Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2010, Page 35
HELGARBLAÐ 12. febrúar 2010 FÖSTUDAGUR 35
Ég held nú að það kæmi
skrítinn svipur á fólk
ef ráðherra drægi upp
myndavél á fundum.
miklu fyrr hefðu bankarnir komist í
einhver vandræði fyrr en þá hefðu
þau á endanum orðið mikið minni,“
en með því að láta eins og ekkert
væri að var komið í veg fyrir að réttir
hlutir væru gerðir.
„Menn verða bara að vera raun-
sæir og þeir sem sinna eftirliti eiga að
vera kaldir í því að gagnrýna hlutina
ef eitthvað er að. Ef það er gert strax
í upphafi neyðast menn til að takast
á við vandamálin í fæðingu. Ef það
á hins vegar bara að halda úti ein-
hverri glansmynd þá fer sem fer.“
Sviss norðursins
Gylfi segir margt spila inn í hvers
vegna íslenska efnahagsundrið, eins
og það hefur verið kallað, misheppn-
aðist jafnhraparlega og raun ber
vitni. „Það var opinber stefnumót-
un að gera Ísland að alþjóðlegri fjár-
málamiðstöð. Það var meira að segja
gefin út skýrsla um það með miklum
látum. Um hvernig ætti að fara að
því. Ég hef stundum sagt í tengslum
við þetta að við hefðum alveg eins
getað breytt Íslandi í sólarlandapara-
dís. Við höfðum jafngóðar forsendur
til þess og það hefði sennilega ekki
valdið jafnmiklum skaða.“
Gylfi segir eina af ástæðum þess
að svo illa fór vera undirstöður
bankakerfisins. „Við byggðum þetta
nýja bankakerfi á ríkisreknu banka-
kerfi sem var fyrst og fremst hugs-
að til heimabrúks og hafði sára-
litla reynslu af alþjóðaviðskiptum.
Við réðum svo inn í þetta kerfi fólk,
sem var reyndar ágætlega mennt-
að og bráðgáfað, en hafði sama og
enga reynslu af alþjólegri banka-
starfsemi.“ Ekki hafi verið nokkur
þekkingarbrunnur sem gat heitið í
íslensku bönkunum á alþjóðavið-
skiptum. „Svo var stoðkerfi ríkisins
ekkert sérstaklega burðugt heldur.“
Ekki var íslenska krónan heldur
sá grunnur sem alþjóðlegt banka-
kerfi ætti að byggja á. „Gjaldmiðill
sem hefur verið til vandræða nán-
ast frá upphafi. Allavega síðan fyr-
ir seinni heimsstyrjöld. Óstöðugur
hvað varðar verðlag og gengi. Svo
var hér lítill innlendur sparnaður.
Við höfum í rauninni engar af þeim
forsendum sem nauðsynlegar eru til
þess að byggja upp alþjóðlegt banka-
kerfi.“
Það var glapræði að mati Gylfa að
ætla að ná öðrum löndum sem sér-
hæfa sig í alþjóðlegum bankavið-
skiptum á örfáum árum. „Ísland átti
að verða svona Lúxemborg eða Sviss
norðursins. Lönd sem hafa ekki ára-
tuga heldur aldalanga reynslu. Bæði
af rekstri banka og af eftirliti með
bönkum. Lönd með miklu lengri
sögu af því að halda vel utan um sín
fjármál og höfðu því mikið forskot á
okkur.“
Óhjákvæmilegt að afskrifa
Aðspurður hvort breytingar hafi orð-
ið á siðferði í viðskiptum eftir hrun
segir Gylfi þær töluverðar en samt
sé langt í land. „Það hefur auðvitað
mikið breyst en það er of snemmt að
gefa út nýtt og betra siðferðisvott-
orð fyrir viðskiptalífið. Það sem ég
get gert sem ráðherra er að breyta
einhverjum reglum, ég get reynt að
efla eftirlitsstofnanir og talað fyrir
ákveðnum sjónarmiðum opinber-
lega. Ég breyti samt ekki hugarfari og
viðhorfum hvers og eins sem er það
mikilvægasta.“
Gylfi hefur þó trú á því að þeg-
ar rykið setjist og menn sjái hversu
langt út af sporinu Íslendingar fóru
munum við læra af reynslunni. „Þá
fáum við held ég betra og heiðar-
legra viðskiptalíf og það er bara von-
andi að menn læri einföld sannindi
sem þeir hefðu nú getað gert fyrr. Að
ef eitthvað virðist of gott til þess að
vera satt, þá er það að öllum líkind-
um ekki satt.“
Mikið hefur verið rætt um af-
skriftir skulda auðjöfra en Gylfi seg-
ir einfaldlega nauðsynlegt að horfa
til þeirra með raunsæi. „Það er
hreinlega óhjákvæmilegt að afskrifa
hluta þessara skulda því fyrirtækin
munu aldrei geta staðið skil á þeim.
Það þarf að horfast í augu við veru-
leikann og sjá að þessar gríðarlegu
skuldir verði aldrei greiddar en sem
mest verði að fá til baka. Það er ekki
gert með því að leggja fyrirtæki niður
heldur með því að endurreisa þau.
Það þarf samt ekki að endurreisa
þessar fyrirtækjablokkir og eignar-
haldsfélög sem voru stórgalið fyrir-
brigði.“
Gylfi segir það samt ekki óhjá-
kvæmilegt að mennirnir sem stýra
stórfyrirtækjum í þrot stýri þeim
áfram. „Mér finnst líklega jafn-
ógeðfelld og mörgum Íslending-
um tilhugsunin um að þarna verði
í mörgum tilfellum sama fólkið við
stjórnvölinn en það verður að fara
að reglum réttarríkisins. Þannig
að ef menn hafa ekki verið dæmd-
ir þá hafa þeir allan lagalegan rétt á
að taka þátt í viðskiptalífinu. Þessir
menn geta hins vegar þurft að víkja
ef þeir hafa gengið svo mikið fram af
samfélaginu að almenningur neiti
hreinlega að stunda viðskipti við fyr-
irtæki þeirra.“
Ráðherra með myndavél
En Gylfi, sem er fæddur og uppalinn í
Reykjavík, er meira en bara ráðherra
og dósent. Hann er fjölskyldufaðir
með meiru. Gylfi er giftur og á fimm
börn á aldrinum tveggja til ellefu ára.
„Við eigum tíu ára brúðkaupsafmæli
í næstu viku þannig að við erum búin
að vera ansi dugleg í barneignunum.
Við eignuðumst fyrst þrjú börn og
svo tvíbura árið 2007 þannig að þetta
varð nú aðeins stærri krakkaskari en
til stóð. Það er bara gaman að því.“
Gylfa þykir föðurhlutverkið ynd-
islegt og hann nýtur sín vel í því. „Ég
er nú ekki hlutlaus hvað það varðar
en mér finnst börnin mín skemmti-
legasta fólk sem ég hef kynnst. Auð-
vitað er þetta erfitt líka og argaþras
en þetta er svo frábrugðið því sem ég
er að gera hérna í vinnunni að það er
kærkomin hvíld að komast heim til
þess að sinna fjölskyldunni.“
Það er ekki mikill tími aflögu í
lífi Gylfa. Hann hefur til dæmis ekki
komist í bíó með konunni svo árum
skiptir. Hann á einnig nokkur áhuga-
mál sem hafa þurft að sitja á hak-
anum og sérstaklega eftir að hann
tók við ráðherraembættinu. „Ég hef
lengi haft mikinn áhuga á hlaupum
og fyrir nokkrum árum tók ég þátt í
öllum almenningshlaupum sem ég
komst í. Ég hef nú ekki tíma til þess
lengur og skokka bara meira fyrir
sjálfan mig.“
Gylfi hefur líka mikinn áhuga á
ljósmyndun og var með myrkraher-
bergi og allar græjur á sínum tíma.
„Ég er nú reyndar búinn að leggja
myrkraherberginu enda allt orð-
ið stafrænt. Ég tek enn þá mikið af
myndum en þá helst af börnunum
mínum. Ég hef mjög gaman af því.“
Aðspurður segist Gylfi ekki vera með
myndavélina meðferðis þegar hann
sinnir störfum sínum sem ráðherra.
„Ég hef setið á mér með það þótt það
væri nú hægt að taka margar áhuga-
verðar myndir. Ég held nú að það
kæmi skrítinn svipur á fólk ef ráð-
herra drægi upp myndavél á fund-
um,“ segir Gylfi og hlær við tilhugs-
unina.
Björt framtíð
Þótt ástandið sé vissulega alvarlegt
á Íslandi eftir hrunið sér Gylfi fulla
ástæðu til að horfa björtum augum
fram á veginn. „Ég sé enga ástæðu til
að kvíða næstu árum eða árutugum.
Ég sé ekkert í kortunum sem sýnir
að lífskjör hér verði eitthvað slæm á
21. öldinni. En það er mikil aðlög-
un fram undan og hún verður mjög
erfið. Hún ætti samt ekki að þurfa að
taka svo langan tíma.“
Gylfi segir stöðu Íslands alls
ekki eins slæma og margir vilja
meina þrátt fyrir hrunið. „Ef ekk-
ert óvænt kemur upp á ættum við
að vera búin að ná vopnum okk-
ar aftur eftir tvö til þrjú ár og þá
horfum við á Ísland í alþjóðleg-
um og innlendum samanburði
sem moldríkt land. Við gelymum
því alltaf hversu vel við stöndum.
Þegar við erum að tala um kreppu
hérna þá erum við að bera okkur
saman við Ísland 2007 eða kannski
Noreg 2010. Þau gerast ekki hærri
viðmiðin og ef þú miðar Ísland við
meðalríki í Vestur-Evrópu er hér
mjög gott að búa.“
asgeir@dv.is
n 1. Aukin réttindi hluthafa
Aukin réttindi hluthafa í skráðum félögum. Frestur til boðunar hluthafafunda
lengdur og sett verði sérstök ákvæði um efni fundarboðs og hvað birt skuli á vef
félags fyrir og eftir hluthafafundi. Samþykkt 23.12.2009.
n 2. Aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka
Tekur á athugasemdum sem Eftirlitsstofnun EFTA hefur gert við gildandi lög á
þessu sviði. Samþykkt 16.12.2009.
n 3. Efla Fjármálaeftirlitið
Grundvöllur fjármögnunar starfsemi Fjármálaeftirlitsins til að geta tekist á við
aukin verkefni á sviði eftirlits með starfandi bönkum og skilanefndum. Samþykkt
19.12.2009.
n 4. Aukið eftirlit
Auknar heimildir eftirlitsaðila til inngrips, strangari hæfisskilyrði stjórnarmanna
og framkvæmdastjóra, aukin ábyrgð stjórna, innri endurskoðunar og áhættu-
stýringar, stíf skilyrði um áhættuskuldbindingar, bónusa, starfslokasamninga og
beitingu bankaleyndar. Lagt fram 29.12.2009.
n 5. Hertar reglur um verðbréfasjóði
Hertar reglur um fjárfestingastefnu- og heimildir verðbréfasjóða, hæfisskilyrði
sjóðsstjóra, hæfi rekstrarfélaga og mun ríkari eftirlitsheimildir Fjármálaeftirlitsins.
Lagt fram 4.12.2009.
n 6. Endurskoðun innstæðutrygginga
Endurskoðun gildandi laga um innstæðutryggingar í ljósi fjármálaáfallsins
og tilskipunar frá þessu ári um innstæðutryggingar (2009/14/EB). Lagt fram
30.11.2009.
n 7. Aukið gagnsæi
Aukið gagnsæi varðandi eignarhald, jafnrétti kynja í stjórnum og meðal
framkvæmdastjóra og að stjórnarformaður megi ekki taka að sér önnur störf fyrir
félagið. Lagt fram 20.10.2009.
n 8. Heildarskoðun vátrygginga
Heildarendurskoðun á lögum um vátryggingarstarfsemi, m.a. varðandi endur-
tryggingu, hæfisskilyrði og heimildir til stjórnarsetu. Lagt fram 19.11.2009.
Frumvörp Gylfa