Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2010, Blaðsíða 46
VERSTU KAUP Í HEIMI? Alveg sama hversu
samrýmd þið eruð og alveg sama hversu ánægð-
ur þú ert með hvað þú ert afslappaður í kringum
elskuna þína skaltu aldrei kaupa þetta klósett handa
ykkur. Líklega versta Valentínusargjöf í heimi!
„Ég er mjög rómantísk og veit fátt
betra en kertaljós, rauðvín og nota-
legheit,“ segir Ragnheiður Guð-
finna Guðnadóttir fegurðardrottn-
ing sem þó verður án kærastans á
Valentínusardaginn. „Maðurinn
minn verður að vinna þannig að
ég verð ein heima með strákunum
mínum. Ætli við þrjú gerum ekki
bara eitthvað rómantískt saman,
poppum og horfum á góða teikni-
mynd,“ segir Ragnheiður en bætir
við að hún og kærastinn muni bæta
sér upp að hafa misst af deginum.
„Þótt við tökum Valentínusar-
daginn ekkert brjálæðislega alvar-
lega hef ég gaman af þessu og kaupi
gjarnan eina rauða rós og elda góð-
an mat. Annars er ég svo heppin að
bóndinn er rosalega duglegur að
elda og sér oftast um þetta. Ég þarf
ekki einu sinni að versla í matinn,“
segir Ragnheiður Guðfinna sem
stendur fyrir konukvöldi á Óliver á
laugardagskvöldið þar sem Helga
Braga, Auðunn Blöndal, Egill Gillz-
enegger, Heiðar snyrtir og tónlist-
armaðurinn Ingó munu fræða og
skemmta fram á rauðanótt.
„Húsið verður opnað klukkan
20 en dagskráin byrjar hálf níu svo
vinkonur gætu hæglega farið út að
borða á undan og gert þetta að sínu
kvöldi. Ég mæli með að sem flest-
ir karlar verði góðir við sínar konur
um helgina og sendi þær á konu-
kvöld og ég lofa að þeir verða allir
heppnir snemma að morgni Val-
entínusardagsins í staðinn.“
indiana@dv.is
Ragnheiður Guðfinna segist afar rómantísk en hún skipuleggur konukvöld á Óliver:
ÁN KÆRASTANS Á VALENTÍNUSARDAGINN
UMSJÓN: INDÍANA ÁSA HREINSDÓTTIR, indiana@dv.is
„Ég fann ekki nógu stór undirföt svo
að ég keypti sælgæti handa þér.“
„Ég pantaði
borð fyrir
okkur á KFC.“
„Við verðum
að tala
saman.“
„Ég bauð mömmu með okkur út að
borða.“
„Það ert ekki þú, það er ég.“
„Ég valdi þennan veitingastað því
hann er mitt uppáhald.“
„Þetta eru sykurlaus súkkulaðihjörtu.“
„Mig dreymdi að þú værir mamma
mín.“
„Ég held að þetta sé ekki smitandi.“
„Ég fór
hingað með
fyrrverandi í
fyrra.“
„Verum bara
vinir.“
„Viltu sjá nýja
sjóaratattúið
mitt?“
„Hvað gerðirðu við hárið á þér!“
„Ertu viss um að við eigum afmæli
í dag?“
Í nýrri rannsókn, sem gerð var
í Teesside-háskólanum á Eng-
landi, kom í ljós að konur myndu
ekki treysta mökum sínum til að
taka inn getnaðarvarnarpillu en
ný pilla, ætluð karlmönnum, er
í þróun. Í rannsókninni kom í
ljós að báðum kynjum líst vel á
getnaðarvarnarpillu fyrir karl-
menn en konurnar vildu þróa
hugmyndina enn lengra. Flest-
ar konur, af þeim 240 sem tóku
þátt, töldu að eiginmenn þeirra
myndu ekki muna eftir að taka
pilluna daglega og því væri betra
ef þeir gætu fengið skammtinn
eftir öðrum leiðum, til dæmis í
sprautuformi og þá fyrir lengra
tímabil í einu.
46 FÖSTUDAGUR 12. febrúar 2010 LÍFSSTÍLL
sem konur vilja
ekki heyra á Valen-
tínusardaginn
14 ATRIÐI
ER KARLMÖNNUM
TREYSTANDI
FYRIR PILLUNNI?
Rómantísk Ragnheiður Guðfinna ætlar
að eiga rómantískan dag með sonum
sínum, með poppkorn og teiknimyndir
að vopni.
„Það er bæði mikil spenna og stress
í gangi, enda margt sem verður að
klárast á stuttum tíma,“ segir Bryndís
Þorsteinsdóttir en hún ásamt danskri
vinkonu sinni, Rosu Winther Deni-
son, verður með tískusýningu á laugar-
daginn á Copenhagen Fashion Week.
Þær stöllur, sem hanna undir merkinu
ROSA BRYNDIS, fengu tvær vikur til að
undirbúa sig fyrir sýninguna og hafa
komið upp 40 hluta sumarlínu.
„Okkar konsept er fjölnota hönn-
un sem kemur til móts við þarfir nú-
tímakonunnar. Við viljum gera hönn-
un sem vekur forvitni og fær þig til
að vilja kynnast henni betur, komast í
snertingu við hana og nota hana,“ segir
Bryndís sem er með BA-gráðu frá Kon-
unglega arkitektaskólanum í Kaup-
mannahöfn en tók sér pásu frá frekara
námi til að snúa sér að fatahönnun-
inni.
Fullkomið par
Aðspurð segir Bryndís lítinn mun á
íslenskri og danskri tísku. „Danir eru
samt frakkari að prófa nýja hluti og
móta sinn eigin stíl. Þeir eru góðir í
að blanda saman hátískufatnaði við
ódýrari notaðan fatnað á meðan Ís-
lendingar fara meira eftir straumnum,“
segir Bryndís en þær Rosa kynntust í
fatahönnunarnámi í lýðháskóla. „Við
Bryndís vinnum mjög vel saman og
erum eiginlega hið fullkomna lið. Það
sem ég kann ekki getur hún og svo öf-
ugt svo við erum góðar saman.“
Dreymdi um lögfræði
Bryndís og Rosa hafa alltaf haft áhuga
á tísku og fatahönnun. Bryndís segist
nota arkitektanámið mikið í hönnun
sinni en Rosa stefndi líka á háskóla-
nám. „Ég ætlaði aldrei að verða fata-
hönnuður og draumurinn var alltaf að
verða lögfræðingur,“ segir hún en þver-
tekur fyrir að fatahönnun sé auðveldari
leið en lögfræðin. „Hlutirnir þróuðust
í þessa átt og ég legg alveg jafnmikla
vinnu í hönnunina og ég hefði lagt í
lögfræðina,“ segir hún.
Langar að opna eigin verslun
Tískuvikan í Kaupmannahöfn er hald-
in tvisvar á ári og er stærsti tískuvið-
burðurinn í Norður-Evrópu. Hana
sækja yfir 50 þúsund gestir, fjölmiðla-
fólk, hönnuðir og verslunarfólk svo
að það að taka þátt gæti opnað dyr að
frekari möguleikum. Aðspurðar hvaða
vonir þær bindi við sýninguna segjast
þær vona að sem flestir mæti og líki við
hugmynd þeirra og vöru. „Og vilji hafa
hana í skápnum sínum,“ segir Rosa og
Bryndís tekur undir og segir sýninguna
geta skapað frekari tækifæri.
„Við vonumst til að með þessu
komum við okkur á framfæri. Þarna
mun pressan mæta og annað mik-
ilvægt fólk í þessum geira svo þetta
skiptir allt sköpum. Við erum ekki mik-
ið að spá í framtíðina en draumurinn
væri að opna okkar eigin verslun. Það
væri frábært að geta lifað á fatahönn-
un.“ Hægt er að skoða fleiri myndir á
rosabryndis.com.
indiana@dv.is
Fatahönnuðurinn og arkitektinn Bryn dís
Þorsteinsdóttir, sem hannar föt undir
merkinu ROSA BRYNDIS ásamt Rosu
Winther Denison, mun taka þátt í Copen-
hagen Fashion Week um helgina.
DRAUMUR AÐ
OPNA EIGIN VERSLUN
Vinna vel saman Bryndís og Rosa kynntust í fatahönnunarnámi í lýðháskóla.
Áhrif frá arkitektúr
Bryndís hefur lokið
BA-námi frá Konunglega
arkitektaskólanum í
Kaupmannahöfn og
segist nota ýmislegt í
fatahönnunina sem
hún lærði í náminu.
MYNDIR ROSA BRYNDIS