Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2010, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2010, Blaðsíða 26
ÍSLAND VERÐUR ALLTAF MITT HEIMILI Þegar ég var skiptinemi í olíuborginni Mara- caibo í Venesúela í Suður-Ameríku fyrir um tólf árum síðan kynntist ég betur en nokkru sinni fyrr því fyrirbæri í manninum sem kallast tvöfalt siðgæði á íslensku. Tvöfalt siðgæði getur birst okkur í margs konar myndum í mörgum mismunandi málum. Einkenni þess er þegar einhver telur að tilteknar siðferðis- reglur eigi aðeins við um ákveðinn afmarkaðan hóp manna en ekki aðra. Klassíska skilgreiningin á tvöföldu siðgæði er sú þegar karlmenn telja aðrar siðareglur gilda fyrir karla en konur í kynferð- ismálum. Slíkar hugmyndir eru oft á tíðum rótin að því misrétti sem ríkir á milli kynjanna í ýmsum samfélögum heimsins. Algengasta birtingarmynd þessarar hugmyndar er þegar því er haldið fram að karlmenn megi vera lausgyrtir og eiga sér marga rekkjunauta en ekki konur vegna þess munur sem sé á kynjun- um. Skoðun margra frjálsyndra og trúlausra á Vesturlöndum er hins vegar sú að hafna þessu tvöfalda siðgæði í kynjamálum og spyrja þess í stað: Af hverju má karlmaður gera eitthvað sem kona má ekki? Rökrétt svar er: hann má það ekki. Fjótlega eftir að ég kom til Venesúela fór ég að taka eftir því hversu þetta tvöfalda siðgæði í kynja- málum var útbreitt. Strákar og stelpur á mínum aldri - 18 ára - sem höfðu verið í sambandi í nokkur ár máttu ekki vera saman tvö inni í lokuðu herbergi, dyrnar urðu að vera opnar. Aldrei máttu þau vera neins staðar tvö í einrúmi af ótta við að unglingafrygðin myndi ná á þeim tökum og drengurinn myndi svipta sakleysinu af hinni óspjölluðu mey. Stúlkan varð að vera hrein mey þegar hún giftist. Í stað þess að verja tímanum í kelerí og kjass bak við luktar dyr horfðu pörin saman á sjónvarpið, borðuðu eða fóru í verslunarmiðstöðv-arnar í borginni. Í samskiptum þeirra var flestallt leyfilegt nema hið forboðna sem bæði hafa vafalítð þráð heitar en nokkuð annað. Á sama tíma og þessar stífu samskiptareglur voru haldnar í heiðri í sam- böndum stráka og stúlkna þótti hins vegar ekki athugavert að unglings- drengirnar svöluðu niðurbældri kynlöngun sinni með vændiskonum í fátækrahverfum borgarinnar. Þetta er þekkt úr frásögnum frægra Suður-Ameríkubúa eins og Gabriel García Marquez. Litið er á það sem eðlilegan hlut, jafn-vel manndómsvígslu, að ættingjar unglingspjakka kaupi fyrir þá vændiskonu frekar en að þeir njóta ásta með óspjölluðum jafn- öldrum sínum. Vændiskonurnar eru beinlínis ætlaðar til þess brúks á meðan framtíðareiginkonurnar sitja soltnar í festum. Svo var til dæmis um Marquez sem fyrst kynntist kynlífi á hóruhúsi á unglingsaldri þrátt fyrir að vera yfir sig ástfanginn af hinni fögru Mer- cedes Barcha. Hann giftist Mercedes loks og hefur verið með henni æ síðan. Kynlíf var hins vegar ekki inni í myndinni fyrr en eftir hjónavígsl- una. Versta dæmið um þetta tvöfalda siðgæði í kynferðismálunum í Venesú- ela birtist mér svo eitt sinnið þegar ég var að spjalla við miðaldra konu sem ég þekkti. Hún var um fimmtugt og hafði verið gift manni sínum í tuttugu ár. Konan sagði mér frá því að maðurinn hennar ætti tvær yngri hjá-konur sem hann héldi upp. Þær voru úr lægri stigum samfélags-ins og voru því væntanlega fegnar að fá vel stæðan karlabokka til að halda sér uppi. Allar héldu konurnar honum heimili en engin þeirra vann launavinnu. Og konan sagði mér að maðurinn hefði þann háttinn á að hann skipti vikunni upp á milli kvennanna þriggja: eina nóttina var hann hjá einni, aðra hjá annarri og svo koll af kolli. Þegar konan sagði mér frá þessu, brast hún í grát. Hún brast í grát því hún sagði mér að hún vildi ekki að maðurinn hennar væri stöðugt að yngja upp og verja nóttunum með öðrum konum á milli þess sem hann kæmi aftur til hennar. Hryggð hennar var svo mikil því hún sagðist ekkert geta gert til að breyta þessu: Samningsstaða hennar væri svo léleg. Hún væri ómenntuð, hefði aldrei unnið úti og ætti ekki möguleika á að sjá sér farborða. Maður- inn gæti einfaldlega hætt að halda henni uppi ef hún ætlaði að reyna að koma í veg fyrir að hann hitti aðrar konur. Þá sæti hún uppi slypp og snauð en maðurinn hennar fyrrverandi héldi áfram að lifa lífinu. Það þarf þó varla að hafa mörg orð um það að konan hefði sjálf aldrei komist upp með að eiga sér viðhald. Slíkt gera konur í Ven-esúela ekki þó svo að mönnunum leyfist það vegna þeirrar tvö-földu siðgæðisvitund sem er landlæg á þessum slóðum heimsins. Steininn tók svo úr þegar þessi sami maður bað mig vinsamlegast, með fingurinn á lofti og hastaði á mig, að vera ekki ber að ofan í návist elstu dóttur sinnar því slíkt væri ekki boðlegt gagnvart henni. Á sama tíma er allt eins líklegt að þessar hendur, sem bentu mér þarna hálfógnandi á að vera ekki ber í návist þessarar stúlku, hafi skömmu áður handleikið aðrar yngri lendar en á móður þessarar senjorítu sem honum var svo umhugað um að vernda gagnvart umheiminum og ótímabærum hugs- unum um hitt kynið. Líklega hafði þessi maður aldrei velt fyrir sér spurningunni: Af hverju má ég eitthvað sem konur mega ekki? En þó svo að hann hefði gert það er allt eins líklegt að hegðun hans hefði verið sú sama því hann hefði ekki látið sannfærast af eina rökrétta svarinu við henni. Líklega er betra að láta hið sama yfir kynin ganga. Það sem strákar mega ættu stelpur líka að mega. GRÉT VEGNA HJÁKONUNNAR „Þetta byrjaði allt með því að ég var úti í Noregi og var að vinna þar. Þá rakst ég á danskan fararstjóraskóla úti á Mallorca og ég ákvað að láta gamlan æskudraum rætast og fór í skólann. Síðan hef ég ekki komið heim nema sem gestur,“ segir Kjartan Trausti Sigurðsson fararstjóri en hann hefur verið fararstjóri í hartnær 30 ár. „Ég er bú- inn að vera lengur í þessum bransa en flestir og komið hingað heim til Íslands aðal- lega sem gestur.“ Ferðast út um allt Kjartan Trausti hefur verið meira og minna erlendis síð- ustu áratugi. Hann var á Kan- arí, á veturna með eldri borg- ara og unga fólkið á sumrin. Hann hefur hins vegar ferðast út um allt og þá meinar hann út um allt. Kjartan segir að ferðavenj- ur Íslendinga hafi breyst mjög mikið undanfarin ár. „Þetta var svolítið svona glaumur og gleði en núna er þetta orðið ekkert nema yndislegheitin. Það eru svo margir búnir að búa erlendis og ferðast út um allan heim, menn kunna orðið þrjú til fjögur tungumál og Íslendingar eru orðnir miklir heims- borgarar. Það eru algjör undantekningartilfelli að menn séu með dólgslæti.“ Ferðaskóli fyrir fararstjóra Kjartan Trausti er sannur frumkvöðull þegar kem- ur að því hvernig á að verða farar- stjóri. Hann setti á laggirn- ar námsbraut í fararstjórn er- lendis í Ferða- málaskóla Ís- lands. Það er hugsað fyrir þá  sem hug hafa á að gerast farar- stjórar á erlendri grund og kynn- ast nánar hefð- um, siðum og menningu við- komandi lands. Með síauknum möguleikum Íslendinga til að ferðast erlendis í skipulögðum ferðum verður þörfin fyrir áhuga- sama og hæfa fararstjóra sífellt meiri. Námið er byggt upp á þeim grundvallaratriðum sem fararstjóri þarf að kunna skil á og hafa í huga til að taka að sér að leiðsegja hóp ferðalanga á viðkomandi stað. „Ég kom því á koppinn ásamt skólastjóranum, Friðjóni Sæmundssyni, og þetta er þriðja árið sem þetta er kennt. Það hafa verið rúmlega 20 nemendur á hverju ári.“ Sterkar taugar til Spánar Kjartan segir að hann eigi sér ekkert uppáhaldsland þrátt fyrir að hafa komið til þeirra margra. Hann hefur sterk- ar taugar til Spánar því þar byrjaði allt ævintýrið. „Það er erfitt að ákveða eitthvert eitt uppáhalds- land. Verður maður ekki bara segja eins og vitur maður sagði eitt sinn: „Það er þar sem ég er hverju sinni.““ Kjartan hefur verið að færa sig meira yfir í menningarferðir og setti nýverið á laggirnar ferð til Tyrklands, töfrar Tyrk- lands, sem slegið hefur í gegn. „Það er skemmtilegt að fara með fólk um þessar slóðir sem er sögu- og menningarlega sinnað. Land og þjóð eru skemmti- leg heim að sækja og það er svo mikil menning og saga þarna. Ég held að fólk geri sér ekki alveg grein fyrir því hvað Tyrkland er stórt og hversu mikla sögu það hefur að geyma.“ Best að vera með allt innifalið Fararstjórar fara oft á sama staðinn en með mismunandi fólk og segir Kjart- an að það sé alltaf jafnskemmtilegt. „Mér finnst það. Þó að maður sé oft að fara í sams konar ferðir og iðulega á sömu slóðir þá reynir maður að gera hverja ferð sérstaka. Í gamla daga voru þrjár til fjórar rútur að fara á einn og sama stað en núna er yfirleitt ein rúta og þá getur maður leikið sér aðeins meira. Það sem er að breytast með ástandinu er að það er hagkvæmast að ferðast þannig að allt sé innifalið. Það er mun ódýrara. Flestir sem ferðast í dag eru í hálfu eða fullu fæði. Það kemur betur út.“ Vonar að Ísland nái sér Kjartan hefur verið fararstjóri lengi og því ekki úr vegi að spyrja hvar hann ætli sér að búa þegar vinnuferlin- um ljúki. „Ég hugsa að ég búi alltaf á Íslandi. Þessi 30 ár sem ég hef verið í þessu þá er ég búinn að vera meira og minna erlendis. Ég hef verið meira með annan fótinn hér heima undanfarin tvö ár en það væri voðalega gott að eiga tvo til þrjá staði til að vera á – en Ísland verður alltaf mitt heimili. Við vonum bara að það verði ekki óbyggilegt í framtíðinni,“ segir fararstjórinn um leið og hann kallar farþega inn í rútuna á Tenerife. benni@dv.is Kjartan Trausti Sigurðsson fararstjóri hefur verið lengur í bransanum en flestir. Ferðabakterían á hug hans allan og hefur hann komið til flestra landa í veröldinni. 26 FÖSTUDAGUR 12. febrúar 2010 UMRÆÐA fararstjóra Töfrar Tyrklands Kjartan hefur sett á laggirnar ferð um töfraheim Tyrklands. Þ ar er meðal annars flogið í loftbelg. Í helli Kjartan hefur skoðað margar minjar og farið víða. Garpur í göngu Kjartan elskar að vera úti í náttúrunni. Með snák um hálsinn Kjartan Trausti hefur farið víða. Hér með snák um hálsinn á sér. INGI F. VILHJÁLMSSON skrifar HELGARPISTILL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.