Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2010, Qupperneq 34

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2010, Qupperneq 34
É g hafði gaman af því að taka þátt í Morfís á tví- tugsaldri en mér finnst heldur asnalegt að vera kominn í Morfís aftur á fimmtugsaldri,“ segir Gylfi Magnús- son, efnahags- og viðskiptaráðherra, um veruna á Alþingi. Gylfi er annar tveggja ópólitískra ráðherra í núver- andi ríkisstjórn og hann segir um- ræðurnar á Alþingi oft á tíðum vera eins og ræðukeppni framhaldsskól- anna eða jafnvel súrrealískt leikrit. Gylfi var fyrsti maðurinn til að segja opinberlega að íslenska efna- hagskerfið væri hrunið og var af sumum gagnrýndur fyrir það. Gylfi segist hafa verið nauðbeygður til að tala um málið vegna þess óréttlæt- is sem átti sér stað í þjóðfélaginu og vegna hættu á að enn verr myndi fara en ella. Stuttu seinna var hann kominn hinum megin við borðið og vinnur nú að endurreisn efnahags- kerfisins. Gylfi segir Ísland hafa haft jafn- góðar forsendur fyrir því að verða sólarlandanýlenda og að verða al- þjóðleg fjármálamiðstöð. Hann seg- ir að í stað þess að horfast í augu við vandamálin hafi hlutirnir verið keyrðir í botn til að halda uppi glans- mynd sem reyndist fölsk. Gylfi er mikill fjölskyldumaður og er fimm barna faðir. Hann hefur brennandi áhuga á hlaupum og ljós- myndun og segir börnin sín áhuga- verðasta fólk sem hann hafi kynnst. Gylfi hefur lítinn einkatíma fyrir sig og eiginkonuna á milli þess sem hann sinnir fjölskyldunni og ráð- herrastarfinu en kvartar þó ekki. Súrrealískt leikrit „Ég kem náttúrulega inn í þetta starf með ákveðna þekkingu á efnahags- málum og fjármálum en enga þekk- ingu á stjórnmálum,“ heldur Gylfi áfram en hann starfaði sem dósent við Háskóla Íslands áður en hann tók til starfa sem viðskiptaráðherra fyrir rúmu ári. „Ég kann ekkert á prakt- ísk atriði eins og hvernig á að koma lagafrumvörpum í gegnum þingið eða að semja um einhverja hluti þar.“ Það er sá hluti starfsins sem Gylfa þykir hvað erfiðastur. „Ef ég á að vera alveg heiðarlegur þá finnst mér sá hluti starfsins vera einna erfiðastur og þar er helst að maður verði fyrir vonbrigðum. En það hefur hins veg- ar gengið vel að starfa innan ráðu- neytisins og utan þess líka en þetta ferli í þinginu og karpið þar er mjög skrítið.“ Sá hluti er Gylfa í reynd ekki ánægjulegur. „En er auðvitað óhjá- kvæmilegur partur af starfi ráðherra. Satt best að segja finnst mér ég oft vera staddur í súrrealísku leikriti þegar maður er að fylgjast með um- ræðum í þinginu. Mér finnst stund- um eins og ég sé dottinn aftur inn í Morfís sem ég tók nú þátt í á mennta- skólaárunum. Það eru oft ekki mikið gáfulegri hlutir sem fara fram í þing- inu en voru þar.“ Gylfi segist þó skilja að þetta sé það kerfi sem Íslendingar búi við og því fái hann ekki breytt. „Maður verður að spila eftir því eins og aðrir.“ Stórslys í uppsiglingu Þegar Gylfi gegndi stöðu dósents talaði hann opinskátt um stjórnun efnahagsmála og var óhræddur við að gagnrýna hana ef honum þótti það eiga við. Hann segir nokkuð sér- kennilegt að vera núna kominn hin- um megin við borðið og þurfa að taka gagnrýninni sjálfur. „Ég kveinka mér þó ekkert undan því.“ Gylfi hefur alltaf verið á þeirri skoðun að það sé hlutverk háskóla- kennara að miðla fræðunum til al- mennings eftir bestu getu og þegar það á við. „Ég gerði það mikið sjálf- ur þótt ég hafi sjaldnast átt frum- kvæðið að því. En þetta var svo orð- ið mjög sérstakt hlutverk undir það síðasta þegar ég og margir fleiri auð- vitað vorum farnir að hafa veruleg- ar áhyggjur af ástandinu. Manni leið eins og maður væri að horfa á stór- slys í uppsiglingu sem svo varð raun- in.“ Í fyrstu hafði Gylfi áhyggjur af því að eitthvað gæti gerst þótt það væri nú ólíklegt. „Það var sirka 2006. Þá sá maður ýmis einkenni sem voru óeðlileg. Ég fylgdist til dæmis vel með verðbréfamarkaðnum og verð- þróun þar var mjög sérkennileg. Gríðarleg ávöxtun og hækkun ár eft- ir ár sem virtist byggjast að verulegu leyti á einhverjum pappírshagnaði. En ekki því að menn væru að skila góðum rekstrarniðurstöðum heldur því að menn væru að kaupa og selja hver öðrum fyrirtæki. Búta niður, splæsa saman og selja á sífellt hærra verði.“ Gylfi segir að verðhækkanir vegna slíkra viðskipta geti ekki staðið yfir endalaust. „Þegar þær enda kem- ur svo í ljós hvort hægt sé að standa undir því háa verði sem komið er á eignirnar.“ Gylfi beið eftir því að ástandið myndi skána en sú varð ekki raunin heldur versnaði það og versnaði. „Svo síðla árs 2007 var ástandið orðið grafalvarlegt.“ Keyrt fram af klettum Á þessum tímapunkti var ástandið orðið svo alvarlegt að ekki varð aft- ur snúið. „Það hefði ekki verið hægt með góðu móti að bjarga íslenska hagkerfinu. Hugsanlega hefði ver- ið hægt að milda eitthvað höggið en staðan var orðin þannig að þessu yrði ekki bjargað.“ Þá voru margir erlendir aðil- ar farnir að átta sig á stöðunni hér á landi en enginn vildi hlusta á áhyggjuraddir. „Þá fóru þessir að- ilar að draga sig til baka. Neita að framlengja lán eða endurnýja samn- inga. Þá hefðu verið eðlileg viðbrögð hér heima að reyna að vinda eitt- hvað ofan af þessu. En í staðinn voru viðbrögðin þau að halda loftinu í blöðrunni með því að dæla innlendu lánsfé inn í fyrirtækin sem mörg hver voru mjög tengd eigendum bank- anna.“ Þetta var dauðadæmd stefna frá upphafi að mati Gylfa. „Það eina sem hefði getað bjargað þessari stefnu var ef það hefði komið eitthvert óskiljan- legt góðæri og fyrirtækin skilað svo miklum hagnaði að þau myndu ná vopnum sínum aftur. En auðvitað gerðist það ekki heldur andstæðan. Aðstæður á alþjóðavísu versnuðu bara enn frekar. Fyrr en varði lentu bankarnir í því að geta ekki haldið þessum leik áfram. Svo um mitt ár 2007 fór þetta allt saman í einhvern neikvæðan spíral. Gengið fór að lækka, hluta- bréfin lækkuðu og veikustu fyrir- tækin byrjuðu að fara í þrot eins og Gnúpur sem var nú það fyrsta í röð- inni.“ Á einu ári hrundi svo íslenska hagkerfið eins og spilaborg. „Auðvitað hugsar maður um það núna hvernig hefði verið hægt að spila þetta öðruvísi. Hvaða aðr- ar leiðir hefði verið hægt að fara. En staðreynd málsins er sú að engin þeirra var farin. Þetta var bara keyrt áfram af fullum krafti fram af klett- unum. Í sjálfum sér vitum við ekki enn þá alla þá sögu en hún skýrist vonandi þegar rannsóknarskýrsla Alþingis verður gerð opinber.“ Guð blessi Ísland Föstudaginn 3. október 2008 steig Gylfi fram og sagði fyrstur allra að ís- lenska efnahagskerfið væri hrunið. Ummælin ollu miklu fjaðrafoki og stuttu seinna hringdi Davíð Odds- son, þáverandi seðlabankastjóri, inn á Rás 2 til þess að draga úr ummæl- um Gylfa og segja að ástandið væri alls ekki svo slæmt. Sama var uppi á borði hjá Geir H.Haarde og rík- isstjórn hans þar sem allt var sagt í himnalagi. Lygunum var haldið til streitu allt þar til Geir hélt ræðu í frægu sjónvarpsávarpi mánudaginn 6. október sem endaði á orðunum: „Guð blessi Ísland!“ Tryggvi Þór Herbertsson, þáver- andi efnahagsráðgjafi forsætisráð- herra, hafði samband við Gylfa eft- ir ummæli hans og bað hann um að vera ekki að tjá sig á svo viðkvæm- um tímum því að björgunaraðgerð- ir væru í fullum gangi. Gylfi segist hins vegar hafa neyðst til að segja frá hlutunum eins og þeir voru í raun og veru og myndu gera það öðru sinni. „Það voru aðallega tvær ástæður fyrir því að ég sagði þetta. Jafnvel þótt ég áttaði mig á því að þetta gæti haft óþægilegar afleiðingar. Fyrri ástæð- an var sú að þá voru menn í fullri alvöru að reyna að bjarga fjármála- kerfinu með risalántöku frá erlend- um aðilum. Ýmist frá Rússum eða einhverjum öðrum og tæma svo er- lendar eignir lífeyrissjóðanna inn í landið. Það var alveg galin hugmynd og dæmt til þess að mistakast.“ Með þeim aðgerðum segir Gylfi að reikningur björgunaraðgerð- anna hefði bara bæst ofan á reikning hrunsins því að það var einfaldlega ekki hægt að bjarga efnahagskerfinu. „Þá hefði reikningur bankanna bara lent í meira mæli en annars á reikn- ingi ríkisins. Það var eitthvað sem ég gat bara ekki horft upp á. Að menn tækju vandamál bankanna yfir á rík- ið. Þá hefðu bankarnir tekið ríkið niður með sér í fallinu.“ Logið að almenningi Hin ástæða þess að Gylfi ákvað að tala var það gríðarlega óréttlæti sem var í upplýsingagjöf. „Við aðstæður eins og þessar verður aðstaða þeirra sem eiga eitthvað undir fjármála- kerfinu svo mismunandi. Einhverjir voru að bjarga sér, sérstaklega þeir sem höfðu bestu upplýsingarnar, en almenningur fékk kolrangar upplýs- ingar og gat ekkert gert til að reyna að verjast. Almenningi var sagt að allt væri í himnalagi. Það var gjör- samlega óásættanlegt.“ Gylfi var því hreinlega nauð- beygður til að segja fá þessum hlut- um. „Þrátt fyrir að ég átti mig á því að það hafi verið mjög óþægilegt fyrir þá sem voru að reyna að bjarga ein- hverju. Einhverju sem tókst svo ekki að bjarga. Ég sé ekkert eftir þessu og ég myndi gera þetta aftur.“ Gylfi segir að aðalatriðið nú sé að koma í veg fyrir að þessi staða komi nokkurn tímann upp aftur. „Það gera menn auðvitað með því að vera raunsæir og hófsamir í yfirlýsingum um heilsu banka. Því ef menn hefðu lýst stöðunni eins og hún var í reynd 34 FÖSTUDAGUR 12. febrúar 2010 HELGARBLAÐ Ég kann ekkert á praktísk atriði eins og hvernig á að koma lagafrumvörpum í gegnum þingið eða að semja um einhverja hluti þar. Almenningi var sagt að allt væri í himnalagi. Það var gjörsamlega óásættan legt. ALÞINGI eins og Gylfi Magnússon segir karpið á Alþingi skrítið og að það minni einna helst á ræðukeppni framhaldsskólanna. Þessi fimm barna fjölskyldufaðir segist ekkert kunna á pólitík en háskóladósent- inn veit þó meira en flestir um efnahag landsins. Gylfi ræddi við Ásgeir Jónsson um fjölskylduna og dagana fyrir hrun þegar hann talaði fyrstur opinskátt um hrun Íslands. Stoppar í götin Mörg af frumvörpum Gylfa stoppa í þau göt sem verið hafa í eftirlitskerfi landsins. MYND RAKEL ÓSK
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.