Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2010, Síða 31
HELGARBLAÐ 12. febrúar 2010 FÖSTUDAGUR 31
irleitt einhverjum. Þjóðin er að gera sér grein
fyrir hvað góð blaðamennska skiptir miklu
máli og sú uppgötvun er eitt af því fáa jákvæða
við þetta hrun. Landsmenn spyrja ekki lengur
af hverju við séum að fjalla um eitthvað heldur
frekar af hverju við séum ekki að fjalla um eitt-
hvað. Það er engin illgirni fólgin í því að benda
á það sem er að í samfélaginu. Nema síður sé.
Ég held að það ætti hreinlega að auka kennslu
í mannréttindum, lýðræði og þar með þætti
fjölmiðla í samfélaginu í grunnskólum en
sleppa stærðfræðinni og helgislepjusögunni
í staðinn.
Mér finnst viðhorfið gagnvart fjölmiðlum
þó hafa breyst, frá því sem var þegar margir
litu á þá sem afþreyingu og að þeir ættu ekki
að rugga bátnum um of. Það þótti skamm-
arlegt fyrir nokkrum árum, enda mátti ekki
kveikja ljósin í partíinu í góðærinu. Það mega
menn muna þegar þeir tala um hversu hand-
ónýtir fjölmiðlar voru fyrir hrun. Auðvitað
var fullt af gagnslausum blaðamönnum sem
fannst skemmtilegra að vera með Jón Ásgeir
og Bjarna Ármannsson á „speed dial“ í síman-
um sínum en að segja fréttir af þessum gaur-
um. Sem betur fer fóru þessir blaðamenn að
lokum flestir bara að vinna beint fyrir þessa
menn, þannig að menn þurftu þá ekkert að
velta því lengur fyrir sér. Og sem betur fer hef
ég voðalega lítið haft af þessum útrásarvíking-
um að segja því enginn þeirra leitaði í minn
félagsskap,“ segir Helgi og bætir við að skýrsla
rannsóknarnefndarinnar verði að hreinsa
loftið gagnvart fjölmiðlum líka. „Ekki síður
en gagnvart bönkum og pólitíkinni. Þeir fjöl-
miðlar og fjölmiðlamenn sem voru ekki rót-
spilltir verða að fá sitt heilbrigðisvottorð, rétt
eins og þeir stjórnmála- og viðskiptamenn
sem voru ekki með allt niður um sig.“
Kallaður fífl og bjáni
Helgi segir að reiðin í höfuðborginni sé gríð-
arleg vegna bankahrunsins og mun meiri en
úti á landi. Í dag sé þó annar hópur reiður en
í búsáhaldabyltingunni. „Ekki af því að skipt
hefur verið um ríkisstjórn heldur vegna þess
að það fólk sem var ekki í vandræðum síðast
er nú búið að missa húsin sín. Það
er tvennt í stöðunni. Annaðhvort
kemur þessi rannsóknarskýrsla út
og það verður gerð bylting út frá
efni hennar eða þá að það verður
gerð bylting út af því sem ekki kem-
ur þar fram. Ég er ekkert endilega að tala
um blóðuga byltingu og mannfall, ég
vona að þessari reiði verði beint í aðrar
og jákvæðari áttir en þær að grípa til of-
beldis.
Það var engum til sóma hvernig kom-
ið var fram við lögregluna undir lok mót-
mælanna fyrir ári. Ég var sjálfur vitni að
því. Lögreglan hafði auðvitað gert mistök
og þar innan um, eins og í hinum hópnum,
voru menn sem ekki höndluðu valdið og
kylfurnar. En það er hins vegar nauðsynlegt
að menn beini reiðinni í að byggja hér upp út
frá öðrum forsendum eftir útkomu skýrslunn-
ar. Menn skyldu hins vegar búa sig undir það
að réttlætið og niðurstöður dómstóla fari ekki
endilega saman. Þá reynir á skynsemi okkar.
Það þarf engan Pál Hreinsson til að segja okk-
ur í grófum dráttum hvað hér gerðist.
Við eigum flest að hafa skynsemi til að
vita að hér varð kerfishrun af mannavöldum,
græðgi og óhóf varð okkur að falli vegna þess
að við lokuðum augunum fyrir því sem var
að gerast. Þeir sem við treystum til að halda
utan um batteríið klúðruðu því en rifu svo
bara kjaft. Ég var kallaður fífl fyrir að spyrja
Björgvin G. Sigurðsson hvort Fjármálaeftir-
litið hefði ekki átt að stoppa innsöfnun á Ice-
save-reikningana. Hann vildi ekki svara svo ég
spurði aftur og Geir H. Haarde líka. Fyrir það
var ég kallaður fífl og dóni. Í dag vita allir að
Fjármálaeftirlitið átti samkvæmt þeim kröfum
sem gerðar voru til eftirlitsins að stöðva Ice-
save og ef þeir gátu það ekki var auðvitað eitt-
hvað að lögunum og þá var það stjórnmála-
mannanna að laga það, flóknara er þetta ekki.
Við ætlumst til þess að þetta virki og það gerði
það ekki.
Það sem blasir líka við þessari þjóð er að
horfast í augu við sjálfa sig, þegar þessu
uppgjöri sleppir. Við þurfum að gangast
við ábyrgðinni af meðvirkninni sem hér
réð ríkjum; því að hafa kosið yfir okk-
ur stjórnmálamenn trekk í trekk sem
brugðust þeirri einföldu skyldu sinni
að láta ekki allt hrynja hérna. Því
að hafa setið hjá þegar dæmdum
fjárglæfra mönnum voru seldir
bankar, svo ég tali nú ekki um þá
staðreynd að Halldór Ásgríms-
son seldi félagi fjölskyldu sinn-
ar hinn bankann. Það þótti
hreint og beint óviðeigandi að
benda á það. Við skulum ekki
gleyma því að valdið hér eins
og annars staðar á uppruna
sinn hjá fólkinu sjálfu, það-
Það er fyndið að sjá Audda detta í drullu-
poll í Argentínu en það hefði
líka verið ágætt ef stjórnendur
Stövðar 2 hefðu notað Wipe-
out-peningana í að láta Jóa og
Kristin í Kompás grafa í drullu-
pollinum hérna heima.
Fjölmiðlamaðurinn Helgi Seljan var
nýbúinn að rífa fjölskylduna upp með
rótum og flytja norður á Akureyri til
að starfa hjá Svæðisútvarpi Norður-
lands þegar uppsagnir skóku RÚV.
Í kjölfarið var starfið fyrir norðan
ekki lengur í boði þannig að í dag
býr Helgi einn í herbergi fyrir
sunnan svo að hann geti unnið
í Kastljósi á meðan kona hans
og dóttir búa á Akureyri.
Helgi segist hafa verið
erfiður unglingur sem
hafi verið rekinn oftar
en einu sinni úr skóla.
Hér ræðir hann um
reiðina, óregluna, föð-
urhlutverkið sem hann
óttaðist, RÚV, kreppuna
og starf sitt sem fjöl-
miðlamaður í hringiðu
Icesave-umræðu.
Flutti norður en flýgur suður
Helgi var búinn að eyða miklum
tíma í að tala kærustuna inn á
að flytja með sér til Akureyrar.
Nokkrum dögum eftir að þau
fluttu kom í ljós að hann yrði að
vinna fyrir sunnan ef hann vildi
halda starfinu.
MYND: SIGTRYGGUR ARI
VAR REIÐUR
og sjálfum
sér verstur