Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2010, Qupperneq 30

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2010, Qupperneq 30
30 FÖSTUDAGUR 12. febrúar 2010 HELGARBLAÐ Ætli það endi ekki með að við flytjum aftur í bæinn en þangað til verð ég hlaupandi á milli,“ segir fréttamaðurinn Helgi Seljan sem var nýbúinn að rífa fjölskylduna upp með rótum og flytj- ast búferlum til Akureyrar, þar sem honum bauðst staða við Svæðisútvarp Norðurlands, þegar uppsagnir skóku RÚV. Öllum svæðis- skrifstofum hefur nú svo gott sem verið lokað auk þess sem fjöldi samstarfsfélaga Helga varð að taka pokann sinn. Helgi segir að andrúms- loftið á vinnustaðnum gjaldi fyrir að margir af samstarfsmönnum hans misstu vinnuna. Hann segir að það sé einnig erfitt að vera eftir, þótt þessu tvennu sé vissulega ekki saman að jafna. Helgi var einn af þeim heppnu. Þótt starfið á Akureyri sé ekki lengur í boði bauðst honum að vera áfram í Kastljósi. Þór- hallur Gunnarsson, sem hefur ritstýrt þættin- um, hætti á RÚV daginn áður en uppsagnirn- ar voru tilkynntar en Helgi segist ekki vita af hverju Þórhallur hafi valið að hætta. „Auðvit- að er missir að Þórhalli. Við höfðum átt gott samstarf og hann hafði reynst mér og Kast- ljósinu vel. Mér líst á móti mjög vel á að Sig- mar taki við. Ég hef starfað mikið með honum og við erum líka fínir félagar. Stjórnunarstíll þessara manna er ólíkur, enda ólíkar persón- ur en báðir hafa þeir sömu prinsipp og ég og það er ástæðan fyrir því að ég er þarna. Við erum að segja fréttir og ekki bara af því hvað einhver segir heldur líka af hverju hann seg- ir það,“ segir Helgi sem hefur sjaldan legið á skoðunum sínum. Niðurskurður í fréttadeild Helgi er utan af landi og segir mikinn missi að svæðisútvarpinu. „Mér fannst arfavitlaust þegar hótanir um að loka svæðisstöðvunum bárust í fyrra en síðan var hætt við allt sam- an. Þetta var greinilega bara gert sem vogar- afl gegn fjárveitingarvaldinu. Í dag virðist það ekki vera málið og eftir situr spurningin hver eigi að sinna þessu efni. Enginn annar fjöl- miðill hefur sinnt svipuðu dreifisvæði af jafn- miklum krafti svo lokunin á sannarlega eftir að veikja fréttaflutning í landinu og eins kem- ur ekkert í staðinn fyrir þá áratuga reynslu sem var losuð á einu bretti í síðustu viku. Við lifum á krítískum tímum í sögunni og við sem eftir erum verðum að spýta í lófana og standa í lappirnar en það segir sig sjálft að þegar færri eru um alla vinnuna er sá tími sem við höfum til að liggja yfir málunum styttri og það kemur niður á efnistökunum,“ segir Helgi og bætir við að honum þyki í hæsta máta und- arlegt að niðurskurðarhnífnum skuli vera beitt jafnharkalega í fréttadeild á meðan markaðs- deildin og söludeild sleppi. „Það lítur náttúru- lega fáránlega út. En hins vegar, ef eini mögu- leiki RÚV til að ná sér í meiri peninga er að fara með offorsi á auglýsingamarkaðinn, þá er við stjórnmálamennina að sakast, ekki stjórn- endur RÚV,“ segir Helgi og bætir við að hon- um þyki furðulegt hvernig málefni tiltekinna starfsmanna RÚV hafi allt í einu orðið eitt af aðaláhyggjuefnum annars ríkisstjórnarflokks- ins. „Allt í einu setur stjórnmálastéttin nokkra starfsmenn RÚV á oddinn. Auðvitað eru allir með skoðun á útvarpi allra landsmanna en stjórnmálaflokkarn- ir nýta sér vandræðin til að breiða yfir hvað þeim virðist ganga illa að ræða aðalatriðin. Dag eftir dag hneykslast valdamiklir stjórn- málamenn á því að sama liðið sé að eignast Ís- land en gerir svo ekki neitt. Þingmenn hoppa í pontu og heimta að tiltekið sjónvarpsefni sé lagt niður á meðan sama lið hreyfir ekki and- mælum þegar lagt er upp með fjárlög þar sem stjórnmálaflokkar fá óbreyttan hálfan milljarð fyrir sig. Um daginn hélt annar ríkisstjórnar- flokkurinn flokksráðsfund og í ályktun var ekki minnst einu orði á Icesave, sem þó var næstum búið að kljúfa flokkinn í herðar nið- ur. Þess í stað var ákveðið að ráðast á tiltekna starfsmenn Ríkistútvarpsins sem endaði á því að allur flokkurinn stóð upp og klappaði þeg- ar ungar, vel launaðar sjónvarpsstjörnur, sem höfðu verið keyptar á milli miðla, voru for- dæmdar. Ég veit ekki hversu mikið af starfsfólki hef- ur verið keypt yfir á RÚV, eins og það var orð- að, en sjálfur flokkast ég líklega í þann hóp. Ég er hins vegar með miklu lægri laun en allt þingmanna- og ráðherraliðið sem stóð og klappaði sjálft sig upp fyrir snilldina. Alveg finnst mér þetta týpískt fyrir Ísland. Athygl- inni er dreift frá því sem raunverulega skipt- ir máli og reynt að klína smjöri í allar áttir. Ég er ekki viðkvæmur fyrir sjálfum mér og tek al- veg gagnrýni á mín störf. Þetta var hins vegar það sem á góðri íslensku kallast að múna illa skeindur.“ Dró konuna norður Helgi þurfti að beita töluverðum fortölum til að ná sambýliskonunni norður þrátt fyrir að hún sé frá Akureyri. Kærastan, Katrín Rut Bessadóttir, var alsæl í höfuðborginni en lét undan að lokum en býr nú ein fyrir norðan með dóttur þeirra virka daga á meðan Helgi býr í herbergi í borginni. „Þetta er auðvitað drullufúlt. Ég hefði bara skellt mér á sjóinn ef ég hefði viljað hafa þetta svona. Hins vegar þýðir ekkert að væla. Pabbi var á sjó allt upp í sex mánuði á ári þegar ég var lítill svo ég get ekki verið að vorkenna mér, frekar að aukið álag lendi á Kötu. Við ætluðum upphaflega að vera fyrir norðan í eitt ár en flytjum líklega suður í vor. Indíana Karítas er byrjuð á nýjum leikskóla og líkar vel og við getum ekki farið að rífa hana strax upp aftur.“ Kjaftfor og andstyggilegur krakki Helgi og Kata kynntust þegar þau voru bæði blaðamenn á DV árið 2004. Þá var hann ný- fluttur í borgina frá Reyðarfirði, þar sem hann er fæddur og uppalinn. Hann hafði áður gert tilraun til að búa í borginni þegar hann skellti sér í framhaldsskóla en flosnaði fljótlega upp úr náminu og fór heim aftur og á sjóinn. Í nokkur ár virtist Helgi ekki vita í hvorn fótinn hann ætti að stíga og á tímabili var hann í mik- illi óreglu. „Ég vissi lengi vel ekkert hvað ég vildi gera þegar ég stækkaði. Var reiður ungur maður fram eftir öllu. Reiðir ungir menn vita sjald- an af hverju þeir eru reiðir og fyrir vikið eru þeir sjálfum sér verstir. Þannig var ég bara og leitaði því í að vera slæmur félagsskapur, en lenti ekki í slæmum félagsskap. Ég var kjaftfor og oft óforskammaður krakki. Andstyggilegur við þá sem voru í kringum mig. Ég hefði ekki nennt að vera kennarinn minn. Ég get samt varla hafa verið algjörlega óalandi og óferj- andi því það eru til bekkjarmyndir þar sem ég lít út fyrir að vera algjör engill,“ segir Helgi sem enn á sama vinahópinn frá Reyðarfirði og hann átti á unglingsárunum. „Við höfum auð- vitað farið ólíkar leiðir í lífinu en okkur finnst samt hafa ræst merkilega vel úr okkur. Okkur fannst við voða spaðar. Og þykir enn. Mér þyk- ir vænt um þennan hóp af vinum mínum sem hafa gengið með mér í gegnum súrt og sætt og ég með þeim. Flestir klára sitt uppreisnarskeið á einu, tveimur árum en ég var með andlegar ung lingabólur fram yfir tvítugt sem er örugg- lega ekkert annað en seinþroski. Í dag finnst mér hrikalega hallærislegt að hugsa til þess að ég hafi leyft mér að vera svona orðinn þetta gamall en ég hlýt að hafa verið mjög seinþroska. Á þessum árum gerði ég hluti sem ég er ekki stoltur af í dag en engu að síður er það ekkert sem ég tek til baka þó að ég vildi kannski hafa sleppt úr nokkrum helg- um. Ég var örugglega ekki skemmtilegur son- ur því sannleikurinn er sá að á bak við hvern villing er illa sofin mamma. En sem betur fer eru pabbi og mamma sátt við mig í dag. Enda ekki annað hægt þar sem ég er búin að færa þeim barnabarn,“ segir hann og jánkar því að eflaust séu nokkuð margir hissa á því hvar hann sé staddur í dag. „Örugglega en kannski er ég mest hissa á því að ekki skuli fleiri vera hissa. Ég stend samt uppi þokkalega skuldlaus við guð og menn og var auðvitað heppnari en margir að komast þannig frá þessu.“ Rekinn úr skóla Þrátt fyrir að honum hafi gengið vel í skóla hafði hann afar takmarkaðan áhuga á nám- inu. „Fyrst ég gat náð prófunum án þess að mæta í tímana fannst mér bjánalegt að ég yrði að mæta. Ég var reiður yfir því sem endaði á að ég var rekinn úr skólanum og raunar fleiri en einum. Ætli það hafi ekki verið sameiginleg ákvörðun mín og skólakerfisins að gefa hvort annað upp á bátinn. Ég fór því bara að vinna; á sjóinn og í bræðsluna heima. Sé ekkert eftir því og er reyndar á því að fjórar loðnuvertíð- ir á sjó og í landi sé ígildi stúdentsprófs, þótt ég fari kannski ekkert fram á meðaleinkunn- ina tíu. Ég var svo að vinna í netagerð og var ný- lega kominn í bæjarstjórn, fyrir hálfgerðan misskilning, þegar mér bauðst vinna við fjöl- miðla. Ég hef alltaf haft áhuga á fréttum og samfélagsmálum og ákvað að slá til þegar pabbi benti mér á að sækja um vinnu á Aust- urglugganum. Þar fann ég mig strax, enda vorum við stærstan part þess tíma tveir, ég og Jón Knútur, vinur minn, með blaðið og gáf- um svolítið í. Ef ég hefði ekki farið að ráðum pabba væri ég örugglega enn í netagerðinni, sem væri út af fyrir sig ekkert svo slæmt, en það hefði verið öllu verra að ílengjast í pólitík. Ég hafði mikinn áhuga á útlenskum götublöð- um og fannst íslensk fréttamennska oftar en ekki tepruleg en á Austurglugganum gátum við félagarnir farið okkar leið sem við gerðum þótt auðvitað hafi mörgum fundist lætin ein- um of.“ Af DV fór Helgi yfir á Talstöðina, NFS og Ís- land í dag og þaðan yfir í Kastljós. Framganga hans í sjónvarpinu hefur oft skapað umræð- ur og hann er ekki þekktur fyrir að sleppa við- mælendum sínum létt. Sjálfur segist hann geta verið fljótfær en vilja frekar spyrja of mik- ið en of lítið. „Ég reyni að bera jafna virðingu fyrir öllum, sama hvaða stöðu þeir gegna eða hversu mikla peninga þeir eiga og að sama skapi vil ég frekar vera skammaður af ein- hverjum fyrir að hafa gengið hart fram en öf- ugt. Það er auðvitað ekki hægt að gera öllum til hæfis, sérstaklega ekki á þessum tímum. Við reynum hins vegar öll að gera okkar besta og helst aðeins betur. Gagnrýnina má þó oft flokka niður eftir því hvar í flokki menn hafa lagt inniskóna sína, en það er auðvitað ekkert algilt. Í dag er allt- af reynt að klína pólitískum tengslum á alla blaðamenn og á þá skotið að þeir vildu helst vera á þingi, enda hefur stór hluti þjóðar- innar afsalað sjálfum sér til stjórnmálaflokka án endurgjalds og fengið gleraugu í stíl, sem móta allt sem þeir sjá. Ég held að þetta sé samt mikið að breytast. Það er að koma upp mikið af ungum, góðum blaðamönnum sem er alveg sama um ein- hverja flokkapólitík og hvort fréttirnar sem þeir skrifa henti skoðunum flokkanna eða yf- Flestir klára sitt upp-reisnarskeið á einu, tveimur árum en ég var með andlegar unglingabólur fram yfir tvítugt sem er örugglega ekkert annað en seinþroski. VAR REIÐUR og sjálfum sér verstur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.