fyrirgefning bar árangur
Litríkur fyrrverandi borgarstjóri
Marion Barry braut af sér og sneri aftur.
Umdeildur en vinsæll
Wallace (3. f.v.) var fylgjandi
aðskilnaðarstefnunni.
Tímamót Var
bæði yngsti, og
yngsti fyrrverandi
ríkisstjóri í sögu
Bandaríkjanna.
Hans tími kom Viktor Janúkóvits fór
með sigur af hólmi eftir sex ár. MYND AFP
Winston Churchill árið 1900 Þrátt fyrir
sigur í síðari heimsstyrjöldinni var hann
settur tímabundið út í kuldann.