Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2010, Qupperneq 32
an sem því hefur verið úthlutað full-
bratt af kjörnum fulltrúum til manna
sem þjónuðu fyrst og fremst rassgat-
inu á sjálfum sér. Við megum held-
ur ekki gleyma því að fyrir nokkrum
árum þótti það slá nærri meiðyrðum
að fara fram á að stjórnmálaflokkar
opnuðu bókhald sitt. Við eigum að
gera þá sjálfsögðu breytingu hérna
að stjórnmálamenn fari að hræðast
fólkið en ekki öfugt. Við eigum líka
að slá varnagla við öllum þeim illa
földu úlfum sem nú þykjast ætla að
bjarga okkur hvort sem er í pólitík
eða viðskiptum. Ég fæ stundum æl-
una upp í háls við að hlusta á sjálf-
skipaða bjargvætti okkar. Oftar en
ekki er eina markmið þeirra að nýta
tækifærið núna vegna þess eins að
þetta lið var of vitlaust til að nýta
tækifærið síðast þegar verið var að
útdeila hér öllum gæðum. Við ætt-
um að hafa lært að greina þar á milli,
ef við höfum þá eitthvað lært.“
Kraftur í þjóðinni
Helgi segist í þokkalegum málum
fjárhagslega. Hann eigi ekki íbúð en
hafi keypt bíl þegar hann varð pabbi
og þótt lánin hafi hækkað ráði hann
við þau enn þá. „Ég stend hvorki bet-
ur né verr en flestir og blóta oft á tíð-
um þessum þrjátíu daga mánuðum.
Það er samt margt fólk sem hefur það
verra en ég. Það er ömurlega grátlegt
að fólk sem er á svipuðum aldri og
ég, en var mun fyrirhyggjusamara og
lagði fyrir og keypti sér íbúð, sé búið
að tapa öllu. Þetta fólk á ekkert nema
skuldir og er upp á bankastofnun
komið – bankastofnun sem er nýbú-
in að setja þjóðina á hausinn.
Svo mætir þessu fólki ekkert
nema súpueldhússtemning í bönk-
unum. Ég skil ósköp vel að menn séu
reiðir. Reiðin á fullan rétt á sér og sér-
staklega eftir því sem lengri tími líð-
ur án uppgjörs. Á meðan slitna upp
fjölskyldur og fólk þarf að flytja til út-
landa,“ segir Helgi en bætir aðspurð-
ur við að hann hafi engan áhuga á
að yfirgefa Klakann. „Ekki við þess-
ar kringumstæður, enda finnst mér
hreinlega ekki fullreynt með þetta
land, þótt ótrúlegt megi virðast. Þrátt
fyrir allt og þó að mér finnist við Ís-
lendingar oft sjálfum okkur verstir þá
held ég samt að við getum rifið okkur
upp og átt hér ágætis líf. Ég vil ekki
hljóma eins og pólitíkus en það býr
kraftur í þessari þjóð þrátt fyrir allt.
Atvinnuleysið er þó verst. Við eigum
ekki að sætta okkur við það.
Meirihluti þeirra sem eru á at-
vinnuleysisskrá er fólk sem var ekk-
ert að lifa um efni fram. Keypti sér
ekki einu sinni flatskjá, svo firrtasta
viðmiðið á þátttöku þjóðarinnar í
þessum viðbjóði sé notað. Þetta fólk
hefur unnið sér það eitt til saka að
hafa framselt fyrir lítið vald sitt og
ákvarðanatöku til stjórnmálamanna
og umbjóðenda þeirra. Nú ríður á
að hér gangi í gegn breytingar og að
þeim fylgi ný andlit og opnara þjóð-
félag án pukurs og leyndarmála. Ef
þessi þjóð er svo fátæk af fólki til for-
ystu í valdastöðum utan og innan
þings að á Nýja-Íslandi verði sömu
andlit og á því gamla, þá getum við
farið að pakka saman,“ segir Helgi.
„Á svona tímum er líka óásætt-
anlegt að um 300 blaðamenn gangi
um atvinnulausir á meðan þörfin
hefur aldrei verið meiri fyrir blaða-
menn sem kunna sitt fag. Þar með
er ég ekki að gera lítið úr atvinnu-
leysi annarra, miklu frekar áherslum
margra fjölmiðla. Með fullri virðingu
fyrir brauði og leikjum; blöðrum og
sælgæti, þá veltir maður því fyrir sér
hvað vaki fyrir eigendum fjölmiðla
sem ákveða að snúa sér alfarið að
því. Það er fyndið að sjá fólk detta í
drullupoll í Argentínu en það hefði
líka verið ágætt ef stjórnendur Stöðv-
ar 2 hefðu notað Wipeout-peningana
í að láta Jóa og Kristin í Kompás grafa
í drullupollum hérna heima. Ég held
að Jón Ásgeir Jóhannesson þurfi að
fara að svara þeirri spurningu hvers
vegna í ósköpunum hann leggur
slíka ofuráherslu á að eiga fjölmiðla
í þessu árferði. Ég þarf ekkert svar frá
eigendum Moggans, þeirra svar er
borið út á hverjum morgni.“
Öll föst á gelgjunni
Sem fréttamaður er Helgi í hringiðu
kreppu- og Icesave-umræðunnar
og hann viðurkennir að vera stund-
um kominn með upp í kok. „Á tíma-
bili hugsaði ég um að hætta þessu
en ég valdi að gera það ekki. Þetta
eru merkilegir tímar og mig langar
að taka þátt og gera mitt besta. Það
er okkar að segja frá því sem hér er
að gerast og það verður bara að gera
betur en var gert fyrir hrun. Þá var
bara eitt stórt partí í gangi og frétt-
ir oft eftir því og margir sem voguðu
sér að koma með varnaðarorð voru
úthrópaðir vitleysingar.
Baugsmálið er gott dæmi um
andrúmsloft þessa tíma. Hvað er að
þjóð sem ákveður að skipta sér í tvær
fylkingar í frekar einföldu sakamáli?
Ég sæi ekki Dani eða Svía skipta sér í
fylkingar, með eða á móti, í máli gegn
einhverjum risastórum fjölmiðlaeig-
anda og risa á matvörumarkaði, sem
væri kærður fyrir jafnalvarleg brot. Í
grundvallaratriðum eru tvær valda-
blokkir í þessu landi, í þær má vel
flokka nær alla sem eitthvað hafa lát-
ið fyrir sér fara hér og það er auðvit-
að glatað.
Það er ekkert gott sem bíður þess-
arar þjóðar ef við ætlum að halda
áfram að skipta okkur alltaf í tvennt
eftir því sem þessar tvær blokkir
ákveða. Það er ekki nauðsynlegt að
halda annaðhvort með Davíð eða
Jóni Ásgeiri, eða hvað þetta allt heitir
í öðru hvoru liðinu í hvert sinn. Það
er líka í lagi, og fyllilega réttlætanlegt,
að fyrirlíta báða hópa jafnt og það
gera sem betur fer æ fleiri. Mér finnst
samt stundum eins og við séum öll
á gelgjunni og hóp sálarsyndromið
sé eftir því, við bara verðum að stilla
okkur með öðrum hvorum hópnum
og standa þar opinmynnt og teygja
tyggjóið okkar.
Ég hef aldrei skilið af hverju þjóð,
sem nappaði sér sjálfstæði, hálf-
partinn í skjóli nasista. Stórgræddi
á stríðinu og ekki síst öllum pening-
unum sem stríðshrjáðri Evrópu voru
ætlaðir, gat ekki einu sinni drullast til
að láta af hendi rakna framlög til þró-
unaraðstoðar á við fullvalda þjóð-
ir, meðan hún þóttist ríkust í heimi,
lætur eins og hún sé best í heimi,“
segir hann.
Hræddist föðurhlutverkið
Fjölskyldulíf hafði aldrei heillað Helga
áður en hann varð pabbi og hann
segist hafa hræðst ábyrgðina sem því
fylgdi að vera pabbi og eiginmaður.
Annað hafi komið á daginn. „Ég kem
sjálfum mér á óvart á hverjum degi
en er þó meðvitaður um að þetta er
hið raunverulega ævistarf, barnaupp-
eldið. Ég er líka alltaf skotinn í Kötu.
Hún er svo kjaftfor, vel gefin og ákveð-
in. Svo er hún líka svo sæt. Við erum
kannski bara svona lík,“ segir hann en
bætir við að sennilega sé það ekki rétt
þar sem hann gæti aldrei verið í sam-
búð með sjálfum sér.
„Ég hafði fyrir fram einkennileg-
ar og neikvæðar hugmyndir um það
hvernig maður ætti að vera sem fað-
ir og fjölskyldumaður og hafði aldrei
séð sjálfan mig í því hlutverki, frekar
var ég hressi frændinn. Sannleikur-
inn kom mér skemmtilega á óvart og
ég hef rosalega gaman af að fylgjast
með Indíönu vaxa og þroskast og sér í
lagi núna þegar hún er farin að spjalla
og syngja. Hún er miklu klárari en ég
var á hennar aldri en er auðvitað svo-
lítið lík mér. Það er rímað réttlæti fólg-
ið í því að þurfa að díla við sjálfan sig
í gegnum barnið sitt fyrir mann eins
og mig. Mitt vandamál í gegnum tíð-
ina hefur verið sjálfselska og eigingirni
og á meðan Kata var ófrísk hugleiddi
ég oft hvernig ég ætti eftir að standa
mig í föðurhlutverkinu. Ég var skít-
hræddur um að ég yrði ekki nógu góð-
ur pabbi og flækti þetta allt fyrir mér,“
segir hann og bætir aðspurður við að
hann sé sáttur við þann stað sem hann
er á í lífinu.
„Eftir að hafa í svona langan tíma
dílað við reiði og uppreisn bjóst ég ekki
við að verða ánægður sem fjölskyldu-
maður. Ég er samt ekkert að segja að
ég sé einhver engill. Sjónvarpsþáttur
byggður á mér héti ekkert fyrirmynd-
armaðurinn, en ég er allavega ekki
lengur númer eitt, tvö og þrjú og það
er líka helvíti fínt.“ indiana@dv.is
32 FÖSTUDAGUR 12. febrúar 2010 HELGARBLAÐ
Fallegar mæðgur Katrín Rut Bessadóttir er kærasta Helga. Þau eiga dótturina
Indíönu Karítas sem varð tveggja ára í desember. MYND: BJARNI EIRÍKSSON
Eftir að hafa í svona langan
tíma dílað við reiði og
uppreisn bjóst ég ekki
við að verða ánægður
sem fjölskyldumaður.
Ég er samt ekkert að
segja að ég sé einhver
engill.